Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rannveig Böðv-arsson fæddist á Vesturgötu 32 í Reykjavík 8. júlí 1924. Hún lést á Akranesi hinn 28. september síðastlið- inn. Rannveig var dóttir Mattheu Kristínar Pálsdótt- ur Torp saumakonu (8.11. 1902–12.12. 1946) og Pálma Hannessonar rekt- ors (3.1. 1898–22.11. 1956). Matthea Kristín móðir Rannveigar giftist Christian Evald Torp veitinga- manni (14.4. 1904–11.12. 1965). Hann var kjörfaðir Rannveigar. Bróðir hennar sammæðra er Páll Torp (1927). Sonur Christians Evalds Torp og seinni konu hans Johanne Torp er Holger Torp (1950). Systkini hennar samfeðra eru Jón Skúli (1927–1935), Ingi- björg Ýr (1931), Pétur Jökull (1933–1984), Skúli Jón (1938) og Pálmi Ragnar (1940) Pálmabörn. Rannveig giftist Sturlaugi H. Böðvarssyni útgerðarmanni (5.2. 1917–14.5. 1976) 14. apríl 1945 og fluttist til Akraness og bjó á Vest- urgötu 32 á Akranesi alla tíð. For- eldrar Sturlaugs voru Ingunn Sveinsdóttir (3.8. 1887–25.2. 1969) og Haraldur Böðvarsson (7.5. 1889–19.4. 1967). Síðar eignaðist Rannveig vin og samferðarmann sem var Sveinn Björnsson stór- kaupmaður (9.7. 1917–7.4. 1996). Börn Rannveigar og Sturlaugs eru Matthea Kristín (1947), gift Benedikt Jón- mundssyni, þau eiga tvær dætur og tvo dóttursyni; Harald- ur (1949), kvæntur Ingibjörgu Pálma- dóttur, þau eiga fjóra syni og sex barnabörn; Sveinn (1951), kvæntur Halldóru Friðriks- dóttur, þau eiga tvo syni og fimm barna- börn; Rannveig (1954), gift Gunnari Ólafssyni, þau eiga fimm börn og fjögur barnabörn; Sturlaugur (1958), kvæntur Jó- hönnu Hallsdóttur, þau eiga tvö börn, börn Jóhönnu og stjúpbörn Sturlaugs eru þrjú og eitt barna- barn; Helga Ingunn (1963), gift Haraldi Reyni Jónssyni, þau eiga fjögur börn. Dóttir Sturlaugs af fyrra hjónabandi er Ingunn Helga (1941), gift Hauki Þorgilssyni. Þau eiga fjögur börn. Barnabörn- in eru 26 og barnabarnabörnin 18. Rannveig var ung við nám og störf í Danmörku en gekk síðan í Verslunarskólann. Þá vann hún ýmis skrifstofustörf hjá Tryggva Ófeigssyni, stórútgerðarmanni í Reykjavík. Rannveig var stjórnar- formaður Haraldar Böðvarssonar & Co um árabil. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í sjávar- útvegi 1993. Rannveig verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Haustsólin stráði geislum sínum inn í sjúkrastofuna um leið og við- burðaríku lífi minnar góðu tengda- móður lauk. Það var fallegt að sjá hana kveðja hópinn sinn stóra sem hafði vakað til skiptis yfir henni síð- ustu dægrin. Sjá Sturlaugana tvo, son hennar og Sturlaug Friðrik son- arson, þétt við hlið hennar. Við fund- um svo sterkt að þriðji Sturlaugur- inn beið hennar hinum megin, stóra ástin í lífi hennar. Við fundum óskýranlega eftirvæntingu í loftinu líkt og þegar barn fæðist. Þrátt fyrir sterkan lífsvilja voru síðustu miss- erin henni erfið vegna endurtekinna áfalla. Fráfall Rannveigar markar djúp skil í lífi okkar fjölskyldu. Með henni er gengin ættmóðirin sem hélt liðinu sínu saman. Eins og segulþráður sogaði hún okkur til sín. Henni fannst raunar aldrei nógu margt í kringum sig, naut þess innilega að vera innan um fólk. Hún var stolt af fólkinu sínu og óþreytandi að minna á kosti þess. Hún var á sama tíma strangur gagn- rýnandi ef henni þótti eitthvað mega betur fara. Jafnan fannst henni af- komendurnir ýmist líkjast sér eða Sturlaugi. Að þessu var oft brosað í fjölskyldunni. Stórar veislur áttu vel við hana og enginn var flinkari en hún að efna til fagnaðar og var þá ekkert til sparað. Ef einhver spurði: „Er þetta ekki einum of?“ var svarið ávallt: „Hvis det skal være fest, so skal det være fest.“ Hún var ekki gömul amma sem prjónaði sokka og sagði sögur. Hún var amma sem las tækniblöð, bíla- blöð og vissi allt um tónlist og tísku. Við sóttum allan okkar fróðleik á þessu sviði til hennar og fannst stundum nóg um nýjungagirnina um leið og barnabörnunum fannst þetta nákvæmlega fróðleikurinn sem skipti máli. Það var því oft spenn- andi fyrir þau að heimsækja hana til að fræðast um nýjustu tækniundrin í veröldinni. Hún var kona sem vissi hvað hún vildi, lét aldrei bíða til morguns, það sem hægt var að gera í dag. Fylgdi öllu fast eftir og skildi hún þess vegna allt umhverfið sitt eftir með glæsibrag hvert sem aug- um er litið. Hún lét sig alltaf miklu varða út- gerðarfélag Haraldar Böðvarssonar sem tengdafaðir hennar stofnaði og eiginmaður stjórnaði á meðan hann lifði. Vegferð fyrirtækisins og fólks- ins sem þar starfaði var kjarninn í lífi og starfi hennar sem og fólksins hennar. Henni var mikið í mun að sjá starfsemina blómstra og lagði sitt af mörkum til að svo mætti vera. Heimili hennar var jafnt opið fyrir starfsfólki og gestum fyrirtækisins, innlendum sem erlendum. Við tengdamæðgurnar bjuggum á sömu torfu í yfir þrjátíu ár, og geng- um saman í gegnum súrt og sætt. Drengirnir okkar Haraldar nutu góðs af nærveru við hana. Hún var mér afar góð tengdamóðir og þótt við værum báðar þekktar fyrir að vera stjórnsamar tókst okkur furðu vel að lifa saman slysalaust. Fyrir það er ég Guði þakklát, því enginn nema hann hefði getað stillt svo ólíka strengi saman. Sennilega var það sáttfýsi hennar að þakka, hún átti auðvelt með að fyrirgefa. Það sterkasta í fari tengdamóður minnar voru aðlögunarhæfileikar hennar. Þeir nýttust henni á langri lífsleið því hún þurfti oft að takast á við þung áföll, breyta um stefnu og byrja upp á nýtt. Að mörgu leyti er æska hennar okkur svolítið óskrifað blað því að það var í hennar eðli að gera gott úr flestum hlutum. Víst er að það hafa verið erfið spor fyrir hana þegar hún var alein send til Danmerkur þá aðeins ellefu ára gömul og var fjarri ástvinum sínum í nokkur ár. Þetta var á þeim árum þegar berklar geisuðu á Íslandi og fjölskylda hennar fór ekki varhluta af þeim vágesti. Ævintýri lífs henn- ar hófst þegar hún ung kynntist Sturlaugi, glæsilegum útgerðar- manni frá Akranesi. Frá fyrsta degi bar hann hana á örmum sér í orðsins fyllstu merkingu, allt til hinsta dags. Hann var einstaklega góður maður og gaf hann henni flest þau tækifæri sem hún hafði áður aðeins lesið um í ævintýrum. Já þau voru glæsilegt par tengdaforeldrar mínir og geisl- uðu af ást. Þó er lífið aldrei svo gott í sinni bestu mynd að ekki falli á það skuggar, því fengu þau bæði að kynnast þótt flestir dagar væru bjartir með tækifæri við hvert fót- mál. Það var þung raun þegar Stur- laugur féll snögglega frá langt um aldur fram. Þá sýndi Rannveig sem oftar að hún gat tekist á við erfiðar aðstæður. Hún var baráttukona. Börnin hennar voru sjaldan langt undan en ég veit að Helga, yngsta dóttir hennar, veitti henni ómetan- legan stuðning á mörgum erfiðustu stundum lífs hennar. Í nokkur ár átti hún góðan félaga, Svein Björns- son stórkaupmann í Reykjavík. Sá vinskapur gaf henni mikið en hann lést fyrir níu árum. Miklar og góðar hugsanir fylgja Rannveigu yfir í nýja sólarlandið, það höfum við fundið á undanförnum dögum og er- um öllum vinum hennar innilega þakklát. Foreldrar mínir þakka henni alla tryggð, vinsemd og ástúð sem hún hefur sýnt þeim alla tíð. Að leiðarlokum þakka ég henni langa og gæfuríka samferð, þakka henni að hún skyldi gefa mér það besta sem ég á. Ég bið börnum hennar blessunar. Megi englar Guðs vaka yfir henni. Ingibjörg Pálmadóttir. Hver á nú að segja okkur hvað er í heimsfréttunum? Og hver á að segja okkur fréttir af hvert öðru, þegar við í önnum dagsins gefum okkur ekki tíma til að fara í heimsóknir eða lyfta símtóli? Já, hvað nú? Þetta og margt fleira flýgur í gegnum huga minn þar sem ég stend ásamt nokkrum öðrum fjöl- skyldumeðlimum við dánarbeð tengdamóður minnar. Við erum öll hnípin og sorgmædd, þó við trúum því að nú líði henni betur. Það er svo sárt að kveðja. Nú breytist allt. Hún var samein- ingartáknið okkar. Stóra húsið á Vesturgötunni verður aldrei samt aftur. Þar var miðstöð fjölskyldunn- ar, stöðugur straumur alla daga, oft- ast glatt á hjalla. Mikið var þar um veisluhöld, afmæli, skírnarveislur, matarboð o.s.frv. og þá var hún Rannveig mín í essinu sínu. Því meira um að vera, því meira gaman hjá henni. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og naut þess að hafa helst allan hópinn sinn í kringum sig. Það verður skrítið að keyra inn stéttina og vita að Rannveig situr ekki í eldhúsinu að lesa blöðin eða í stofunni að horfa á sjónvarpið. Það var alltaf svo gott að koma á Vest- urgötuna, þar var glæsileikinn í fyr- irrúmi og hún sjálf alltaf svo fín og flott hvort sem klukkan var 10 að morgni eða 10 að kvöldi. Ég þakka Rannveigu samfylgdina og fyrir það sem hún var mér og mínum. Ég trúi því að nú sé hún bú- in að hitta gamla vini, búin að fara í lagningu, komin í falleg föt og kannski á leiðinni til Flórída. Hvíl í friði, mín kæra. Guð og góð- ir englar styðji ástvini þína alla. Blessuð sé minning þín. Jóhanna Hallsdóttir. Að fara „út í hús“ var eitthvað sem var fastur punktur í tilveru okk- ar bræðra. Þetta var alltaf sagt þeg- ar heimsækja átti ömmu Rannveigu sem bjó í næsta húsi. Það voru mikil forréttindi fyrir okkur að fá að alast upp í nágrenni við ömmu. Þar dvöld- um við oft löngum stundum og reyndist hún okkur ávallt sem önnur móðir. Enginn eldaði betri mat enda var aldrei til sparað í smjöri, sykri eða öðrum hráefnum til þess að bragðbæta matreiðsluna. Hennar manneldismarkmið voru ekki þau sömu og hjá hinu opinbera. Hún var ekki lengi að slá upp dýrindis mál- tíðum þegar við birtumst. Ef við höfðum verið á ferðalagi í einhverja daga sagði hún alltaf það sama þeg- ar við komum aftur: „Ægilega ertu orðinn horaður, vinur.“ Maður þurfti síðan að hafa sig allan við að torga því sem lagt var á borðin. Í því sambandi vitnaði hún oft til afa Sturlaugs sem hafði það viðkvæði að betra væri „að útbúa of mikið en of lítið“. Þetta heilræði tók hún amma ávallt mjög alvarlega. Amma var mjög ung í anda. Þrátt fyrir að vera komin á efri ár hafði hún alltaf mikinn áhuga á nýjustu tækni. Hún átti nýja fartölvu og var að sjálfsögðu tengd við internetið. Hún var með fullkomnasta GSM og heimasíma sem til er á markaðnum. Hún endurnýjaði reglulega sjónvörp og hljómflutningsgræjur. Ef hún fékk slíkan búnað í afmælisgjöf frá fjölskyldunni, þá skilaði hún honum yfirleitt aftur til þess að fá sér eitt- hvað ennþá fullkomnara. Hún fylgd- ist með straumum og stefnum í tískuheiminum og vissi yfirleitt bet- ur en við unglingarnir hvað væri að komast í tísku og var óspör að segja okkur til í þeim efnum. Amma var með ólæknandi bíladellu og helst vildi hún vera á kraftmiklum bílum enda var hún dugleg að keyra og ferðast, allt þar til hún fékk áfall fyr- ir rúmum tveimur árum. Það reynd- ist henni erfitt þar sem hún naut sín hvað best á faraldsfæti. Helst vildi hún alltaf hafa mikið um að vera. Hún varð fljótt óróleg ef einhver lognmolla var í kringum hana. Tveir af okkur bræðrum voru svo lánsamir að eiga þess kost að ferðast með henni í Englandi nú í sumar. Hún þurfti að leggja á sig talsvert ferðalag og þrátt fyrir veikindi sýndi hún ótrúlegan dugnað og kveinkaði sér aldrei. Fátt líkaði henni betur en að sitja í sólinni og því kom það sér vel að veðrið lék við okkur þessa daga. Þá daga hvarflaði það ekki að okkur að hún ætti svo stutt eftir sem raun bar vitni. Þetta minnir okkur á það hversu mikilvægt er að njóta hverrar stundar sem okkur er út- hlutað. Amma var ákveðin kona sem vissi hvað hún vildi, kona sem betra var að vera sammála. Ef maður var ekki sammála kaus maður oft að leiða það hjá sér frekar en að hella sér út í orðaskipti sem einungis gátu endað á einn veg. Það var þó ávallt gott að koma heim til hennar að degi lokn- um til þess að slaka á, oft til þess að sitja hjá henni og spjalla um það sem á daginn hafði drifið eða ein- faldlega að þegja með henni, fletta blöðunum eða horfa á sjónvarpið. Ef við þurftum frið og ró völdum við yf- irleitt að koma við hjá ömmu. Við munum sakna þess að geta ekki lengur komið við á Vesturgötunni og notið þar samverustunda með henni. Það verður erfitt að hugsa sér Vest- urgötu 32 án hennar. Ljómi hennar og afa Sturlaugs mun þó alltaf lifa í húsinu. Blessuð sé minning þeirra. Sturlaugur, Pálmi, Ísólfur og Haraldur. Hún amma Rannveig, eða amma Púsla eins og ég kallaði hana alltaf, var engin venjuleg amma. Hún var stanslaust á ferðinni út og suður og alltaf með fulla dagskrá. Hún elsk- aði blóm, bíla, ferðalög og allar mögulegar tæknigræjur. Amma var alltaf vel til höfð með nýlagt hár og í fallegum fötum í björtum litum. Hún vildi alltaf hafa fínt og snyrtilegt í kringum sig. Hún vildi líka að við stelpurnar í fjöl- skyldunni værum vel snyrtar, með hárið almennilegt og við áttum að standa okkur í húsmóðurstörfunum og dekra við karlmennina. Hún lét okkur líka heyra það ef við vorum eitthvað reyttar um hárið og ef eng- inn var varaliturinn. Sjálf elskaði hún bjarta og bleika liti og henni leist ekkert alltof vel á hvað við stelpurnar vorum alltaf í dökkum fötum, alltof mikið svart, sagði hún. Amma var hrifin af blómum. Hún keypti sér alltaf rósir öðru hverju án tilefnis. Það lærði ég af henni að það þarf ekki að vera tilefni til að kaupa rósir. Rósir gleðja sálina. Það er nóg. Amma var með bíladellu á háu stigi. Hún skipti reglulega út bílum fyrir nýja. Hún las bílablöð eins og dönsku blöðin og það var mikið tekið frá henni þegar hún hætti að geta keyrt sjálf. Það var mikil frelsis- svipting. Hún var nefnilega vön að fara út á bílnum oft á dag, skreppa til Reykjavíkur þegar henni datt það í hug og hún keyrði hringveginn 72 ára með vinkonu sinni og fannst það lítið mál. Hún var svo glöð þegar ég seldi gamla Galantinn minn og keypti lítinn Polo í staðinn. Henni fannst Galantinn vera drusla og hún skildi ekki hvað ég gat átt hann lengi. Ömmu fannst Poloinn flottur og hún tók alltaf eftir því þegar hann var nýbónaður. Amma elskaði ferðalög. Hún eign- aðist kærasta, sem var Sveinn Björnsson, eftir að afi Sturri dó og saman ferðuðust þau út um allan heim. Það fannst henni gaman og skemmtilegast af öllu þótti henni að fara til Flórída þar sem hún gat fengið brúnan lit í sólinni. Amma talaði oft um ástina og hvað það væri mikilvægt að rækta sambandið vel. Hún vildi að við stelpurnar hugsuðum vel um strák- ana okkar og dekruðum við þá. Við köllum strákana hennar ömmu stundum gulldrengina en í þeim hópi eru auðvitað líka eiginmenn kvennanna í fjölskyldunni því hún dekraði alltaf svo við þá. En auðvit- að dekraði hún við okkur líka. Í júlí í sumar borðuðum við saman á sunnudagskvöldi eins og venjulega hjá mömmu og pabba og amma var líka með okkur. Við Árni höfðum verið á fótboltamóti alla helgina bæði að vinna á mótinu og horfa á strákana keppa og höfðum ekkert eldað neitt alla helgina. Árni segir þá hvað það sé nú gott að fá loksins almennilegan mat. Ég get ekki lýst augnaráðinu sem hún amma sendi mér þá. Hún var ekki hrifin. Nú fæ ég að heyra það, hugsaði ég, en hún sagði ekki neitt. En þegar við keyrð- um hana heim um kvöldið gaf hún mér nýjasta tölublað Gestgjafans svo ég gæti eldað eitthvað gott fyrir strákana mína! Amma fékk fartölvu þegar hún varð áttræð. Hún var svo hrifin af tölvutækninni og öllu því sem henni fylgdi. Langömmubörnin sátu með henni við tölvuna og þau flökkuðu saman um netið. Ef þau spurðu hana hvenær hún ætlaði að flytja inn á Höfða var svar- ið að hún væri nú ekki orðin nógu gömul til þess. Hún keypti sér risa- stórt sjónvarp í vor sem var stærra en öll sjónvörp sem langömmubörn- in höfðu áður séð. Þeim fannst amma æði að eiga svona flotta græju. Og þau kölluðu hana líka allt- af bara ömmu, hún vildi það, því „langamma“ var orð fyrir eldri kon- ur en hana. Núna í september þegar amma var komin á sjúkrahúsið fæddist nýjasta langömmubarnið hennar á hæðinni fyrir neðan. Þegar henni var boðið að fara niður og sjá litlu prinsessuna þeirra Sólveigar og Njáls þá vildi hún fara fyrst í lagn- ingu! Svona var amma. Alltaf flott og alltaf glæsileg. Elsku amma, ég trúi því að nú líði þér vel og búin að hitta strákana þína þá afa Sturra og afa Svein og alla hina sem fóru á undan þér. Þeir hafa örugglega tekið vel á móti þér með rauðum og bleikum rósum. Rannveig Lydia Benediktsdóttir (Púsla yngri). Nú á ég enga ömmu og finnst það hálf glatað þó svo ég eigi nú að telj- ast fullorðinn maður. Málið er bara að amma hefur alltaf verið til staðar, hluti af minni tilveru og fastur punktur. En ekki lengur. Amma Púsla eins og hún var köll- uð var engin venjulega amma, a.m.k. ekki amma eins og hinir krakkarnir áttu. Hún prjónaði ekki handa okkur barnabörnunum vettlinga eða lopa- sokka. Ég er ekki einu sinni viss um að hún hafi kunnað að prjóna. Aldrei sá ég hana sauma heldur. Hún sagði okkur ekki ævintýri eða sögur það ég muni, a.m.k. ekki skáldaðar sög- ur, og það var ýmislegt sem hún gerði ekki sem þótti á þeim tíma nokkuð sjálfsagt að ömmur gerðu. En hún gerði svo margt annað fyrir okkur krakkana sem aðrar ömmur gerðu ekki og við munum aldrei gleyma. Amma Púsla bauð okkur í leik- húsið, kom með ævintýralega hluti handa okkur frá útlöndum, hún fór með okkur á tónleika, bauð okkur út að borða og auðvitað í mat á Vest- urgötunni líka. Hún var afbragðs kokkur og bakaði bestu kökur í heimi. Heimili ömmu var líka eins og höll úr öðrum heimi, þar var allt miklu flottara og fínna en alls staðar ann- ars staðar, eins og þar byggi prins- essa. Amma var mikil flökkukind, hún var alltaf á ferðinni, rúntaði milli Akraness og Reykjavíkur á fína bílnum sínum langt fram á áttræð- isaldur. Hún ferðaðist mikið, hafði yndi af ferðalögum og veðursælum RANNVEIG BÖÐVARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.