Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurBjarnason vél- stjóri fæddist í Reykjavík 19. jan- úar 1924. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Ámundason vél- stjóri, f. 13. apríl 1886 í Bjólu í Ása- hreppi í Rang., d. 20. apríl 1935, og Magn- ea Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 4. júní 1894 í Hólmfastskoti í Innri- Njarðvík, d. 29. júní 1983. Systkini Guðmundar eru: Valgerður, f. 3. ágúst 1914, d. 8. mars 1993; Ragn- ar Ámundi, f. 3. apríl 1917, d. 5. mars 1948; Magnea Benía Bjarna- dóttir, f. 1. apríl 1920, d. 4. nóv- ember 1920; Magnea Benía Bjarna- dóttir, f. 6. september 1922; Erna, f. 6. nóvember 1925, d. 14. sept- ember 1926; og Magnús Pétur, f. 26. júní 1928, d. 6. mars 1968. 26. júní 1943 kvæntist Guðmund- ur Kristbjörgu Maríu Jónsdóttur, f. 2. apríl 1924 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jón Eyjólfur Bergsveinsson skipstjóri og erind- reki Slysavarnafélags Íslands í Reykjavík, f. 27. júní 1879 á Hval- m.a. fenginn til að kenna módel- smíði. Hann var einnig mikið í svif- flugi, kenndi það einnig og var einn af frumherjum í Svifflugfélagi Íslands. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni hf. 1953, hlaut meistararéttindi 1968. Hann lauk vélstjóraprófi í Vélskól- anum í Reykjavík 1955 og raf- magnsdeild 1956. Guðmundur stundaði sjómennsku á stríðsárun- um. Eftir að hann lauk vélstjóra- námi gerðist hann vélstjóri á tog- urum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, hann starfaði í frystihúsi Júpíters og Marz hf. um skeið og leysti af sem vélstjóri á togurum fyrirtæk- isins uns hann hóf störf við upp- byggingu álversins í Straumsvík 1968, en í júní 1969 hóf hann störf hjá Íslenska álfélaginu fyrst sem vaktstjóri á vélaverkstæðinu þar og síðan frá 1973 sem verkstjóri til ársins 1990. Þá tók hann að sér stöðu eftirlitsmanns fyrirtækisins með stækkun steypuskála og nið- ursetningu véla þar uns hann lét af störfum 1992. Meðan hann starfaði sem verkstjóri á vélaverkstæði ál- versins fann hann upp búnað til að skammta súrál í raflausnarker og fékk einkaleyfi á honum. Hann sat lengi í stjórn Lífeyrissjóðs Hlífar og var stjórnarformaður þar í 15 ár. Nú síðustu árin eftir að hann missti sjónina var hann fastagestur í „Opnu húsi“ hjá Blindrafélaginu þar sem hann naut félagsskapar fólksins þar. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. látrum á Breiðafirði, d. 17. desember 1954, og Ástríður María Eggertsdóttir, f. 22. júní 1885 í Fremri- Langey í Klofnings- hreppi í Dalasýslu, d. 16. nóvember 1963. Synir Guðmundar og Kristbjargar eru: 1) Jón E. B., f. 18. nóv- ember 1943 í Reykja- vík, flugvélstjóri, bú- settur í Bandaríkj- unum, eiginkona Hedy Kues, f. 1. októ- ber 1941, flugfreyja, d. 18. septem- ber 1973. Barn þeirra er Astrid Larissa Kues, f. 25. ágúst 1970, bú- sett í Bandaríkjunum. 2) Stefán Ólafur, f. 10. júní 1947 í Reykjavík, raffræðingur, eiginkona Svanhvít Jónasdóttir, f. 23. ágúst 1945, börn þeirra eru: A) María, f. 3. ágúst 1970, maki Hákon Stefánsson hdl., f. 5. júlí 1972. Börn þeirra eru Anna Elísabet, f. 6. janúar 2003, og Stefán Orri, f. 19. júlí 2005, áður átti María, Fanneyju, f. 26. nóvem- ber 1992, faðir Jóhannes Ingi- mundarson. B) Elísabet, f. 25. júlí 1977. Guðmundur lauk Miðbæjarskól- anum í Reykjavík 1936. Á sínum yngri árum var hann mikill áhuga- maður um flugmódelsmíði, var Minningarnar um hann elsku afa minn eru margar. Ég flutti til ömmu og afa með pabba þegar ég var þriggja ára gömul eftir að móðir mín lést. Ég var alltaf mikil afastelpa enda var hann sá allra flottasti, vissi allt og gat allt. Hann kenndi mér margt og mikið um lífið og tilveruna og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir frábært uppeldi. Hann hafði einstakt lag á að útskýra hlutina fyr- ir mér sem er víst ekki alltaf svo ein- falt. Ég vaknaði á hverjum morgni til að kveðja hann áður en hann færi í vinnuna og beið svo fyrir utan húsið á hverjum eftirmiðdegi eftir því að hann kæmi heim úr vinnunni. Ég sé hann enn þá fyrir mér þar sem hann birtist fyrir hornið og ég hleyp í fangið á honum. Þegar ég frétti að hann ætlaði í þessa stóru aðgerð þá fór ég heim til Íslands til að vera hjá honum og við áttum yndislega helgi saman áður en hann fór inn á spít- alann. Við fengum okkur bíltúr Grafningsleiðina austur í bústað eins og í gamla daga en hann elskaði þann stað. Afi átti langa og viðburða- ríka ævi og mér þótti alltaf jafngam- an að hlusta á sögurnar hans. Hann hafði siglt um mörg höfin og komið á ótrúlega staði og upplifað ýmislegt. Hann hafði ævinlega góð ráð að gefa þegar á þurfti að halda. Hans verður sárt saknað. Afi var alltaf mjög heilsuhraustur en fyrir nokkrum árum missti hann töluverða sjón á báðum augum. Hann gerðist meðlimur í Blindra- félaginu og átti margar góðar stund- ir í opnu húsi og eignaðist marga góða vini þar. Ég vil þakka öllum hjá Blindrafélaginu fyrir frábæran stuðning og frábært starf. Elsku afi minn, mér finnst ótrú- legt að þú sért farinn. Ég á eftir að sakna símtalanna okkar um hverja helgi en þó er ég þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum saman. Ég gleymi aldrei jólaballinu sem við fórum á þar sem Grýla gamla mætti á svæðið. Það greip um sig þvílík hræðsla í salnum. Ég hékk á hand- leggnum á afa hálft kvöldið því ég var alveg viss um að Grýla gamla þyrði nú ekki í hann. Að lokum fékk afi mig nú til þess að sleppa og fara og skemmta mér gegn því loforði að hann myndi passa að ekkert kæmi fyrir mig. Það fór nú líka svo að ég komst heilu og höldnu heim af ball- inu. Elsku afi minn, ég veit að þú vakir yfir okkur öllum núna og passar okkur eins og þú alltaf gerðir. Ég elska þig að eilífu. Guð geymi og varðveiti þig. Larissa. Elsku hjartans afi minn. Ef eitt- hvað er öruggt í heiminum er það að dauðinn heimsækir okkur öll að lok- um. En sem betur fer er hann gestur sem maður býst aldrei við í heim- sókn. En nú var komið að því, elsku afi minn, að þú fékkst heimsókn og sofnaðir hinum hinsta svefni. Ég verð að viðurkenna að það er búið að vera ansi erfitt að sætta sig við það. Þegar ég var að segja vinum mín- um frá því að þú værir látinn spurðu margir: „Var það afi sem átti sum- arbústaðinn?“ og þá rann upp fyrir mér að ég hef greinilega oft talað um Birkisel og þig í sömu andrá. Enda átti ég mínar bestu stundir með þér uppi í sumarbústað. Okkur líður báðum mjög vel þar. Fyrir það fyrsta var bílferðin austur afar áhugaverð og fræðandi. Þú sagðir mér nefnilega yfirleitt nöfnin á fjöllunum í kring og stund- um fylgdu sögur með um tilurð nafnanna. Þegar ég var yngri baðstu mig oft að hjálpa bílnum upp brattar brekkurnar í Grafningnum og þá ýtti ég á sætið þitt með öllu mínu afli. Þegar ég fór að fara með vinum mínum í sumarbústaðaferðir átti ég erfitt með að vera róleg og slappa af, því ég var vön því að maður væri að aðhafast eitthvað í sveitinni. Það var nefnilega ýmislegt sem þurfti að dytta að í Birkiselinu og fékk ég að taka þátt í öllu slíku. Þú áttir meira að segja lítinn alvöru hamar sem ég hafði aðgang að. Ég sá hann úti í skúr um daginn vel ryðgaðan. Til að byrja með var ekki renn- andi vatn í bústaðnum og því voru þær ófáar ferðirnar sem við fórum saman niður að á að ná í vatn. Lengi hélt ég að það væru mjög stórir fisk- ar í Ölfusvatnsánni, en síðar komst ég að því að þú varst bara að henda steinum út í ána. En svona varst þú, skemmtilega stríðinn. Ég er afar þakklát fyrir það hvernig þið amma leyfðuð mér að hjálpa til, og er það líklegast ykkur að mestu leyti að þakka að ég er ansi liðtæk í hinum ýmsu iðngreinum í dag. Mest þykir mér þó vænt um litla hluti eins og það að þú kenndir mér hvernig á að brjóta saman ís- lenska fánann. En svo kom að því að sjónin þín fór að versna og seinna meir hjá ömmu líka. Þá var komið að því að endurgjalda greiðann og skutla ykk- ur austur. Við tvö skutumst einnig nokkuð oft tvö ein austur bara svona til að athuga með hitt og þetta. En fyrir mér verður þú órjúfanlegur hluti af Birkiseli, enda byggðir þú húsið sjálfur frá grunni og minning- ar um þig eru á hverju strái. Þar er gott að vera. Þannig að þú sérð, elsku afi, að það er margt og mikið sem þú hefur kennt mér, þótt ég telji það ekki allt upp hér. Það á eftir að verða erfitt að venjast því að þú sért farinn, kemur ekki lengur labbandi inn úr herbergi fram í stofu á Háó, verður ekki til staðar að passa upp á að fáninn verði tekinn niður á réttum tíma í Birkiselinu og kemur ekki í humátt á eftir ömmu þegar þið komið í heim- sókn. En dauðinn er víst bara hluti af líf- inu og stóra hjartað þitt var orðið svolítið þreytt. En þú munt alltaf eiga stóran part af mínu hjarta, elsku afi minn, og ég þakka þér aftur fyrir allt það sem þú hefur gefið mér með nærveru þinni. Minningin um þig mun lifa í mér. Þótt augum ég beini út í ómælis geim, ertu samt nálægur mér! Því stjarnanna blik og birtan frá þeim ber mér glampa frá þér. (Hala Satavahana.) Þín Elísabet. Elsku afi minn. Ég á enn bágt með að trúa að þú sért farinn frá okkur fyrir fullt og allt. Þegar ég kvaddi þig á spítalanum þar sem þú svafst sagði ég þér að þín yrði sárt saknað ef þú tækir þá ákvörðun að yfirgefa okkur. Þegar ég sagði þessi orð trúði ég því að þú mundir ná heilsu á ný þrátt fyrir að útlitið væri ekki gott. Þú hefur alltaf verið svo hraustur og aldrei kvartað. Þegar ég horfi til baka þykir mér óendanlega vænt um allan þann tíma sem ég og fjölskylda mín höfum átt með þér. Ég er þakklát fyrir að þú hefur verið viðstaddur alla stórvið- burði í mínu lífi til þessa, t.d. fyrr á þessu ári brúðkaupið og fyrir skemmstu skírnina hjá Stefáni Orra. Þar sá ég þig vakandi í síðasta sinn. GUÐMUNDUR BJARNASON ✝ Halldóra Elías-dóttir fæddist á Ísafirði 6. júní 1927. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 30. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elías Halldórs- son, fyrrv. forstjóri Fiskveiðisjóðs Ís- lands, f. 4. maí 1901, d. 31. júlí 1991, og Eva Pálmadóttir, f. 8. maí 1904, d. 19. nóvember 1993. Systkini Halldóru eru: Erla, f. 8. apríl 1925, og Ágúst Halldór, f. 29. janúar 1931. Hinn 9. nóvember 1963 giftist Halldóra Sveini H. Ragnarssyni, fyrrverandi félagsmálastjóra í Reykjavík. Sonur þeirra er Sveinn Andri Sveinsson, viðskiptafræð- ingur, f. 16. ágúst 1964. Kona hans er Þórunn Grétars- dóttir, tölvunar- fræðingur, f. 6. mars 1965 og börn þeirra eru Halldór Fannar, f. 28. júní 1996, og Guðbjörg Lilja, f. 29. maí 1998. Halldóra stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík árin 1940-1944. Hún starfaði nær allan sinn starfsaldur á skrifstofum Reykjavíkurborgar, fyrst í Endur- skoðunardeild en síðast sem deild- arfulltrúi í Skráningadeild fast- eigna til 1992. Útför Halldóru verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við ástkæra tengda- móður mína Halldóru Elíasdóttur eða Haddý eins og hún vildi láta kalla sig. Ég kynntist Haddý þegar við Sveinn Andri sonur hennar byrjuðum að rugla saman reytum. Strax við fyrstu kynni vakti það virðingu mína hve vel hún hugsaði um heimilið og sína nán- ustu og er mér sérstaklega minnis- stætt hve vel hún og Erla systir henn- ar hugsuðu um móður sína síðustu æviár hennar. Haddý var mikil fjöl- skyldukona og vildi alltaf frétta reglu- lega af sínu fólki. Barnabörnunum sýndi hún mikla alúð og vildi allt fyrir þau gera, hún fylgdist náið með þeim þroskast og dafna og sýndi öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur mikinn áhuga. Eftir að bera fór á veikindum henn- ar reyndi hún ávallt að gera sem minnst úr þeim, var ósérhlífin og vildi hlífa öðrum við áhyggjum af líðan sinni. Við hlið hennar stóð Sveinn sem klettur og tók smátt og smátt yfir heimilisstörfin og veitti henni glaður alla aðstoð sem hún þurfti svo hún gæti dvalið sem lengst á heimili þeirra. Á honum hefur mikið mætt síðustu mánuði og misseri. Elsku tengda- pabbi, við finnum öll fyrir miklum missi en þó enginn eins miklum og þú. Megi góður guð styðja þig í sorginni. Þórunn. Það er erfitt að kveðja Haddí, elskulega systur sem hefur verið svo nákomin mér alla tíð. Við erum fæddar á Ísafirði og bjuggum þar í húsi sem pabbi nefndi Ásbyrgi og stendur enn. Eftir stutta viðkomu á Seyðisfirði, þar sem Ágúst Halldór bróðir okkar fæddist, fluttum við til Reykjavíkur. Þar bjuggum við á Ásvallagötu 75 sem varð heimili for- eldra okkar í fimmtíu ár. Við ólumst upp við fyrirmyndaraðstæður og ást- ríki foreldranna og nutum þess að hafa föðurömmu okkar á heimilinu þar til hún lést í hárri elli. Það var samheldinn hópur sem bjó þarna vestast á Ásvallagötunni og þetta var yndislegur tími. Haddí gekk í Kvennaskólann þar sem hæfileikar hennar nutu sín mjög vel. Síðar lærði hún matreiðslu í hin- um þekkta skóla Cordon Bleu í París. Ólíkt mér var hún alltaf afskaplega myndarleg og flink í öllu sem laut að heimilinu. Ég naut góðs af hæfileik- um hennar á því sviði og leitaði alltaf ráða hjá henni ef eitthvað stóð til. Þegar við vorum ungar ferðuðumst við mikið saman. Við tókum til dæmis þátt í fyrstu hópferðinni sem var farin til höfuðborga Norðurlandanna, eftir að stríðinu lauk. Nokkrum árum seinna fórum við til Ítalíu og heim- sóttum helstu borgir. Við fórum líka um Ísland; heimsóttum Þórsmörk og Landmannalaugar. Þetta var á sjötta áratugnum. Haddí giftist Sveini árið 1963 og Sveinn Andri fæddist árið eftir. Vin- átta og hjálpsemi þeirra hjónanna hefur verið mér ómetanleg. Það var aldrei langt á milli okkar Haddíar og samband okkar var alltaf náið. Við töluðum saman næstum daglega, alla okkar ævi, og ég sakna hennar sárt. Erla Elíasdóttir. Að heilsast og kveðjast er lífsins gangur og nú hefur kær mágkona mín kvatt eftir löng og ströng veikindi. Snemma á skólaárum mínum hér heima, þá í sumarvinnu á ýmsum skrifstofum Reykjavíkurborgar, kynntist ég Halldóru, sem jafnan var kölluð Haddý. Það var löngu áður en þau Sveinn bróðir minn og hún fóru að draga sig saman. Haddý vann þá hjá endurskoðunar- deild borgarinnar, og þar var mér nokkrum sinnum tímabundið plantað niður á þessum árum og vandfundinn var betri og skemmtilegri vinnustað- ur. Og ekki skemmdi einvalalið ungra stúlkna fyrir. Haddý sómdi sér vel í þeim hópi. Karlarnir á skrifstofunni, með borgarendurskoðanda, þann litríka embættismann í broddi fylkingar, voru einnig einstakir úrvalsmenn og oft hreinir gleðigjafar. Sannast þar bezt, að limirnir dansa eftir höfðinu. Svo ólíkir sem við Sveinn bróðir minn vorum á uppvaxtarárum okkar, var samkomulag okkar nær undan- tekningarlaust mjög gott. Og ekki versnaði samkomulagið, er þau Haddý og Sveinn gengu í hjónaband, hálffertug, eftir að hafa bæði unnið um langan tíma á skrifstofum borg- arinnar. Og þá var ekki tjaldað til einnar nætur. Haddý ólst upp í skjóli góðra og velmetinna foreldra með eldri systur og yngri bróður. Sveinn var hins veg- ar elztur í hópi átta af tíu systkinum, er komust á legg. Yngri systkinum sínum reyndist hann alla tíð stoð og stytta. Með hjónabandi sínu sleit Sveinn rúmlega tveggja áratuga trú- lofun við Knattspyrnufélagið Fram, þar sem hann hafði m.a. unnið til meistaratitils í handbolta og setið níu ár í stjórn félagsins. Þau Haddý og Sveinn náðu frá upp- hafi vel saman þrátt fyrir, að hún kæmi frá nokkuð vernduðu umhverfi, en hann frá húsi, sem hurðir léku lið- ugt á hjörum nær allan sólarhringinn. Svo reis hamingjan einna hæst, er sonurinn, eina barn þeirra, leit dags- ins ljós. Meðan hann var að vaxa nokkuð úr grasi, gerðist Haddý um skeið heimavinnandi húsmóðir. Því hlutverki skilaði hún með sóma eins og öllu öðru, sem hún tók sér fyrir hendur. Dugnaður og smekkvísi hennar setti mark sitt á fallegt heim- ili. Ekki brugðust heilladísirnar held- ur þeim hjónum, er sonurinn gekk í það heilaga með Þórunni sinni og tvö barnabörn, drengur og stúlka, lífguðu brátt heldur betur upp á tilveru ömmu og afa. Þá var oft í koti kátt. Draumar og veruleiki höfðu fallið í einn farveg. Með aldrinum var Haddý sem fyrr glæsileg kona í sjón og reynd. Eðl- islæg háttvísi og hógværð í velgengni brást henni aldrei. Þau hjón hafa lifað giftusamlegu lífi. Systkinum sínum var Haddý kær og systkinum Sveins var hún hugljúf mágkona, sem sakna hennar nú og blessa minningu hennar. Sveini bróður mínum, Sveini Andra og Þórunni sem og börnum þeirra, HALLDÓRA ELÍASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.