Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 9 FRÉTTIR Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Sigurstjarnan Opið virka kl. 11-18, lau. kl. 11-15 öðruvísiFull búð af vörum Lomonosov postulín, Rússneska keisarasettið í matar- og kaffistellum. Handmálað og 22 karata gylling. Frábærar gjafavörur Alltaf besta verðið Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af öllum drögtum í dag og á morgun Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • fax 517 6565 Við eigum eins árs afmæli og höldum upp á það með því að gefa 20% afslátt af öllum vörum í versluninni, allt nýjar og nýlegar vörur. Tilboðið gildir til laugardagsins 8. október. www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222j li i í i Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af samkvæmisfatnaði frá Str. 38-56 SILBOR Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán. - fös. frá kl. 10 - 18 lau. kl. 10 - 16 Ný sending Glæsilegar peysur str. 36 - 56 Fermingarmyndartökur Fjölskyldumyndatökur Tilboðsmyndatökur Pantið tímanlega Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Mynd, Hafnarfirði sími 565 4207 www.ljósmynd.is Miðasölusími: 551 1200 Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Sýningum lýkur í október! „HAGSTJÓRN opinberra aðila hef- ur verið fjarri því að vera ábyrg. Ríkisstjórnin hefur kynt undir ef eitthvað er. Sum staðar í viðskipta- lífinu er viðvarandi fákeppni og græðgi, sem hef- ur grafið undan tilteknum grein- um atvinnulífsins og búsetuskilyrð- um víða um land,“ sagði Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreinasam- bands Íslands, en ársfundur þess hófst í Ketilhúsinu á Akureyri í gær. Hann nefndi fréttir af lokun- um fyrirtækja í frumframleiðslu og vinnslu liðna daga, sem fyrst og fremst bitnuðu á félögum í sam- bandinu og fjölskyldum þeirra. Kristján sagði að verkalýðshreyf- ingin og launafólk ættu ekki ein að axla ábyrgð á stöðugleikanum í efnahagsmálunum eina ferðina enn. „Við erum reiðubúin til að sækja það sem okkur ber með öllum þeim aðferðum sem tiltækar eru. Ég held að það hljóti að vera skilaboðin sem við sendum frá þessum fundi,“ sagði Kristján. Hann sagði að við gerð síðustu kjarasamninga hefði verkalýðs- hreyfingin verið tilbúin að leggja sitt af mörkum til að tryggja að efnahagslífið kæmist í gegnum nú- verandi tímabil án kollsteypu en samningsforsendurnar hefðu miðað við að aðrir væru reiðubúnir að gera slíkt hið sama. „Því miður höfum við orðið fyrir verulegum vonbrigðum. Aðrir hafa ekki lagt sitt af mörkum og for- sendur þessara ábyrgu kjarasamn- inga eru brostnar,“ sagði Kristján. Verkefni næstu mánaða væri að tryggja launafólki bætur fyrir þá rýrnun sem til væri komin vegna þess að forsendur kjarasamninga væru brostnar. Reyna yrði til þraut- ar að sá ávinningur sem kjarasamn- ingarnir áttu að fela í sér skiluðu sér. „Það hvernig menn tala, atvinnu- rekendur og stjórnvöld, ýtir hins vegar ekki undir bjartsýni hvað þetta snertir. Raunar þvert á móti. Á þeim vígstöðvum láta menn eins og ekkert hafi í skorist og halda því fram að það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu að sækja þá leiðréttingu sem okkur ber samkvæmt kjara- samningunum,“ sagði Kristján. Fjarað hefur undan samfélagslegum gildum Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, sagði í ávarpi sínu að andrúmsloftið í sam- félaginu einkennist í ríkum mæli af græðgi, sem menn hafi ekki áður upplifað jafnsterkt og um þessar mundir. „Það hefur fjarað undan samfélagslegum gildum, samkennd og samhjálp og ég hef ekki séð að stjórnvöld hafi haft uppi neina til- burði til að koma í veg fyrir þessa þróun,“ sagði Grétar. Hann sagðist geta nefnt fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Þar væri vissulega að finna áherslur sem ástæða sé til að fagna, svo sem 9% viðbót til menntamála, að teknu tilliti til verð- bólgu. „Ég held þó því miður að við get- um tæplega haldið því fram að þetta sé velferðarfrumvarp með fé- lagslegum áherslum. Þetta stór- kostlega tækifæri til að snúa við blaðinu og hreinlega þurrka út stærstu vankantana á velferðar- kerfinu er notað til að færa þeim meira sem mest hafa, með því að út- færa illa tímasettar skattalækkanir þannig að hátekjufólkið fær mest,“ sagði Grétar. Síðan hefði andrúmsloftið, þensl- an og græðgin gert það að verkum að sumir atvinnurekendur hafi not- fært sér ástandið og fengið til starfa erlent vinnuafl sem væri misnotað til að knýja niður kjör á almennum vinnumarkaði. Kjaramál rædd á ársfundi Starfsgreinasambands Íslands Reiðubúin að sækja það sem okkur ber Kristján Gunnarsson EKKI er útilokað að breytingar verði gerðar á opinbera húsnæðis- lánakerfinu. Þetta kom fram í máli Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra á ársfundi Starfsgreinasam- bandsins í gær, en hann stendur yfir á Akureyri. Ráðherra sagði að þó væri alveg skýrt að halda þyrfti í heiðri þau grundvallarmarkmið kerfisins að allir landsmenn, hvar sem þeir búa og við hvaða félagslegu aðstæður, njóti áfram bestu kjara á húsnæðismarkaði. Árni fór yfir stöðu mála og nefndi að margir vildu kenna Íbúðalána- sjóði um þensluna í þjóðfélaginu. Það væri mikil einföldun. Gat hann þess að útlán sjóðsins hefðu verið um 70 til 80 milljarðar króna á liðnu ári, sem væri svipað og útlán sjóðsins á undanförnum árum. Útlán bankanna vegna húsnæðislána hefðu hins veg- ar á sama tíma numið um 260–280 milljónum króna. Þá sagði Árni, að nú fari fram skoðun á því í samstarfi við stjórn Íbúðalánasjóðs hvort sjóðurinn geti og eigi að starfa með sama hætti og hann hefur gert til þessa. Miklar og örar breytingar hafi verið á húsnæð- ismarkaði undangengna mánuði og ljóst að þessi markaður sé í sífelldri þróun. Sagðist Árni hafa lagt upp með, að starfshópurinn sem vinnur að þessari úttekt skili af sér áfanga- áliti fyrir lok mánaðarins og allt útlit sé fyrir að það muni ganga eftir. „Verði gerðar breytingar á opin- bera húsnæðislánakerfinu, sem ég útiloka alls ekki, er í mínum huga al- veg skýrt að halda verður í heiðri þau grundvallarmarkmið þess að með því verði tryggt að landsmenn allir, hvar sem þeir búa og við hvaða félagslegu aðstæður, njóti áfram bestu kjara á húsnæðislánamarkaði. Ríkið hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna sem það á ekki og má ekki, hlaupast frá. Því trúi ég því að Íbúðalánasjóður muni áfram gegna mikilvægu hlutverki, jafnvel þótt það kunni að breytast í framtíðinni, rétt eins og í fortíðinni,“ sagði Árni. Breytingar á húsnæðis- kerfinu ekki útilokaðar Morgunblaðið/Kristján Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Árni Magnússon félagsmálaráðherra stinga saman nefjum á ársfundi Starfsgreinasambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.