Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MARGRÉT Sigurðardóttir, söng- kona í London, lenti í þeirri skemmtilegu reynslu að fá að taka nokkur lög með hinum kunna trompetleikara Wynton Marsalis fyrr í vikunni. Í lok óformlegra tónleika með hon- um endaði hún uppi á sviði og lék undir á píanó og söng með honum í tveimur lögum. „Hann kom hingað á Goodenough College, sem er einskonar stúdenta- heimili og menningarstofnun þar sem ég bý, til að spjalla um tónlist og spila svolítið, en hann hafði verið með tónleika í Royal Albert Hall hér í London kvöldið áður. Honum seinkaði eitthvað og því var beðið um að tónlistarfólk á staðnum tæki að sér að hita upp. Vinir mínir drógu mig upp á svið og ég tók nokkur lög þangað til hann kom. Þá spjallaði hann við okkur, tók tóndæmi og sagði okkur frá viðhorfum sínum til tónlistar og lífsins almennt, sem var mjög áhugavert. Í lokin spurði hann hvort það væri píanóleikari á staðn- um sem gæti spilað með honum,“ segir hún. Jafnvígur á djass og klassík Það er skemmst frá því að segja að Margrét snaraðist aftur upp á svið og spilaði undir með honum í My Funny Valentine og söng að síðustu með honum í Black Coffee. „Þessu var vel tekið og þetta var heilmikið ævintýri, enda er hann stórkostlegur tónlistarmaður. Það var mjög gaman að fá að spreyta sig með honum.“ Wynton Marsalis hefur verið stór- hveli í músíkbransanum undanfarin 25 ár og þykir jafnvígur á djass- tónlist og klassíska tónlist. Frá árinu 1988 hefur hann verið listrænn stjórnandi Jazz at Lincoln Center í New York, og er nú helsti drifkraft- urinn á bak við uppbygginguna í Frederic P. Rose Hall í borginni, dýrustu og fullkomnustu aðstöðu sem reist hefur verið fyrir djass- tónlist svo vitað sé. Á ferli sínum hef- ur hann hlotið alls níu Grammy- verðlaun fyrir flutning bæði djass- og klassískrar tónlistar, og er hann eini djasstónlistarmaðurinn sem hef- ur fengið Pulitzer-verðlaunin. Þegar blaðamaður náði sambandi við Margréti í London var hún ein- mitt að koma úr plötubúð, þar sem hún hafði fest kaup á geislaplötu með Marsalis. „Ég átti bara einn disk með honum fyrir og það var klassískur diskur, þar sem hann leik- ur barokktónlist. Hann gerir það æðislega og þetta er einn af þeim diskum sem ég hlusta á aftur og aft- ur. En það var líka svo gaman að heyra hann leika djassinn, þennan matta hljóm sem var samt svo hreinn og fallegur. Það var alveg ótrúlegt. Og nú er ég búin að kaupa nýja diskinn hans – mér fannst ég ekki geta annað. Ef maður skyldi spila með honum einhvern tíma aft- ur,“ segir Margrét hlæjandi að lok- um. Tónlist | Margrét Sigurðardóttir söngkona í London Fékk að spreyta sig með Wynton Marsalis á sviði Reuters Wynton Marsalis hefur verið stórhveli í tónlistarheiminum í aldarfjórðung. Margrét Sigurðardóttir Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Í nýrri bók sem kemur út í Bret-landi 25. október halda þauBrenda James háskólaprófess- or og Shakespearefræðingur og sagnfræðiprófessorinn William Rubinstein því fram að á bakvið nafnið Shakespeare hafi dulist enski hirðmaðurinn og erindrekinn Sir Henry Neville.    Bókin er afrakstur rannsókna ífimm ár þar sem þau James og Rubinstein færa sannfærandi rök fyrir því að Neville hafi í raun skrif- að leikritin undir dul- nefninu William Shakespeare. Bókin hefur hlotið hið snjalla heiti The Truth Will out. Meðal þess sem tvíeykið hefur komist að er að efni og sögu- svið leikritanna rímar mjög vel við það sem vitað er um ferðir og málarekstur Nevilles á ritunartíma verkanna, en hann var vel mennt- aður stjórnmálamaður við hirð Elísabetar I. og fæddur 1562 og dá- inn 1615 en Shake- speare hefur verið tal- inn hafa verið upp 1564–1616. Efni Love’s Labour’s Lost end- ursegir að hluta til þekkta umræðu sem átti sér stað við Ox- fordháskóla meðan Neville var þar við nám 1574–79. Sögu- svið Líku líkt (Measure for Measure) er Vín- arborg sem Neville dvaldi í árið 1580. Eitt þema verksins fjallar einmitt um lög gegn siðleysi en Neville var þekktur fyrir hugmyndir sínar um efnið af kappræðum við kalvinist- ískan heimspeking. Rómeó og Júlía, Skassið tamið, Tveir herramenn frá Veróna og Kaupmaðurinn í Feneyjum eru öll staðsett á Norður-Ítalíu þar sem Neville dvaldi langtímum saman ár- in 1581 og 1582. Hamlet gerist í Danmörku eins og alkunna er og samkvæmt rann- sóknum James varð Neville sér úti um nákvæmar upplýsingar um sögu Hamlets eða Amlóða þegar hann dvaldi í Póllandi og mun hugs- anlega einnig hafa komið til Dan- merkur.    Hinrik V stemmir við dvölNevilles í Frakklandi en þar var hann sendiherra Breta um skeið árin 1599–1600. Nokkur at- riði í leikritinu eru skrifuð á frönsku sem Neville kunni en ekki sá Shakespeare sem hingað til hef- ur verið talinn höfundurinn. Stjórnmálaferill Nevilles var ekki hnökralaus en hann átti þátt í misheppnaðri uppreisn árið 1601 gegn stjórn Elísabetar I. sem jarl- inn af Essex var aðalhvatamaður að. Neville var hnepptur í varðhald í Turninum fyrir landráð og tónn- inn í þeim verkum sem Shake- speare skrifaði eftir 1600 verður einmitt svartsýnn og harmrænn, í stað gleði- og söguleikjanna sem áður höfðu birst úr penna skálds- ins. James og Rubinstein benda einn- ig á sláandi dæmi um keimlík stíl- brögð í leikritum og ljóðum Shake- speares og einkabréfum Nevilles. Fræðilegur samanburður á orða- forða og orðanotkun leiðir einnig í ljós sterk sameiginleg einkenni. Enn er eitt skjal sem James og Rubinstein hampa hvað mest, en hefur þó verið hunsað allt frá árinu 1867 er það kom fram í dagsljósið; þar sést að Neville æfði sig á því að falsa undirskrift undir nafninu Shakespeare. Efst á skjalinu er eig- inhandarritun Nevill- es en síðan fylgja 17 tilraunir til að skrifa nafnið Shakespeare á sem ólíkastan hátt.    Sérfræðingarnirtveir telja að „Shakespeare“ hafi verið skálkaskjól fyrir stjórnmálamanninn Neville sem ekki gat hætt á að verða þekkt- ur sem höfundur leik- ritanna er ollu sum hver miklum pólitísk- um úlfaþyt. Ef yf- irvöld hefðu t.a.m. vit- að að Neville var rétti höfundurinn að Rík- harði II þá er líklegast að hann hefði verið líf- látinn en ekki bara fangelsaður fyrir þátt- töku sína í uppreisn- inni 1601. Leikrit Shake- speares komu út í sinni fyrstu heildar- útgáfu árið 1623 og leikskáldið Ben Jon- son átti þátt í útgáf- unni. Hann var hand- genginn fjölskyldu Nevilles og James og Rubinstein telja að hann hafi þekkt til dulnefnis Nevilles og farið að óskum fjölskyldunnar þeg- ar hann gekk frá útgáfunni undir nafni Williams Shakespeares. Sérfræðingar í verkum Shake- speares hafa í raun aldrei getað fundið viðunandi skýringu á því hversu vel heima í samtímastjórn- málum hann var og bjó jafnframt yfir yfirgripsmikilli menntun í forn- um grískum og latneskum fræðum, auk þess sem hann hafði greinilega tungumálakunnáttu til að kynna sér verk á latínu, grísku, frönsku, spænsku og ítölsku en gekk samt ekki í skóla nema til 12 ára aldurs svo vitað sé.    Í meira en heila öld hafa reglu-lega komið fram tilgátur um hver hinn rétti höfundur leikrit- anna sem kennd eru við Shake- speare hafi verið. Nefnd hafa verið nöfn vísindamannsins Francis Bacon, hirðmannsins og glaumgos- ans Edward de Vere og jafnvel skáldið Christopher Marlowe en enginn af þessum tilgátum hefur staðist nánari skoðun. Gera má því ráð fyrir að Shakespeare- fræðingar og aðdáendur um víða veröld leggist yfir málflutning James og Rubinstein þegar bókin kemur út 25. október. Það þarf mikið til að breyta sannfæringu hinna strangtrúuðu en rökin virð- ast þó sterkari en oft áður. Var Shakespeare dulnefni? ’FræðimennirnirBrenda James og Will- iam Rubinstein færa sannfærandi rök fyrir því að Sir Henry Neville hafi í raun skrifað leik- ritin undir dulnefninu William Shakespeare.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is William Shakespeare Sir Henry Neville HEFÐ hefur skapast fyrir því hér á Íslandi að á undan tónleikum eru áheyrendur minntir á að slökkva á farsímum sínum. Þetta tíðkast á sin- fóníutónleikum, tónleikum í Lista- safni Íslands og í Salnum í Kópavogi er það ávallt gert í tónleikaskrám. Ég varð ekki var við að skipuleggjendur tónleika söngkonunnar og ofurstjörn- unnar Kiri Te Kanawa í Háskólabíói á miðvikudagskvöldið, Concert, hefðu haft vit á þessu; a.m.k. hringdi GSM- sími á allra versta stað í ægifögru lagi eftir Franz Liszt og varð það til þess að söngkonan sjálf grátbað áheyr- endur um að slökkva á símum sínum, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Reyndar getur verið að áminningin um farsímana HAFI verið lesin upp á undan tónleikunum áður en ég gekk inn í salinn, en ég var með síðustu mönnum. Ástæðan fyrir því að ég var svona seinn var einföld: Allar tón- leikaskrár voru búnar áður en síð- ustu gestum hafði verið hleypt inn í salinn og ég þurfti að beita fortölum til að tryggja mér eintak, sem tók drjúga stund. Aðrir voru ekki eins heppnir og varð ég var við töluverða reiði meðal nokkurra einstaklinga í anddyrinu, enda kostuðu ódýrustu sætin rúm- lega tíu þúsund krónur. Tónleika- skrár eru nauðsynlegar á tónleikum; áheyrandinn á rétt á að vita hvað ver- ið er að flytja og það er ekki hægt að búast við því að venjulegt fólk þekki sönglög sem nánast aldrei eru flutt hér á landi. Auk þess má líta á tón- leikaskrána sem nokkurskonar minjagrip og þegar önnur eins lista- kona og Kiri Te Kanawa kemur fram er ekki nema von að áheyrandinn vilji eiga eitthvað til að minnast stór- fenglegra tónleika. Persónulega finnst mér að þeir hjá Concert eigi að endurgreiða þeim áheyrendum sem ekki fengu tónleikaskrá hluta af miðaverðinu. En jafnvel þó tónleikaskrá hefði fylgt hverjum miða hljóta rúmar tíu þúsund krónur að teljast alltof hátt verð fyrir verstu sætin í Háskólabíói, þar sem tónlistarflutningur hljómar eins og maður sé með eyrnatappa. Efnisskráin var líka dálítið lág- stemmd þegar á heildina er litið og þeir sem bjuggust við einhverskonar flugeldasýningu hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Söngurinn var samt einstaklega fallegur í sjálfu sér þó maður hafi þurft að liggja á hleri í veikustu köfl- unum. Þrjú lög eftir Franz Liszt voru magnþrungin (þrátt fyrir að sím- hringing hafi eyðilagt eitt þeirra) og Rómansa eftir Debussy var með því unaðslegasta sem ég hef heyrt. Svip- aða sögu er að segja um annað á dag- skránni, sem samanstóð af tónlist eft- ir Puccini, Handel, Fauré, Duparc, Cuastavino og fleiri. Píanóleikur Julian Reynolds var frábær, hann var afar mjúkur og tær en líka kraftmikill þegar við átti og var það ekki síst honum að þakka hversu fögur tónlistin var. Tveir þátttakendur í söngsmiðju sem Kiri Te Kanawa hélt hér á landi, þeir Egill Árni Pálsson og Jón Leifs- son, komu fram á tónleikunum og sungu sína aríuna hvor. Væntanlega hafa fæstir áheyrendanna borgað rándýra miðana til að heyra nem- endur syngja en frammistaða þeirra var a.m.k. ágæt – svona yfirleitt – og var auðheyrt að þeir eru efnilegir, enda var þeim vel fagnað. Söngkon- unni var samt enn betur fagnað og átti hún það fyllilega skilið; vonandi á hún eftir að halda hér tónleika oft í framtíðinni. Megi þá vera slökkt á öll- um farsímum, nóg til af tónleika- skrám og miðaverði stillt í hóf. Grátbeðnir um að slökkva á símum TÓNLEIKAR Háskólabíó Kiri Te Kanawa og Julian Reynolds fluttu tónlist eftir Puccini, Handel, Fauré, Duparc, Cuastavino, Debussy, Liszt og fleiri. Miðvikudagur 5. október. Söngtónleikar Jónas Sen Morgunblaðið/Kristinn Kiri Te Kanawa: „Vonandi á hún eftir að halda hér tónleika oft.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.