Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 31 UMRÆÐAN Á MORGUN göngum við að kjörborðinu til að segja álit okkar á fyrirliggjandi tillögum um sam- einingu sveitarfélaga víðsvegar um landið. Ég hvet alla, sem kosn- ingarétt hafa, til að mæta á kjör- stað og neyta atkvæðisréttar síns. Það er mikilvægast af öllu, burt- séð frá afstöðu hvers og eins. Afstaða mín er skýr. Ég mun mæta á kjörstað til að sam- þykkja þá samein- ingu sem við íbúar í Eyjafirði erum að kjósa um. Ég tel að með sameiningu sveitarfélaga getum við sameinað krafta okkar í baráttunni fyrir betri lífsskil- yrðum. Ég tel að með tilkomu stærri og sterkara sveitarfé- lags getum við byggt upp heildstætt þjónustu- og at- vinnusvæði fyrir komandi kyn- slóðir. Ég tel að stærri sveit- arfélög ráði betur við það fjölþætta stjórnsýslu- og þjónustu- hlutverk sem þeim ber að sinna og séu betur í stakk búin til að takast á við ný verkefni. En það er bara mín skoðun. Verkin sýna merkin Samkvæmt viðhorfskönnunum er meirihluti landsmanna hlynntur sameiningu sveitarfélaga. Ég fagna því. Mestur stuðningur við frekari sameiningu mælist í þeim sveitarfélögum, sem nú þegar hafa gengið í gegnum slíkt ferli. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að mörg af þeim sveitarfélögum, sem nú eru í hvað örustum vexti, hafa orðið til við sameiningu. Þar má nefna Fljótsdalshérað, Fjarða- byggð, Reykjanesbæ, Borgar- byggð og Sveitarfélagið Árborg. Nýtum kosningaréttinn! Sameining sveitarfélaga er mál sem snertir alla landsmenn. Sam- einingarnefndir víðsvegar um land hafa sent frá sér málefnaskrár og annað kynningarefni, auk þess sem haldnir hafa verið kynningarfundir í hverju sveitafélagi. Brýnt er að fólk kynni sér vel kosti og galla sameiningar á sínu svæði og gangi vel upplýst að kjörborði hinn 8. október nk. Kjósandi góður. Nýttu kosningarétt þinn og taktu þannig virkan þátt í að tryggja framtíð þíns sveitarfélags. Góð þátttaka, hver svo sem úrslitin verða, styrkir lög- mæti þeirrar ákvörðunar sem íbú- ar sveitarfélaganna taka í kom- andi kosningum. Sameining sveitarfélaga Kristján Þór Júlíusson fjallar um sameiningu sveitarfélaga Kristján Þór Júlíusson ’Ég hvet alla, semkosningarétt hafa, til að mæta á kjörstað og neyta atkvæðisréttar síns.‘ Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.                  Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Ármúla 44, sími 553 2035. Hafðu það gott! - Mismunandi stærðir • Allir hlutar STRESSLESS eru vandlega hannaðir til að tryggja þér hámarksþægindi • Sjálfvirk hnakkapúðastilling • Sérstakur mjóbaksstuðningur • Þyngdarstýring • Sterk fjaðrandi stálgrind • Kaldsteyptur svampur • Úrvals nautaleður - yfir 50 litir • Öflug viðargrind - fæst í 6 litum • Borð fyrir fartölvur • Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu mögulegu þægindi - þú velur þína stærð Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu möguleg þægindi ® Sérstakur hæðarstillanlegur hnakkapúði 360° snúningur með fullkomnum stöðugleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.