Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 31

Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 31 UMRÆÐAN Á MORGUN göngum við að kjörborðinu til að segja álit okkar á fyrirliggjandi tillögum um sam- einingu sveitarfélaga víðsvegar um landið. Ég hvet alla, sem kosn- ingarétt hafa, til að mæta á kjör- stað og neyta atkvæðisréttar síns. Það er mikilvægast af öllu, burt- séð frá afstöðu hvers og eins. Afstaða mín er skýr. Ég mun mæta á kjörstað til að sam- þykkja þá samein- ingu sem við íbúar í Eyjafirði erum að kjósa um. Ég tel að með sameiningu sveitarfélaga getum við sameinað krafta okkar í baráttunni fyrir betri lífsskil- yrðum. Ég tel að með tilkomu stærri og sterkara sveitarfé- lags getum við byggt upp heildstætt þjónustu- og at- vinnusvæði fyrir komandi kyn- slóðir. Ég tel að stærri sveit- arfélög ráði betur við það fjölþætta stjórnsýslu- og þjónustu- hlutverk sem þeim ber að sinna og séu betur í stakk búin til að takast á við ný verkefni. En það er bara mín skoðun. Verkin sýna merkin Samkvæmt viðhorfskönnunum er meirihluti landsmanna hlynntur sameiningu sveitarfélaga. Ég fagna því. Mestur stuðningur við frekari sameiningu mælist í þeim sveitarfélögum, sem nú þegar hafa gengið í gegnum slíkt ferli. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að mörg af þeim sveitarfélögum, sem nú eru í hvað örustum vexti, hafa orðið til við sameiningu. Þar má nefna Fljótsdalshérað, Fjarða- byggð, Reykjanesbæ, Borgar- byggð og Sveitarfélagið Árborg. Nýtum kosningaréttinn! Sameining sveitarfélaga er mál sem snertir alla landsmenn. Sam- einingarnefndir víðsvegar um land hafa sent frá sér málefnaskrár og annað kynningarefni, auk þess sem haldnir hafa verið kynningarfundir í hverju sveitafélagi. Brýnt er að fólk kynni sér vel kosti og galla sameiningar á sínu svæði og gangi vel upplýst að kjörborði hinn 8. október nk. Kjósandi góður. Nýttu kosningarétt þinn og taktu þannig virkan þátt í að tryggja framtíð þíns sveitarfélags. Góð þátttaka, hver svo sem úrslitin verða, styrkir lög- mæti þeirrar ákvörðunar sem íbú- ar sveitarfélaganna taka í kom- andi kosningum. Sameining sveitarfélaga Kristján Þór Júlíusson fjallar um sameiningu sveitarfélaga Kristján Þór Júlíusson ’Ég hvet alla, semkosningarétt hafa, til að mæta á kjörstað og neyta atkvæðisréttar síns.‘ Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.                  Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Ármúla 44, sími 553 2035. Hafðu það gott! - Mismunandi stærðir • Allir hlutar STRESSLESS eru vandlega hannaðir til að tryggja þér hámarksþægindi • Sjálfvirk hnakkapúðastilling • Sérstakur mjóbaksstuðningur • Þyngdarstýring • Sterk fjaðrandi stálgrind • Kaldsteyptur svampur • Úrvals nautaleður - yfir 50 litir • Öflug viðargrind - fæst í 6 litum • Borð fyrir fartölvur • Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu mögulegu þægindi - þú velur þína stærð Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu möguleg þægindi ® Sérstakur hæðarstillanlegur hnakkapúði 360° snúningur með fullkomnum stöðugleika

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.