Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HANNES Smárason, stjórnarfor- maður FL Group, og Pálmi Haralds- son, annar aðaleigandi danska lág- fargjaldaflugfélagsins Sterling, áttu með sér fund í Kaupmannahöfn í gærmorgun þar sem umræðuefnið var hugsanleg kaup FL Group á Sterling. Þeir Hannes og Pálmi vildu í samtölum við Morgunblaðið í gær ekki tjá sig um gang fundarins í gær- morgun. „Það eina sem ég get sagt á þessu stigi, er að við skiptumst á skoðunum og höfum ákveðið að hittast á nýjan leik eftir helgi,“ sagði Pálmi Har- aldsson. Hannes Smárason tók í sama streng og sagði: „Við reifuðum okkar sjónarmið og fórum yfir málið. Ákváðum við svo búið að skoða málin fram yfir helgi og hittast á öðrum fundi í næstu viku.“ Eins og áður segir var fundur tví- menninganna haldinn í Kaupmanna- höfn og auk þeirra Hannesar og Pálma sátu fundinn danskir og ís- lenskir bankamenn. Funduðu um kaup FL Group á Sterling ÞÓKNUN fjárfestingarbankans Morgan Stanley fyrir ráðgjöf við sölu á Landssíma Íslands hf. var 696 milljónir króna. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í gær, en þar er lögð til 750 millj. kr. aukafjárveiting vegna kostnaðar við einkavæðingarverkefni á árinu. Jón Sveinsson, formaður Einkavæðingarnefnd- ar, sagði að gerður hefði verið samningur á sínum tíma við Morgan Stanley í kjölfar útboðs um aðstoð og ráðgjöf við undirbúning sölunnar og sú tala sem þarna væri nefnd væri ekki fjarri því sem um hefði verið samið. Auðvitað stórar tölur „Auðvitað eru þetta stórar tölur í sjálfu sér, en bæði þekki ég það sjálfur, persónulega, af eigin reynslu í sambandi við fyrirtæki og félög sem mað- ur hefur komið nærri að þegar verið er að selja miklar og dýrar eignir þá kostar það mikið fé oft á tíðum,“ sagði Jón. Hann sagði jafnframt að í slíkum tilfellum sem þessum væri yfirleitt ekki um að ræða fyrirfram ákveðnar upphæðir heldur miðaðist þóknun alltaf við einhverja ákveðna prósentutölu af söluverði og það væri það sem um væri að ræða í þessu tilviki. Hann bætti því við aðspurður að að hluta til end- urspeglaði þessi fjárhæð að vel hefði tekist til með söluna. „Auðvitað var það hagur þeirra aðila sem veittu okkur ráðgjöf í þessu sambandi að þetta tæk- ist sem best,“ sagði hann. Jón sagði að einkavæðingarnefnd væri að taka saman upplýsingar um heildarkostnað við sölu Sím- ans og skýrsla þar að lútandi væri væntanleg síðar í haust. 696 milljónir fyrir ráðgjöf við Símasölu Eftir Hjálmar Jónsson hjjo@mbl.is Talan ekki fjarri því sem samið var um Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ÓPERUSÖNGKONAN Kiri Te Kanawa þurfti í tvígang að biðja tón- leikagesti í Háskólabíói sl. mið- vikudagskvöld að slökkva á farsím- um en í miðjum flutningi á lagi eftir Franz Liszt hringdi sími í salnum. Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, víkur orðum að þessu atviki í umsögn í blaðinu í dag og finnur einnig að að ekki hafi verið nóg til af tónleikaskrám. Jónas hreifst af söng Kiri Te Kanawa sem var „einstaklega fallegur í sjálfu sér þó maður hafi þurft að liggja á hleri í veikustu köflunum“. Efnisskráin var dálítið lágstemmd, „og þeir sem bjuggust við flugeldasýningu hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum“. | 30 Bað gesti að slökkva á símum FLEST bendir til þess að starfsemi hefjist um eða eftir helgi á athafna- svæði Slippstöðvarinnar, sem lýst var gjaldþrota í byrjun vikunnar. Skv. heimildum Morgunblaðsins er í burðarliðnum samningur við einka- hlutafélag í eigu KEA, Sjafnar eign- arhaldsfélags og Sandblásturs og málmhúðunar, um leigu á húsnæði, vélum, tækjum og upptökumann- virkjum á athafnasvæðinu. Þá mun Kristján Björn Garðarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, verða framkvæmdastjóri hins nýja félags sem tekur yfir reksturinn. Upptökumannvirkin, flotkvíin, dráttarbrautirnar og viðlegukantur- inn eru í eigu Hafnasamlags Norður- lands og þá er orðið ljóst samkvæmt heimildum blaðsins, að húseignir á athafnasvæðinu, vélar og tæki, heyri nú undir skiptastjóra þrotabúsins. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvort húseignirnar heyrðu undir skipta- stjóra, þar sem þær voru þinglýstar eignir Stáltaks. Ráðgert er að hefja starfsemina á ný með fáum starfs- mönnum en fjölga þeim jafnt og þétt á næstu dögum. Ekki náðist í Sig- mund Guðmundsson, skiptastjóra þrotabús Slippstöðvarinnar, í gær. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að málefni Slippstöðvarinnar hefðu verið til umræðu í bæjarráði í gærmorgun. Hann sagði eftir fund- inn að ákveðið hefði verið að fara í viðræður við þann hluthafahóp sem KEA, Sjöfn og Sandblástur og málmhúðun stæðu að, um leigu á upptökumannvirkjunum. „Það eru hagsmunir allra, starfsmanna, þrotabúsins og bæjarfélagsins, að starfsemin komist í gang á ný sem allra fyrst og ég sé ekki annað en að það eigi að geta gengið eftir.“ Samningar í burðarlið um nýtt félag Slippstöðvarinnar Starfsemin í gang á ný um eða eftir helgi Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is ÍSLENSKT lamb verður í einu aðal- hlutverka á EMA-verðlaunahátíðinni í Hollywood síðar í mánuðinum. Þar verða veittar viðurkenningar kvik- myndum, sjónvarpsþáttum og heim- ildarmyndum sem þykja hafa skarað fram úr hvað varðar umfjöllun um umhverfismál. Aðalræðumaður kvöldsins verður Al Gore, fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna. Reiknað er með að um 1.200 manns sitji veislu hátíðarinnar. Þar á meðal verða margar þekktar stjörnur á borð við Darryl Hannah og Woody Harrelson. Tíu þekktir matreiðslumeistarar frá Los Angeles og nágrenni sjá um veisluhöldin. Þeir notast einungis við lífrænt og náttúrulegt hráefni við matseldina og völdu að hafa íslenskt lambakjöt í aðalrétt. „Í Kaliforníu er eftirspurnin slík eftir íslenskum mat- vælum í Whole Foods-búðunum að við gætum selt helmingi meira. Við þurftum að skera niður fjölda verslana sem fá vörurnar, því við getum ekki útvegað meira. Ef svo fer fram sem horfir gæti þurft að auka mjólkur- framleiðsluna á Íslandi til að mæta þessari eftirspurn í framtíðinni,“ segir Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms. MARGRÉT Sigurðardóttir, söng- kona í London, varð þess heiðurs að- njótandi að leika á píanó og syngja með hinum kunna trompetleikara Wynton Marsalis. Tóku þau saman My Funny Valentine og Black Coffee, en Margrét var stödd á óformlegum tónleikum hans í húsi þar sem hún býr í vikunni. „Í lokin spurði hann hvort það væri píanóleikari á staðnum sem gæti spilað með honum,“ segir hún og er skemmst frá því að segja að hún steig á svið með Marsalis við góðar undirtektir. | 30 Á sviðið með Wynton Marsalis ♦♦♦ Íslenskt lamb á borðum í Hollywood HAUSTINU fylgja einstök litbrigði náttúrunnar en með vaxandi vindi einnig fallin laufblöð sem nauðsyn er að sópa burt af gangstéttum og stíg- um. Hjálpseminni er sem betur fer fyrir að fara hjá íbúum Reykjavíkur sem leggja hönd á plóg með kústinn að vopni og láta veðrið ekki á sig fá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Með fallandi laufum fyllast götur og torg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.