Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 43 MINNINGAR ✝ Sigurður ÞórirÞórarinsson fæddist á Grímstað- arholtinu hinn 16. janúar 1944. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Sig- urðsson, f. 8. janúar 1915, d. 13. janúar 1987, og Laufey Svava Bjarnadóttir, f. 15. febrúar 1912, d. 25.júní 1960. Systur Sigurðar eru: 1) Vilhelmína Kristín, f. 13. ágúst 1937, eiginmaður hennar er Sigurður Óskarsson og búa þau í Garðabæ. 2) Sólrún, f. 24. janúar mundsson. Dætur þeirra eru Harpa Ýr og Helena Ósk. Þau búa á Akureyri. 2) Sif, f. 29. júní 1973, í sambúð með Rúnari Jóhannes- syni, sonur þeirra er Sigurður Tumi, dætur Sifjar eru Hólmfríð- ur Brynja og Eyrún Tara. Þau eru búsett á Dalvík. Fóstursonur Sig- urðar, sonur Hólmfríðar, er Sig- urður Lúther Gestsson, f. 17. jan- úar 1970. Sambýliskona hans er Valgerður Guðbjörnsdóttir, dóttir þeirra er Valgerður Selma, sonur Sigurðar Lúthers er Birgir Þór. Sigurður starfaði lengst af sem píanóleikari, m.a. með Lúdó sext- ett og Stefáni, og með Hljómsveit Finns Eydals. Einnig spilaði hann um árabil í Þjóðleikhúskjallaran- um. Síðastliðin 19 ár starfaði hann á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Sigurður Þórir verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1950, eiginmaður hennar er Jón Gísla- son, þau búa á Hálsi í Kjós. Hinn 9. júní 1972 kvæntist Sigurður eftirlifandi eigin- konu sinni Hólmfríði Sigurðardóttur, f. 23. september 1939. For- eldrar hennar voru Siguður Lúther Vig- fússon, f. 30. septem- ber 1901, d. 15. nóv- ember 1959, frá Fosshóli, og Gyða Jó- hannesdóttir, f. 14. ágúst 1914, d. 24. júní 2000. Sigurður og Hólm- fríður eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Svava, f. 21. ágúst 1971. Eiginmaður hennar er Hilmar Sæ- Elsku pabbi minn. Síðustu þrjár vikur hafa verið svo erfiðar. Ekki grunaði mig að eftir aðgerðina ættir þú bara eftir tvær vikur hér hjá okk- ur, en ég er þakklát fyrir þennan tíma og þakka guði fyrir að þú skulir ekki þjást lengur. Minningarnar streyma um hugann og af mörgu er að taka. Ég minnist þín sitjandi við píanóið, en þar áttir þú þínar bestu stundir og gladdir marga með hæfi- leikum þínum. Þú varst frábær smið- ur og ég sé fyrir mér herbergið mitt fyrir 25 árum, en þú hafðir smíðað allt sem þar var inni, rúm, hillur og skrifborð. Mikið var ég stolt þegar vinkonur mínar voru að dást að þessu öllu, því strax þá gerði ég mér grein fyrir því hvað þú varst hand- laginn og gerðir allt svo vel sem þú tókst þér fyrir hendur. Mikið snyrti- menni varstu pabbi minn og ekki vafðist það fyrir þér að takast á við húsverkin og þú hentist um með ryk- suguna, enda ótrúlega léttur á fæti. Elsku pabbi, þú varst svo stoltur þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið og að sjálfsögðu sást þú um alla tón- listina í veislunni. Enn og aftur fyllt- ist hjarta mitt stolti yfir því hve frá- bær faðir þú varst. Þú varst líka svo góður afi og varst barnabörnum þín- um mjög góður. Elsku pabbi minn, ég veit þú hefð- ir ekki viljað að ég skrifaði neina lof- ræðu um þig, en þetta er það sem býr í brjósti mér, ásamt öllum hinum yndislegu minningunum um þig. Elsku pabbi, ég veit að þú ert á betri stað núna og að þér líður vel og það er mér mikils virði. Ég lofa, pabbi minn, að ég mun hugsa vel um mömmu í hennar veikindum og hlúa vel að henni eins og ég var búin að lofa þér. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín elskandi dóttir Svava. Elsku pabbi, ég trúi því varla enn að þú sért farinn frá mér. Þú hefur verið mín stoð og stytta í gengum líf- ið, og minn besti vinur. Á milli okkar er sérstakt sambandi feðgina, ég er mikil pabbastelpa og höfum við alltaf getað talað saman um alla hluti, allt- af sástu það á mér ef mér leið illa, og oft gat ég aðeins talað við þig. Á stundum sem þessari fara í gegnum hugann margar minningar. Ég með þér í Þjóðleikhúsinu kvöld eftir kvöld, sitjandi undir píanóinu hjá þér hlusta á þig spila. Þú að smíða innréttingar í her- bergi okkar systranna, þú varst frá- bær smiður. Þú að spila á píanóið og ég lítil stelpa að spila á blokkflautuna. Grjónagrauturinn þinn, enginn gerir eins góðan graut og þú. Jólagjafirnar sem ég fékk bara frá þér, alltaf eitthvað sem mig langaði mest í. Ég að syngja með þér á hesta- mannamóti. Þegar þið mamma fóruð til Sví- þjóðar og þú keyptir alveg eins gallasmekkbuxur og peysu á mig og þig. Allar ferðirnar sem ég keyrði þig í vinnuna, þá var mikið rætt um til- finningar og lífið. Síðasti afmælisdagurinn þinn 16. janúar þegar þú hélst á nafna þínum Sigurði Tuma undir skírn, þú varst svo stoltur af honum. Þú varst mikill dýravinur. Ég trúi því að Bangsi og Svali taki nú vel á móti húsbónda sínum, nú getur þú aftur farið með þá í göngutúra. Mig langar að kveðja þig, elsku pabbi, með þessum texta sem ég held mikið upp á: Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú, Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sól í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Við lofum því að hugsa vel um mömmu og höldum minningunni um þig á lífi. Elsku pabbi, takk fyrir allt, stór hluti af mér fer með þér. Þín litla stelpa Sif. Elsku Siggi minn. Þú varst minn besti vinur og félagi og alltaf var gott að leita til þín. Þú gast alltaf gefið mér ráð og leiðbeint mér í lífinu. Ég var ungur strákur þegar ég fór að vera með Svövu þinni og þið Lilla tókuð svo vel á móti mér í fjölskyld- una. Oft sátum við tímunum saman og ræddum um allt milli himins og jarðar og þá var sjómennskan alltaf efst á baugi. Ég er svo þakklátur fyr- ir þann tíma sem við áttum saman og ég lofa því að hugsa vel um Svövu og afastelpurnar þínar eins og þú baðst mig um í veikindum þínum. Elsku Siggi, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Lillu. Við skulum hugsa vel um hana. Ég vil að lokum þakka þér fyrir allt, Siggi minn. Þinn besti vinur og tengdasonur Hilmar. Elsku afi minn. Það er sárt að kveðja þig svona snemma, en ég er svo heppin því ég á svo margar minningar um frábæran afa og vin sem létta mér lífið á þessum erfiðum tímum. Öll jólin okkar saman, við að taka upp gjafir, þú sitjandi á koppn- um mínum og í snjóþotunni og við hlæjum svo innilega. Gönguferðirn- ar okkar þegar ég var yngri. Ef poll- ar urðu á vegi okkar varstu alltaf á undan mér að hoppa í þá og ég stóð með glampa í augunum yfir afa mín- um og fór svo að hoppa með þér og við skemmtum okkur svo vel og öðr- um sem urðu á vegi okkar. Ég man þig afi minn sitjandi við píanóið að spila og ég syng með. Þær voru ófáar stundirnar okkar sem við áttum saman við píanóið og ein af þeim er þegar ég söng og þú spilaðir í brúðkaupi mömmu og pabba. Mikið varstu stoltur af afastelpunni þinni þá. Eftir að ég varð eldri og fór að vinna í Brynjubúð komstu oft til mín í búðina og að sjálfsögðu fékkstu, afi minn, alltaf ís með þér heim. Þá kom alltaf þetta yndislega bros sem yljar mér um hjartarætur. Elsku afi minn. Takk fyrir allar þessar yndislegu minningar. Ég geymi þær vel í hjarta mínu. Þín afastelpa Harpa Ýr. Elsku afi minn. Ég skil ekki af hverju allir eru svona sorgmæddir þessa dagana, en þegar ég verð eldri og mér verða sagðar sögur af þér skil ég af hverju það var. Elsku afi, takk fyrir þennan stutta tíma sem við áttum saman. Þín afastelpa Helena Ósk. Elsku besti afi. Hér er lítil kveðja frá okkur systkinunum. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Elsku amma, við biðjum góðan Guð að styrkja þig á þessari sorg- arstundu og blessa allar minning- arnar um góðan afa. Elsku afi, takk fyrir að vera alltaf svona góður við okkur. Minning þín lifir í hjarta okkar. Kveðja. Hólmfríður Brynja, Eyrún Tara og Sigurður Tumi. Nú kveðjum við samstarfsmann okkar í nær tvo áratugi, en 1986 tók til starfa samhentur hópur á nýrri geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Sigurður var einstakur maður og hafði hlýlega framkomu þannig að öllum leið vel í návist hans, bæði samstarfsfólki og sjúklingum. Hann hafði góðan húmor og fór vel með hann, þannig að öllum var ljóst hvenær honum var alvara. Í góðra vina hópi var hann skemmtilegur fé- lagi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú kominn er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við vitum að ástvinamissir er sár, en það er þó mikil gæfa að eiga minningar um góðan mann. Við sendum fjölskyldu Sigurðar Þ. Þórarinssonar innilegar samúðar- kveðjur. Samstarfsfólk á geðdeild FSA. Sigurður Þórarinsson tónlistar- maður er látinn rúmlega sextugur að aldri. Það eru ótal minningar er sækja á mann þegar maður fréttir af andláti góðs vinar í gegnum hartnær 50 ár. Við Siggi vorum ekki háir í loftinu þegar við vorum að byrja okkar tón- listarnám rétt innan við fermingu. Það voru áhugasamir drengir að læra á harmóniku við skóla Karls Jónatanssonar. Þar kom strax fram hvað Siggi var gæddur miklum tónlistarhæfileikum sem síðar átti eftir að gagnast fleiri samferðamönnum hans á tónlistar- brautinni. Við vorum áhugasamir piltar sem stofnuðum okkar fyrstu alvöru hljómsveit ári 1959, City kvintett. Við æfðum í húsakynnum Góðtempl- ara Gúttó og að sjálfsögðu var fyrsta ballið að Jaðri fyrir ungmennahreyf- ingu þeirra. Á þessum árum voru ekki margar hljómsveitir fyrir yngstu kynslóðina og nutum við mikilla vinsælda. Leiðir skildu í bili er Siggi fór til liðs við Ludo sextett árið 1961 en ári síðar byrjaði ég einnig þar. Við áttum margar góðar stundir saman á þessum árum og er við hitt- umst, sem var alltof sjaldan, voru þessir gömlu góðu dagar rifjaðir upp og það skemmtilega dregið fram í dagsljósið. Við gömlu spilafélagarnir kveðj- um góðan vin með söknuði og biðjum góðan guð að geyma hann. Við vottum Lillu konu hans og börnum og barnabönum dýpstu samúð. Megi góður guð vernda ykk- ur í sorginni og vera ykkur styrkur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Arthur Moon. SIGURÐUR ÞÓRIR ÞÓRARINSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir, JÓN INGI RAGNARSSON húsgagnasmiður, lést mánudaginn 27. júní síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Ásdís Torfadóttir, Ingi Þór Jónsson, Arnheiður Ragnarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR PÁLMADÓTTIR frá Rauðamýri, andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar þriðjudaginn 4. október. Höskuldur Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Einar Róbert Árnason, Oddur Guðmundsson, Kolbrún Pálsdóttir, Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir, Gunnar Valur Jónsson, Anna Guðmundsdóttir, Benedikt Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLEIFUR S. KRISTJÁNSSON frá Norðureyri við Súgandafjörð, áður til heimilis á Traðarstíg 5, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík á morgun, laugardaginn 8. október, kl. 14.00. Fjölskylda hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, og langafi, PÉTUR JÓHANNESSON húsasmíðameistari, Kársnesbraut 105, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 7. október, kl. 11.00. Elínborg Magnúsdóttir, Jóhannes Pétursson, Þuríður Ingólfsdóttir, Sólborg Anna Pétursdóttir, Þórður Friðriksson, Magnús Rúnar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.