Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GARÐYRKJUFÉLAG Íslands held- ur ráðstefnu í sal KFUM við Holta- veg á morgun, laugardaginn 8. október kl. 10.30–17. Á ráðstefn- unni, sem haldin er í tilefni af 120 ára afmæli félagsins, verður fjallað um tengsl gróðurs og fólks í fortíð, nútíð og framtíð. Fyrirlesarar munu velta fyrir sér lífi fjölskyld- unnar í heimilisgarðinum, þróun hans og breytingar með breyttum þörfum heimilisfólksins. Í lok ráð- stefnunnar verður gerð grein fyrir úrslitum ljósmyndasamkeppni og ljóðasamkeppni félagsins. Að ráðstefnu lokinni býður land- búnaðarráðherra upp á veitingar. Þátttökugjald er 2.000 kr fyrir félaga GÍ og 3.500 kr fyrir utan- félagsmenn. Tekið er á móti skrán- ingu á skrifstofu Garðyrkjufélags- ins í tölvupósti gardurinn@gardurinn.is og í síma 552 7721. Afmælisráð- stefna Garð- yrkjufélagsins HANDVERKSFÓLK frá Vestmannaeyjum mun selja og sýna handverk sitt í Mjóddinni við Álfabakka, Reykjavík á morgun, laugardaginn 8. október. Þar verða ýmsir munir á boðstólum, t.d. glervara, leirmunir, málaðar myndir, bútasaumsstykki, útskornir trémunir o.fl. Svo er aldrei að vita nema einhverjar óvæntar uppákomur verði, að hætti Eyjamanna, segir í fréttatilkynningu. Sölu- og handverkssýning Eyjamanna í Reykjavík GLERAUGNAVERSLUNIN Plusminus Optic hefur verið opnuð á Suður- landsbraut 4. Verslunin er búin nýjum og fullkomnum tækjakosti til sjón- mælinga og á verkstæði. Eigendur verslunarinnar eru Friðleifur Hall- grímsson og Guðmundur Örvar Hallgrímsson sjónfræðingur, en hann hefur áralanga reynslu og öll tilskilin réttindi til sjónmælinga, segir í fréttatilkynningu. Markmið Plusminus Optic er að huga að og halda utan um sjónheilsu við- skiptavina sinna á sem víðtækastan hátt og er m.a. boðið upp á sjónmæl- ingar, vörur í mörgum verðflokkum og áskriftarþjónustu á linsum. Meðal gleraugnaumgjarða sem boðið er upp á eru Scandinavian Eyewe- ar, MicromegaOttica og Porsche Design. Guðmundur Örvar Hallgrímsson, sjónfræðingur í Plusminus Optic. Plusminus Optic ný gleraugnaverslun OG Vodafone hefur gert tveggja ára styrktarsamning við Ólöfu Mar- íu Jónsdóttur, atvinnukonu í golfi. Samningurinn tryggir Ólöfu, sem er keppandi á evrópsku mótaröð- inni (LPGA) í golfi, fjárhagslegan styrk og frí mánaðar- og notk- unargjöld af fjarskiptaþjónustu Og Vodafone. Þá fær hún BlackBerry samskiptatæki frá Vodafone, far- síma og Vodafone Mobile Connect gagnakort fyrir fartölvu. Enn- fremur mun Og Vodafone verð- launa Ólöfu Maríu nái hún fram- úrskarandi árangri í keppnisgrein sinni á alþjóðlegum vettvangi. Á myndinni má sjá Ólöfu Maríu Jónsdóttur ásamt Birni Víglunds- syni, framkvæmdastjóra markaðs- sviðs Og Vodafone. Og Vodafone styrkir Ólöfu Maríu SPRON veittu nýlega styrki til viðskiptavina í fjórum flokkum. Veittir voru fimm endurmenntunarstyrkir, hver að upphæð 25.000 kr., fimm tómstundastyrkir að upphæð 20.000 kr. hver, fimm bókastyrkir, hver að upphæð 20.000 kr. og bílprófsstyrkur að upphæð 25.000 kr. Myndin er tekin á afhendingu styrkjanna og má á henni sjá hluta styrkþega ásamt fulltrúum SPRON. F.v.: Jónína Kristjánsdóttir frá SPRON, Anna Garðarsdóttir, Vigdís Klemenzdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Þorbjörg Gísladóttir, Anton Heiðar Þórólfsson, Finn- bogi Árnason og Guðfinna Helgadóttir frá SPRON. SPRON afhenda tómstundastyrki Á FUNDI Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Garðabæ sem haldinn var nýlega var samþykkt nær ein- róma að gengið yrði til prófkjörs við val á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Garðabæ fyrir sveita- stjórnarskosningarnar vorið 2006. Á fundinum var einnig valin kjör- nefnd en prófkjörið mun fara fram samkvæmt reglum um prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því að prófkjörið fari fram í janúar en auglýst verður eftir framboðum í nóvember og framboðsfrestur mun renna út í lok desember, segir í fréttatilkynningu. Prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum í Garðabæ STJÓRN Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að hætta við áætlað framboð til Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni: „Halldór Ásgrímsson virðist líta á framboðið svipuðum augum og að Ísland standi sig vel á al- þjóðlegu handboltamóti. Þau sjón- armið hans að mikilvægt sé að stefnumið Íslands komist á fram- færi innan öryggisráðsins byggja því á veikum grunni, eða raunar bandarískum. Lítið hefur farið fyr- ir sjálfstæðri utanríkisstefnu hjá sitjandi ríkisstjórn Íslands sem grípur hvert tækifæri til þess að styðja við stríðsrekstur Banda- ríkjamanna á erlendri grund. Ung vinstri græn telja það ekki verjandi að þeim svimandi háu fjárhæðum sem slíkt framboð myndi kosta verði varið í handauppréttingar til stuðnings stefnu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Ennfremur er ólíklegt að Ísland nái kjöri þar sem kosningabarátta er háð við mun fleiri, stærri og ríkari þjóðir. Nóg er komið af því að hver höndin sé upp á móti annarri innan rík- isstjórnarinnar vegna framboðsins. Mál er til komið að menn sameinist fremur um að bæta samskipti Ís- lands á alþjóðavettvangi með öðr- um hætti, til dæmis með mynd- arlegri hætti hvað varðar þróunarsamvinnu við ríki sem standa höllum fæti.“ Andsnúin framboði til Öryggisráðsins Á AÐALFUNDI Vinstri grænna í Kópavogi sem var 5. október sl., var Emil Hjörvar Petersen, núver- andi varafor- maður Ungra vinstri grænna, kjörinn formað- ur Vinstri grænna í Kópa- vogi. Hann tekur við formannsemb- ættinu af Sigursteini Mássyni. Emil er 21 árs nemi við Háskóla Íslands og hefur starfað í ungliðahreyfingu flokksins á undanförnum árum, segir í fréttatilkynningu. Emil Hjörvar formaður VG í Kópavogi Emil Hjörvar Petersen STJÓRN Fróða, félags sagn- fræðinema við Háskóla Íslands, sendir frá sér eftirfarandi ályktun varðandi skipun sagnaritara sögu þingræðis. „Stjórn Fróða, félags sagn- fræðinema við Háskóla Íslands, for- dæmir þá ákvörðun forsæt- isnefndar Alþingis að skipa flokkshollan stjórnmálamann til þess að rita sögu þingræðis á Ís- landi. Stjórninni þykir hæpið að slíkur einstaklingur geti fjallað um efnið á hlutlausan hátt. Lágmarks- krafa hlýtur að vera sérfræðiþekk- ing um efnið og að maðurinn eigi ekki pólitíska fortíð að baki. Svona vinnubrögð teljum við forkastanleg og lýsa vanvirðingu í garð fræði- manna. Komandi kynslóðir eiga betra skilið en að horfið sé aftur til þeirra hátta að Íslandssagan sé skrifuð af stjórnmálamönnum.“ Andsnúin ákvörðun forsætisnefndar FRÍTT til Evrópu fyrir reyklausa (Quit and win – Don’t start) er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum 15–20 ára og er liður í að hvetja ungt fólk á þessum aldri til reyk- leysis. Þátttakendur geta skráð sig í gegnum heimasíðu Lýðheilsu- stöðvar www.lydheilsustod.is Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember – 10. desember og eru fæddir á árunum 1985–1990 eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Keppnin er tvískipt, annars vegar fyrir reyklausa og hins vegar fyrir þá sem reykja en vilja hætta. Dreg- ið verður um vinninga í báðum flokkum um miðjan desember. Verkefninu er ætlað að stuðla að því að ungt fólk á þessum aldri reyki ekki. Nokkur Evrópulönd hafa verið með þetta verkefni und- anfarin ár en Lýðheilsustöð annast það hér á landi. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland er með í keppninni en yfir 4.000 krakkar hafa tekið þátt í því, segir í fréttatilkynningu. Hvetja ungt fólk til reykleysis ÁRLEGUR flóamarkaður Lions- klúbbsins Engeyjar til styrktar Barna- og unglingadeild Landspít- ala (BUGL) verður haldinn á morg- un, laugardaginn 8. og á sunnudag- inn í Lionsheimilinu við Sóltún 20, Reykjavík. Sala hefst báða dagana kl. 13 og stendur til kl. 16 á laug- ardag og kl. 15 á sunnudag. Þar verður fatnaður á karla, konur og börn í úrvali, bæði notaður og nýr. Auk fatnaðarins verður á boð- stólum margvíslegur annar varn- ingur, tombóla með engum núllum o.fl., segir í fréttatilkynningu. Flóamarkaður Engeyjar KYNJAKETTIR verða með katta- sýningu í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina 8. og 9. október en Kynjakettir eiga 15 ára afmæli í ár. Alls verða 160 kettir til sýnis og op- ið verður báða dagana kl. 10–18. Sýningin er með þema hrekkja- vöku og verður salurinn skreyttur í samræmi við það. Á sýningunni verða fjórir dómarar sem koma frá Ítalíu, Noregi og Danmörku og verða til dæmis veitt verðlaun fyrir fallegasta svarta köttinn í anda þema sýningarinnar, segir í frétta- tilkynningu. Kattasýning í reiðhöll Gusts FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ and- mælir harðlega byggingu tónlistar- húss við Reykjavíkurhöfn á kostnað þeirra sem ekkert fá um málið að segja – skattgreiðenda. „Stuðningsmenn slíks bruðls á al- mannafé hafa ekki sýnt fram á með neinum rökum að réttlætanlegt sé að þvinga almenning til að greiða fyrir áhugamál útvalinna borgara. Ef meint þörf á húsinu væri raun- verulega til staðar myndu einkaað- ilar sjá sér hag í byggingu þess. Frjálshyggjufélagið minnir stjórnmálamenn á fyrri orð um að sýna ábyrgð í ríkisrekstrinum. Mik- ill uppgangur er í samfélaginu og bruðl í formi tónlistarhúss fyrir rúman tug milljarða er óábyrgt, fyrir utan að vera óréttmæt og óskynsamleg framkvæmd.“ Mótmæla bygg- ingu tónlistar- húss á kostnað skattgreiðenda REYKJAVÍKURAKADEMÍAN heldur umræðufund um málefni innflytjenda á Íslandi undir yf- irskriftinni Varavinnuafl eða van- nýtt auðlind? Fundurinn verður í húsakynnum Reykjavíkurakademí- unnar á Hringbraut 121, 4. hæð, laugardaginn 8. október kl. 12–14. Fyrirlesari eru: Gissur Pét- ursson forstjóri Vinnumálastofn- unar, Grazyna Okunievska hjúkr- unarfræðingur, Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Fjölmenningar- setursins á Ísafirð, Andrea Sompit Siengboon uppeldis- og mennt- unarfræðingur, Anna G. Ólafs- dóttir blaðamaður og fulltrúi í Fjölmenningarráði, Anh DauTran MA/ menntunarráðgjafi, Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur, Eiríkur Bergmann stjórnmálafræð- ingur og Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur. Að framsöguer- indi loknu verða pallborðs- umræður og fyrirspurnum úr sal svarað. Fundur um mál- efni innflytjenda LANDSNET hefur gert þjónustu- samning við ráðgjafafyrirtækið For- varnir ehf. um nýjung í heilsuvernd og eflingu streituvarna á vinnustað. Forvarnir ehf. hafa að beiðni for- ráðamanna Landsnets skipulagt fræðslu- og kynningarátak sem er sérsniðið að þörfum starfsmanna og munu þeir fá á tímabilinu fræðslu og aðstoð við gerð persónubundinnar áætlunar í streituvörnum og heilsu- eflingu. Starfsmenn fyrirtækisins munu einnig hafa aðgang að sér- fræðingum Forvarna, sem veita fræðslu og stuðning, segir í frétta- tilkynningu. Á myndinni eru Þórður Guð- mundsson, forstjóri Landsnets (t.v.), og Ólafur Þór Ævarsson, fram- kvæmdastjóri Forvarna. Landsnet eflir heilsuvernd á vinnustað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.