Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 49 MINNINGAR enda lagði hún metnað sinn í að taka með þeim hætti á móti fólki að heim- sóknin væri eftirminnileg. Fór þar ætíð saman eðlislæg gestrisni henn- ar og sá metnaður sem hún bar fyrir brjósti gagnvart bæjarfélaginu sínu á Akranesi. Rannveig Böðvarsson lagði gjörva hönd á mörg góð málefni og tók þátt í ýmsum félagsmálum. Þótt ekki vildi hún hafa mörg orð eða mikla umfjöllun um ýmis verk sín þá lagði hún hönd á plóg víða með framlagi sínu og stuðningi bæði í verki og með fjármunum og þann stuðning veitti hún bæði aðilum á Akranesi og víðar. Fyrir allan velvilja hennar og óeigingjarnt framlag standa margir í þakkarskuld við þessa merku konu og fyrir hönd þeirra allra eru henni færðar hjartans þakkir. Það eru tímamót í lífi samfélags þegar kvödd er kona sem varið hef- ur ævi sinni í þágu bæjarfélagsins á Akranesi og notið þar meðbyrs en einnig erfiðra stunda og vökunótta. Við leiðarlok blandast saman annars vegar söknuður og sorg, en hins veg- ar djúp virðing og einlæg þökk fyrir það sem Rannveig Böðvarsson hefur gefið af sér í þágu þeirra sem einlæg umhyggja hennar bauð henni. Megi englar alheimsins syngja henni öll sín fegurstu ljóð og minning um starf hennar og líf skína björt um ókomna tíð. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Rannveig var mikill höfðingi. Þannig minnist ég góðrar vinkonu sem nú hefur kvatt. Rannveig var einstaklega kær vinur og ráðagóð, sannkallaður höfðingi sem hélt vel utan um sinn stóra hóp fram til þess síðasta. Á glæsilegt heimili hennar var ætíð gaman að koma og þar átt- um við oft skemmtilegar umræður um sjávarútveg eða önnur lífsins mál. Hún sá stundum heiminn sér nær og skildi ekki í furðulegum hlut- um er gerðust hinum megin við fló- ann, enda þar menn sem eru sínir eigin gæfusmiðir. En fyrir mér er Rannveigu best lýst þegar hún hringdi í mig haustið 1983 þegar ég var nýráðinn forstjóri BÚR. Ég hafði þá aldrei að útgerð komið og mörgum innan sjávarút- vegsins þótti ekki gæfulegt að koma úr bókaútgáfu í fiskvinnslu. Þá stóð upp ráðagóði höfðinginn Rannveig og bauð mér upp á Skaga til að hitta sig og synina. Þú verður að læra hvernig hann lítur út rauði fiskurinn áður en þú byrjar. Þetta var að sjálf- sögðu karfinn, sem var okkar ær og kýr, en ég hafði ekki vit á. Þannig kom hún mér strax til bjargar og það hef ég alltaf metið mikils við hana, sem og vinskap þann er mynd- aðist milli fjölskyldna okkar. Síðustu árin var Rannveig mikill og traustur vinur föðurbróður míns, Sveins Björnssonar, og áttu þau góðar stundir saman og Rannveig annaðist hann í hans veikindum af mikilli hlýju og umhyggju. Höfðinginn á Vesturgötunni hefur kvatt, en andi hennar og höfðings- skapur lifir. Far þú í friði, Rannveig mín. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til allrar stórfjöl- skyldunnar. Brynjólfur Bjarnason. Nú er fallin frá á Akranesi Rann- veig Böðvarsson eftir erfið og lang- varandi veikindi. Ég kynntist Rannveigu fyrst að ráði árið 1991 þegar fyrirtækin Heimaskagi hf., S.F.A. og HB & Co sameinuðust. Við það færðist vinnu- staður minn á skrifstofur HB hf. Þá var Rannveig í fullu fjöri, þó að sykursýkin hefði tekið sinn toll. Hún kom dag hvern á skrifstofurnar, sótti póstinn og það sem fara átti í banka og sinnti ýmsum snúningum fyrir skrifstofuna. Alltaf var hún tilbúin að spjalla ef tóm gafst til, bæði um gamla og nýja tíma og ekki var djúpt á gamansem- inni. Hún sagði mér frá lífi sínu með manni sínum Sturlaugi H. Böðvars- syni, útgerðarmanni og erilssömu starfi sem gestgjafi á mannmörgu heimili. Hún sagði frá ferðum þeirra hjóna um lönd og höf – s.s. þegar þau fóru með Queen Elisabeth yfir Atl- antshafið. Vorið 1976 lést Sturlaugur langt um aldur fram og sama ár lagðist heimili Rannveigar í rúst eftir ket- ilsprengingu í hitakerfi hússins. Komst hún þá naumlega af ásamt dóttur sinni Helgu. Þetta allt og fleira reyndi mjög á Rannveigu. Hún bognaði en brotnaði ekki og lét reisa húsið sitt að Vesturgötu 32 aft- ur í upprunalegri mynd. Þrátt fyrir áföllin hélt hún ávallt reisn sinni og glæsileika. Hún kynntist síðar öðlingsmann- inum Sveini Björnssyni og áttu þau mörg góð ár saman sem vinir og ferðafélagar og lést hann í hárri elli í skjóli hennar. Eftir að Rannveig varð fyrir frek- ari heilsubresti þurfti hún á meiri aðstoð að halda. Hún gat ekki lengur ekið bíl og varð það að ráði að ég að- stoðaði hana við að fara sinna ferða um bæinn, s.s. í sjúkraþjálfun, hár- greiðslu og aldrei var varaliturinn langt undan, þegar lagt var af stað. Þetta ár hefur verið henni og fjöl- skyldunni allri erfitt. Henni varð að ósk sinni að búa á fallega heimilinu sínu eins lengi og kostur var. Hún var lögð inn á Sjúkrahúsið á Akranesi 14. september, þá þrotin að kröftum eftir ítrekaða heilablóð- tappa. Rannveig var mikil fjölskyldu- manneskja og var henni ávallt efst í huga velferð barnanna sinna sex og þeirra fjölskyldna. Um leið og ég votta fjölskyldu Rannveigar og öðrum ástvinum dýpstu samúð vil ég þakka henni innilega fyrir samfylgdina. Megi Rannveig Böðvarsson hvíla í friði. Svava. Gengin er frú Rannveig Böðvars- son, fyrrverandi stjórnarformaður Haraldar Böðvarssonar hf. Ég hitti Rannveigu nokkrum sinnum eftir að ég kom til starfa hjá HB Granda á síðasta ári. Ekki fór á milli mála að í Rannveigu fór glæsileg og virðuleg ættmóðir, ekki einasta stórrar fjöl- skyldu heldur einnig heils fyrirtækis til margra ára. Þá leyndi sér ekki af hve miklum áhuga hún vildi hag hins sameinaða HB Granda sem bestan. Þótt ýmislegt hafi breyst í rekstri fyrirtækisins á liðnum mánuðum eru afkomendur hennar enn meðal starfsmanna HB Granda og hafa þar áunnið sér traust og virðingu sam- starfsfólks síns. Fyrir hönd HB Granda hf. sendi ég börnum Rannveigar og afkom- endum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Eggert Benedikt Guðmundsson. Í dag er frú Rannveig Böðvarsson borin til grafar hér á Akranesi. Rannveig var glæsileg kona sem allir tóku eftir hvar sem hún kom. Hún og maður hennar Sturlaugur Böðvarsson heitinn, sem féll frá allt- of snemma, mörkuðu stór spor í sögu Akraness. Ekki bara í atvinnu- málum, heldur líka í menningar- og íþróttamálum og þá ekki síst knatt- spyrnunni, þar sem ég þekki best til. Þessi stuðningur var með margvís- legum hætti og eru ekki margir sem vita hve mikill hann hefur verið í reynd. Þegar t.d. Georg heitinn Kirby knattspyrnuþjálfari kom til ÍA tóku Rannveig, Sturlaugur og fjölskylda þeirra hann og hans fjöl- skyldu næstum því í fóstur þau ár sem hann starfaði hér á Skaganum. Rannveig hefur alla tíð haft mikinn metnað fyrir hönd Skagamanna og Akraness. Með þessum skrifum er ekki ætl- unin að rekja ævisögu Rannveigar, það gera aðrir betur, heldur leyfi ég mér fyrir hönd knattspyrnu- og íþróttahreyfingarinnar allrar hér á Akranesi að þakka frú Rannveigu allan stuðning í gegnum árin. Persónulega þakka ég samveru- stundir með henni og hennar fjöl- skyldu, um leið og ég votta aðstand- endum hennar samúð mína. Guð blessi minningu Rannveigar. Gunnar Sigurðsson, Akranesi. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar ást- kæru unnustu minnar, dóttur okkar, systur, dóttu- rdóttur, tengdadóttur og mágkonu, ÖNNU MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Björtuhlíð 8, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Jónsson, Elín S. Bragadóttir, Guðmundur Konráðsson, Konráð Guðmundsson, Ingi Steinn Guðmundsson, Bragi Þór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Andri Ísak Bragason, Dóra Halldórsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Anna Sigríður Jónsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Þórshöfn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 3B á Hrafn- istu Hafnarfirði fyrir hlýja og góða ummönnun. Sigurveig Tryggvadóttir, Jón Jakobsson, Freyja Tryggvadóttir, Ólafur Friðriksson, Kristján Sigfússon, Helena Kristjánsdóttir, Sigfús Kristjánsson, Rúnar Óli Aðalsteinsson og fjölskyldur. Elsku, elsku afi. Ég sakna þín svo mikið að ég fer næstum því að gráta. Skemmtu þér vel með nýju vin- unum þínum. Ég ætla að setja blóm hjá kist- unni þinni. Ég bið að heilsa. Þinn afastrákur Ásmundur. Þegar þið mamma kynntust þá sagðir þú við hana að þú værir ekki með blátt blóð í æðum heldur með þorskablóð. Þú værir ekki með neina sérstaka hæfileika en þú værir duglegur til vinnu og myndir sjá til þess að hún og börn ykkar myndi aldrei skorta neitt. Þú stóðst svo sannarlega við þessi orð, réttir mömmu alltaf launaumslagið óopn- að og treystir hennir 100% fyrir öllu. Þú vannst á daginn í málning- unni, spilaðir í hljómsveit um helg- ar, æfðir fótbolta á sama tíma sem þú varst að byggja hús yfir fjöl- skylduna þína. Í þá daga var öll steypa handhrærð. Þú varst ásamt Rikka valinn í landsliðið, fyrstu ut- anbæjarmennirnir sem hlotnaðist slíkur heiður. Þú komst reyndar aldrei af varamannabekknum og þolinmæðin þraut fljótt hjá þér og þú hættir. Fannst þetta algjör tímaeyðsla að sitja svona meðan tíminn var betur nýttur til að mála. Fannst út að hægt væri að mála heila stofu meðan þú sast á bekkn- um. Þú varst mikið hreystimenni og skrokkurinn á þér var alltaf 20 árum yngri en lífaldur þinn. Áður ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON ✝ Ásmundur Guð-mundsson mál- arameistari fæddist í Vogatungu í Borg- arfirði 12. septem- ber 1921. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey að ósk hins látna. en þú veiktist hljópst þú upp á 5. hæð í blokkinni og varst í kapp við sjálfvirku ljósin. Við systkinin áttum ekki sjens í þig. Besta afmælis- gjöfin sem þú hefur fengið var grein sem Ólafur Haukur Árna- son skrifaði í Morg- unblaðið þegar þú varðst 60 ára. Þú varst svo lánsamur að fá minningargreinina fyrir fram sagðir þú. Fékkst að njóta í lifandi lífi að ein- hver talaði vel um þig og sá kostina þína. Svo skrifaði Ólafur m.a- .:„...Ásmundur Guðmundsson hefur svo lengi sem kynni okkar hafa staðið og vafalaust miklu lengur verið sannur skapbætir og gleði- gjafi vinum sínum og kunningjum. Hann er manna orðglaðastur og orðheppnastur. Hann er mann- þekkjari án þess að vita af því sjálf- ur og nægilega mikill lífsspekingur til að þykjast einfaldari en hann er. Hann finnur af eðlisávísun hvað lyftir mönnum úr deyfð og drunga, hressir þá, kætir og bætir. Bjart- sýni og barnsleg gleði eru fylgi- nautar Ásmundar, lífsviðhorf hans skyldari léttu svifi flugla himinsins en þunglamalegri og blindri heimsku moldvörpunnar. Í orðræðu hans slær gneistum af snilli dæmi- sagna og þversagna mannsins...“ Börn þín, barnabörn og barna- barnabörn munu reyna að halda við arfleifð þinni að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Kristbjörg og Einar. Jæja, pabbi minn, nú er þessum kafla lokið. Eitthvað annað tekur við sem við vitum ekkert um en ég veit allavega að Gunna og Gróa taka vel á móti þér. Gróa verður búin að baka vínarbrauð með bleiku kremi og þunnar pönnukök- ur með sykri. Gunna verður búin að laga tertuna frægu. Þú mátt vera sáttur og stoltur af þínu lífi þótt þú hafir verið langt frá því að vera fullkominn. Enda stærðir þú þig aldrei af eigin verkum, en lést sam- ferðamenn þína vita hvað þú værir vel giftur og ættir æðisleg börn. Það eru ekki til margar sögur af þér sem barni, en ég veit að þú varst getinn við eld forboðinnar ástar. Þú áttir ekkert að fæðast. Forlögin höguðu því þannig að fjöl- skylda sem hafði tvístrast vegna föðurmissis sameinaðist á nýjan leik uppi á Akranesi og skildi vel örvæntingu móður þinnar. Þau tóku þig að sér og litu á þig sem sameiningartákn fjölskyldunnar. Með þeim ólst þú upp við mikinn kærleik, guðstrú og gleði. Enda varð útkoman einn mesti gleðigjafi sem uppi hefur verið á Íslandi. Sama hvar þú komst alltaf var þér tekið fagnandi enda sýndir þú sam- ferðamönnum þínum einlægan áhuga, varst orðheppinn þannig að fólk veltist um af hlátri. Þú reyndir aldrei að vera fyndinn og varst allt- af jafn hissa hvað fólk hló og jafn- vel náði ekki andanum á milli setn- inga sem ultu út úr þér. Þú varst mikill hæfileikamaður, ekki bara í samskiptum heldur líka í tónlist og íþróttum. Þú gerðir allt- af lítið úr því og sagðir þetta vera 99% vinnu og 1% hæfileika. Þú trommaðir á alla diskana og glösin meðan mamma var að gera matinn kláran. Það var alltaf ákveðin at- höfn áður en kartöflurnar og fisk- urinn voru borin á borð og við sát- um með andakt og þótti þú galdramaður að ná slíkum takti úr diskunum og ef þú fórst í svaka stuð og gleymdir þér þá léstu fölsku tennurnar glamra í takt. Ef þú bíður enn á biðstofunni til að halda ferð þinni áfram veit ég að þú ert kominn í góðra manna hóp og hafir þú fyrirhitt einhverja sem ekki eru sáttir við að hafa yfirgefið þetta tilverustig ertu örugglega að hjálpa þeim að sætta sig betur við hlutskiptið. Ég heyri þig í anda rökræða við þá og ef einhverjir eru þarna sjálfstæðismenn eins og þú, þá verðurðu ekki í vandræðun. Þú sýnir þeim sennilega fram á að það hafi ekkert vit verið í því að halda þessu lífi áfram úr því að Davíð væri hættur í pólitík. Ebba. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.