Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR ÚTGJÖLD utanríkisráðuneytis á yfirstandandi ári aukast um tæp- lega 500 milljónir króna samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi ársins. Ósk- að er eftir 274 milljóna króna auka- fjárveitingu í frumvarpinu vegna uppsafnaðs halla á rekstri sendi- ráða. Þá kemur fram að af auknum útgjöldum ráðuneytisins séu 137 milljónir vegna flutninga fyrir NATO og til uppbyggingar og þró- unarstarfs á Srí Lanka. Einnig er lagt til að veittar verði 50 milljónir króna til að mæta upp- söfnuðum halla á rekstri aðal- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Sótt er um 50 milljóna króna við- bótarframlag til Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands vegna upp- byggingar- og þróunarstarfs á Srí Lanka á árinu 2005. Uppsafnaður halli á rekstri sendiráða 274 milljónir PRÓFKJÖR um val á frambjóð- endum til setu á framboðslista Framsóknarflokksins í Kópavogi í sveitastjórnarkosningum 2006 mun fara fram í Smáraskóla 12. nóv- ember nk. Framboðsfrestur rann út 5. október og eru eftirgreindir einstaklingar í framboði í prófkjör- inu: Andrés Pétursson skrif- stofustjóri, Dolly Nielsen starfs- maður í dægradvöl, Friðrik Gunn- ar Gunnarsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn, Gestur Valgarðsson verkfræðingur, Guðmundur Freyr Sveinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti Björnsson dagskrárstjóri, Hjörtur Sveinsson þjónustufulltrúi, Jóhannes Valdemarsson rekstr- arfræðingur, Linda Bentsdóttir lögfræðingur, Ólöf Pálína Úlfars- dóttir kennari og námsráðgjafi, Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi, Samúel Örn Erlingsson deild- arstjóri, Una María Óskarsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur og Þorgeir Þorsteinsson verkfræð- ingur. Formaður kjörstjórnar í próf- kjörinu er Haukur Ingibergsson. 14 í framboði í prófkjöri ALÞJÓÐA geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur 10. október ár hvert. Þema dagsins í ár er: Andleg og líkamleg heilsa yfir æviskeiðið. Verður dagurinn í ár haldinn hátíð- legur í heila viku og hófst hann með sérstakri dagskrá í Gerðubergi sl. þriðjudag þar sem flutt voru fræðsluerindi um geðheilsu, en markmiðið með alþjóða geðheil- brigðisdeginum er að vekja fólk til vitundar um að tengslin milli and- legrar og líkamlegrar heilsu eru órjúfanleg. „Dagurinn er fyrst haldinn hátíð- legur í Bandaríkjunum árið 1992, en hérlendis 1995 þannig að þetta er í tí- unda skiptið sem hann er haldinn hér,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í geðheilbrigðismálum hjá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) í Kaupmannahöfn, sem stjórna mun málþingi um geðheilbrigðismál sem fram fer í dag. „Til að byrja með var þetta aðeins baráttudagur geðsjúkra og aðstand- enda þeirra sem löbbuðu með kröfu- spjöld og oftar en ekki rigndi á okk- ur. Hins vegar breyttist þetta árið 2000, en það ár gengum við með bréf- poka á hausnum niður Skólavörðu- stíg sem tákn um fordóma gegn geð- sjúkdómum, en tókum pokana niður og brenndum í táknrænni athöfn við Ráðhúsið. Þó ákveðin þemu hafi ver- ið tengd þessum degi frá upphafi var það ekki fyrr en þetta ár sem það byrjaði að verða viðhorfsbreyting um það að dagur- inn væri geðheil- brigðisdagur og þar með eign og fagnaðarefni fyrir alla,“ segir Héð- inn og minnir á að þennan sama dag hafi verkefninu Geðrækt verið ýtt úr vör. „En það má segja að það hafi orðið straumhvörf eftir tilurð þess verk- efnis, sem ætlað er að efla og rækta geðheilbrigði allra landsmanna. Þá fannst mér pendúll alþjóða geðheil- brigðisdagsins sveiflast yfir geðheil- brigði almennt, jafnt geðsjúkra sem geðheilbrigðra,“ segir Héðinn og tekur fram að sér finnist almennt þegar kemur að umræðunni um geð- heilsu of mikið fókúserað á sjúka þátt einstaklingsins í stað þess að horfa á einstaklinginn sem heild og horfa þá einnig til þess þáttar hans sem er heilbrigður. Gengið afturábak Líkt og síðustu ár verður í tilefni geðheilbrigðisdagsins boðið upp á Geðhlaup og Geðgöngu á morgun, auk þess sem í boði verður sérstakt Geðsund frá Nauthólsvík undir handleiðslu Benedikts S. Lafleur sjósundkappa. Að þessu sinni verður Geðgangan, sem hefst kl. 13 á morg- un, með nokkuð sérstöku sniði því gengið verður bæði afturábak og áfram niður Laugaveginn frá Lands- bankanum að Laugavegi 77 og að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sér- stök hátíðadagskrá fer fram. Spurður út í afturábak-gönguna svarar Héðinn: „Þegar ég var beðinn að skipuleggja gönguna í ár fannst mér að gangan yrði að endurspegla þema dagsins sem er tengsl líkam- legrar heilsu og geðheilsu allt ævi- skeiðið. Þannig má líta á gönguna sem táknræna fyrir æviskeiðið. Það að ganga áfram í göngunni er þannig tákn líkamlegrar heilsu og líkams- ræktar sem er mjög skiljanlegt af því að það er hlutlægt en ekki huglægt og það að ganga afturábak verður tákn geðræktar og geðheilsu, sem er bæði erfitt og huglægt og við vitum kannski ekki almennilega hvað það er,“ segir Héðinn og bendir á að lengsti hluti göngunnar verður geng- inn áfram sökum þess hversu erfitt sé að ganga afturábak. „Við munum þannig sífellt skiptast á að ganga áfram og afturábak, en ég á nú von á því að við munum ganga áfram Von- arstrætið þegar við komum þangað, enda væri það afar táknrænt,“ segir Héðinn og tekur fram að gangan verði farin undir forystu Magnúsar Scheving sem flýgur sérstaklega heim til Íslands frá Los Angeles í fyrramálið til að stjórna göngunni. Opið hús á mánudag Eins og fyrr var getið mun Héðinn stýra ráðstefnu um geðheilbrigðis- mál sem fram fer á Hótel Loftleiðum í dag. Segir hann fókusinn þar muni verða á tengsl andlegs og líkamlegs heilbrigðis. Í erindum ráðstefnunnar verður farið yfir stöðuna í geðheil- brigðismálum á Íslandi í dag, rætt um forvarnarverkefni á sviði geð- heilsu ásamt því sem kynnt verða úr- ræði og nýjungar í geðheilbrigðis- málum. Aðspurður um dagskrána nefnir Héðinn að sérlega fróðlegt verði að heyra erindi annars vegar Páls Bierings, geðhjúkrunarfræð- ings, og hins vegar Guðbjargar Dan- íelsdóttir, sálfræðings, um reynslu og viðhorf notenda geðheilbrigðis- þjónustunnar. Þess má að lokum geta að á sjálf- um alþjóða geðheilbrigðisdeginum nk. mánudag verður opið hús hjá at- hvörfum Rauða kross Íslands, Hug- arafli, Klúbbnum Geysi og Geðhjálp. Félag námsmanna með geðraskanir við Háskóla Íslands heldur stofnfund sinn í Öskju kl. 16 og um kvöldið verða kynningarfundir hjá samtök- um fyrir ungt fólk með þunglyndi. Í undirbúningshópi alþjóða geðheil- brigðisdagsins að þessu sinni eru fulltrúar frá félagsstarfi Gerðu- bergs, Geðhjálp, Geðverndarfélagi Íslands, Hugarafli, Klúbbnum Geysi, Landlæknisembættinu, Lýðheilsu- stöð – Geðrækt og athvörfum Rauða krossins. Verndari dagsins er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Nánari upplýsingar um al- þjóða geðheilbrigðisdaginn og dag- skrá honum tengda má nálgast á vef Geðhjálpar á slóðinni: www.ged- hjalp.is Morgunblaðið/Jim Smart „Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er eign og fagnaðarefni fyrir alla,“ segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í geðheilbrigðismálum hjá WHO. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Héðinn Unnsteinsson „Horfa þarf á einstak- linginn sem heild“ SKIPA á starfshóp sem á að skila til- lögum um einföldun laga og reglna á fyrri hluta næsta árs, og er það í sam- ræmi við aðgerðaáætlunina „einfald- ara Ísland“ sem forsætisráðherra kynnti í stefnuræðu sinni á þriðjudag. Í starfshópnum verða annars veg- ar fulltrúar forsætisráðuneytis, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og sjávarútvegs- ráðuneytis, og Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðusambands Íslands hins vegar „Samgönguráðuneytið hafði ákveðna forgöngu að því að taka til í sínum ranni og þar var starfshópur sem fór yfir lög og reglur með það að markmiði að minnka skriffinnsku. Við þurfum fyrst að setjast yfir það í stjórnarráðinu og öllum ráðuneytum hvort það er eitthvað sem hægt er að breyta, og leita umsagnar hjá þeim sem eru í mestum samskiptum við þessa aðila, og heyra hljóðið í fólki,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð- armaður Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra. Hann segir ný lagafrumvörp fara í gegnum mjög takmarkað matsferli. Í minnisblaði forsætisráðherra, sem samþykkt var í ríkisstjórn sl. föstu- dag, kemur fram að umsögn fjár- málaráðuneytisins um kostnaðar- áhrif lagafrumvarps skuli fylgja lagafrumvörpum við meðferð ríkis- stjórnar. Ennfremur eigi að fylgja greinargerð um opinberar eftirlits- reglur þegar stjórnarfrumvarp feli í sér ákvæði um eftirlit. Spurður um dæmi um lög sem þurfi að endurskoða og einfalda segir Björn Ingi að hvert ráðuneyti verði að bera ábyrgð á sínum málaflokkum. Hann benti þó á erindi framkvæmda- stjóra Kaffitárs á Viðskiptaþingi í fyrra þar sem fram kom hvílíkan frumskóg ný fyrirtæki þurfi að fara í gegnum áður en þau hefja starfsemi. Starfshópur skipaður um einföldun laga JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segist hafa ákveðið að funda með forsvarsmönnum Öryrkjabanda- lags Íslands (ÖBÍ) varðandi afnám bifreiðastyrks til hreyfihamlaðra, sem á að koma til framkvæmda 1. jan- úar nk. Jón sagði að málið yrði ræki- lega kannað áður en frumvarpið yrði lagt fram sem hluti fjárlagafrum- varpsins og afstaða ÖBÍ verði tekin til greina. „Ég hef ekkert horfið frá því að þessi tegund bóta sé gölluð og þurfi endurskoðunar við og það er sjálfsagt að fara yfir þetta mál,“ segir Jón. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, fagnaði yfirlýsingu ráðherra en benti á að hægt hefði ver- ið að forðast mistök með því að hafa samráð við Öryrkjabandalagið áður en tillagan var lögð fram. Hann kall- aði tillöguflutninginn mistök og vonda hugmynd sem alls staðar hefði mætt mótstöðu. Jafnframt benti hann á að kveðið væri á um þá skyldu stjórn- valda í meginreglum Sameinuðu þjóð- anna um málefni fatlaðra að samráð væri haft við samtök fatlaðra áður en gripið væri til aðgerða gegn þeim. Ef því hefði verið framfylgt hefði mátt koma í veg fyrir mistökin. Funda með ÖBÍ um afnám bílastyrks Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra SVEINN Andri Sveinsson, lögfræð- ingur séra Hans Markúsar Haf- steinssonar, tilkynnti síðdegis í gær að séra Hans Markús hefði ákveðið að una tilfærslu í annað starf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu. Í tilkynningunni segir að í bréfi, sem dagsett var 18. ágúst síðastlið- inn, hefði séra Hans Markúsi verið tilkynnt um tilflutning í nýtt emb- ætti héraðsprests í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Deilur í Garðasókn fyrr á þessu ári urðu til þess að ákveðið var að færa séra Hans Markús til í starfi. Unir tilfærslu í annað starf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.