Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 53 FRÉTTIR FYRSTI alþjóðadagur um líkn verður haldinn hátíðlegur víða um lönd á morgun 8. október nk. Al- þjóðadagurinn er sameiginlegt átak fjölda samtaka fagfólks sem vinnur við líknandi meðferð og al- þjóðlegra góðgerðastofnanna sem styðja sértaklega við þróun líkn- arþjónustu. Vorið 2005 var ný krabbameinsáætlun samþykkt fyrir alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Í samþykktinni er lögð áhersla á að líknarmeðferð er sjálf- stætt meðferðarform og mik- ilvægur hlekkur í allri krabba- meinsmeðferð. Þó að líknandi meðferð hafi náð mestri útbreiðslu í þjónustu við krabbameinssjúk- linga ætti hún að ná til allra sjúk- linga með lífshættulega sjúkdóma. Í tilefni alþjóðadagsins standa Samtök um líknandi meðferð á Ís- landi fyrir opnu húsi kl. 13–15, á 4. hæð í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Þar munu sérhæfðu líknarþjónusturnar á höfuðborg- arsvæðinu kynna starfsemi sína og margir heilbrigðisstarfsmenn verða á staðnum að svara spurn- ingum gesta. Dagskráin hefst form- lega með tónlistarflutningi Lauf- eyjar Sigurðardóttur fiðluleikara og Páls Eyjólfssonar gítarleikara. Síðar mun Erna Blöndal söngkona flytja nokkur lög af nýrri plötu sinni Faðmur, sem fjallar um sorg- ina og lífið, við undirleik Arnar Arnarssonar gítarleikara. Alþjóðadagur um líkn SAMNINGUR milli Kennaraháskóla Íslands og Lands- bankans um stuðning bankans við Málþing Rannsókn- arstofnunar Kennaraháskólans var undirritaður 4. október. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér stuðning við árlegt málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ um nýbreytni, þróunarstarf og rannsóknir á sviði mennta, uppeldis og þjálfunar. Málþingið verður haldið í Kennaraháskóla Íslands 7. og 8. október nk. Meginþemað í ár verður: Nám í nútíð og framtíð: Pælt í PISA. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigríður Einars- dóttir og Kristín Björnsdóttir, frá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Ólafur Proppé, rektor Kenn- araháskólans, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankastjórnar Landsbanka Íslands, og Tinna Molphy frá Landsbankanum. Landsbankinn styður málþing KHÍ SJÖ umsækjendur eru um stöðu sóknarprests í Garðaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, og fimm um sóknarprestsstöðu í Ólafsvík- urprestakalli, Snæfells- og Dala- prófastsdæmi. Embættin eru veitt frá 1. nóvember nk. og rann um- sóknarfrestur út 4. október sl. Umsækjendur um Garða- prestakall eru: Sr. Birgir Ásgeirs- son, sr. Eiríkur Jóhannsson, sr. Hans Markús Hafsteinsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Kjartan Jóns- son, sr. Yrsa Þórðardóttir og sr. Þórhallur Heimisson. Umsækjendur um Ólafsvíkur- prestakall eru: Aðalsteinn Þor- valdsson guðfræðingur, Ingólfur Hartvigsson guðfræðingur, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, sr. Magnús Magnússon og sr. Valdimar Hreiðarsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í bæði embættin til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar. Tólf umsækj- endur um tvær sóknarprests- stöður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.