Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 1
Íþróttir, Enska knattspyrnan, Lesbók, Börn og M-ið í dag Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 136 síður í dag BOGI Nilsson ríkissaksóknari sagði sig í gær frá athugun á því hvort tilefni væri til að höfða mál á grundvelli þeirra gagna sem liggja að baki þeim 32 liðum ákærunnar í Baugsmálinu sem vísað var frá dómi. Dómsmálaráðherra þarf því að setja nýjan saksóknara til að fjalla um málið. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að dómsmálaráðherra verði að huga að því hvort hann sé hæfur í málinu í ljósi yfirlýsinga hans um sak- borninga í þessu máli. Bogi tilkynnti dómsmálaráðherra þetta á fimmtudag og sendi fjölmiðlum í gær afrit af bréfi sínu til ráðherra. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið í gær og sagðist taka sér þann tíma sem hann þyrfti til að skoða málið. Bróðir og synir hjá KPMG Í bréfinu til ráðherra sagðist Bogi telja að það skipti miklu máli að ríkissaksóknari nyti ávallt fulls trausts við meðferð mála og að ekki væri unnt að draga óhlutdrægni hans í efa. Hann benti því næst á að tveir synir hans og bróðir hans hefðu starfað hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG hf. en tveir löggiltir endurskoðendur þess fyrirtækis eru með- al ákærðra í Baugsmálinu, í þeim átta ákæruliðum sem ekki var vísað frá og eru enn til meðferðar hjá héraðsdómi. Í bréfinu sagði Bogi að hann hefði hugleitt hvort þessi starfstengsl bróður síns og sona við hina ákærðu endurskoðendur gætu valdið vanhæfi hans og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Þar sem hann hefði síðar orðið þess var að óhlut- drægni hans við meðferð málsins væri dregin í efa vegna framangreindra tengsla, hefði hann talið að hann væri ekki til þess bær að stýra athugun á gögnunum og taka ákvörðun um afgreiðslu máls- ins. Því væri nauðsynlegt að dómsmálaráðherra setti annan löghæfan mann til þessa verkefnis. Hugi að hæfi sínu Í samtali við Morgunblaðið sagði Gestur Jóns- son hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að dómsmálaráðherra hlyti sjálfur að huga að því hvort hann teldist hæfur til að setja nýjan saksókn- ara í málið. „Ég tel að hann hljóti sjálfur að fara í gegnum það hvort hann sé hæfur til að skipa sak- sóknara í ljósi þeirra ummæla sem hann hefur látið frá sér fara um sakborninga í þessu máli,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að verjendur hefðu enga athugasemd gert við hæfi Boga. „Ég virði ákvörðun hans og skil hana vel,“ sagði Gestur Jónsson. Finna þarf mann utan embættisins Þar sem Bogi taldi sig ekki bæran til að fjalla um málið teljast allir undirmenn hans hjá ríkissak- sóknara vera vanhæfir skv. ákvæði í stjórnsýslu- lögum. Því þarf að finna mann utan embættisins til að fjalla um málið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verður sá að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til ríkissaksóknara, þ.e. að uppfylla lagaskilyrði til skipunar í dómaraembætti í Hæsta- rétti. Ríkissaksóknari segir sig frá athugun á 32 ákæruliðum Baugsmálsins Ekki verði unnt að draga óhlutdrægni í efa Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Bréf | 10 Um 80 kjúklingar hafa drepist á býli í Kosovo og er búist við niður- stöðum úr rannsóknum á þeim eftir fáa daga. Afríka berskjölduð Evrópuríkin og þróuð ríki almennt hafa burði til að bregðast hart við fari fuglaflensuveira að berast á milli manna en annað er upp á teningnum í Afríku. Óttast er, að þar geti hugs- anlegur faraldur haft skelfilegar af- leiðingar í för með sér. Þangað streyma nú farfuglar úr norðri og telja sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna miklar líkur á, að veiran berist þangað í vetur. París. AP, AFP. | Mikill og vaxandi við- búnaður er í Evrópu vegna hugsan- legs fuglaflensufaraldurs en veiran hefur fundist í fugli í að minnsta kosti einu þorpi í Tyrklandi og tveimur í Rúmeníu. Talið er, að far- fuglar á suðurleið hafi borið hana og því er óttast, að hún kunni að skjóta upp kollinum víðar, vestar í Evrópu, í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur skipað ríkisstjórnum í aðildarríkjunum að herða á aðgerð- um gegn fuglaflensunni en varar um leið við ástæðulausum ótta og minnir á, að enn hafi veiran ekki stökk- breyst. Í Frakklandi hefur hins veg- ar 50 milljónum andlitsgrímna verið dreift til sjúkrahúsa í landinu og stefnt er að því, að þær verði orðnar 200 millj. um áramót. Xavier Bertr- and, heilbrigðisráðherra Frakk- lands, sagði, að kæmi upp faraldur, myndu læknar nota bóluefnið Ta- miflu ókeypis en um allan heim eru stjórnvöld að birgja sig upp af því. Það er þó ekki víst, að það muni koma að gagni því að í Víetnam hefur fundist afbrigði af fuglaflensuveir- unni, H5N1, sem er ónæmt fyrir lyf- inu. Það er hins vegar viðkvæmt fyr- ir öðru lyfi, sem kallast Relenza. Víða í Evrópu eru stjórnvöld að velta því fyrir sér að banna kjúk- lingabændum að hleypa fuglinum út og þar sem fuglaflensan hefur fund- ist í Tyrklandi og í Rúmeníu, í árós- um Dónár, hafa skotveiðar á fugli verið bannaðar. Auka varnir í Evrópu Hafa fundið ónæmt afbrigði fyrir helsta lyfinu AP Alifuglar færðir til slátrunar í rúmensku þorpi. Talið er víst, að fuglaflensuveiran hafi borist í þá frá farfuglum. Linz. AP. | Austurrískur hóteleig- andi hefur ákveðið, að frá og með næsta vori verði börnum yngri en 12 ára bannað að koma inn fyrir dyr á hótelinu. Segir hann, að þau séu til ama fyrir fullorðið fólk. Roland Baliner, sem rekur Hotel Cortisan við hið fagra vatn Wolf- gangsee, skýrði frá ákvörðun sinni í fyrradag og réttlætti hana með því, að börnin væru með ærsl og læti og bara leiðinleg. Fyrir kæmi jafnvel, að þau krotuðu á veggi og húsgögn. Yfirvöld hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Baliners, sem þau kalla svartan blett á öllu héraðinu, en hann segist ákveðinn í að standa við barnabannið. Hann tók hins vegar fram, að fullorðna fólkinu væri velkomið að hafa með sér hunda. Hundar betri en börnin Bagdad. AP, AFP. | Miklar örygg- isráðstafanir eru í Írak vegna þjóð- aratkvæðagreiðslunnar í dag um nýja stjórnarskrá fyrir landið. Sjítar og Kúrdar hvetja landsmenn til að segja já við nýju stjórn- arskránni en afstaða súnníta til henn- ar er mjög blendin. Vilja sumir sam- þykkja hana en aðrir eru henni andvígir. Óttast þeir, að verið sé að stíga fyrsta skrefið í þá átt að skipta Írak í þrennt, í olíurík svæði Kúrda og sjíta í norðri og suðri og í auðlinda- snautt súnnítaríki í miðju landinu. Kosið um stjórnarskrá Reuters  Kjörstaðir/18 ÍSLENDINGAR hafa ekki ástæðu til að óttast að smitast af fugla- flensu á ferðum sínum erlendis eins og staðan er í dag. Þetta segir Dav- id Nabarro, sem hefur yfirumsjón með aðgerðum Sameinuðu þjóð- anna gegn útbreiðslu fuglaflensu og hugsanlegum flensufaraldri í mönnum. Nabarro segir í samtali við Morg- unblaðið að þeir sem helst þurfi að hafa áhyggjur af þróun mála nú séu vísindamenn sem óttist að flensan stökkbreytist og taki að berast á milli manna. Nabarro bendir á að slík stökkbreyting gæti orðið „hvar sem er í heiminum“. Hann segir fólk ekki þurfa að ótt- ast að leggja sér fuglakjöt til munns, svo lengi sem kjötið hafi verið eldað. „Ég snæddi sjálfur kjúklingakjöt í [gær]kvöld,“ sagði Nabarro, en hann var staddur í Bangkok í Taílandi þegar Morg- unblaðið náði tali af honum. Þar ræddi Nabarro við starfsmenn SÞ sem vinna við varnir gegn fugla- flensu. | 4 Gæti breyst „hvar sem er“ ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 279. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.