Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 28

Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 28
„KÓRINN syngur næstum allan tímann, er að í rúman klukkutíma. Það er nýtt fyrir okk- ur að flytja svona stórt verk, en það er óg- urlega gaman,“ segir stjórnandi Dómkórsins, Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, en verkið stóra sem um ræðir er sálumessa eftir Johannes Brahms, sem kórinn flytur í upp- hafi Tónlistardaga Dómkirkjunnar á tón- leikum í Langholtskirkju í dag kl. 17. Mar- teinn segir æfingar á verkinu hafa hafist strax upp úr síðustu áramótum og að þurft hafi að stækka kórinn upp í 75 manns, þar sem rómantískt kórverk á borð við sálumess- una þarfnist stærri og meiri hljóms. Marteinn segir að Brahms hafi verið lengi að semja sálumessuna. „Þetta er ekki hefð- bundinn sálumessutexti, heldur fann hann texta í biblíunni um tilgang lífsins sem höfðu merkingu fyrir hann sjálfan.“ Sálumessan var samin fyrir kór og hljóm- sveit en Dómkórinn syngur verkið með tveimur píanóleikurum. „Þegar hann var bú- inn að semja verkið fannst útgefandanum of dýrt að prenta það. Brahms gerði því útgáfu með tveimur píanóleikurum í stað hljóm- sveitar, fyrir kór í London, í þeirri von að verkið yrði flutt oftar. Það er mikil stígandi í verkinu og söng- urinn er stundum svo dramatískur að maður fær auðveldlega gæsahúð. Verkið snertir mann djúpt.“ Það er ekki ný frétt að margir dái Brahms. Aðspurður segir Marteinn það vera margt í tónlist þessa þýska meistara rómantíkurinnar sem geri það að verkum að hún virðist hitta marga í hjartastað. „Hann semur óskaplega fallegar laglínur, stórar og langar. Hljóma- notkunin hans er líka sérstök og hann notar styrkleikabreytingar á mjög áhrifamikinn hátt. Í sálumessunni er mikil sorg og kyrrð, en samt einnig stórkostlegur kraftur. Þetta finnur maður ekki eins vel hjá öðrum tón- skáldum.“ Marteinn segir að hann hafi fengið bestu píanóleikara sem völ er á til að leika með kórnum, þau Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur og Péter Máté. Sama segir hann um einsöngvarana. „Þau sem komu fyrst upp í huga minn eru Hulda Björk Garðarsdóttir og Kristinn Sigmundsson, og þau munu syngja með okkur. Það er varla hægt að fá betra fólk í þetta verk.“ Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í 24. sinn. Hefð hefur skapast fyrir því að pantað sé nýtt verk til flutnings á há- tíðinni og í ár er það kórverk eftir Harald V. Sveinbjörnsson sem tónskáldið kallar Mem- ento mei. Verkið verður frumflutt á loka- tónleikum Tónlistardaganna 13. nóvember. „Haraldur hefur nýlokið framhaldsnámi í Sví- þjóð, en áður en hann fór í nám var hann orð- inn þekktur fyrir það hve fallega hann semur fyrir kóra. Nýja verkið er mjög skemmti- legt.“ Guðný Einarsdóttir er ungur organisti sem heldur einleikstónleika í Dómkirkjunni laug- ardaginn 22. október. „Guðný er að ljúka framhaldsnámi í Kaupmannahöfn og er óvenjuglæsilegur orgelleikari.“ Barna- og unglingakór Dómkirkjunnar verður með tónleika sunnudaginn 23. októ- ber, en stjórnandi er Kristín Valsdóttir. Í há- tíðarmessu 30. október, á afmælisdegi kirkj- unnar, verður flutt Missa cum populo eftir Petr Eben. „Þetta er mjög skemmtilegt verk og kirkjugestir þurfa að syngja með okkur í því, þannig samdi Eben það.“ Í tilefni af tvítugsafmæli orgels kirkjunnar verða orgeltónleikar 6. nóvember, þar sem ís- lenskir orgelleikarar leika. „Orgelið í Dóm- kirkjunni er með þeim fyrstu af nýrri kynslóð orgela á Íslandi – hér höfðu ekki verið smíð- uð orgel í langan tíma. Organistarnir koma og spila hver um sig stutt verk til að fagna þessu.“ Tónlist | Þýsk sálumessa og nýtt kórverk á Tónlistardögum Dómkirkjunnar Sorg og kyrrð en stórkostlegur kraftur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Dómkórinn. Stækka þurfti kórinn upp í 75 manns vegna flutnings Sálumessunnar. Jóhannes Brahms: Var lengi að semja verkið. SALKA Valka eftir Halldór Lax- ness í leikgerð Hrafnhildar Haga- lín Guðmundsdóttur verður frum- sýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Ilmur Kristjánsdóttir leikur Sölku Völku og Halldóra Geir- harðsdóttir móður hennar Sig- urlínu. Sveinn Geirsson leikur Arnald og Ellert A. Ingimund- arson Steinþór. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Halla Vil- hjálmsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Marta Nordal og Theodór Júlíusson. Tónlist er eftir Óskar og Ómar Guðjónssyni, lýsingu gerir Kári Gíslason og Stefanía Adolfsdóttir búninga. Leikmynd er eftir Jón Axel Björnsson og hreyfingar sem- ur Lára Stefánsdóttir. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman. „Salka Valka er ein af mögn- uðustu persónum Halldórs Lax- ness og eins og svo margar þeirra hefur hún fengið á sig goðsagna- kenndan blæ. Allir þekkja hana – líka þeir sem ekki hafa lesið bók- ina. Hún á sér sjálfstætt líf utan við sína eigin sögu, flakkar á milli manna í nýjum og nýjum bún- ingum og stingur sér af og til nið- ur í nýjum leikgerðum. Ein stærsta spurningin sem liggur til grundvallar þessari leik- gerð er sú hvernig lítil stelpa nær að lifa af við jafn ömurlegar að- stæður og Salka býr við í þorpinu Óseyri við Axlarfjörð og verða að þeirri miklu persónu og kvenhetju sem hún verður,“ segir í kynningu. Miðvikudaginn 19. október verð- ur haldin styrktarsýning. Leikarar og annað starfsfólk hússins gefur vinnu sína og aðgangseyrir rennur til MND félagsins, sem er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Leiklist | Salka Valka frumsýnd í Borgarleikhúsinu Persóna sem allir þekkja Morgunblaðið/ÞÖK Ilmur Kristjánsdóttir í titilhlutverkinu í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Sölku Völku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.