Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Þessi bók er frábær. Hún snerti mig djúpt.“ Umberto Eco „Stórkostlegasta bók sem ég hef nokkru sinni lesið.“ Sinéad O’Connor / The Irish Sunday Independent Mögnuð saga eftir einn áhrifamesta samtímahöfund heims Veronika ákveður að deyja er áhrifamikill óður til lífsins sem minnir okkur á að hver einasta stund lífsins er kraftaverk. www.jpv.is 30% AFSLÁTTUR Gildir til 31.10.2005. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra fjallar um þá ákvörðun Davíðs Oddssonar að hverfa af vettvangi stjórnmálanna í grein í nýju tíma- riti, Þjóðmál. Þar rekur hann einnig hvernig tímasetningar ríkisráðs- fundar og hádegisverðar breyttust er Davíð lét af embætti hinn 27. sept. sl. Grein Björns ber heitið Viðskipta- veldi, heilbrigð samkeppni og stjórnmál. Þar segir hann að Davíð sé talinn drengilegur andstæðingur af þeim sem honum eru öndverðir í stjórnmálum og hann bregðist eng- um, sem reynst hafi honum vel, hvort heldur úr hópi samherja eða andstæðinga. Davíð þótti synjun Ólafs Ragnars aðför að þingræðinu „Hafi menn unnið sér óhelgi í aug- um Davíðs, fer það ekki fram hjá þeim og oft ekki heldur öðrum. „Ég tel, að fátt hafi misboðið Davíð meira á stjórnmálaferli hans en sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímsson- ar að synja svonefndum fjölmiðla- lögum staðfestingar sumarið 2004. Þótti honum synjun Ólafs Ragnars aðför að þingræðinu, en í öllum störfum sínum hefur Davíð gætt þess af kostgæfni að virða hefðir, lög og reglur,“ segir Björn og víkur því næst að ríkisráðsfundinum 27. sept- ember þegar Davíð Oddsson hvarf úr ríkisstjórninni og hádegisverði sem forseti hafði boðað til í hádeg- inu á Bessastöðum á milli ríkisráðs- funda. Björn segir að rætt hafi verið um tilhögun fundarhalda þennan dag í ríkisstjórn að Davíð fjarverandi og niðurstaðan orðið sú að ríkisstjórn kæmi saman fyrir hádegi. Ríkis- ráðsfundur ætti að hefjast kl. 11.30, síðan yrði hádegisverður og að hon- um loknum yrði ríkisráðsfundi hald- ið áfram. „Tilhögunin yrði sem sagt sú, að Davíð sæti fundinn fram að hádeg- isverði en að honum loknum hyrfi hann á brott og Einar K. Guðfinns- son tæki sæti í ríkisráðinu sem nýr sjávarútvegsráðherra. Um helgina var síðan borið heim til ráðherra boðskort frá forseta Íslands, þar sem ríkisstjórn og mökum var boðið til hádegisverðar í tengslum við rík- isráðsfundinn. Að morgni mánudagsins 26. sept- ember tilkynnti ritari minn mér, að enginn hádegisverður yrði á Bessa- stöðum, ríkisráðsfundurinn hæfist klukkan 14.00. Bolli Þ. Bollason rík- isráðsritari skýrði þessa breytingu á fundartímanum á þann veg, að land- búnaðarráðherra hefði ekki getað sótt fundinn fyrr en eftir hádegi. Morgunblaðið spurði Davíð, hvort hann hefði ekki séð sér fært að sitja hádegisverð á Bessastöðum í tengslum við ríkisráðsfundinn. Hann sagðist ekki hafa getað breytt ráðstöfunum sínum í þriðja sinn vegna þessara breytinga á tíma fyrir ríkisráðsfundinn. Honum var áreið- anlega nokkur léttir af því, að tíma- setningar breyttust á þennan veg,“ segir Björn Bjarnason í grein sinni. Björn Bjarnason fjallar um fund ríkis- ráðs og hádegisverð í tímaritsgrein „Áreiðanlega nokkur léttir af því að tíma- setningar breyttust“ SKÍÐASVÆÐI Mývetninga við Kröflu var opnað 1. október og hefur verið í notkun síðan. Sem sjá má er þar mikill og góður snjór. Þetta er skemmtileg og nokkuð óvænt staða varðandi skíðaiðkun fyrir Mývetninga sem undanfarin ár hafa varla komist á skíði fyrr en um áramót. Morgunblaðið/BFH Skíðasnjór í Mývatnssveit STÖKKBREYTIST fuglaflensu- veiran og taki að berast milli manna „verða ekki margir dagar til stefnu til þess að reyna að ná tökum á flens- unni,“ segir David Nabarro, sem hef- ur yfirumsjón með aðgerðum Sam- einuðu þjóðanna gegn útbreiðslu fuglaflensu og hugsanlegum flensuf- araldri í mönnum. Nabarro segir Ís- lendinga ekki þurfa að óttast fugla- flensusmit á ferðum sínum erlendis eins og staða mála sé nú. Hann bend- ir á að fram til þessa hafi aðeins um 100 manns í heiminum greinst með fuglaflensu. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur fyrirskipað hertar aðgerðir vegna hugsanlegs fugla- flensufaraldurs í aðildarríkjum sam- bandsins, en veiran hefur nú greinst í fugli í að minnsta kosti einu þorpi í Tyrk- landi og tveimur í Rúmeníu. Nab- arro segir það ekki koma á óvart að veiran hafi greinst í Evrópu. Um sé að ræða al- varlegan faraldur sem gert hafi vart við sig í mörgum löndum. Hann bendir á að Evrópu- ríkin hafi tekið mjög vel á málum vegna flensunnar í álfunni. „Sjúk- dómar í kjúklingum eru algengir en sjaldan er gert veður vegna þessa í fjölmiðlum,“ segir hann. Mörg afbrigði til af veirunni „Þótt veiran hafi fundist í Tyrk- landi eykur það ekki líkurnar á því að hún stökkbreytist og verði að far- aldri í mönnum fremur en ef hennar verður vart í Pakistan, svo dæmi sé tekið.“ Nabarro bendir á að því út- breiddari sem fuglaflensan er á heimsvísu, því meiri líkur séu á að veiran stökkbreytist. „Það sem við óttumst er að það verði stökkbreyt- ing og að hún valdi flensu í mönnum sem breiðist hratt út,“ segir Nabarro en hann leggur áherslu á að slík stökkbreyting geti átt sér stað „hvar sem er í heiminum“. Nabarro segir að til séu mörg afbrigði af fugla- flensuveirunni. Afbrigði sem nefnist H5N1 hefur reynst mannskætt. Seg- ir Nabarro þetta afbrigði sérlega varhugavert og menn hafi áhyggjur af stökkbreytingu þess. Nabarro er þessa dagana á ferð um nokkur Asíuríki sem glíma við fuglaflensu. Mun hann kynna sér stöðu mála í Taílandi, Víetnam og Kína. Kemur ekki á óvart að veiran greinist í Evrópu David Nabarro Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÚTGJÖLD ríkissjóðs vegna sóknar- gjalda verða alls nærri 2,4 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjár- lagafrumvarpi. Munu útgjöldin aukast um 45% á tímabilinu 1996– 2000 á föstu verðlagi miðað við vísi- tölu neysluverðs. Segir í vefriti fjár- málaráðuneytisins að þetta sé heldur meiri raunhækkun en verið hafi í ýmsum almennum stjórnsýslu- rekstri ríkisins á borð við til dæmis skattstofur. Samkvæmt lögum um sóknargjöld frá árinu 1987 skal ríkissjóður greiða mánaðarlega framlag til þjóðkirkju- safnaða, skráðra trúfélaga og Há- skóla Íslands. Fyrir hvern einstak- ling, 16 ára og eldri, er greidd ákveðin upphæð sem í ár er 662 krónur. Í lögunum er einnig kveðið á um að sú fjárhæð hækki árlega í samræmi við þá hækkun sem kann að verða á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga á milli næstliðinna tekjuára. Þá ber einnig að greiða í Jöfnunarsjóð sókna framlag sem nemur 18,5% af framlaginu til þjóð- kirkjusafnaðanna og sem nemur 11,3% til Kirkjumálasjóðs. Framlög- in aukast frá einu ári til annars, bæði vegna fólksfjölgunar, sem hefur ver- ið á bilinu 1–1,5% síðustu ár og vegna hækkunar á tekjuskattstofni einstaklinga. Launabreytingar á al- mennum vinnumarkaði hafa verið á bilinu 5–9% undanfarin ár. Í ár er hækkunin á framlögunum að saman- lögðu 8,7% frá fyrra ári. Sóknargjöld hækka LÁRUS Bjarnason, sýslumað- ur á Seyðisfirði, hefur fengið leyfi frá störfum til að taka við störfum hjá tollstjóranum í Reykjavík. Hann fór fram á leyfið með tilvísun til tilrauna- verkefnis um tímabundin vista- skipti ríkisstarfsmanna. Í fréttatilkynningu frá dóms- málaráðuneytinu segir að leyfið sé veitt frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Ástríður Gríms- dóttir, sýslumaður á Ólafsfirði, hefur verið sett í embætti sýslumanns á Seyðisfirði með- an á leyfi skipaðs sýslumanns stendur. Þá hefur Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Ak- ureyri, verið settur til að gegna embætti sýslumanns á Ólafs- firði til sama tíma. Sýslumaður Seyðfirð- inga til Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.