Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 51

Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 51
Classic Rock | Fótboltinn í beinni alla helgina. Grand Rokk | Megas, Súkkat og Megasukk kl. 23. Kaffi Sólon | Dj Brynjar Már & Dj Andrés skemmta um helgina – Brynjar Már. Lundinn | Hljómsveitin Tilþrif spilar. Sjallinn, Akureyri | Í svörtum fötum. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar leikur. Frítt inn til mið- nættis. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands | Pólska kvik- myndin Amator eða Áhugamaður frá árinu 1979, eftir mynd Krystof Kieslowski, er á dagskrá kl. 16. Sýningar fara fram í Bæj- arbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, á þriðju- dagskvöldum kl. 20 og er sama mynd end- ursýnd á laugardögum kl. 16. Miðaverð er kr. 500. Mannfagnaður Átthagafélag Þórshafnar | Vetrarfagnaður verður haldinn laugardaginn 22. október, í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6, Reykjavík. Húsið opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Miðasala verður 19. október kl. 17–19, í Mörkinni 6. Tekið er við peningum og kred- itkortum (ekki debetkortum). Einnig má hafa samband við Evu í síma 847–0109. Borgfirðingafélagið í Reykjavík | Félagið efnir til afmælishófs á Hótel Sögu 19. nóv. Allir Borgfirðingar velkomnir. Dagskráin hefst kl. 19. Miðasala í síma 822 5609 fyrir 1. nóv. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist, fyrsti dagur í fjögurra daga keppni verður í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, 16. október kl. 14. Fréttir OA–samtökin | OA fundur fyrir matarfíkla kl. 11.30–12.45, í Gula húsinu Tjarnargötu 20. Nýliðamóttaka kl. 11. Fyrirlestrar Nafnfræðifélagið | Nafnfræðifélagið heldur fund kl. 13.30, í húsi Sögufélags í Fischer- sundi. Dr. Jón Axel Harðarson flytur fyr- irlestur: Mannanöfn og menningarsaga: Yngvar, Gunnar, Ævar og Garðar. Fjallað verður um menningarsögulegt gildi manna- nafna og forsaga nafnanna í titli athuguð. Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Kamilla Jó- hannsdóttir flytur fyrirlesturinn Meðvituð tölva? Um forsendur slíks kerfis. Þar leitast hún við að varpa ljósi á forsendurnar er þurfa að vera til staðar til að tölva geti öðl- ast meðvitund og skoða tengsl meðvit- undar, hugsunar og gervigreindar frá mis- munandi skilgreiningum á hugtakinu. Fyrirlesturinn er kl. 14–15. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Muk- unda Raj Pathik háskólakennari í Kat- mandu heldur opinberan fyrirlestur kl. 12.15, í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist Tungumálaástandið í Nepal og verður flutt- ur á ensku. Í fyrirlestrinum fjallar Pathik um þau tungumál sem töluð eru í Nepal og stöðu nepölsku meðal þeirra. Kynning Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk- lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum 15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember 10. desember eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að skrá sig til leikswww.lydheilsustod.is. Námskeið Áttun | Námskeið í streitustjórnun verður 15. október kl. 10–16, Suðurlandsbr. 10, 2. h. Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur fjallar um aðferðir við höndlun streitu og að ná jafnvægi undir álagi. Skráning: info@life– navigation.com eða gsm 663 8927. Upp- lýsingar: www.lifenavigation.com. ReykjavíkurAkademían | Hvernig eiga uppteknir afar og ömmur að rækta sam- bandið við barnabörnin. Umsjón: Jón Björnsson sálfræðingur. Námskeiðin verða 19., 26. okt. og 2. nóv. kl. 20–22. Sjá nánar: www.akademia.is. Ráðstefnur OA-samtökin | Helgina 28.–30. október verður haldin OA ráðstefna í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, Reykjavík. Þar munu m.a. þrír OA félagar frá Bandaríkj- unum segja frá reynsu sinni. Einnig verður fjallað um 12 spora kerfið, þjónustu og trún- að o.fl. Nánari uppl. er að finna á heimasíðu samtakanna: www.oa.is. Útivist Þingvellir | Gönguferðin hefst við Flosagjá kl. 13 og gengið með Öxará þar sem urr- iðinn og hrygningarstöðvarnar verða skoð- aðar. Jóhannes Sturlaugsson mun kynna rannsóknir sína og stórurriðann í Þingvalla- vatni. Hægt er að hafa samband við Jó- hannes í 664 7080 til að fá nánari upplýs- ingar um efni göngunnar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 51 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bergmál, líknar- og vinafélag | Opið hús sunnudaginn 16. október kl. 16 í Blindraheimilinu, Hamrahlíð 17, 2. hæð. Gestur fundarins er Steinunn Friðriksdóttir, formaður Styrks. Fjöldasöngur í umsjá Gunnars Guð- mundssonar. Veislustjóri: Þóranna Þórarinsdóttir. Matur að hætti Berg- máls. Þátttaka tilkynnist í síma 552 1567, 864 070 og 820 4749. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Framsögn á mánudögum 13.30– 15. Skráning stendur yfir í Bænahóp- inn. Aðstaða til frjálsrar hópamynd- unar. Handverkstofa Dalbrautar 21–27 býður upp á fjölbreytta starf- semi kl. 8–16 með leiðbeinanda. Upp- lýsingar í síma 588 9533. Félag eldri borgara, Kópavogi, ferðanefnd | Haustfagnaður FEBK og FEB á Akranesi 29. okt. Skráning fer nú fram í félagsmiðstöðvunum. Síð- asti skráningar- og greiðsludagur að- göngumiða er 17. okt. Miðarnir eru seldir á skrifstofu FEBK, Gullsmára, mán. 17. okt, kl. 10–11.30 einnig í Gjá- bakka mán. 17. okt. kl. 15–16. Rúta fer á Akranes. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Menningarhátíð FEB verður í Borgarleikhúsinu 19. okt. kl. 14. Fjöl- breytt dagskrá. Miðar seldir í Borg- arleikhúsinu og skrifstofu FEB, sími 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 opin listmunasýning Einars Árnason- ar „Hjáverk í amstri daga“. Á mánud. 17. okt. kl. 10–11 er Herdís Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, á staðnum, m.a. blóðþrýstingsmæling í boði. Fimmtu- daginn 3. nóv. er leikhúsferð í Borg- arleikhúsið á „Lífsins tré“, skráning hafin á staðnum og í síma 575 7720. Hraunsel | Dansleikir á föstudögum, tvisvar í mánuði fram að áramótum. Ef undirtektir verða góðar þá verður því haldið áfram eftir áramótin. Sex dansleikir eru því framundan og munu hljómsveitirnar Caprí-tríó, Sig- hvatur Sveinsson, „Hrókur alls fagn- aðar“ og Tríó Guðmundar Stein- grímssonar leika tvisvar sinnum hver. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Gönuhlaup alla föstudaga kl. 9.30. Út í bláinn alla laugardaga kl. 10. Fullkominn skilnaður 6. nóv. kl. 20. Nánari upplýsingar í síma 568 3132. Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Söngur og sund á sunnudegi kl. 13– 14. Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söng- kona, leiðir sönginn í Gerðubergi og á eftir skella allir sér í sund í Breið- holtslaugina. Við fáum góða gesti í heimsókn. Næsta sunnudag er gest- urinn hjá okkur Valgeir Guðjónsson. Verð 500 kr. hvert skipti. Súgfirðingafélagið í Reykjavík | Kirkjukaffi verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju sunnudaginn 16. okt. eftir messuna kl. 14. Viðlagasjóð- snefnd. Kirkjustarf Garðasókn | „Konur eru konum best- ar.“ Námskeið þetta er haldið í sam- ráði við Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar, sr. Petrína Mjöll Jóhannsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu sem er haldið í safnaðarheimili Garða- sóknar, Kirkjuhvoli, 17. og 24. október kl. 20–23. Námskeiðsgjald er 1.000 kr. Skráning í síma 565 6380 og 895 0169. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20. www.gospel.is. Einmana fugl á Bakkatjörn ÉG bý í Vesturbænum og fer oft út að Bakkatjörn á Seltjarnarnesi að gefa fuglunum. Í sumar verptu þar álftahjón og komu upp 5 ungum. Það birtist að ég held mynd af þeim í Morgunblaðinu. Ég ákvað að skoða þá og hafði með mér brauð. Þeir komu til mín og þáðu brauðið og hef ég gefið þeim brauð í allt sumar. Seinni partinn í sumar hurfu síðan álftahjónin með 4 unga en hröktu einn unga frá sér. Í allt haust hef ég komið og gefið honum og öndunum brauð. Ég skora á þá sem ráða ríkjum í Seltjarnarnesi að láta þennan fugl ekki vera þarna einan og einmana í vetur. Ég velti þeim möguleika fyr- ir mér að þeir sem ráða ríkjum á Seltjarnarnesi flytji hann niður á Tjörn þar sem hann getur verið innan um sína líka. Veit ég að fleiri hugsa svona. Ég vona að Seltirn- ingar geri eitthvað í þessu máli. Fuglavinur. Ánægð með Iceland Express ÉG kom heim frá Kaupmannahöfn 23. sept. sl., bókaði mig inn með þeim fyrstu til að fá sérstakt sæti því ég er með bilaðan fót. En þegar ég kom í vélina var sætið sem ég fékk bara venjulegt. Þá talaði ég við flugfreyjuna sem heitir Hulda Halldórsdóttir. Hún var fljót að bjarga góðu sæti. Hún var sér- staklega kurteis og hjálpsöm, án þess að vera uppáþrengjandi eða væmin. Takk fyrir góða þjónustu. Ánægður farþegi. Jólin byrja í desember ÞAÐ er miður október og jólaaug- lýsingarnar eru byrjaðar. IKEA ríður á vaðið og minnir á að haldið verður upp á fæðingu frelsarans eftir rúma tvo mánuði. Það skal gera með vörum frá IKEA. Þá verða jólin hlý og notaleg og allir verða ánægðir með jól frá IKEA. Jólabarn. Perla er týnd PERLA, 6 mánaða gömul hvarf 9. október frá heimili sínu í Engjaseli Reykjavík. Hún er svört og hvít, frek- ar mikið loðin. Efri hluti höfuðs, aftari hluti baks og stórt skottið er svart. Annað er hvítt. Einnig má sjá upp- lýsingar um hana á www.katt- holt.is. Hún var ólarlaus. Þeir sem hafa orðið hennar varir vinsamlega hafið samband við Hrefnu í síma 587 0170 eða 897 2276. H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H v e R A f o l d 1 - 3 , g R A f A R v o g I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 Nýtt koRtAtÍMAbIl Ný SeNdINg Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VARLA þarf að segja mörgum Ís- lendingum hvar Gamla bíó er stað- sett. Húsið er svo samofið sögu síðustu 80 ára og hefur hýst fjöldann allan af menningar- viðburðum eins og bíósýningar, tónleika, leiksýningar og baráttu- fundi að ógleymdri Íslensku óp- erunni sem átt hefur þar heima síðustu 23 árin. Arkitektúr Einars Erlendssonar myndar umgjörð um starfsemi hússins. Þó er það svo að framhlið húss- ins vill hverfa í gráan hversdags- leikann. Þeir sem stika Ingólfs- strætið taka sjaldan eftir hinni fallegu framhlið, jónískum súlunum og öðrum formum. Þetta er alla- vega skoðun nokkurra listamanna sem allir hafa alist upp og/eða stundað sína vinnu í nágrenni hússins. Í dag opnar á Næsta bar, gegnt Gamla bíói, myndlistarsýning þessa hóps. Þar gefur að líta hugmyndir listamannanna um útlit hússins eins og hver og einn sér það fyrir sér. Hvernig húsið, að þeirra mati, fengi notið sín sem best og gæti þannig styrkt þá starfsemi sem þar fer fram. Opnunin hefst kl. 17.00 á Næsta bar með söng Hönnu Dóru Sturludóttur sópransöngkonu sem flytur nokkur lög við undirleik Kurt Kopecky, tónlistarstjóra Ís- lensku óperunnar. Sýningin verður opin á opnunartíma Næsta bars næstu fjórar vikurnar. Myndlistarmennirnir sem taka þátt í sýningunni Gamla bíó – höll minninganna eru Ásgeir Lárusson, Daníel Magnússon, Guðjón Sig- valdason, Guðmundur Bjartmars, Gylfi Gíslason, Jón Óskar, Re- bekka Silvía Ragnarsdóttir, Sigríð- ur Ágeirsdóttir, Sóley Anna Ben- ónýsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir, að ógleymdum teikningum Einars Erlendssonar arkitekts. Tilbrigði við útlit Gamla bíós ÞORBJÖRG Þorvaldsdóttir og Karen Ósk Sigurðardóttir opna sýningar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag klukkan 15. Á sýningu Þorbjargar eru ný verk sem líta má á sem nokkurs konar sjálfsmyndir. Líkön af öllum húsunum sem hún hefur búið í mynda ímyndaðan bæ, þar sem allar götur eru göturnar hennar, öll húsin hennar. Í gegnum lítinn glugga á vegg horfum við inn í lít- ið herbergi fullbúið nostursamlega gerðum húsgögnum og búnaði. Á veggina er varpað myndum af her- bergjum í fullri stærð þannig að það er eins og opnist inn í annan heim. Í tómu herbergi dansar lítil stúlka við dúkkuna sína. Á sýningu Karenar eru blýants-, blek og pennateikningar unnar á árinu 2005. „Í verkum sínum túlk- ar Karen á persónulegan hátt til- finningar sínar á líðandi stundu. Teikningarnar eru nostursamlega unnar fígúratífar sjálfsmyndir. Teiknaðar á síðkvöldum við skrif- borðið,“ segir í kynningu. Sýningarnar standa til 6. nóv- ember. Listasafn ASÍ opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00– 17.00. Aðgangur er ókeypis. Þorbjörg og Karen Ósk sýna í Listasafni ASÍ Frá sýningu Þorbjargar Þorvaldsdóttur í Listasafni ASÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.