Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Organisti Kári Þormar, gítarleikari Pétur Þór Bene- diktsson, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr kór Ás- kirkju syngja, organisti Kári Þormar, Mar- grét Svavarsdóttir djákni les ritningarorð, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi í efri safnaðarsal í boði sóknarnefndar eftir guðsþjónustu. Hjúkrunarheimilið Skjól. Guðsþjónusta kl. 15.30, félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhild- ur Ólafs. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Söngur, fræðsla og gleði. For- eldrar, afar og ömmur eru sérstaklega hvött til þátttöku með börnunum. Guðs- þjónusta kl. 14:00. Messukaffi Súgfirð- inga, sem annast ritningarlestra í mess- unni. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur. Organisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Molasopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Gídeonfélagsins. Molasopi eftir messu. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Bragi Benediktsson. Fé- lag fyrrum þjónandi presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10. Benedikt Jóhannsson sálfræðingur kynnir niðurstöður rannsóknar um líðan reykvískra barna og hverju líðanin tengist í lífi þeirra varðandi heimilishagi, skóla og félaga. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyr- ir altari ásamt sr. Halldóri Reynissyni. Org- anisti er Hörður Áskelsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða sönginn. Barnastarf er í umsjá Magneu Sverr- isdóttur djákna. Kaffisopi eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Umsjón barnaguðsþjónustu Erla Guðrún Arnmundardóttir, Þóra Marteins- dóttir og Annika Neumann. Léttar veit- ingar eftir messu. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS, Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Rósa Kristjánsdóttir djákni, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Þór- unn Vala Valdimarsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börn- in með Rut, Steinunni og Arnóri í safn- aðarheimilið. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sunnu- dagaskóla er í höndum Hildar Eirar Bolla- dóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvaldar Þorvaldssonar. Kór Laugarneskirkju syng- ur við guðsþjónustuna, Gunnar Gunn- arsson leikur á orgelið en Bjarni Karlsson sóknarprestur og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari þjóna ásamt fulltrúum les- arahóps. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að guðsþjónustu lokinni. Kl. 13: Guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í Hátúni 12. Guðrún K. Þórsdóttir djákni og Bjarni Karlsson þjóna ásamt Gunnari Gunnarssyni og hópi sjálfboðaliða. Kl. 15-18: Hjóna- og para- námskeið í umsjá Vigfúsar Bjarna Alfreðs- sonar sjúkrahúsprests og Valdísar Aspar Ívarsdóttur, fíkni- og fjölskylduráðgjafa. Myndaðir verða hópar sem koma saman mánaðarlega og vinna eftir markvissu kerfi í því skyni að gera góð sambönd betri. Ekkert gjald, eintóm ánægja og létt- ar veitingar. Öll pör velkomin. Hjúkrunarheimilið Skjól: Guðsþjónusta kl. 14. Jón Jóhannsson djákni þjónar. Gunnar Gunnarsson organisti og Þorvald- ur Þorvaldsson söngvari leiða sálmasöng. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11.00. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Sr. Kjartan Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn eru sér- staklega minnt á messusókn í vetur. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Brúður, söngur, sögur, leikir og margt fleira. Öll börn fá kirkjubók og límmiða. Umsjónafólk er Guðmunda, Björg og Ari. Kaffi, djús og spjall í safn- aðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng. Organisti Pavel Mana- sek. Sr. Bára Friðriksdóttir héraðsprestur þjónar fyrir altari. Sr. Arna Grétarsdóttir leiðir sunnudagaskólann sem er á sama tíma. Fermingarbörn aðstoða í sunnu- dagaskólanum. Æskulýðsfundur fellur niður vegna Landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar á Akureyri. Nk. fimmtudag 20. okt. kl. 20 gengst List- vinafélag Seltjarnarneskirkju (LVS) fyrir kvöldvöku þar sem hin vinsæla óp- erusöngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur lög sem tengjast ævintýraskáldinu H.C. Andersen og Grími Thomsen, auk fleiri þekktra norrænna laga. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu hins dáða skálds mun Kristján Jóh. Jónsson dósent segja frá kynnum Gríms og skálds- ins þ. á m. nær 20 síðna ritdómi Gríms Thomsen um heildarverk H.C.A. sem birt- ist í þekktu tímariti í Kaupmannahöfn árið 1855. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnaguðsþjón- usta kl. 14 í umsjá Ásu Bjarkar Ólafs- dóttur. Stop-leikhópurinn kemur í heim- sókn og sýnir leikritið um Kamillu og þjófinn. Andabrauðið verður á sínum stað eftir guðsþjónustuna. Prestarnir munu síðan hitta fermingarbörn og fjölskyldur þeirra í safnaðarheimilinu að lokinni guðs- þjónustunni. ÁRBÆJARKIRKJA: Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Kristin Kalló Szklenár organisti og kór- stjórnandi stjórnar. Þóra Soffía Guð- mundsdóttir leikur á horn og Ester Szklen- ár á saxafón. Fyrir altari þjónar sr. Þór Hauksson. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu. Þangað mæta meðal annarra Rebbi refur og fleiri góðir gestir. Kaffi, ávaxtasafi og meðlæti á eft- ir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Keith Reed. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sólveigar, Þóru og Jóhanns. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Bjarni Þór Jónatansson. Kór Digraneskirkju, A- hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Súpa í safnaðarsal að messu lokinni. (www.digranes- kirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta klukkan 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Peter Máté. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar Stefánsdóttur og Ingva Þorsteinssonar. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kyrrð- arstund klukkan 12 þriðjudaginn 18. okt. Að stundinni lokinni er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði. Opið hús eldri borgara þriðjudaginn 18. okt. kl. 13–16. Viðtal við Sigurborgu Skúladóttur. Kaffi og meðlæti. Barna- og æskulýðsstarf kirkj- unnar er í fullum gangi svo og for- eldramorgnar, sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar (www.kirkjan.is/fella- holakirkja). GRAFARHOLTSSÓKN: Messa í Fé- lagssalnum, Þórðarsveig 3, kl. 11. Fyrsta altarisganga fermingarbarna. Nýi kirkju- kórinn syngur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Elínborg Gísladóttir. Um- sjón Hjörtur og Rúna. Undirleikari Stefán Birkisson. Barnaguðsþjónusta í Borg- arholtsskóla kl. 11. Prestur sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir. Umsjón Gummi, Ingólfur og Tinna. Undirleikari Guðlaugur Vikt- orsson. Guðsþjónusta á Hjúkrunarheim- ilinu Eir kl. 14. Sr. Vigfús Þór Árnason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í kirkjunni kl. 12:30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar. Guðsþjónusta kl. 14 þar sem áhersla verður lögð á þakkargjörð- ina. Sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Einnig syngur Skólakór Kárs- ness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Í guðsþjónustunni verður „ömmunum“, sem svo marga hafa glatt með söng sín- um, þakkað sérstaklega. Bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 12:10. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, sögur, líf og fjör! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir söng. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl. 11. Sigríður Schram kennir. Þrískipt barnastarf. Samkoma kl. 20 í umsjá kristniboðshóps kirkjunnar. Gestir verða Kusse Kushusho og Hirut Beyene frá Konso í Eþíópíu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þáttur kirkjunnar, „Um trúna og tilveruna“, verður sýndur á Ómega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastundir alla miðvikudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun fm 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund sunnudag kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Umsjón Miriam Óskarsdóttir. Mánudagur: Heimilasambandið kl. 15. Allar konur vel- komnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma kl. 14. Hreimur Garðarsson talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnastarf á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir velkomnir. Þriðjudaginn 18. október er fræðslukvöld kl. 20.30 í umsjá Sigrúnar Einarsdóttur. Allir eru velkomnir. KFUM og KFUK við Holtaveg: Samkoma kl. 17. „Hvaða náungi var þetta?“ Ræðu- maður Sr. Kjartan Jónsson, framkv.stjóri félagsins. Gospelkór KFUM og KFUK syngur og leiðir lofgjörð. Leikþáttur: Fé- lagar úr Gospelkórnum. Mikil lofgjörð. Barnastarf meðan á samkomunni stend- ur. Matur á fjölskylduvænu verði eftir samkomuna. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Vörður Leví Trausta- son. Vitnisburðir frá Alfa-helginni. Gosp- elkór Fíladelfíu leiðir söng. Fyrirbænir í lok samkomu. Barnakirkja á meðan á sam- komu stendur, öll börn frá 1-12 ára vel- komin. Hægt er að hlusta á beina útsend- ingu á Lindinni fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is. Miðvikud. 19. okt. kl. 18- 20 er fjölskyldusamvera, „súpa og brauð“. Stefán Ágústsson verður með biblíulestur. Skátastarf Royal Rangers, öll börn á aldrinum 5–17 ára velkomin. Fimmtud. 20. okt. kl. 15 er samvera eldri borgara. Alla miðvikudaga kl. 12–13 er hádegisbænastund. Alla laugardaga kl. 20:00 er bænastund. www.gospel.is. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdeg- is á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Tilbeiðslu- stund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Trúfræðsla barnanna fer fram á laugardögum kl. 13.00 í Landakotsskóla. Barnamessan er kl. 14.00 í Kristskirkju. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðviku- daga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jós- efskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Til- beiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Kefla- vík, Barbörukapella: Skólavegi 38. Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykk- ishólmur, Austurgötu 7. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Pét- urskirkja, Hrafnagilsstræti 2. Laug- ardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Tilbeiðslustund á hverj- um föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa kl. 14 með altarisgöngu. Kór Landakirkju syngur og leiðir söng. Ferm- ingarbörn lesa úr ritningunni. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Barnaguðsþjónusta er kl. 11.00 og á sama tíma Kirkjuprakkarar, kirkjustarf fyr- ir krakka í 1.–4. bekk. Kl. 12.30 hefst TTT-samvera 9-12 ára krakka. Æskulýðs- fundur er um kvöldið kl. 20.30 hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju, KFUM&KFUK. Prestar Landakirkju. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 (útvarpsguðsþjónusta). Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hanna Björk Guðjóns- dóttir. Fiðluleikur: Sigrún Harðardóttir. Ath. Sigrún, sem er 15 ára og afar efnileg- ur og upprennandi tónlistarmaður, heldur einleikstónleika í safnaðarheimilinu Þver- holti 3 kl. 17 í dag. Lesarar: Þórdís Ás- geirsdóttir djákni og Sólveig Ragn- arsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti: Jónas Þórir. Sr. Jón Þorsteinsson sóknarprestur flytur pre- dikun dagsins og sr. Ragnheiður Jóns- dóttir, prestur safnaðarins, þjónar fyrir alt- ari. Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju sama dag kl. 13. Hreiðar Örn Stefánsson og Jónas Þórir sjá um þennan þátt helgi- haldsins og að þessu sinni flytur Stopp- leikhópurinn leikritið „Kamilla og þjóf- urinn“ eftir Kari Vinje. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Allir leiðtogar í sunnu- dagaskólastarfinu taka þátt. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson og fjallar hann um skírnina. Þrjú börn verða skírð og barna- kórinn kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Hljómsveit leið- toganna leiðir söng, farið verður í leiki og hlustað á glærusögu. Eftir hátíðina er öll- um boðið upp á hressingu í safn- aðarheimilinu. Rúta fer frá Hvaleyrarskóla kl. 10.50 og heim kl. 12.10. Dægurlagamessa kl. 20. Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heim- isson. Fjarðarbandið leikur en það skipa að þessu sinni Hjörtur Howser, stjórnandi og hljómborðsleikari, Andrea Gylfadóttir söngkona, Birgir Baldursson trommuleik- ari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari og Sigurður Perez saxófónleikari. Strand- berg er opið eftir messuna. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund fyr- ir börn á öllum aldri. Messa kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólafssonar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kirkjudagurinn. Barnasamkoma kl. 11. Umsjón hafa Edda, Hera og Skarphéðinn. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Hátíðarguðsþjón- usta verður í kirkjunni kl. 13 þar sem hljómsveit kirkjunnar leiðir tónlist og söng ásamt kirkjukórnum. Organisti er Skarp- héðinn Hjartarson. Að lokinni guðsþjón- ustu hefst svo hin glæsilega kaffisala Kvenfélagsins í safnaðarheimilinu en all- ur ágóði af kaffisölunni fer í að styrkja kirkjustarfið. ÁSTJARNARSÓKN í Samkomusal Hauka, Ásvöllum: Barnastarf kirkjunnar á sunnu- dögum kl. 11–12. Ávextir, kaffi og létt gaman eftir helgistundina. Guðsþjónusta kl. 20. Léttar kaffiveitingar eftir helgihald- ið. KÁLFATJARNARSÓKN: Barnastarf kirkj- unnar á sunnudögum kl. 11–12 í matsal Stóru-Vogaskóla. Ávextir, kaffi og létt gaman eftir helgistundina. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn mætir á sama tíma. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Organisti Jóhann Baldvinsson. Fé- lagar úr Kór Vídalínskirkju leiða safn- aðarsönginn. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna í safnaðarheimilinu. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. Guðspjall dagsins: Konungsmaðurinn (Jóh. 4.) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.