Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. REIKNAÐ er með að Tann- garður, húsnæði Háskóla Íslands þar sem m.a. tannlæknadeild skólans hefur aðsetur, verði rif- inn til að rýma fyrir uppbygg- ingu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Húsnæðið þykir bæði illa staðsett og óhentugt og því ekki mögulegt að nýta það áfram. Tanngarður var byggður árið 1981, hannaður af arkitektinum Garðari Halldórssyni. Helga Benediktsdóttir, framkvæmda- stjóri Arkitektur.is og forsvars- maður þess hóps sem átti verð- launatillöguna um hönnun LSH, segir að flestir hóparnir sem skil- uðu tillögum hafi lagt til að Tanngarður hverfi. Húsið sé fyr- ir og ekki hægt að láta það standa áfram. Aðspurð segir Helga litla eft- irsjá í húsinu, en segir tryggt í tillögum hópsins að sú starfsemi sem þar fer fram í dag verði komin í nýtt húsnæði áður en húsið verður rifið, en ekki er ljóst í dag hvenær það verður. Auk tannlæknadeildar er lækna- deild HÍ í húsinu, auk lífeðl- isfræðistofnunar, rannsókn- arstofa og annars sem tilheyrir lækna- og tannlæknadeildum há- skólans. Nú þegar úrslit í verðlauna- samkeppninni um deiliskipulagið hafa verið tilkynnt þarf skipulag- ið að fara sína leið í gegnum kerfið áður en hægt verður að hefja hönnun á mannvirkjum, segir Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra. Hann segir ekki ljóst hvort farið verði í sérstaka sam- keppni um hönnun á bygging- unum, eða hvort þær verði ein- faldlega boðnar út. Reiknað er með því að framkvæmdir hefjist árið 2008. Morgunblaðið/Kristinn Ráðgert að Tann- garður verði rifinn RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum á landsfundi flokksins í nær þrjá tíma í gær. Fram kom í máli Geirs H. Haarde utanrík- isráðherra að viðræðum um framtíð varn- arsamningsins yrði haldið áfram í Bandaríkj- unum í næstu viku. Þá kom m.a. fram í máli Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra að tillagan um að fella niður bensínstyrk til öryrkja kæmi úr heilbrigðisráðuneytinu. Í máli Þorgerðar K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra kom m.a. fram að von væri á nýju frumvarpi um Rík- isútvarpið. Hún sagði einnig að hún ætti ekki von á öðru en að „við reynum að koma hér á lögum, skynsömum lögum um fjölmiðla“. Hún teldi mik- ilvægt að reyna að ná sátt í þessu erfiða máli. Landsfundurinn heldur áfram í dag. Geir H. Haarde, sem býður sig fram til formennsku í flokknum, heldur ræðu eftir hádegi. Það sama gera tveir frambjóðendur sem bjóða sig fram til varaformennsku, þau Þorgerður K. Gunn- arsdóttir og Kristján Þór Júlíusson.| 10 Morgunblaðið/Kristinn Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins svöruðu spurningum frá landsfundarfulltrúum síðdegis í gær undir röggsamri stjórn Halldórs Blöndals. Viðræðum um varnarsamninginn haldið áfram í næstu viku STÍGAMÓT lögðu fram kæru hjá lögreglu í gær þess efnis að nafn samtakanna væri notað í styrktar- söfnun án leyfis. Samtökunum bár- ust í gær nokkrar ábendingar um að verið væri að hringja út í nafni samtakanna og safna styrkjum en engin slík söfnun er í gangi hjá samtökunum um þessar mundir. Eftir hádegi í gær kom í ljós að hinar umræddu hringingar komu frá fyrirtækinu BM-ráðgjöf, sem sér um úthringingar fyrir verkefn- ið Blátt áfram hjá Ungmennafélagi Íslands. Að sögn Þórs Ostensen, tals- manns BM-ráðgjafar, var um mis- skilning að ræða af hálfu eins við- mælenda fyrirtækisins, sem hafi haldið að símtalið væri á vegum Stígamóta. Sagði Þór aðeins um eitt einangrað tilvik að ræða, sem upp hafi komið í Vestmannaeyjum og að málið hafi verið útskýrt fyrir Stígamótum. Hann sagði starfs- konur Stígamóta hafa haft sam- band við forvígismenn Blátt áfram verkefnisins hjá Ungmennafélagi Íslands og misskilningurinn hafi þar með verið leiðréttur. „Þetta kemur því miður stundum upp á að fólk tengir ekki alveg rétt hvað þessi ákveðni aðili er að styrkja og stendur í þeirri meiningu að hann sé að styrkja Stígamót og þar verð- ur í raun misskilningurinn,“ sagði Þór. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hafði nokkuð aðra sögu að segja. Hún sagði að samtökun- um hefðu borist nokkrar ábending- ar í gær um að verið væri að hringja út á vegum Stígamóta og safna styrkjum. Ekki hafi verið um einangrað tilvik að ræða heldur hefðu nokkrir aðilar tilkynnt um þetta. Guðrún sagði það koma upp reglulega að nafn samtakanna væri notað í þessu skyni og því hafi verið reynt að bregðast skjótt við. „Vegna þess að Stígamót njóta vel- vildar í samfélaginu verðum við að standa vörð um að sú velvild sé ekki misnotuð,“ sagði hún en bætti við að mikilvægast væri að út- hringingarnar hafi verið stöðvaðar. Hún taldi að vandinn lægi hjá fyr- irtækinu. „Einhver kann að hafa ruglast, eða kosið að ruglast.“ Kæran hjá lögreglu stendur enn og höfðu Stígamót ekki tekið ákvörðun um frekari skref. Stígamót kæra söfnun HRINGVEGINUM var lok- að í gærkvöldi um Hvalnes og Þvottárskriður nærri Höfn í Hornafirði og verður kannað hvort hægt verði að opna hann aftur í dag. Vegagerðin ákvað að loka veginum síðdegis í gær í kjöl- far þess að tvær aurskriður féllu á veginn en mikil rigning var á þessum slóðum. Hreinsa þarf vegina af skrið- unum áður en þeir verða opn- aðir aftur og verður farið í það í dag en spáð er hægari vindi en var í gær með nokk- urri úrkomu. Þjóðvegi 1 lokað um Hvalnes AVION Group, sem á meðal annars Eim- skip og Air Atlanta, er í öðru sæti á nýjum lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evr- ópu árið 2005. Listinn er tekinn saman af Europe’s Entrepreneurs for Growth og hef- ur verið birtur frá árinu 1995. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri mjög skemmtilegt að hafna svo ofarlega á svo virtum lista. Að- spurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir fyr- irtækið svaraði hann: „Það er eftir því tekið að við erum að gera góða hluti og gefur okk- ur og okkar góða starfsfólki aukinn styrk til frekari dáða.“ Avion Group í öðru sæti  Avion Group | 16 ♦♦♦ HRAFN Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, hóf taflmaraþon sitt til styrktar grænlenskum börnum í Kringlunni í gær- morgun og var fyrsti mótherjinn Halldór Blöndal. Maraþonið stóð yfir í Kringlunni í allan gærdag, alla nótt og er búist við að því ljúki um þrjúleytið í dag og hefur Hrafn þá setið að tafli í um 30 klukku- stundir og teflt 250 skákir. Tilgangurinn er að safna áheitum til að kaupa 500 tafl- sett handa börnum á Austur-Grænlandi sem félagar í Hróknum munu færa börn- unum þegar nær dregur jólum. Þegar Morgunblaðið náði tali af Hrafni í gærkvöldi hafði hann nýlokið 100. skák- inni og var árangurinn nokkuð góður; 85 vinningar, níu jafntefli og sex töp en með- al þeirra sem náðu að leggja Hrafn var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Aðspurður hvernig hann færi að því að halda sér vakandi sagðist Hrafn hafa ráð- fært sig við lækni, sem hefði bent honum á að halda kaffidrykkju í lágmarki, borða ekki nammi og drekka aðallega vatn. „En svo er þetta nú bara gamli góði viljastyrk- urinn, enda er þetta það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Hrafn. Þess má geta að hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Hróksins. Morgunblaðið/Ómar Hrafn teflir hér við Dag B. Eggertsson, sextugasta og fimmta andstæðing sinn í skákmaraþoninu í Kringlunni. Maraþonskák til styrktar græn- lenskum börnum TENGLAR ............................................................... www.hrokurinn.is ALLT tiltækt slökkvilið var kallað út að kjallaraíbúð við Skúlagötu í Reykjavík um níuleytið í gærkvöldi, en mikinn reyk lagði frá íbúðinni auk þess sem sprengingar höfðu heyrst. Reykkafarar fóru inn í íbúð- ina og voru fljótir að slökkva eldinn, en íbúðin var mannlaus og lauk slökkvistarfi um klukkan 22. Talið er að töluverðar skemmdir hafi orð- ið á íbúðinni en ekki var vitað hver elds- upptök voru. Eldur í mann- lausri íbúð við Skúlagötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.