Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 49 DAGBÓK Okkur hefur verið falið að útvega fjársterkum kaupanda íbúð í fjölbýli í Garðabæ, t.d. Sjálandi. Sérstaklega koma eignir til greina sem eru á efri hæðum, helst penthouse-íbúðir. Íbúðin þarf að vera 120-160 fm að stærð. Rýming eignarinnar er samkomulag. Um er að ræða staðgreiðslu fyrir réttu eignina. Fjölbýli í Garðabæ Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Dagskrá Menningarhátíðar FEB Í Borgarleikhúsinu 19. okt. nk. kl. 14.00–16.00 Í anddyri leikur Júlíkvartettinn frá kl. 13.30–14.00 Kynnir: Herdís Egilsdóttir. Margrét Margeirsdóttir, formaður undirbúningsnefndar, býður gesti velkomna. Ávarp: Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Ljóðalestur: Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld, les eigin ljóð. Kórsöngur: Tólf ára börn úr Ártúnsskóla syngja lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Gunnar Eyjólfsson, leikari, flytur valda kafla úr uppáhaldsverkum. Hlé Einsöngur: Óskar Pétursson, skagfirski tenórinn, undirleikari Jónas Þórir. Ljóð og léttmeti: Séra Hjálmar Jónsson. Harmonikuleikur: Félagar úr Félagi harmonikuunnenda leika nokkur lög. Kórsöngur: Gerðubergskórinn, stjórnandi Kári Friðriksson. Miðaverð kr. 1.800. Miðapantanir í Borgarleikhúsinu í síma 568 8000 og hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í síma 588 2111. Mosfellsbæingar og nærsveitungar semkunna að meta gæðatónlist geta núglaðst, því nýtt Tónlistarfélag Mos-fellsbæjar hefur í dag fyrsta eig- inlega starfsár sitt af miklum og rammíslenskum krafti. Blæs tónlistarfélagið til tónleika í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna kl. 16, þar sem hópurinn Voces Thules mun flytja dagskrána Riðið til róg- stefnu, þar sem fornir íslenskir söngvar eru í aðal- hlutverkum. Voces Thules eru sex söngvarar og hljóðfæra- leikarar sem syngja og leika á miðaldahljóðfæri. Þeir Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson, Sig- urður Halldórsson og Sverrir Guðjónsson eru kannski þekktastir fyrir söng sinn, m.a. á Þorláks- tíðum og þeir hafa mest verið í þessum kirkjulegu söngvum undanfarin tólf ár, gregóríönskum söng og Þorlákstíðum en á Þorláksmessu næstu kemur út hljómplata með því efni. Sigurður Ingvi Snorrason, formaður hins nýja Tónlistarfélags, segist afar ánægður með þetta upphaf að starfsárinu, enda sé það góður for- smekkur að því sem koma skal. Hvernig er þessi tónleikaröð til komin? „Mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfélag og hér áður fyrr var starfandi tónlistarfélag sem hætti starfsemi og við erum hérna nokkur í Mos- fellsbænum sem fannst tími til kominn að end- urvekja þessa starfsemi og við verðum með ferna tónleika nú á fyrsta starfsárinu. Stefnan er að hafa fjölbreytta tónleika þannig að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Það sem við erum að byrja á núna með Voces Thules eru fornir íslenskir söngv- ar. Svo erum við með Eivöru Pálsdóttur á næstu tónleikum 18. nóvember, en hennar tónlist spann- ar allt frá þjóðlögum upp í spunadjass. Svo verð- um við með djasstónleika í byrjun febrúar í Hlé- garði. Síðustu tónleikarnir, sem haldnir verða á sum- ardaginn fyrsta, 20. apríl, verða háklassískir, en þeir eru helgaðir sjálfum meistara Mozart. Öll heimsbyggðin mun á næsta ári minnast 250 ára fæðingarafmælis hans með ýmsum hætti. Loka- tónleikar ársins verða sérlega glæsilegir og koma margir flytjendur þar við sögu, þar á meðal Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Þá mun Reynir Ax- elsson, stærðfræðingur og ljóðaþýðandi með meiru, flytja erindi um afmælisbarnið. Næsta haust, á næsta starfsári erum við þegar búin að bóka Sinfóníuhljómsveitina í heimsókn og þá munu kórar bæjarfélagsins og lúðrasveitir taka þátt og spila og syngja með Sinfón- íuhljómsveitinni.“ Tónlist | Tónlistarfélag Mosfellsbæjar hefur starfsár sitt með íslenskum tónleikum Fjölbreytt dagskrá fram undan  Sigurður Ingvi Snorrason er fæddur í Reykjavík árið 1950. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Vogaskóla og hélt þaðan 1967 í Tón- listarháskólann í Vín, þar sem hann lauk prófi í klarinettuleik árið 1971. Sigurður hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1973 með stuttum hléum. Hann var einn af stofnendum tónlistarskóla FÍH og var fyrsti skólastjóri þess skóla. Sigurður er kvæntur Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur píanóleikara og eiga þau saman tvö börn, en Sigurður á fyrir tvö börn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 Bd7 7. O-O g6 8. Rd5 Bg7 9. Rxc6 Bxc6 10. Bg5 Bxd5 11. exd5 O-O 12. He1 a6 13. De2 He8 14. Had1 Dd7 15. Bb3 b5 16. Hd3 Hac8 17. c3 Kf8 18. Hd4 h6 19. Bc1 Hc5 20. Be3 h5 21. Hb4 Hcc8 22. a4 Hb8 23. axb5 a5 24. Hd4 Dxb5 25. Dxb5 Hxb5 26. Ba4 Hxb2 27. Bxe8 Rxe8 28. Hc4 Hb7 29. Hc8 f5 30. c4 Kf7 31. Ha8 Bc3 32. Hc1 Hb3 33. Ha7 Rf6 34. h3 Re4 35. Kh2 Be5+ 36. f4 Bc3 37. c5 dxc5 38. d6 Rxd6 39. Bxc5 Bd2 40. Hf1 Hd3 41. g3 Bb4 42. Hc1 Hd2+ 43. Kg1 Staðan kom upp í B-flokki minning- armóts Tigrans Petrosjans sem lauk fyrir skömmu í Nagorno Karabakh í Armeníu. Þýski stórmeistarinn Raj Tischbierek (2466) hafði svart gegn Arsen Yegiazarjan (2537). 43... Hd1+! og hvítur gafst upp enda fátt um fína drætti eftir 44. Hxd1 Bxc5+. Einvígi Hannesar Hlífars Stefánssonar og Jó- hanns Hjartarsonar um Íslandsmeist- aratitilinn í atskák hefst kl. 13.20 í dag í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins. Einvígið verður sýnt í beinni útsendingu og eru skákáhugamenn hvattir til að fylgjast með spennandi einvígi milli tveggja af okkar farsælustu stórmeistara. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. ÞORSTEINN Helgason opnar mál- verkasýningu í Baksalnum í Gall- eríi Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn Litvörp. Boðið verður upp á léttar veitingar og jazzsveiflu. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1958. Hann útskrifaðist sem arkitekt frá Arkitektaskól- anum í Kaupmannahöfn 1988 og stundaði nám í Myndlistarskólanum i Reykjavík og Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Þorsteinn hefur tekið þátt í fjölmörgum myndlist- arsýningum frá 1998, m.a. sýn- ingum í London, Stokkhólmi og New York, í kjölfar Millenium Painting Competition sem haldin var af hinu heimsþekkta fyrirtæki, Winsor og Newton. Þetta er 7. einkasýning Þorsteins og stendur hún til 30. október. Opið er í Galleríi Fold daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 11 til 16 og sunnudaga frá kl. 14 til 16 meðan á sýningunni stendur. Þorsteinn sýnir í Fold „Svíning“. Norður ♠Á75 ♥G10 S/NS ♦DG832 ♣G96 Suður ♠K102 ♥Á ♦95 ♣ÁKD10874 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 2 lauf * Dobl 4 hjörtu 5 lauf Pass Pass Pass Suður verður sagnhafi í fimm laufum eftir Michaels-innákomu vesturs á tveimur laufum, sem lofar minnst 5-5 skiptingu í hálitunum. Út kemur spaðadrottning. Hvernig myndi lesandinn spila? Satt best að segja er útlitið heldur dökkt, því vörnin á tvo slagi á tígul og ætti að geta fríað sér spaðaslag í tíma. Tígulháspilin virðast vera skipt, sem þýðir að austur getur komist fyrst inn á tígul til að spila spaða í gegnum tíuna. Þessi lega er í samræmi við sagnir og útspil: Norður ♠Á75 ♥G10 ♦DG832 ♣G96 Vestur Austur ♠DG943 ♠86 ♥K8652 ♥D9743 ♦Á107 ♦K64 ♣-- ♣532 Suður ♠K102 ♥Á ♦95 ♣ÁKD10874 Með bestu vörn er engin vinnings- leið til, en það væri góð tilraun að taka fyrsta slaginn á spaðaás og spila tígul- drottningu úr borði, eins og meiningin sé að „svína“ fyrir tígulkóng! Ef austur fylgir með smáspili, vinnur sagnhafi tíma sem dugir honum til að fría tíg- ulinn áður en vörnin brýtur spaðaslag- inn. Ætti austur að setja tígulkónginn? Kannski, ef djúpt er kafað, en það er erfitt við borðið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.