Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
etta er mikill harmleikur og hugur
okkar er hjá fórnarlömbum ham-
faranna og aðstandendum þeirra,“
segir Maxwell Ditta, Pakistani sem
hefur verið búsettur hér á landi
síðustu sex árin og starfar sem enskukennari
við Borgarholtsskóla, spurður um hörmung-
arnar í Kashmír vegna jarðskjálftans sem þar
reið yfir á dögunum.
Maxwell er frá Lahore í Pakistan, sem er
fjarri jarðskjálftasvæðunum, en hann segir að
jarðskjálftinn hafi samt sem áður fundist þar
greinilega. Þetta sé í fyrsta skipti sem nátt-
úruhamfarir af þessari stærðargráðu hafi riðið
yfir Pakistan og það sé hræðilegt að hugsa til
eyðileggingarinnar og allra mannslífanna sem
hafi glatast í hamförunum.
Maxwell hefur undanfarið starfað með ABC
barnaþorpum að því að byggja upp skóla í
Pakistan til að fátækum börnum gefist kostur
á menntun. Þegar er einn skóli rekinn í borg-
inni Farooqabad, allfjarri hamfarasvæðunum,
og segir Maxwell að sem betur fer hafi engar
skemmdir orðið á honum í jarðskjálftanum.
Samstarf hans og ABC barnaþorpa hófst á
þessu ári. Maxwell segir að starfsemi ABC
barnaþorpa á Indlandi og víðar um heiminn
hafi vakið athygli hans og hann hafi verið
mjög hrifinn af starfi þess með börnum og
hvernig reynt sé að bæta lífsskilyrði þeirra
með því að skapa þeim möguleika til mennt-
unar. Hann hafi því sett sig í samband við
ABC barnaþorp til að athuga hvort þau væru
tilbúin að fara af stað með sams konar starf-
semi í Pakistan „vegna þess að þau vandamál
sem börn í Indlandi standa frammi fyrir eru
sömu vandamál og fjöldi barna í Pakistan
stendur frammi fyrir,“ segir hann.
105 börn í námi
Maxwell segir að ABC barnaþorp hafi tekið
mjög vel í málaleitan hans og í fyrrasumar
hafi hann og Þórunn Helgadóttir, sem situr í
stjórn hjálparstarfsins, farið í vettvangsferð
til Pakistans til að kynna sér ástandið þar og
hvað ABC barnaþorp á Íslandi geti gert í
þeim efnum. Niðurstaðan af ferð þeirra hafi
orðið sú að hefja starf í Pakistan eins fljótt
og mögulegt sé og stuðningur við skólann í
Örbirgðin er mikil í Pakistan og foreldrar hafa iðulega ekki tök á að senda börn sín í skóla.
ABC barnaþorp hyggjast reisa skóla í norðvesturhér
„Hugur okkar er h
Maxwell Ditta, Pakistani búsett-
ur hér á landi, segir í samtali við
Hjálmar Jónsson að menntun sé
það sem börn í Pakistan þarfnist
til að brjótast út úr fátækt.
HLUTFALL kvenna í stjórnum fyr-
irtækja hér á landi er talsvert lægra
en í Noregi og Svíþjóð og undir með-
altali Norðurlandanna. Almennt er
ekki mikill munur á hlutfallstölum
stjórnarsetu kvenna í íslenskum fyr-
irtækjum og svo breskum, banda-
rískum eða kanadískum fyrirtækj-
um hins vegar. Hlutfall kvenna í
stjórnum íslenskra fyrirtækja, sem
skráð eru á hlutabréfamarkaði, er
engu að síður áberandi lægra en í
samanburðarlöndunum. Engin kona
er nú forstjóri skráðs fyrirtækis í
Kauphöll Íslands og hlutfall kvenna í
stjórnum skráðra fyrirtækja á
markaði er einungis 7,4%.
Þessar upplýsingar og margt
fleira kemur fram í skýrslunni Aukin
tækifæri í forystu atvinnulífsins, sem
kynnt var í gær. Nefnd um aukin
tækifæri kvenna í stjórnum ís-
lenskra fyrirtækja, var skipuð af
Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, haustið 2004.
Kostir stjórnarsetu kvenna
Í skýrslunni eru færð rök fyrir
kostum þess að fjölga konum í
stjórnum fyrirtækja. Þau eru m.a. að
jafnrétti verði ekki náð á vinnumark-
aði nema hlutur kvenna í æðstu stöð-
um aukist. Einnig að í lýðræðisþjóð-
félagi eigi jöfn tækifæri til frama að
hafa þau áhrif að hlutföll kynjanna í
æðstu stjórnunarstöðum verði jöfn.
Því sjónarmiði hefur vaxið fylgi að
aukin fjölbreytni í stjórnunarstöðum
og liðsheildum skili meiri árangri.
Fjölgun kvenna auki fjölbreytni
stjórna og bæti árangur þeirra.
Konur eru stór hluti viðskiptavina
margra fyrirtækja, kaupmáttur
kvenna hefur vaxið og þær ráða
miklu um dagleg innkaup. Fjölgun
kvenna í stjórnunarstöðum myndi
því auka skilning á mikilvægum
hluta markaðarins.
Með því að fjölga konum í stjórn-
arsætum efla fyrirtækin forystusveit
sína og senda þau skilaboð að þau
sækist eftir þekkingu og starfskröft-
um kvenna. Erlendar rannsóknir
sýna að fyrirtæki, sem setja fram-
gang kvenna á dagskrá, ná meiri ár-
angri og skila betri afkomu. Þá
benda erlendar rannsóknir til þess
að fjölgun kvenna í stjórnum bæti
stjórnarhætti fyrirtækjanna.
Fjölgun kvenna í stjórnum kemur
í veg fyrir að fyrirtækin fari á mis við
Skýrsla nefndar viðskiptaráðherra um aukinn hlu
Hlutfall kvenna
í stjórnum
fyrirtækja lágt
Skýrslan um konur í stjórn
F.v.: Þóranna Jónsdóttir, s
Sverrisdóttir, iðnaðar- og
ur nefndarinnar og framk
*$ > 2=$
.2=$ - $$! )
.2=$ / - $ -) - $
I
%&
B
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Nefndin leggur til aðgerði
með því að fjölga konum í
Að tryggja farveg fyr
Að birta reglulega lis
kvenna í stjórnum.
Að efla tengsl kvenna
við skipanir í stjórnir
Að hvetja fyrirtæki ti
Að fá karlmenn í áhri
Tillögur t
RÉTT OG EÐLILEG ÁKVÖRÐUN
Bogi Nilsson ríkissaksóknari hef-ur með bréfi til dómsmálaráð-herra sagt sig frá athugun á
gögnum, sem tengjast þeim 32 liðum
Baugsmálsins, sem Hæstiréttur vísaði
frá dómi á dögunum. Ástæðan er venzl
ríkissaksóknara við menn, sem hafa
starfað með tveimur af sakborningum
í málinu, endurskoðendum Baugs.
Bogi Nilsson segir í bréfi sínu til
dómsmálaráðherra að mikilvægt sé að
ríkissaksóknari njóti ávallt fulls
trausts við meðferð mála og að ekki sé
unnt að draga óhlutdrægni hans í efa.
Hann segir ennfremur að hann hafi
hugleitt hvort starfstengsl bróður
hans og tveggja sona við hina tvo
ákærðu gætu valdið vanhæfi sínu, en
komizt að þeirri niðurstöðu að svo
væri ekki.
„Þar eð ég hef síðar orðið þess var
að óhlutdrægni mín við meðferð máls-
ins er dregin í efa vegna framan-
greindra tengsla tilkynni ég dóms-
málaráðherra hér með að ég tel mig
ekki bæran til að stýra athugun á áð-
urnefndum gögnum og taka síðan
ákvörðun um afgreiðslu málsins sem
ríkissaksóknari,“ segir Bogi Nilsson í
bréfi sínu. „Er því nauðsynlegt að
settur verði annar löghæfur maður til
þess verkefnis, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga
um meðferð opinberra mála.“
Ákvörðun Boga Nilssonar er rétt og
eðlileg. Embættismenn hljóta alltaf,
ekki sízt í jafnviðkvæmu og -umdeildu
máli, að velta því rækilega fyrir sér
hvort einhver vafi leiki á hæfi þeirra
og óhlutdrægni. Jafnvel þótt öllum
formskilyrðum laga sé fullnægt geta
orðið til þær aðstæður, sem Bogi Nils-
son vísar til, að óhlutdrægni er dregin
í efa. Þá er að sjálfsögðu rétt að segja
sig frá málinu, þannig að áframhald-
andi meðferð þess sé hafin yfir allan
vafa.
Það kemur í hlut dómsmálaráðherra
að skipa sérstakan saksóknara til að
skoða þann hluta Baugsmálsins, sem
embætti ríkissaksóknara tók við af
ríkislöreglustjóra að beiðni þess síð-
arnefnda. Ýmis fordæmi eru fyrir því
frá síðustu árum og áratugum að sér-
stakur saksóknari hafi verið skipaður í
erfiðum og viðkvæmum málum. Óhlut-
drægni þess lögfræðings, sem verður
fyrir valinu, þarf að sjálfsögðu einnig
að vera hafin yfir allan vafa.
SAMNINGAR VIÐ SÁLFRÆÐINGA
Ákvörðun Samkeppnisstofnunarum að ganga eigi til samninga
við sjálfstætt starfandi klíníska sál-
fræðinga um greiðsluþátttöku hins
opinbera í kostnaði sjúkratryggðra
við sálfræðimeðferð, sem ekki felur í
sér lyfjagjöf, er tímabær. Sálfræð-
ingafélag Íslands sendi Samkeppnis-
stofnun kvörtun og bar við mismunun
starfsstétta. Var vísað til þess að
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið hefði samið við geðlækna um
þátttöku ríkisins í kostnaði við sam-
bærilega meðferð. Óumdeilt væri að
sálfræðingar og geðlæknar störfuðu
á sama samkeppnissviði.
Samkeppniseftirlitið komst að
þeirri niðurstöðu að ákvörðun yfir-
valda um að ganga ekki til samninga
við sjálfstætt starfandi sálfræðinga
um þátttöku í greiðslum til þeirra
raskaði samkeppni og færi gegn sam-
keppnislögum.
Sálfræðingafélagið hefur haldið því
fram að almenningur eigi að hafa að-
gang að sérhæfðri sálfræðiþjónustu
með greiðsluþátttöku almannatrygg-
inga og rétt til vals hvort óskað sé eft-
ir lyfja- eða viðtalsmeðferð þegar
hvort tveggja getur átt við. Það er
ekki hægt að sjá með hvaða rökum er
hægt að útiloka eina meðferð, en ekki
aðra þegar báðar eru viðurkenndar
og erfitt að sjá hvers vegna þetta mál
þurfti að enda á borði Samkeppnis-
stofnunar. Stjórnvöld eiga nú að
ganga til samninga við sjálfstætt
starfandi sálfræðinga um þátttöku í
kostnaði vegna meðferðar, ekki síst
sjúklinganna vegna.
STÓRVIRKI
Auðvitað ber að fara varlega meðstóryrði, ekki síst þegar íslensk
bókaútgáfa er annars vegar en þegar
jafnglæsilegt verk og ný bók um Jó-
hannes Kjarval, sem kom út í gær, er
handleikin eiga stór orð við – Kjar-
valsbók er tvímælalaust stórvirki í ís-
lensku prentverki. Í ritdómi um bók-
ina segir Einar Falur Ingólfsson í
Lesbók í dag að hún sé „mikið bókverk
og glæsilegt í alla staði; verðugur
minnisvarði um einstakan listamann“.
Bókin er hátt í sjö hundruð síður, í
henni eru 516 myndverk Kjarvals og
150 ljósmyndir sem sumar hverjar
hafa aldrei komið fyrir sjónir almenn-
ings áður. Prentverkið sjálft er geysi-
lega vandað. Í ritdómi Einars Fals er
því haldið fram að litgreining og
prentun sé með því besta sem sést hef-
ur í íslenskri bók. En það er ekki síður
ritmálið sem vekur athygli. Sex höf-
undar varpa ljósi á líf og list Kjarvals.
Sérstakur fengur er í köflum Kristín-
ar G. Guðnadóttur listfræðings um
listferil Kjarvals og Silju Aðalsteins-
dóttur um goðsögnina og manninn. Í
Lesbók í dag er birtur hluti skrifa
Silju um fjölskyldumanninn Kjarval
en þar er nýju ljósi varpað á manninn
á bak við verkin sem varð í raun algjör
einstæðingur með því að fórna sér fyr-
ir listina og þjóðina.
Taka má undir þau orð sem fram
komu í viðtali Morgunblaðsins í gær
við útgefendur bókarinnar, Einar
Matthíasson og Ernu Sörensen hjá
Nesútgáfunni, að Kjarval verði ekki
gerð skil með einni bók, jafnvel þótt
hún sé stór, en nú hafi verið stigið
stórt skref í áttina að því að Kjarval
verði rannsakaður enn frekar.
Bókin mun án efa verða grundvöllur
að frekari rannsóknum á listamannin-
um. Í raun má segja að slík bók sé
nauðsynleg fyrir frekari rannsóknir.
Hún hlýtur einnig að hvetja til þess að
ráðist verði í enn frekari bókaútgáfu
um sögu íslenskrar myndlistar. Í
sjálfu sér vekur þetta mikla verk
óvænta athygli á því að það er tími til
kominn að gefa út veglega bók um ís-
lenska myndlistarsögu byggða á nýj-
um rannsóknum.