Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN NÆTURVAKTIN KIRINO NATSUO SELDIST Í MILLJÓNAUPPLAGI Í JAPAN JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN TILNEFND TIL BANDARÍSKU EDGAR-VERÐLAUNANNA HJÚKRUNARHEIMILIÐ Eir ætlar að leggja um 2 milljarða króna til uppbyggingar á öryggis- íbúðum, þjónustumiðstöð og ann- arri uppbyggingu fyrir eldri borg- ara á Álftanesi. Bæjarfélagið hefur selt Eir land en mun leigja þjónustu og aðstöðu af hjúkrunarheimilinu, og var skrifað undir samninga þar að lútandi í gær. Reisa á samtals 104 íbúðir, 28 í raðhúsum og 76 í fjölbýli, og er reiknað með að framkvæmdir hefj- ist í byrjun næsta árs, og að fyrsti áfangi verði tilbúinn í mars árið 2007. Auk öryggisíbúðanna verða þjónustumiðstöð og skrifstofur í nýja kjarnanum. Auk þess sem þar verður stjórnsýslurými og bókasafn sem bæjarfélagið mun leigja af Eir. „Við teljum að hjúkrunarheimilið Eir hafi sýnt mikinn metnað og framtíðarsýn,“ segir Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álfta- nesi, spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að semja við Eir. „Þeirra einkunnarorð í þessu hjúkrunar- heimili sem hér á að rísa er „íbúð til lífstíðar“, með allri þeirri þjónustu sem einstaklingarnir þurfa á staðn- um. Viðkomandi getur flutt inn al- heilbrigður, og svo er honum þjón- að á mismunandi hátt eftir því sem honum vegnar.“ Bærinn borgar Eir leigu Guðmundur segir að samist hafi um að leiga bæjarfélagsins verði 0,48% af endanlegum byggingar- kostnaði á mánuði, sem hann sagði afar hagstætt fyrir bæjarfélagið. Það nemi trúlega um 1.000 kr. á hvern fermetra, sem þyki í lægri kantinum fyrir þjónustu sem þessa. Á Álftanesi búa yfir 2.200 íbúar, þar af um 200 60 ára og eldri „Þetta er stór dagur í sögu Eir- ar,“ sagði Sigurður Helgi Guð- mundsson, forstjóri Eirar, eftir að hann afhenti bæjarstjóra ávísun upp á 80 milljónir króna, sem er innborgun inn á landkaupin, en heildarkaupverð á um 2 hekturum lands er 120 milljónir króna. „Við höfum talsverða reynslu af rekstri öryggisíbúða, við erum búin að reka þær í fimm ár, og að mínu mati er reynslan góð. Við gerðum sérstaka úttekt á kostnaði árið 2003, og þá var kostnaður opin- berra aðila 73 milljónir, en ef að þeir sem þar dvöldu hefðu verið lagðir inn á stofnun eins og hjúkr- unarheimili hefði kostnaðurinn ver- ið 78 milljónir króna,“ sagði Sig- urður. 10% af kostnaði við hjúkrunarrými Auk þess sem kostnaður hefur mælst innan við 10% af kostnaði við innlögn sagði Sigurður ekki síður mikilvægt að öryggisíbúðir séu manneskjuleg leið sem gefi fólki kost á því að vera sem lengst á eigin heimili, en samt að fá þá þjónustu sem það þarf á að halda. Undir þetta tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar, sem sagði góða reynslu hafa fengist af rekstri öryggisíbúða. „Öryggisíbúðirnar hafa gert það að verkum að fólk getur verið lengur saman. Við erum með 37 öryggis- íbúðir á Eir í Grafarvogi, og ef ann- ar aðilinn veikist svo mikið að hann þarf að fara inn á hjúkrunarheimili þá er það gert, en þá getur fólk haft samband daglega.“ Hjúkrunarheimilið Eir mun standa að uppbyggingu fyrir aldraða á Álftanesi Reistar verða yfir 100 íbúðir Morgunblaðið/RAX Guðmundur G. Gunnarsson bæjarstjóri (t.h.) og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar, handsöluðu samkomulagið ásamt Sigurði Helga Guðmundssyni, forstjóra Eirar, við athöfn á Álftanesi í gær. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FYRRVERANDI stjórnarformaður Íslenska fjölmiðlafélagsins hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða 14,3 milljónir í sekt vegna vangold- inna skatta á árunum 1998–1999. Fram kemur í dómnum að rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst í júní 2002 og að ákæra ríkislögreglustjóra var gefin út um þremur árum seinna. Stjórnarformaðurinn krafðist sýknu og benti á að hann hefði ekki sjálfur annast skattskil fyrirtækisins heldur hefðu þau verið í höndum framkvæmdastjórans. Dómurinn taldi að hann bæri engu að síður ábyrgð sem stjórnarformaður. Þá hefði honum verið kunnugt um fjár- hag fyrirtækisins og að ekki var til fé til að greiða hin opinberu gjöld. Rannsókn hófst í júní 2002 Íslenska fjölmiðlafélagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september 2001. Skiptastjóri tilkynnti ríkislög- reglustjóra um hugsanleg brot og var tilkynningin framsend skatt- rannsóknarstjóra. Rannsókn skatt- rannsóknarstjóra hófst 4. júní 2002 og lágu niðurstöður fyrir 4. febrúar 2003. Málinu var vísað til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra 5. janúar 2004. Fram kemur að skýrsla var tekin af stjórnarformanninum 15. nóvember sama ár. Ákæran var síðan gefin út 15. maí 2005. Dóm- urinn féllst ekki á að dráttur rann- sóknarinnar hafi verið vítaverður þó finna mætti að því að hún hófst seint. Höfð var hliðsjón af þessu við ákvörðun refsingar. Refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára. Arnfríður Einarsdóttir kvað upp dóminn. Björn Þorvaldsson sótti málið f.h. ríkislögreglustjóra og Helgi Jóhannesson hrl. var til varn- ar. Fyrrverandi stjórnarformaður dæmdur fyrir fjárdrátt Þrjú ár liðu frá upphafi rannsóknar til ákæru TALSVERT hefur verið hringt í Nordica hótel til að spyrjast fyrir um auglýsta námstefnu þar 22. nóv- ember án þess þó að hótelstarfs- menn kannist nokkuð við málið. Leikur grunur á að um sé að ræða svindl til að hafa staðfestingargjald af þátttakendum af ráðstefnu sem aldrei verður haldin. Boðskort barst fjöldamörgum Ís- lendingum á dögunum um fría nám- stefnu á sviði markaðssetningar á Nordica hóteli og Grand hóteli. Staðfestingargjald er á bilinu 1.200 til 3.000 krónur sem sagt er að verði endurgreitt. Brynhildur Guðmunds- dóttir, ráðstefnustjóri á Nordica hóteli, segir málið ekki tengt hót- elinu á nokkurn hátt annan en að nafn hótelsins virðist af einhverjum sökum standa utan á umslagi sem barst Íslendingum í þúsundavís. Haft hefur verið samband við lög- reglu vegna málsins sem hefur einn- ig fengið símtöl frá fólki. Ekki hefur gengið að fá svör frá auglýstum ráðstefnuhaldara í Bandaríkjunum í uppgefnu síma- númeri. Grunur um svindl í ráðstefnuhaldi ÓSK barst frá fulltrúum olíufélag- anna í gær um að hitta fulltrúa Reykjavíkurborgar eftir helgina, að sögn Vilhjálms H. Vilhjálms- sonar hrl., lögmanns Reykjavíkur- borgar, í málinu. Fundurinn er vegna kröfu borg- arinnar á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs samráðs í viðskipt- um. Fresturinn sem borgin veitti olíufélögunum til að svara kröfu- bréfinu rann út í gær. Taldi Vil- hjálmur að fundurinn yrði haldinn fljótlega eftir helgina. Borg og olíufélög funda eftir helgi INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, segir um- mæli Davíðs Oddssonar í setningar- ræðu hans á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins vart svaraverð, þau segi meira um þann sem þau mæli en þann sem rætt er um. Í ræðu sinni sagði Davíð að bæði formaður Samfylkingarinnar sem og þingmenn flokksins virðist „naumast líta lengur á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega létt- vægt dótturfélag auðhrings“. Ingibjörg segir undarlegt að Davíð kjósi að stíga með þessum hætti af sviði stjórnmálanna, sem og að hann kjósi að setja þennan brag á lands- fund flokks síns. „Ég get ekki með nokkru móti tekið svona ummæli al- varlega. Þetta er bara einhver þrá- hyggja sem segir meira um þann sem þessi orð mælir heldur en um mig eða Sam- fylkinguna.“ Davíð gagn- rýndi einnig um- ræðustjórnmál, og sagði að þegar komið sé inn á innihaldslaus um- ræðustjórnmál, sem Samfylkingin leggi áherslu á, séu dylgjurnar á næsta leiti. „Ætli maður verði ekki að segja að hann ætti kannski að líta sér nær,“ sagði Ingibjörg Sólrún spurð um þessi ummæli, og vísaði þar í fyrri ummæli Davíðs um formann og þingmenn Samfylkingarinnar. Ekki hægt að taka ummælin alvarlega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir BORGARMINJAVÖRÐUR upplýsti á fundi menningar- og ferðamála- ráðs Reykjavíkurborgar í vikunni að á næstunni verði sett upp skilti við Grímsstaðavör við Ægisíðu sem segi sögu svæðisins og grásleppu- skúranna sem þar standa. Stefán Jón Hafstein, formaður ráðsins, sagði aðspurður marga áhugasama um að vernda svæðið og setja upp minnisvarða um gamla tíma þegar róið var út frá vörinni og fólk keypti nýveidda grásleppu af sjómönnum. Að mati Stefáns Jóns er hugsan- legt að Sjóminjasafnið komi á ein- hvern hátt að varðveislu svæðisins og sagði hann svæðið í raun mun- aðarlaust sem stendur. Nú þurfi að ákveða hvað gert verði í framhald- inu því sumir skúranna séu orðnir hrörlegir og huga þurfi að þeim. Hann segist sjá fyrir sér að þetta geti orðið skemmtilegur og fróðleg- ur staður fyrir göngufólk og ferða- menn í framtíðinni. Morgunblaðið/Kristinn Söguskilti sett upp við Grímsstaðavör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.