Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 47 Toyota Landcruiser 80 VX Diesel árg. '95, ek. 260 þús. km. Bíll í sérflokki, þjónustubók, topp- viðh. Ný super swamper 38". Aukatankur. Verð 2,7 m. Ath. skipti á ódýrari. S. 690 2577. Toyota Hiace Dísel 06/2000 Ekinn 195 þús., sjálfskiptur, 6 dyra. Verð 850 þús. Uppl. í síma 892 5767. Tveir fyrir einn. Volvo V70 stat- ion, skráður 08/2000, ekinn 92 þús. km, bensínknúinn, 2500cc, 5 dyra, sjálfskiptur. Verð 1.850 þús. Tilbúinn að taka 2 bíla upp í, annan þó betri. Upplýsingar í síma 891 7774. Ódýr, góður og áreiðanlegur. Hyundai Elantra 1800 árg. 1996, 5 gíra, ek. 139 þ. km. Skoðaður 10/06. Gullfallegur, reyklaus og vel með farinn bíll. Gott verð. Verð 350 þ. Sími 661 9660. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Hyundai Accent, árg. 1996, 5 dyra. Verð 120.000. Upplýsingar í síma 866 4189. VW Polo árg. '99, ek. 65 þús. km, til sölu. 3ja dyra, 1,4. Uppl. í síma 565 5910 og 896 6106. ÞÓ að einni umferð sé ólokið í heimsmeistarakeppni FIDE þegar þessar línur eru ritaðar er ljóst að Veselin Topalov (2.788) hefur tryggt sér sigur í keppninni og verður krýndur heimsmeistari FIDE árið 2005. Topalov hefur 9½ vinning af 13 mögulegum á meðan næstu menn, Peter Svidler (2.738) og Viswanat- han Anand (2.788), hafa 8 vinninga. Þessi verðskuldaði sigur búlgarska stórmeistarans er ánægjulegur frá mörgum sjónarhólum. Í fyrsta lagi er hann glæsilegur fulltrúi skáklist- arinnar þar sem í skákum hans er að finna mikla hugmyndaaugði og sókndirfsku. Í annan stað er líklegra nú en ella að í skákheiminum verður eingöngu viðurkenndur einn heims- meistari í skák þar sem yfirburðir Topalovs í þessu sterka móti vefeng- ir allhressilega réttmæti þess heims- meistaratitils sem Vladimir Kram- nik telur sig ráða yfir. Í þriðja lagi þykir það enn tíðindum sæta að skákmaður sem á ekki rætur sínar að rekja til fyrrverandi lýðvelda Sov- etríkjanna nái að hampa heims- meistaratitli í skák. Undirstaða yfirburða Topalovs á mótinu var frábært gengi hans í fyrri hluta keppninnar en í fyrstu sjö skákum sínum hlaut hann 6½ vinn- ing. Í fyrstu sex skákunum í seinni hlutanum gerði hann jafntefli við alla andstæðinga sína. Þegar hann hafði hvítt gerði hann stutt jafntefli við Peter Leko (2.763) og Peter Svidler en var klaufi að sigra ekki Alexander Morozevich (2.707). Með svörtu mönnunum náði hann að gera stutt jafntefli við Vishy Anand en þurfti að taka á stóra sínum til að halda jöfnu gegn Michael Adams (2.719) og Rus- tam Kasimdzhanov (2.670). Í skák- inni gegn breska stórmeistaranum Adams hafði Topalov svart í eftirfar- andi stöðu sem kom upp eftir 25. leik svarts: sjá stöðumynd 1 26. Rh5! Riddarinn hvíti er friðhelgur þar sem eftir 26. … gxh5 27. Bf6 h6 28. Dxh5 gæti svartur ekki varist sókn hvíts með góðu móti. Heimsmeistar- inn verðandi fann snjalla leið til að halda taflinu gangandi. 26. …Rxg5! 27. Rf6+ Kf7 28. Rxe8 Bb7 29. Rd6+ Dxd6 30. Dxg5 Hc8 31. Hf2 Hc4! Svartur hindrar með þessu að hvítur geti með góðu móti komið c- peðinu sínu til c4 en þá ætti svartur ekki athvarf fyrir biskupinn á d5. Með hliðsjón af þessu stendur svart- ur ekki lakar þó að hann hafi bara peð upp í skiptamuninn og í fram- haldinu finnur hvítur sig knúinn til að fórna skiptamuninum til baka svo að hann geti þráskákað. 32. Dh6 Kg8 33. Hd2 Bd5 34. b3 Hc3 35. Dh4 Dc5 36. Hxe6 Bxe6 37. Df6 Bd5 38. Dd8+ Kg7 39. Hxd5 Df2 40. Hd7+ Kh6 41. Df8+ Kg5 42. De7+ Kf4 43. Dd6+ Kg5 44. De7+ Kf4 45. Dd6+ og jafntefli samið. Rustam Kasimdzhanov bar heims- meistaratign FIDE fyrir mótið og hafði hana ennþá þegar hann atti kappi við Topalov í þrettándu og næst síðustu umferð mótsins. Hvítt: Rustam Kasimdzhanov (2670) Svart: Veselin Topalov (2788) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Re7 10. h3 Rg6 11. Be3 Be7 12. Had1+ Ke8 13. a3 h5 14. Hfe1 h4 15. Rd4 Berlínarafbrigðið í spænska leikn- um komst í tísku árið 2000 þegar Vladimir Kramnik tapaði ekki skák í því í einvígi sínu við Kasparov. Síðan þá hefur nokkurt vatn runnið til sjávar en Topalov beitti því fyrr í mótinu gegn Judit Polgar (2.735) og bar sigur úr býtum. 15. … a6 16. f4 Hh5 17. Re4 Bd7 18. c4 a5 19. c5 a4 20. Hc1 Hvítur hefur nú hugsanlega í bí- gerð að leika Hc1-c4, Re4-c3 og vinna a4 peð svarts. Topalov grípur til kröftugra aðgerða á miðborðinu til að koma í veg fyrir þetta. sjá 2 stöðumynd 20. … f5!? 21. exf6 Bxf6 22. f5 Re7 22. … Bxf5 gekk ekki upp vegna 23. g4!. 23. Rxf6+ gxf6 24. Bf4 Kf7 25. Bxc7 Rxf5 26. Hc4! Rxd4 27. Hxd4 Be6 28. Bd6 Ha5 29. Hde4 Bd5! Það er athyglisvert að bæði gegn Adams og Kasimdzhanov treystir Topalov á að hvítreiti biskup sinn á d5 vegi upp á móti því liðstapi sem hann varð fyrir. Í þessari stöðu tapar svartur nú peði en nær að halda uppi þrýstingi á g2-peð hvíts í staðinn. 30. He7+ Kg6 31. Hxb7 Hb5! 32. Hb6 Hg5 33. He2 Hb3 34. Kh2 He3 35. Hd2 Næsti leikur svarts sýnir hversu hugvitssamur Topalov er eða eins og hann sagði nýlega í viðtali við virt skáktímarit: ,,Munurinn á mér og öðrum er að ég er ekki hræddur við að tapa.“ Sjá stöðumynd 3 35. … Heg3! Glæsileg skiptamunarfórn sem tryggir svörtum a.m.k. jafnt tafl. 36. Bxg3 hxg3+ 37. Kh1 Hf5 38. Hd1 Hf2 39. Hb8 Svartur hefði svarað 39. Hg1 með 39. … f5 og erfitt er fyrir hvítan að svara hótuninni f5-f4-f3. 39. … f5 40. Hd8 Bxg2+ 41. Kg1 Bd5 42. H1xd5 og hvítur bauð jafn- tefli um leið, sem svartur þáði, enda tryggði það honum heimsmeistara- titilinn. Að jafnaði hefði Topalov hins vegar leikið 42. … cxd5 og látið á það reyna hvort hvítur næði jafntefli. Í hnotskurn má segja að tafl- mennskan á HM hafi verið fjörug og virðist sem mótið hafi heppnast vel í alla staði. Vonandi verður velgengni mótsins til þess að auka líkurnar á að FIDE takist að snúa vörn í sókn og að skáklistin verði þeirri auðnu að- njótandi að hafa einn óskoraðan heimsmeistara. Allir sanngjarnir menn geta fallist á að um þessar mundir er Veselin Topalov sá eini sem með réttu getur kallað sig heimsmeistara í skák. Guðmundur efstur á Haustmóti TR Í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur hefur Guðmundur Kjartansson (2.230) tekið forystuna að sex umferðum loknum en hann hefur 4½ vinning en Snorri G. Bergsson (2.259) og Bergsteinn Ein- arsson (2.235) koma næstir með 4 vinninga. Dagur Arngrímsson (2.294) og Ingvar Þ. Jóhannesson (2.291) eru í 4.–5. sæti með 3½ vinn- ing en alls taka 10 skákmenn þátt í A-flokknum. Sami þátttakendafjöldi er í B-flokknum en þar hefur Hrann- ar Baldursson (2.182) haft mikla yf- irburði þar sem eingöngu einn kepp- andi hefur náð að gera jafntefli gegn honum á meðan aðrir hafi lotið í lægra haldi. Einum og hálfum vinn- ingi á eftir Hrannari koma Eiríkur Björnsson (2038) og Sverrir Sigurðs- son (2.001) með fjóra vinninga. Í opna flokknum, C-flokki, er Vil- hjálmur Pálmason (1.470) efstur með 5 vinninga en í humátt á eftir honum koma Atli Freyr Kristjánsson (1.825), Einar S. Guðmundsson (1.685) og Svanberg Már Pálsson (1.605) með 4½ vinning. Nánari upp- lýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu TR, www.skaknet.is. Veselin Topalov er orðinn heimsmeistari! SKÁK San Luis í Argentínu HEIMSMEISTARAKEPPNI FIDE 27. september–16. október 2005 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Heimsmeistarinn Veselin Topalov talar sigurreifur við fréttamenn. Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 Sveit Guðlaugs Bessasonar vann hraðsveitakeppnina í Hafnarfirði Mánudaginn 10. október var spil- uð síðasta umferðin af þremur í hraðsveitakeppni félagsins. Sveit Guðlaugs Bessasonar spilaði af mestri staðfestu, fékk plús öll kvöldin og stóð uppi sem sigurvegari að lokum. Lokastaðan: Guðlaugur Bessason 92 Hrafnhildur 82 TVB-16 73 Kvöldskorið varð: Guðlaugur Bessason 56 TVB-16 43 Hrafnhildur 30 Næsta keppni er eins kvölds tví- menningur mánudaginn 17. október en síðan hefst 3. kvölda tvímenning- ur, A. Hansen mótið. Spilað er í glæsilegum og rúmgóð- um sal að Flatahrauni 3 (Hraunsel) og hefst spilamennska kl. 19.30. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 7. október var spilað á 11 borðum. Meðalskor var 216. Úr- slit í N/S Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 273 Bragi Björnss. – Sæmundur Björnss. 253 Sigurður Hallgrs. – Sigurb. Elentínus. 246 A/V Ingimundur Jónss. – Helgi Einarsson 263 Hera Guðjónsd. – Þorvaldur Þorgrímss. 243 Stefán Ólafsson – Guðni Ólafsson 233 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þriggja kvölda hausttvímenningi félagsins lauk með naumum sigri Sigurðar Ólafssonar og Karls Ómars Jónssonar sem enduðu einu stigi fyr- ir ofan Geirlaugu Magnúsdóttur og Torfa Axelsson. Kristján Blöndal spilaði síðasta kvöldið fyrir Karl Óm- ar Jónsson. Eftirtalin pör fengu hæsta skorið á síðasta spilakvöldinu: Lokastaða efstu para varð þannig: Sigurður Ólafsson – Kristján Blöndal 520 Geirlaug Magnúsd. – Torfi Axelsson 519 Guðjón Sigurjss. – Stefán Stefánsson 516 Stefanía Sigurbjd. – Jóhann Stefánss. 489 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 483 Eftirtalin pör fengu hæsta skorið á síðasta spilakvöldinu: Sigurður Ólafsson – Kristján Blöndal1 79 Ingibjörg Ottesen – Garðar Jónsson 174 Stefanía Sigurbjörnsd. – Jóhann Stefáns.173 Guðjón Sigurjss. – Stefán Stefánss. 167 Næsta keppni félagsins verður þriggja kvölda butler tvímenningur en spilamennskunni er þá háttað eins og verið sé að spila sveita- keppni. Samanburður í impum. Spilarar eru hvattir til að skrá sig í þessa skemmtilegu keppni og geta gert það tímanlega á spilastað eða í síma 898 7162 (Ísak). Þátttaka í keppnum félagsins þarf að glæðast til að rekstrargrundvöllur sé á félag- inu. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 15 borðum fimmtudaginn 13. okt. og var hörku- keppni í báðum riðlum. Efst vóru í NS Gísli Kristinsson – Helgi Sigurðsson 300 Sigríður Gunnarsd. – Björn Björnsson 296 Sigurður Herlufsen – Stígur Herlufsen 295 AV Bragi Bjarnason – Auðunn Bergsveinss. 338 Páll Ólason – Elís Kristjánsson 334 Sigurður Gunnlaugss. – Sigurpáll Árnas. 332 Spilað er mánu- og fimmtudaga. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.