Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.40 B.i. 14 ára Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & xXx Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Topp5.is Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára  S.V. / MBL töluvert fyrir evrópskar konur! Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. 3.30 kl. 2, 4, 6, 8 og 10 FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.45 B.i. 14 ára Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & xXx Sýnd kl. 6 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Topp5.is  S.V. / MBL FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Tom Stall lifði fullkomnu lífi ... þangað til hann varð að hetju. Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. KRAFTSÝNINGKL. 12 OG FRÁ FRAM- LEIÐENDUM Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 4 íslenskt tal Sýnd kl. 4 íslenskt tal Sýnd kl. 2 og 3.40 Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. 450 kr. Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  S.V. / MBL Sýnd kl. 2 og 4 í þrívídd Sýnd kl. 2 og 4 ísl.tal  VJV Topp5.is Kóngurinn og Fífl ið, XFM Alþjóðlegri kvikmyndahátíð íReykjavík, AKR, er nýlokið,hún vakti verðskuldaða at- hygli og hlaut góða aðsókn og má mikið vera ef hún hefur ekki fest sig í sessi sem árlegur viðburður. Útlitið er einnig búið að fá fastmót- aðan svip, sem sótt er að hluta til rótgróinna, erlendra hátíða (líkt og IIFF). Með því móti má fyrirbyggja ýmis mistök, sækja dýrmæta reynslu og spara tíma. Sem rifjar upp fyrir mér upphaf- ið á Kvikmyndahátíð Listahátíðar, formóður íslenskra hátíða. Skömmu áður en hún var sett á laggirnar las ég í Variety viðtal við bandaríska listakonu sem var áber- andi í menningarheimi New York- borgar um það leyti. Aðspurð hvað hún hefði haft helst fyrir stafni að undanförnu, nefndi hún að til sín hefðu leitað tveir ungir menn frá Reykjavík á Íslandi, Mr. Oddsson og Mr. Gunnlaugsson. Þá félaga vantaði ráðleggingar varðandi kvikmyndahátíð sem þeir væru að undirbúa í sínu heimalandi. Kon- unni þótti greinilega ekki slæmt að geta slegið því fram til merkis um áhrif sín og ágæti að á sinn fund mættu fulltrúar frá slíkum dverg- ríkjum.    Aðstandendur kvikmyndahátíð-anna hafa því löngum sótt sér ráðgjöf til fagmanna um sín mál, AKR bætti jafnvel um betur og flutti inn sérstakan, langsjóaðan dagskrárstjóra, Dimitri Erpides, enginn vafi leikur á að störf slíkra manna nýtast vel og lengi. Annað grundvallaratriði, fjár- málin, tókst stjórnendum AKR einnig að leysa farsællega með styrkjum frá opinberum aðilum og einkafyrirtækjum. Sá stuðningur, sem má vafalaust vera meiri, ásamt hæfu og vel undirbúnu starfsfólki, á ríkastan þátt í glæsibragnum sem hvíldi á AKR í ár. Á hinn bóginn hafa hátíðir eins og Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem tók við af þeirri gömlu, góðu, jafnan búið við afdrifaríkt fjár- svelti. Eftir ófá og misjöfn en jafnan forvitnileg hliðarskref virðist al- vöru hátíð upp risin að nýju, með þeim formerkjum sem slík veisla þarf á að halda til að standa undir nafni alþjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar. Eitt það gleðilegasta er fjöldi landanna sem átti verk á AKR, slíkt hefur ekki sést síðan á blómatímum Kvikmyndahátíðar Listahátíðar. Jafn framandi og fýsileg lönd og Japan, Kína, Argentína, Rúmenía, Líbanon, Rússland, Ungverjaland, Tyrkland og Senegal áttu mögnuð verk, svo aðeins nokkur þeirra séu nefnd. Sjálfur er ég sérstaklega þakklátur fyrir allt sem frá Pól- landi kemur, sem er vissulega ekki langt undan en nálægðin breytir engu um að þaðan fáum við tæpast myndir undir öðum kringum- stæðum, frekar en öðrum megin- landsþjóðum.    Það sveif því notalegur al-þjóðablær yfir vötnunum. Síð- asta verkið sem undirritaður barði augum var rússneska myndin Rekkjusögur. Bráðskemmtileg og ekki laus við satíru, fikraði hún sig meinfýsin um þverskurð þjóð- félagsins, lýsandi ástandinu eftir fallið. Fróðlegt var að skoða út und- an sér rússneska nútímamenn sem sóttu sýninguna, evrópskir eins og myndin. Horfin voru af bekkjunum gamalkunnugleg, þungbúin andlit kommissara sem hvesstu brýrnar á tjaldið undan ábúðarmiklum loð- húfunum, leitandi að duldum mein- ingum á sæluríkið í austri í álíka þunglamalegum myndum Heiðursgestur AKR í ár var svo íranski leikstjórinn Abbas Kiar- ostami, með ný og gömul verk sem gáfu okkur innsýn í kvikmynda- gerð landsins,en íranskar myndir voru í kastljósinu á hátíðinni. Eftir að hafa gripið tækifærið, gerir gesturinn sér enn betur grein fyrir gildi þess að fá slíkar gestakomur. Við áhorfandanum blasa ekki að- eins vel gerð, dramatísk verk, held- ur upplýst menningarlíf og þjóð- félagsástand í gjörólíku heimshorni.    Annars var tæpast þverfótað fyr-ir fjölskrúðugum og for- vitnilegum hópi gesta, víðs vegar að. Þeir svöruðu m.a. fyrirspurnum varðandi verkin sín, tóku þátt í mál- þingum, blönduðu geði við gestina. Allt minnti það á þá gömlu góðu, gott ef yngri kynslóðir hafa ekki eignast nýja viðmiðun. Ef reikningslistin bregst mér ekki, þá var titlafjöldinn í efnis- flokkunum tíu hartnær sextíu tals- ins. Sem fyrr segir voru þær flestar ósviknar hátíðamyndir, en slíkum verkum fylgir sá böggull að aðeins er leyfilegt að sýna þær í örfá skipti. AKR ‘05, var því ein þeirra veislna sem almenningi er gjör- samlega útilokað að njóta til fulln- ustu. Fjölbreytt úrval mynda á knöppum tíma gerir það aftur á móti að verkum að gesturinn þarf að setjast niður með dagskrána og hanna sína eigin veislu, sem er eitt af hápunktum góðrar hátíðar. Á að skera niður fjöldann? Ég efast um það, eitt af grundvallar- atriðum góðrar, alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar á borð við AKR, er bústið og vel saman sett úrval mynda. Við verðum alltaf að velja og hafna og engin töfratala liggur til grundvallar. Hver og ein hátíð verður að sníða sér stakk eftir vexti, skapa sér sérstöðu. Ég fæ ekki betur séð en AKR sé á réttri leið. Veisla af gamla skólanum ’Á að skera niður fjöldann? Ég efast um það, eittaf grundvallaratriðum góðrar, alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar á borð við AKR, er bústið og vel saman sett úrval mynda.‘ AF LISTUM Sæbjörn Valdimarsson Leikstjórinn Abbas Kiarostami var heiðursgestur hátíðarinnar. saebjorn@heimsnet.is Greinarhöfundur er hrifinn af pólskum myndum eins og þessari hátíð- armynd, Nikofor minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.