Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 20
til Würzburg s: 570 2790 www.baendaferdir.is Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug- myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. í Þýskalandi 24. - 27. nóvember 2005 1. - 4. desember 2005 örfá sæti laus 8. - 11. desember 2005 örfá sæti laus Verð kr. 58.150 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Mývatnssveit | Smám saman en þó hratt og örugglega hverfa ummerki Kísiliðjunnar af ásýnd Mývatnssveitar. Verk- smiðjan er horfin og eftir eru aðeins lágreist vöruskemman og skrifstofubygging. Það eru starfsmenn Hringrásar sem hér eru að störfum. Þeir ganga einkar skipulega og snyrtilega til verka, sem menn gætu hald- ið að væri ekki auðveld við- fangs. Sól er að setjast eftir bjartan dag en kaldan þegar þessi tröllaukni stálkjaftur brytjar stálpípuna sem áður dældi kísilgúr frá Mývatni upp á verksmiðjusvæðið. Innan skamms verður aðeins brota- járnshaugur eftir og hann mun einnig hverfa. Morgunblaðið/BFH Ummerkin hverfa hratt og örugglega Stálkjaftur Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ég komst að því fyrir stuttu að það sem ég hafði talið sjálfsagðan hlut var alls ekki svo. Ég hélt t.d. að það væri alveg sjálf- gefið að börn í 1. og 2. bekk fengju tón- mennta- og blokkflautukennslu. Sjálf lærði ég á blokkflautu í upphafi skóla- göngu í Gerðaskóla í Garði og eldri dóttir mín hefur fengið þessa kennslu í grunn- skólum Reykjanesbæjar. Svo frétti ég af því fyrir stuttu að for- eldrar í Reykjavík hafa verið að berjast fyrir því í sumum skólum að börnin þeirra fái tónlistarkennslu. Mér skilst að lyktir hafi verið þær að foreldrar þurfi sjálfir að borga fyrir námið óski þeir eftir því. Annað foreldri sem nýlega flutti til Reykjanesbæjar frá Reykjavík átti ekki orð yfir starfsemi Frístundaskólans, sagð- ist aldrei hafa vitað um slíka starfsemi þar sem kostnaður vegna íþróttaiðkana væri innifalinn í mánaðargjaldi frístundaskóla og það sem meira er, börnunum er skutlað til og frá æfingum!    Öll tónlistarkennsla í grunnskólum Reykjanesbæjar kemur frá tónlistarskóla bæjarins og er stefnan sú að öll börn sem sækja um tónlistarnám eftir 2. bekk kom- ist að. Það komast kannski ekki allir strax á það hljóðfæri sem hver og einn vill læra á, en börnin hafa samt möguleika á sam- felldri tónlistarskólagöngu. (Eldri dóttir mín var reyndar búin að bíða eftir því að komast í fiðlunám í nokkur ár vegna ástar sem hún fékk á hljóðfærinu á 4. ári, en fór í staðinn að læra á selló og er alsæl með það val. Það var einmitt tónlistaruppeldið í leikskólanum hennar sem gerði það að verkum að hún linnti ekki látum fyrr en tónlistarnámið var í höfn.)    Laugardaginn 22. október verður ráð- stefna í Reykjanesbæ undir yfirskriftinni Fjölskyldan í Reykjanesbæ. Eins og nafn- ið gefur til kynna verður sjónunum beint að málefnum fjölskyldunnar og margir fyrirlesarar koma þar fram. Bæði verður rætt um nýja barnið og hlutverk uppal- enda, málefni og réttindi aldraða og þróun fjölskyldunnar og holdafar í dag. Úr bæjarlífinu REYKJANESBÆR Eftir Svanhildi Eiríksdóttur, blaðamann Hjörleifur Valsson, fiðla. Þau munu koma fram á tónleikum í Ými í Reykjavík á sunnudag kl. 16.30 og Hamri, Ísa- firði, miðvikudags- kvöldið 19. október kl. 20. Á efnisskránni eru sönglög eftir Sigvalda Tri Colore Musicavar vel fagnað aðloknum tón- leikum í Ketilhúsinu á Akureyri á fimmtudags- kvöld. Í tríóinu eru þau Björg Þórhallsdóttir, sópran, Þórhildur Björnsdóttir, píanó og Kaldalóns og Bellini, ís- lensk rímnalög eftir Karl O. Runólfsson, Cabarett Songs eftir Benjamin Britten ásamt aríum úr óperum eftir Bellini, Puccini og Verdi og óperettum eftir Leh- ár og Johann Strauss. Vel fagnað í tónleikalok Nýlega var haft eft-ir ókunnum höf-undi: Verður svalt því veðri er breytt, vina eins er geðið, þar sem allt var áður heitt er nú kalt og freðið. Sveinn Indriðason skrifar að hann hafi kunnað vís- una í 60–70 ár og lært hana af föður sínum, Indriða Sveinssyni. „Hann þekkti Jón S. Bergmann á Ólafsvík- urárum hans og fannst mér hún líkjast vísum Jóns. Ekki er hún þó í ljóðakverum hans. Hér er ein góð haustvísa eftir Jón: Blómin falla bleik í dá bylgjuhallir rjúka. Breiðist mjallar blæja bera fjallahnjúka.“ Sveinn lætur fylgja um- hleypingavísu eftir sig: Vegir færir verða brátt vindar í ufsum lygna. Þegar hann fer í þessa átt þá mun aftur rigna. Verður svalt pebl@mbl.is Hornafjörður | Á þessu ári hafa verið nokkrar byggingaframkvæmdir í Horna- firði, segir á vef sveitarfélagsins. Lokið var við byggingu íbúðarhúsa á Hvalnesi og Bæ í Lóni og byrjað á bygg- ingu íbúðarhúss í Firði í Lóni. Á Seljavöll- um í Nesjum var byggt stórt fjós, verið að ljúka byggingu gisti- og íbúðarhúss á Árbæ á Mýrum, unnið við viðbyggingu og breytingar á Þórbergssetri á Hala og væntanlega verður byrjað á sumarhúsi í Svínafelli í Öræfum. Á Höfn er Íslands- póstur að undirbúa byggingu 300 fer- metra húss á Shell-lóðinni við Hafnar- braut. Hákon Valdimarsson byggingarfulltrúi segir aðspurður að á Hornafirði búi menn við þau sérréttindi að þurfa ekki að greiða stórfé bara fyrir lóðirnar áður en nokkuð er gert, „Hér kosta þær ekki krónu, menn fá þær eins og þær eru, greiða bygging- arleyfi og sjá svo um sinn grunn sjálfir.“ Hákon segir að nokkuð sé til af lóðum sem eru tilbúnar til úthlutunar bæði á Höfn og í Nesjum. Þetta eru lóðir fyrir íbúðarhús, fjölbýlishús, iðnaðarhúsnæði, þjónustu og verslunarhús og einnig eru lóðir fyrir hesthús og fjárhúsabyggð. „Mikil atvinna hefur verið hjá iðnaðarmönnum á Horna- firði í sumar og hafa margir óskað þess að þeir væru mikið fleiri því oft er löng bið í að fá verk unnin.“ Gróska í byggingariðnaði Þingeyjarsveit | Hafin er söfnun að frum- kvæði félaga í Þingeyskum sagnagarði fyr- ir flygli í Þorgeirskirkju. Áætlaður kostn- aður er 1,5 milljónir króna. Kirkjan hefur notið mikilla vinsælda sem hljómlistarhús enda hljómburður þar afar góður segir á vef Þingeyjarsveitar. Þorgeirskirkja gegnir lykilhlutverki í Þingeyskum sagnagarði. Hún er fyrsta ís- lenska „vegkirkjan“ sem felur í sér að hún er opin gestum og gangandi yfir sumartím- ann, þar tekur staðarhaldari á móti fólki, fræðir það og leiðbeinir. Bænastund er haldin í lok hvers dags. Þetta fyrirkomu- lag, sem er samstarfsverkefni Þingeysks sagnagarðs og Þjóðkirkjunnar, var fyrst reynt síðastliðið sumar og gaf afar góða raun. Jafnframt er mikill áhugi á því að stuðlað verði að fleiri listviðburðum af ýmsu tagi og þá ekki síst tónlistarflutningi í kirkjunni. Stofnaður hefur verið reikningur við Sparisjóð Suður-Þingeyinga í nafni sókn- arnefndar Ljósavatnssóknar vegna söfn- unarinnar. Safnað fyrir flygli ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.