Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 39 MINNINGAR ✝ Halldór Jónssonbóndi frá Mann- skaðahóli fæddist á Mannskaðahóli á Höfðaströnd 10. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks laug- ardaginn 1. október síðastliðinn. Móðir hans var Sigríður Halldórsdóttir, f. 8. september 1877, d. 2. september 1971. Faðir hans var Jón Jónsson, f. 29. mars 1882, d. 16. mars 1952. Systkini Halldórs eru, Efemía, f. 4. júlí 1904, d. 27. júní 1976, Jón Halldór, f. 1. júlí 1906, d. 22. maí 1929, Björn, f. 14. október 1908, d. 26. apríl 1970, Anna Kristín, f. 23. febrúar 1911, d. 7. febrúar 1996, Garðar, f. 24 des- ember 1913, Ragnheiður, f. 20. september 1915, og Jónína Sólveig, f. 14. september 1917, d. 11. maí 2001. Hinn 10. ágúst 1954 kvæntist Halldór Árnýju Lilju Egilsdóttur, f. 15. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Björnsdóttir, f. 21. október 1896, d. 2. september 1997 og Egill Gottskálksson, f. 31. jan- úar 1892, d. 15. desember 1973. Börn Halldórs og Lilju eru: 1) Egill Ingiberg Hermannsson, f. 19. nóv- ember 1952, maki Jutamas Baoph- Halldór Már, f. 8. maí 1982, og c) Arna, f. 27. desember 1986. 4) Sig- ríður, f. 30. september 1957, maki Óskar Stefánsson, f. 8. október 1951. Börn þeirra eru a) Lilja Sól- veig, f. 31. janúar 1976, maki Svein- björn Sigurðsson, f. 23. febrúar 1974, b) Fjóla Katrín, f. 22. febrúar 1980, sambýlismaður Hákon Atli Birgisson, f. 16. desember 1976, c) Karólína Kristín, f. 31. mars 1985, og d) Halldór Snær, f. 20. septem- ber 1987. 5) Björn Gísli, f. 14. sept- ember 1962, sambýliskona Svandís Jónsdóttir, f. 16. febrúar 1957. Börn hans eru: a) Ingibjörg, f. 18. október 1983, dóttir hennar, Katr- ín Mjöll, f. 29. september 2003, b) Birgir, f. 29. júní 1985, c) Halla, f. 14. september 1990, og d) Alexand- er, f. 29. maí 1996. 6) Ingibjörg Sól- veig, f. 24. desember 1964, maki Bjarni Kristinn Þórisson, f. 6. nóv- ember 1963. Börn þeirra eru: Sig- ríður Ósk, f. 29. janúar 1990, Sunna Dís, f. 1. ágúst 1991, Bjarnveig Rós, f. 27. apríl 1993, Lilja Dóra, f. 18. janúar 1996, og Stella Dröfn, f. 1. júlí 1997. Foreldrar Halldórs hófu búskap á Mannskaðahóli árið 1910 er þau fluttu þangað frá Vatni á Höfð- aströnd. Halldór og Árný Lilja tóku við búi af föður Halldórs árið 1952 þegar hann lést. Þau ráku búið á Mannskaðahóli í fjörutíu ár og fluttu í Hofsós árið 1992 og tóku Ingibjörg Sólveig og Bjarni Krist- inn við búinu á Mannskaðahóli það sama ár. Halldór verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. ila, f. 14. janúar 1962. Börn hans eru: Svan- dís Lilja, f. 5. maí 1983, Matthías Gísli, f. 21. maí 1985, Árný Lilja, f. 4 maí 1988, d. 17. júní 1988, Kolbrún Sif, f. 29. apríl 1989, Hermann Kristinn, f. 8. maí 1995, og Rúnar Freyr, f. 29. mars 2003. 2) Einar, f. 23. janúar 1955, maki María S. Jóhannsdótt- ir, f. 18. nóvember 1956. Börn þeirra eru: a) Halldór Jóhann, f. 19. júlí 1975, maki Kolbrún Grétarsdóttir, f. 25. ágúst 1975. Börn þeirra eru: Gréta María, f. 8. apríl 1998, Sylvía Sif, f. 21. júní 1999, og Halldóra Árný, f. 19. nóvember 2003. b) Sig- urlína Hrönn, f. 11. maí 1978, sam- býlismaður Gunnar Helgi Helga- son, f. 12. nóvember 1977. Börn þeirra eru Einar Örn, f. 22. maí 1998, og Unnur María, f. 6. maí 2005. c) Ásbjörg Ýr, f. 20. apríl 1985, sambýlismaður Benedikt Rúnar Egilsson, f. 8 júní 1983. d) Sigurður Ingi, f. 17. nóvember 1988. 3) Jón, f. 24. mars 1956, maki Sigríður Erla Eyjólfsdóttir, f. 15. maí 1958. Börn þeirra eru: a) Berg- lind Helga, f. 9. júlí 1979, sambýlis- maður Kristján Gunnar Kristjáns- son, f. 17 september 1977, b) Það er með sorg og söknuði sem ég kveð hann afa minn. Mikið vildi ég óska að við hefðum haft hann hjá okkur svolítið lengur. En svona fór þetta nú og ég minni sjálfa mig á það hversu heppin ég var að eiga afa eins og hann. Síðustu daga hafa sótt á mig hinar og þessar minningar. Ég naut ávallt samverustunda okkar og sótti mjög í afa minn frá fyrstu tíð. Ein minning sækir meira á mig en aðrar þessa dagana. Það var einn veturinn þegar við bjuggum ennþá á Mann- skaðahóli að kyngt hafði niður snjó. Stórir skaflar höfðu myndast allt í kringum húsið og búið var að búa til stærðarinnar snjóhús með hinum og þessum fínheitum. Þarna voru snjó- syllur í veggjum sem búið var að stilla kertastubbum á og snjóbekkur til að tylla sér á. Þetta fannst mér að sjálfsögðu alveg svakalega flott og lék mér heillengi. Ég mátti helst ekki vera að því að koma inn í mat. Svo var það mitt í einum leiknum að það var „bankað“ á snjóhúsdyrnar og úti stendur afi kominn í heimsókn. Hann kemur inn, tyllir sér á snjóbekkinn og réttir mér volga flatbrauðsneið, glænýja frá ömmu. Þarna sátum við, borðuðum sitthvora sneiðina og ég malaði og malaði en fann svo að mér var orðið heldur kalt af að sitja á snjóbekknum svo ég settist á heitt lærið á afa. Því það man ég vel, hvað hann var alltaf heitur. Ég gleymi þessari notalegu stundu aldrei. Mér þótti svo ótrúlega vænt um hann og hugsaði oft að það ætti örugglega enginn eins góðan afa og ég. Afi kenndi mér nánast öll þau spil sem ég kann og tókum við yfirleitt nokk- ur spil þegar við hittumst. Hann kenndi mér líka langflestar af þeim bænum sem ég kann og það er und- antekning ef ég þyl ekki í huganum „Nú er ég klæddur og kominn á ról…“ á leið til vinnu. Ég minnist afa míns sem glað- værs, hláturmilds manns. Hann var iðinn, afkastamikill og ákaflega handlaginn. Hann var sérlega góður bóndi, framfarasinnaður, réttsýnn og skipulagður. Hann brýndi ávallt fyrir manni að vera góður við menn og dýr. Ég á honum svo mikið að þakka og ætla mér að muna allt það góða sem hann hefur kennt mér. Elsku afi minn, ég vil þakka þér allt. Þú hefur verið mér svo mikið og ég hef alltaf verið svo stolt af þér. Ég kveð þig nú í hinsta sinn með þessum lokaorðum. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson.) Þín Lilja Sólveig. Elsku afi minn, þá er víst komið að kveðjustund. Mikið finnst mér það sárt að þurfa að kveðja þig. Það á eft- ir að vera skrýtið að koma norður og sjá þig ekki sitjandi við eldhúsborðið eða úti í einhverjum verkum. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki koss og faðmlag frá þér í dyragættinni þegar ég legg svo aftur í hann heim á leið. En ég veit að ég get hugsað til allra þeirra yndislegu stunda sem ég átti með þér og þær ylja mér um hjarta- rætur. Mér finnst ég hafa verið svo hepp- in að hafa fengið að vera svona mikið í sveitinni hjá ykkur ömmu. Mikið hlakkaði ég alltaf til á leiðinni norður að sjá ykkur í Varmahlíð að bíða eftir að rútan rynni í hlað. Þú varst alltaf svo sperrtur með spanjóluna á höfð- inu og kinkaðir kolli til mín. Þetta voru yndislegir tímar sem ég gleymi aldrei. Ég fékk að kúra á beddanum við hliðina á rúminu ykkar ömmu og á morgnana, þegar amma var í fjós- inu, hlustuðum við saman á morg- unsöguna áður en við fórum á fætur. Ég man að ég elti þig í flest verk enda fannstu alltaf eitthvert verðugt verkefni handa mér. Þar sem ég kom yfirleitt til ykkar í maímánuði þá fékk ég að aðstoða þig í flestum vor- verkum. Eitt sinn var ég með þér í fjárhúsum þar sem þú varst að marka nokkur ný lömb. Þú kraupst á túninu með eitt lambið og varst að marka það. Ég var að skottast í kringum þig þegar ég tók eftir því að rollan var orðin eitthvað óróleg yfir lambinu sínu. Ég byrjaði því að labba rólega í kringum þig og rollan á eftir mér. Eftir smástund var ég farin að hlaupa hringinn og alltaf elti rollan mig þannig að á endanum stökk ég upp í fangið á þér, logandi hrædd við þessa rollu. Mikið hlóstu að mér, ég var greinilega ekki eins hugrökk og ég vildi líta út fyrir að vera. Ég man þegar þú varst að bera áburð á túnin og fékkst mig til að aðstoða þig. Ég átti að standa við endann á túninu með spjót með veifu svo að þú gætir keyrt í beinni línu að því með áburð- ardreifarann. Þegar þú varst búinn að snúa við átti ég að labba nokkur skref niður eftir túninu og stinga því niður aftur. Til að stytta mér stund- irnar meðan ég beið, át ég hundasúr- ur og horfði á þig skoppandi á vél- inni. Alltaf þegar þú nálgaðist mig rakstu út úr þér tunguna eða grettir þig á einhvern hátt þannig að ég velt- ist um af hlátri. Þegar við komum heim vorum við yfirleitt orðin nokk- uð köld og tók þá amma vel á móti okkur með hressingu. Já, ég á marg- ar góðar minningar með þér úr sveit- inni sem mér finnst gott að rifja upp. Margar þeirra eru ansi skondnar og höfum við fjölskyldan hlegið mikið að þeim, eins og til dæmis þegar við vor- um að vitja um netin og þú leyfðir mér að stýra bátnum og ég henti þér næstum frá borði þegar ég tók einum of skarpa beygju, eða það sem þú sagðir við mig þegar við vorum sam- an á fjórhjólinu og spanjólan fauk af þér. Mínar kærustu minningar með þér eru samt þær þegar þú dansaðir við mig. Þegar ég var lítil var ég vön að standa á tánum á þér á meðan þú dansaðir með mig um eldhúsgólfið en þegar ég varð eldri gat ég dillað mér í takt með þér. Þetta varstu líka van- ur að gera við ömmu og ég man að mér fannst þið hljóta að vera ást- föngnustu afi og amma í öllum heim- inum. Þú varst sérstaklega handlag- inn og erum við barnabörnin svo heppin að eiga marga góða hluti sem þú smíðaðir handa okkur. Mikið af- skaplega þykir mér vænt um alla þessa hluti og er svo stolt að geta stillt þeim upp í íbúðinni minni. Einn hlut þykir mér þó sérstaklega vænt um en hann fékk ég þegar ég var fimm ára. Þetta er litla rauða elda- vélin sem þú smíðaðir handa mér. Mikið lék ég mér með hana og var ég mikið öfunduð af henni. Elsku afi, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að. Ég gleymi ekki glettninni sem skein úr augum þín- um og hvernig axlirnar á þér kippt- ust til þegar þú hlóst. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, fyrir allar skemmtilegu vísurnar sem þú ortir til mín og öll spilakvöld- in. Bless, elsku besti afi minn, Guð geymi þig. Þín Fjóla. Elsku afi það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáinn þú sem alltaf varst svo hress og kátur og alltaf tilbúinn með spilastokkinn og kand- ísinn þegar við komum í heimsókn og þegar við vorum í skólanum var alltaf svo gaman að sjá þig hjólandi og þú fórst létt með það þótt þú værir kom- inn vel á níræðisaldurinn og svo labbaðir þú alltaf svo teinréttur og reffilegur, þú varst líka algjör grall- ari og með góðan húmor og fyndna brandara og hvað við gátum stund- um hlegið þegar þú varst að grínast. Þú varst líka svo flinkur að smíða og eigum við marga fallega hluti eftir þig. Það var alltaf svo gott og nota- legt að koma til ykkar ömmu og alltaf vorum við velkomnar, það fundum við vel. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið því að þú varst einn af föstu punktunum í tilveru okkar og það verður skrítið að koma til elsku ömmu en enginn afi inni, eða úti í skúr að smíða eða að gera eitt- hvað í garðinum eða að koma úr göngu eða hjólatúr. Elsku afi, hver minning um þig er sem fegursta perla og mun alltaf lifa í hjarta okk- ar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, megi góður guð gefa þér styrk og blessun í sorg þinni. Drottinn blessi þig, elsku afi. Þínar afastelpur. Sigríður, Sunna, Bjarnveig, Lilja og Stella. HALLDÓR JÓNSSON Elsku afi og langafi, við kveðjum í hinsta sinn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð blessi þig, elsku afi. Halldór Jóhann, Kolbrún, Gréta María, Sylvía Sif og Halldóra Árný, Úlfsstöðum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi, takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Berglind Helga, Halldór Már og Arna. HINSTA KVEÐJA Amma. Þar sem ég sit hér og hugsa til þín, amma mín, kemur margt upp í hugann. Það er eiginlega betra að sitja og rifja upp minningarnar en að setja þær á blað. Og margar eru þær. Þú bjóst í Kópavoginum þegar ég var að alast upp á Akureyri. Þú og afi komið stundum norður í heim- sókn og þá alltaf með gjafir. Ó, hve það var spennandi. Þetta var fyrir mér eins og að fá eitthvað frá út- löndum. Ég man sérstaklega eftir sundbolnum bleika. Enginn átti svona fínan sundbol. Seinna fengum ég og Silla systir að fara suður í heimsókn til þín og afa. Það var ótrúleg upplifun. Við fengum að fara í flugvél í fyrsta sinn og þessu ferða- lagi gleymum við aldrei. Þegar þangað var komið fórstu svo með okkur niður í bæ í strætó. Þvílíkt ævintýri. Við fórum í bíltúra út um allar trissur og það sem er minn- isstæðast úr þeim er þegar við skoð- uðum gosbrunninn við tjörnina að kvöldi til. Þetta eru alveg sérstakar minningar, amma mín, sem þú gafst okkur. Ég mun aldrei gleyma þessu. Það fór svo að ég flutti suður til Reykjavíkur. Þá hittumst við reglu- lega á Álfhólsveginum í kaffi. Best MARÍA PÁLMADÓTTIR ✝ María Pálma-dóttir fæddist árið 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 7. september síðastlið- inn og var jarðsung- in hinn 14. septem- ber – í kyrrþey að eigin ósk. var þó þegar þú áttir jólin með mér og minni fjölskyldu. Eftir að þú fórst svo norður hittumst við sjaldnar eins og við var að búast. Áttum samt góðar stundir yfir mat og kaffi. Mér þótti sérstaklega vænt um að þú komst í út- skriftina hennar Örnu minnar síðasta sumar. Síðast þegar ég sá þig varst þú orðin veik. Mér fannst gott að fá að sitja hjá þér á sjúkrahúsinu þessa síðustu daga með pabba, mömmu og Hannesi bróður. Það kenndi mér mikið. Mér fannst ég ná að kveðja þig og vinna mikið á sorg- inni. Þegar ég kvaddi vissi ég að ég var að kveðja í hinsta sinn og það var sárt. Ég veit þó að þér líður vel núna hjá þeim sem biðu þín. Takk, amma mín, fyrir minning- arnar sem þú gafst mér og takk fyr- ir það sem ég fékk að læra af þér. Þín Hanna María. Elsku amma, mikið eigum við eft- ir að sakna þín. Það var alltaf svo notalegt að kíkja í heimsókn til þín í Seljahlíðina og fá kaffi og brjóstsykur. Krakk- arnir léku sér á meðan við fullorðna fólkið spjölluðum um daginn og veg- inn. Það var svo þægilegt að ræða við þig vegna þess að þú leist á okkur yngra fólkið sem jafningja, þú varst alltaf tilbúin með góð ráð og miðlaðir óhikað úr þínum reynslu- brunni. Ómissandi hluti af jólahátíðinni var hinn árlegi lambahryggur sem þú eldaðir svo snilldarlega á þrett- ándanum, þá kom fjölskyldan öll saman og átti ógleymanlegar stund- ir yfir frábærum mat og drykk. Það gleður okkur mjög mikið að börnin okkar hafi fengið tækifæri til að kynnast þér. Það að hafa átt lang- ömmu er ómetanlegt veganesti fyrir þau. En lífið er hverfult, þú flögraðir burt eftir snarpa veikindabaráttu og ert komin í faðm fjölskyldu þinnar á miklu betri stað en við þekkjum hér. Stórt skarð sem aldrei verður fyllt hefur verið rofið í fjölskylduna í þessu lífi en við hittumst aftur síðar í annarri tilveru. Hannes Jarl Skaftason og fjölskylda. Ég hélt að þú mundir lifa en þú dóst, ég sakna þín mjög mikið og ég sendi þér kveðju frá jörðinni til himnaríkis. Skafti Þór Hannesson. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.