Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Unnar Jónssonfæddist í Nes-
kaupstað 7. mars
1957. Hann lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 6. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Vilborg Sigur-
jónsdóttir, f. 25.
júní 1921, d. 13.
ágúst 1997, og Jón
Pálsson, f. 20. des-
ember 1919, d. 27.
október 2003.
Systkini Unnars eru
Sigurjón, f. 14. júní 1941, d. 12.
mars 1994, Steinunn, f. 7. júlí
1942, Pálmar, f. 16. júlí 1946 og
Þorsteinn, f. 23. ágúst 1949.
Sonur Unnars og Birnu Sigfús-
dóttur er Sigfús, f. 5. mars 1978.
Synir hans og Hjördísar Páls-
dóttur eru Anton Máni, f. 2001
og Adam Smári, f. 2004.
Eiginkona Unnars er Ingibjörg
Andrea Brynjarsdóttir, f. á Ak-
ureyri 17. apríl 1964. Foreldrar
hennar eru Brynjar
Einarsson, f. 17.
september 1936, d.
27. júní 1984, og
Guðrún Ólafsdóttir,
f. 29. júní 1944.
Systkini hennar eru
Benný, f. 1956
(samfeðra), Ólafur,
f. 1965 og Helgi, f.
1973. Synir Unnars
og Ingibjargar eru
Brynjar Smári, f. 1.
október 1984 og
Gunnar Ingi, f. 11.
febrúar 1990.
Unnar útskrifaðist frá Stýri-
mannaskólanum í Vestmannaeyj-
um árið 1989. Hann starfaði alla
sína ævi á sjó. Hann var á bátum
er gerðu út frá Eyjum, lengst af
var hann á Huginn, einnig Jóni
Vídalín og síðast var hann á
Bylgjunni.
Útför Unnars fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Elskulegi frændi minn og vinur
Unnar Jónsson er nú allur og maður
vart trúir því að svo sé. Maður sem
alla tíð var heilsuhraustur. Unnar
var afskaplega skemmtilegur maður
og er margs að minnast. Hann var
yngstur af sínum systkinum og því
næstur mér í aldri sem skýrir það
kannski hversu nánir við vorum.
Margir töluðu um það hversu líkir
við værum ekki bara í útliti og vexti
heldur voru ýmsir taktar sem við
höfðu sameiginlega. Í hvert skipti
sem var minnst á það fylltist ég stolti
og fannst mikið til þess koma. Alveg
frá því að ég var smá peyji leit ég
upp til hans og tók hann til fyrir-
myndar.
Ég var svo heppinn að alast upp í
nágrenn við afa og ömmu, kom þar
við á hverjum degi þar til að ég var
að verða 12 ára gamall og ef ég vissi
að Unnar væri heima var fljótur nið-
ureftir til að hitta á hann. Alltaf tók
hann mér með opnum örmum og ég
fékk alltaf að vera með þrátt fyrir að
vinir hans voru á staðnum.Þetta var
mikil upphefð fyrir lítinn strák. Mér
er í fersku minni þegar ég kom einn
dag til afa og ömmu og hljóp upp í
herbergi til Unnars og opnaði dyrn-
ar, í þetta skipti var hann ekki ein-
samall.
Við hlið hans lá ung stúlka sem fór
að venja komur sínar daglega.Já
Ingibjörg var komin til að vera. Unn-
ar var mikill fjölskyldumaður og
kenndi börnum sínum góða siði og
vel valin orð sem ég ætla ekki að hafa
eftir því ef vel ætti að vera þyrfti að
gefa út sérstaka orðabók. Það sem
við gátum hlegið og skemmt okkur
yfir þessu var með ólíkindum. Eftir
að ég eignaðist fjölskyldu og fór að
fara með hana í heimsókn til Vest-
mannaeyja mynduðust sterk tengsl
á milli okkar allra.
Ferðirnar til urðu tíðari og við
voru varla komin heim þegar börnin
okkar voru farinað spyrja hvenær
við færum aftur. Alltaf var vel tekið á
móti okkur og var Unnar höfðingi
heim að sækja.
Eldaður var góður matur og vel
tekið til matarins enda var hann
matmaður mikill aldrei vantaði okk-
ur umræðuefni enda var Unnar mik-
ill gleðigjafi, hláturinn smitandi og
hár. Danmerkurferðin sem við for-
um í saman í fyrrasumar, ánægju-
legri stundir höfum við aldrei haft
saman.
Það sem hann var duglegur að
draga okkur til að skoða hallir, söfn,
garða og ekki má gleyma bátsferð-
inni. Unnar hafði mikinn áhuga á
þessu og sést það best á húsinu og
bílskúrnum hans sem er mjög glæsi-
legur enda handverksmaður mikill.
Elsku Ingibjörg, Sigfús Atli, Brynj-
ar Smári og Gunnar Ingi sem og aðr-
ir aðstandendur. Guð veri með ykkur
og styrki í framtíðinni.
Jón Páll Hallgrímsson
og fjölskylda
Lífið missir lit. Góður félagi kveð-
ur. Það var reyndar fyrirséð, en þeg-
ar kallið kom var það samt mjög
óvænt, óásættanlegt. Lífið verður
grátt. Margs að sakna en samt,
endalausar góðar minningar.
Unni var einn úr hópnum sem út-
skrifaðist úr Stýrimannaskólanum í
Vestmannaeyjum 1989. Góður og
samheldinn hópur sem komið hefur
reglulega saman gegnum árin.
Það var ekki ónýtt að hafa Unna
með í svona hópi. Ávísun á skemmti-
legheit kringum hann þar sem ekki
var verið að skafa utan af hlutunum
og þeir kallaðir réttum nöfnum. Og
oftar en ekki rekinn upp dillandi og
smitandi hlátur sem allir sem til
þekkja kannast svo mætavel við.
Unni var einn þeirra sem gat sagt
skemmtilega frá. Það er ekki öllum
gefið og ekki voru sögurnar lakari
þegar hann grínaðist að sjálfum sér.
Svo var hlegið. Og hópurinn í kring
oftast fljótur að stækka. En lífið er
ekki bara grín.
Það var ómetanlegt að hafa haft
hann með okkur sl. haust þegar hóp-
urinn fór til Tyrklands. Þá var Unni
orðinn veikur og lét hann það ekki
aftra sér til farar.
Hann sýndi sérstakan karakter
sinn, styrk og æðruleysi í sinni bar-
áttu. Og þrátt fyrir allt einatt stutt í
léttleikann.
Unni var einn af þessum sterku
karakterum sem setja svip á mann-
lífið. Með ákveðnar skoðanir og var
ekkert að leyna þeim. Það var gott
að hafa hann í hópnum. – Endalausar
góðar minningar.
Þú bindur hópinn saman sterkari
böndum. Hafðu þökk fyrir allt og allt
kæri vinur. Þín er sárt saknað.
Elsku Ibbidý og fjölskylda, þið
eigið alla okkar samúð og góðar
bænir. Kveðja;
Árgangur 1989
Stýrimannaskólanum í
Vestmannaeyjum og makar.
Síðustu dagar hafa verið óraun-
verulegir og einkennilegt að hugsa
til þess að Unnar sé dáinn. En svona
eru örlögin og átakanlegt hefur verið
að fylgjast með baráttu hans við erf-
ið veikindi síðasta eitt og hálfa árið,
þar til undir það síðasta leit út fyrir
að hann mundi hafa betur og bjart-
sýni um það í sumar.
Unnar var ákaflega lífsglaður
maður sem hafði einstakan hæfileika
til að til að sjá skoplegu hliðarnar á
tilverunni, ógleymanleg eru mörg
tilsvör hans og óborganlegar margar
sögurnar sem hann sagði af tiltækj-
um sínum og atburðum úr litríkri
ævi.
Kynni okkar og vinátta hafa staðið
lengi og aldrei borið þar skugga á og
oftar en ekki ég verið þar þiggjandi
frekar en gefandi enda maðurinn
þannig gerður að það hafa verið for-
réttindi að hafa átt hann að vini.
Elsku Ingibjörg, hugur minn og
Guðlaugar er allur hjá þér og þinni
fjölskyldu við þennan mikla missi.
Óli Hans.
Unnar var yngstur fimm systkina,
fæddur á Norðfirði eins og hin þau
eldri. Hann var þar sín fyrstu ár en
flutti með foreldrum sínum til Hafn-
arfjarðar 1964. Það fór ekki á milli
mála við okkar fyrstu kynni, að þar
fór fram galvaskur pjakkur, þá að-
eins tíu ára gamall, stríðinn og
skemmtilegur, sem tók skólagöngu
og lífið almennt með passlegu kæru-
leysi prakkarans.
Hann kom suður með athafna-
þrána og frelsið í sínu barnshjarta,
og þann óendanlega grallaraskap,
sem hann ólst upp við hjá sínum eldri
systkinum í Neskaupstað. Það var
oft líf og fjör á Kirkjuveginum í Firð-
inum, þegar frásagnarandinn komst
á flug og tíunduð voru bernskubrek
þeirra systkina. Í Hafnarfirði bjó
fjölskyldan í átta ár, en um sumarið
1972 flytur hún til Vestmannaeyja og
sameinaðist þeim sem á undan voru
komnir. Eftir að Unnar kemur til
Eyja, byrjar hann snemma sjó-
mennsku, og starfaði við hana alla
tíð. Hann nam við Stýrimannaskóla
Vestmannaeyja og tók próf þaðan
vorið 1989. Áður en hann festi ráð
sitt, átti hann sinn elsta son, Sigfús
Atla, fæddan á Norðfirði 1978.
Skömmu seinna fella þau hugi sam-
an Ingibjörg og Unnar og stofna
fljótlega heimili að Faxastíg 33 Vest-
mannaeyjum. Eignuðust þau tvo
yndislega drengi, Brynjar Smára og
Gunnar Inga. Eftir nokkur ár á Fax-
astígnum kaupa þau einbýlishús við
Bröttugötu 4 í Vestmannaeyjum.
Myndarskapur og reglufesta ein-
kenndi alla þeirra sambúð. Unnar
var iðinn við að halda húsi sínu og
umhverfi vel við og lagði mikinn
metnað í að gera það vel. Það fór
aldrei á milli mála hver var kominn í
heimsókn hér á Móabarðið þegar
Unnar var annars vegar. Það var
hlegið dátt enda maðurinn með ein-
dæmum skemmtilegur. Eftir að hin
alvarlegu veikindi Unnars verða
kunn, kom í ljós hve vinmargur hann
var, og var frábært að fylgjast með
þessu yndislega fólki, hversu natið
og elskulegt það var við vin sinn og
fjölskyldu í hans erfiðum veikindum.
Enda sagði hann mér í okkar síðasta
símtali, hve frábært væri að eiga
svona góða vini. Það þarf þrautseigju
og hetjuskap til standa þann sjó, sem
staðinn hefur verið í rúmt ár. Með
ástríki og dugnaði stóð Ingibjörg
með manni sínum, hvern brotsjóinn
af öðrum á þessum tíma og dreng-
irnir lögðu allt sitt til, en enginn ræð-
ur sínum tíma. Það er mikill harmur
í brjósti, og erfitt að kveðja mág sinn
og vin. Ég þakka honum samfylgd-
ina og bið almættið þess, að á móti
honum taki foreldrar og bróðir með
faðminn opinn í nýjum heimi. Guð
blessi minningu um góðan dreng.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur til
allra aðstandenda.
Hallgrímur Hallgrímsson.
Elsku Unnar minn. Það er sárara
en tárum taki að þurfa að setjast nið-
ur og skrifa minningargrein um þig
kæri vinur, mann á besta aldri,
hörkuduglegan og eftirsóttan sjó-
mann, enda alltaf í góðum plássum.
En þegar kallið kemur er ekki spurt
að aldri og við sem eftir lifum stönd-
um oft frammi fyrir þeirri spurningu
hver sé nú tilgangurinn með þessu
blessaða lífi, að maður í blóma lífsins
sé tekinn frá fjölskyldu sinni og vin-
um. Öll vildum við geta svarað því en
við verðum að trúa því og treysta að
sá sem öllu ræður á endanum ætli
hverjum og einum eitthvert hlutverk
í þessu jarðneska lífi, allt frá and-
vana börnum að öldruðu fólki, annað
gengur ekki upp í mínum huga. Öll
eigum við eftir að sameinast á ný.
Þó að við höfum ekki verið í miklu
sambandi undanfarin ár þá var alltaf
gaman að hitta þig, mikið hlegið og
grínið allsráðandi, enda varst þú
einn af þeim mönnum sem eru fædd-
ir húmoristar og gladdir margan
manninn með þínum hnitmiðuðu til-
svörum og smitandi hlátri. Oft var
bara nóg að heyra þig hlæja. Ég veit
að þín er sárt saknað af þínum skips-
félögum, þar hefur léttleikinn verið
allsráðandi. Um borð hefur enginn
þurft á þunglyndislyfjum að halda,
þú sást um þá hlið. Það komst enginn
upp með það að vera í fúlu skapi í
kringum þig. Mér er minnisstæð
ferð sem við fórum saman ásamt
góðum vini okkar, Ástþóri Jónssyni,
til Spánar 1978 og lýsir þér ágæt-
lega, hvað þú varst laus við allt pját-
ur og óþarfavesen. Þegar við mætt-
um upp á flugvöll með okkar stóru
töskur, enda lagt upp í þriggja vikna
ferð, þá tókum við eftir því að þú
varst ekki með neina ferðatösku, þú
varst með íþróttatösku svipaða og
menn nota þegar þeir fara á æfingu.
Þegar við inntum þig eftir því hvort
þú værir ekki með meiri farangur
svaraðir þú, „Til hvers? Það er allt
hérna í þessari tösku sem ég þarf að
nota. Við erum að fara til sólarlanda
þar sem hitinn er um og yfir 30 stig
alla daga og lítil þörf á kuldaúlpu eða
lopapeysu.“ Enda kom það á daginn
að það vorum við sem höfðum allt of
mikinn farangur.
Svona var Unnar, hann var ekkert
að flækja hlutina og gera þá snúnari
en þeir voru.
Þó að læknavísindunum fleygi
fram þá stöndum við frammi fyrir
því að margir illvígir sjúkdómar eru
ólæknandi enn í dag. Unnar féll fyrir
einum slíkum. Ég get ekki gert mér í
hugarlund hvernig það er að fá þær
fréttir að maður eigi aðeins örfáa
mánuði eftir ólifaða, en Unnar
reyndi að taka þessu með æðruleysi,
því æðruleysi einkenndi Unnar svo
mjög og alla hans framkomu. En
hann stóð ekki einn í þessari baráttu,
hann átti fjölskyldu sem gekk í gegn-
um þetta með honum. Það gleymist
oft að þetta er gríðarlegt álag á alla
þá sem standa þeim sjúka næst.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um, hugsið ekki um dauðann með harmi
eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Ingibjörg, ég votta þér og
ykkar börnum mína dýpstu samúð
og megi allar góðar vættir vaka yfir
ykkur.
Minningin lifir um góðan dreng.
Pétur Geirsson.
Kæri vinur
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Nú verður enginn einkahúmor,
engar hláturrokur með þér. Þín
verður alltaf minnst hjá okkur fyrir
hlátur og gott skap. Það er stórt
skarð farið úr vinahópnum okkar
núna en Unnar minn, þótt þú sért
farinn vitum við að þú verður aldrei
langt undan þegar við hittumst öll.
Mikið vorum við hjónin glöð að hafa
drifið okkur til Eyja helgina eftir að
þú fékkst úrskurðinn. Þetta tók ekki
langan tíma hjá þér, elsku vinur, þótt
veikindi hefðu verið hjá þér héldum
við nú að við ættum eftir að hlæja
nokkrum sinnum í viðbót og láta eins
og fífl eins og við vorum vön en það
vantaði greinilega hláturpúka fljótt
upp.
Við vottum ykkur, elsku Ingi-
björg, Sigfús, Brynjar og Gunnar,
okkar innilegustu samúðarkveðjur
til ykkar og annarra aðstandenda.
Guð veri með ykkur alltaf.
Jóhanna og Halldór Jörgen.
UNNAR
JÓNSSON
Elsku mamma mín,
í dag hefðirðu átt af-
mæli, orðið 71 árs. Mér er svo minn-
isstætt sjötugsafmælið þitt. Það var
svo yndislegur dagur, við héldum
þér stóra veislu og þú varst svo
ánægð. Fékkst svo margar fallegar
gjafir og það kom svo mikið af fólki,
þér þótti svo vænt um að sjá fólkið
sem kom að austan og ekki síður
þegar Hafdís mágkona þín birtist
frá útlöndum. Þú vissir þá að þú
þyrftir aftur að fara í stóra hjartaað-
gerð, þú vissir bara ekki hvenær.
En þú hlakkaðir til frekar en að
kvíða fyrir, þú ætlaðir nefnilega að
verða svo frísk að þú gætir jafnvel
gengið á Esjuna. Í apríl kom svo
kallið, þú varst lögð inn sjötta apríl,
skorin þann sjöunda og dáin þann
áttunda. Þú varst bara orðin svo lúin
að ekkert var hægt að gera. Nú
hálfu ári síðar sakna ég þín enn svo
mikið. Sakna þess að þú hringir í
FREGN
BJÖRGVINSDÓTTIR
✝ Fregn Björg-vinsdóttir fædd-
ist á Ketilsstöðum í
Jökulsárhlíð í Norð-
ur-Múlasýslu 15.
október 1934. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 8.
apríl síðastliðinn og
var jarðsungin frá
Bústaðakirkju 18.
apríl.
mig í vinnuna, komir
yfir í kaffi til mín og
ferðanna okkar í
Smáralindina og
Garðheima. Oft hef ég
hugsað að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en
misst hefur. Mikið
fannst henni Guðnýju
Höllu minni vanta
mikið þegar hún fékk
hvíta kollinn sinn í
sumar og engin amma
var til að samgleðjast
henni. Og ferðin í
sumar til Spánar var
einhvern veginn allt öðruvísi, ég
held að það hafi verið vegna þess að
þú varst ekki með til að stjórna hlut-
unum.
En í dag ætlum við börnin þín,
ömmubörnin og langömmubörnin
með pabba í fararbroddi að heiðra
minningu þína með því að hittast við
leiðið þitt, vera þar með fallega
minningarstund og enda svo í vöfflu-
afmæliskaffi hjá Jóni Torfa. Þannig
hafðir þú það á afmælum hjá ykkur í
Dvergabakka, þá voru bakaðir
vöfflustaflar fyrir stórfjölskylduna
og þeyttir nokkrir lítrar af rjóma.
Elsku mamma mín, ég mun aldrei
gleyma þér, ég held áfram að vitna í
þig og þegar mér líður illa þá fer ég
í flíspeysuna þína. Vonandi áttu góð-
an afmælisdag hjá guði, sjáumst
seinna. Þín dóttir
Vordís.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningar-
greinar