Morgunblaðið - 15.10.2005, Page 29

Morgunblaðið - 15.10.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 29 MENNING Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Guðrún Valdimarsdóttir sameindalíffræðingur, 33 „Rannsóknirnar hafa læknisfræðilegan tilgang því ef vel tekst til verður hægt að lækna ákveðna sjúkdóma, svo sem sykursýki, Parkinson og hjartabilun, með því að setja heilbrigðar frumur í stað skaddaðra,“ segir Guðrún Valdimarsdóttir sem vinnur að rannsóknum á stofnfrumum úr fósturvísum á rannsóknastofu í læknadeild Háskóla Íslands. Guðrún rannsakar áhrif vaxtarþáttarins TGF-beta í stofnfrumum úr fósturvísum í samstarfi við hóp vísindamanna í Hollandi en þaðan lauk hún doktorsnámi. Hún stundaði fyrst nám í líffræði við Háskóla Íslands og segist alltaf hafa stefnt að því að starfa við rannsóknir. „Ég tók mér samt tíma til að hugsamálið áður en ég fór í doktorsnámið því þetta er auðvitað ekki hefðbundin vinna. Í rann- sóknunummínum fer t.d. mikill tími í að sinna þessum viðkvæmu frumum og vinnutíminn getur verið mjög óreglulegur. En ég hef tekið aðmér kennslu í frumulíffræði til að hitta fleiri en frumurnar mínar – og til að hlaða batteríin fer ég í sund, út að hlaupa eða í gönguferðir úti í náttúrunni!“ Sjá nánar um rannsóknir Guðrúnar á vefnum www.visindi2005.is [frumur og kennsla] Vísindi – minn vettvangur P R [p je e rr ] VEGLEG rússnesk menning- arhátíð verður í Kópavogsbæ dagana 15. til 23. október. Við- burðir verða vítt og breitt: í Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs, Smáralind, Kópavogs- kirkju og Alþjóðahúsinu. Meðal dagskrárliða eru sýningar á mun- um úr fórum rússnesku keisara- ættarinnar og helgimyndum, fjöldi tónleika, kvikmyndahátíð og málþing. Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs segir Rússneska menn- ingardaga koma í framhaldi af Spænskum menningardögum sem haldnir voru í bæjarfélaginu fyrir ári: „Við vildum halda menning- arhátíð þar sem við gætum nýtt sem skyldi menningarstofnanir bæjarins og um leið kynna menn- ingu annarra þjóða,“ segir Gunn- ar. Spænska hátíðin í fyrra heppn- aðist sérlega vel og var með svip- uðum áherslum og Rússneska menningarhátíðin nú: myndlist, tónlist, dans og söngur. „Þetta tókst mjög vel og við ákváðum því að fjalla um Rússland á sama hátt.“ Leitast er við að hátíðin höfði til breiðs hóps: „Við viljum kynna rússsneska menningu á þann hátt að sem flestir geti notið og haft gaman af, en ekki þannig að höfði aðeins til þröngs hóps sérfræð- inga. Um leið leitumst við við að stilla aðgangseyri mjög í hóf svo að sem flestir sjái sér fært að sækja viðburðina sem í boði eru.“ Vegleg og víðfeðm dagskrá Dreift hefur verið á heimili á höfuðborgarsvæðinu dagskrárriti hátíðarinnar. Meðal dagskrárliða ber hvað hæst sýningu keisaralegra rúss- neskra dýrgripa í Gerðarsafni. Munirnir eru fengnir að láni frá Ríkisminjasafninu í Tsarskoe Selo, einni af konunglegu smá- borgunum umhverfis Sánkti- Pétursborg þar sem konungs- fjölskyldan lét byggja sér eina af glæsilegri höllum keisaraætt- arinnar. „Mest af því sem sýnt er hefur aldrei ferðast út fyrir Rúss- land áður og var flutt með her- fylgd og mikilli öryggisgæslu frá Pétursborg til Helsinki, og þaðan til Keflavíkur gegnum Belgíu, og loks frá Keflavík í lögreglufylgd.“ Á neðri hæð safnsins verða síðan til sýnis helgimyndir, bæði mynd- ir í eigu íslenskra aðila og myndir fengnar erlendis frá. Tónlistaratriðin eru fjölmörg og einstök: Alina Dubik mezzó- sópran heldur tónleika við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. Hinn heimsfrægi baritónsöngvari Vladimir Chernov lætur ljós sitt skína og Terem-kvartettinn leik- ur á rússnesk þjóðlagahljóðfæri tónlist eins og þeim einum er lag- ið. Þá syngur Eteri Gvazava sópr- an og Rossiyanochka danshóp- urinn frá Pétursborg dansar ekta rússneska dansa. Konstanstin Scherbak flytur rússneska al- þýðutónlist og rússneskt rokk verður leikið í Alþjóðahúsinu. Þá er ótalin kvikmynda- og bókmenntahátíð í Bókasafni Kópavogs þar sem verða meðal annars sýndar myndirnar Beiti- skipið Potjemkin eftir Eisenstein og Bernska Ívans eftir Tark- ovsky. Ekki má heldur gleyma að geta málþings þar sem fjöldi íslenskra fræðimanna og áhugamanna ræð- ir um margar hliðar Rússlands og rússneskrar menningar. „Þetta tókst vel í fyrra, en ég held að takist enn betur í ár og ég hygg að allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gunnar. Afrakstur samstarfs Menningarhátíð sem þessi verður ekki að veruleika nema með öflugu samstarfi. Þannig vill Gunnar þakka menntamálaráðu- neytinu og -ráðherra sem liðkað hafa fyrir samskiptum við rúss- nesk stjórnvöld. „Við höfum einn- ig fengið ómetanlega hjálp frá Pétri Óla Péturssyni sem búsett- ur er í Sánkti-Pétursborg og hefðum við verið illa stödd án hans krafta,“ sergir Gunnar. Pét- ur Óli hefur verið ákaflega virkur miðill í menningarsamskiptum milli Rússlands og Íslands og ið- inn við að kynna Íslendingum landið mikla í austri. Einnig hefur fjöldi fyrirtækja styrkt menningarhatíðina: „Ég er ánægður með þá hugarfarsbreyt- ingu sem orðið hefur hjá íslensk- um fyrirtækjum; sem tilbúin eru að láta fé af hendi rakna þegar vel gengur ekki aðeins til æsku- lýðs- og íþróttamála heldur einnig til menningar.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Meðal dagskrárliða á Rússnesku menningarhátíðinni í Kópavogi eru tón- leikar Alinu Dubik mezzósóprans við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Tónleikarnir eru í dag kl. 17 í Salnum en sérstakur gestur á tónleikunum er eiginmaður Alinu, fiðluleikarinn Zbigniew Dubik. Rússnesk menning frá öllum hliðum Nánari upplýsingar um dagskrá Rússnesku menningarhátíð- arinnar má finna á vef Kópavogs- bæjar, www.kopavogur.is  Þá Rómanovættin | Lesbók 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.