Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 31 UNDANFARNA daga hafa nokkrir kvatt sér hljóðs í dag- blöðum og netmiðlum um þá ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að láta rita sögu þingræðis á Ís- landi. Þar sem umfjöllunin hefur einkennst nokkuð af misskilningi um tilurð og efni þessa verks vil ég vekja athygli á nokkrum atriðum til upplýsingar um málið. Það er fyrst að nefna að forsæt- isnefnd Alþingis ákvað í september sl. að beita sér fyrir því að láta rita sögu þing- ræðis á Íslandi í til- efni þess að öld er lið- in frá upphafi þess hér á landi. Sú ákvörðun fól ekki í sér að ætlunin væri að láta rita stjórn- málasögu Íslands síð- astliðin 100 ár. Ritinu var fyrst og fremst ætlað að fjalla um sögu þingræðis, þ.e. um þing- ræðisregluna, efni og uppruna hennar, stöðu í stjórnskipuninni og framkvæmd hér á landi frá 1904. Í þingræðisreglunni er talið felast framar öðru að ríkisstjórn geti ekki setið í trássi við meiri hluta þings- ins. Reglan hefur öðlast traustan sess í mörgum vestrænum lýðræð- isríkjum, talin þar hluti lýðræð- isskipulagsins, þótt svo sé raunar ekki alls staðar; t.d. er þingræði ekki í fjölmennasta lýðræðisríki Vesturlanda, Bandaríkjunum, enda stjórnskipun þar með nokkuð öðr- um hætti og þrígreining ríkisvalds- ins afdráttarlaus. Hér á landi var þingræðisreglan tekin upp 1904, samhliða því að Ísland fékk heima- stjórn, við skipun Hannesar Haf- steins alþingismanns í ráðherra- embætti, en sú skipun byggðist á þingræðislegum sjónarmiðum, enda hafði flokkur hans unnið meiri hluta á Alþingi í kosningunum 1903. Með hliðsjón af því að þingræð- isreglan er ekki síst stjórnskipunarlegt og réttarsögulegt við- fangsefni er það eðli- legt að fela lögfræð- ingi að hafa á hendi meginritun verksins. Að tillögu þáverandi forseta Alþingis, Hall- dórs Blöndals, var ákveðið að óska eftir því við Þorstein Páls- son sendiherra að hann tæki að sér að vera ritstjóri verksins og hafa jafnframt á hendi ritun þess að meginhluta til. Þorsteinn er lögfræðingur að mennt, hefur látið sig stjórnskip- unarrétt varða og situr í stjórn- arskrárnefnd. Þó að verulegur þáttur verksins verði á sviði stjórnskipunarréttar og réttarsögu er ljóst að verkið skarast milli þriggja fræðigreina: lögfræði, sagnfræði og stjórn- málafræði. Þegar fyrir lá að Þor- steinn Pálsson yrði valinn til að vera meginhöfundur verksins var þess gætt að fræðimenn af öðrum sviðum kæmu að mótun efnis og ritun þess. Ákveðið var að skipa tveggja manna ritnefnd sem hefði, ásamt ritstjóra, umsjón með verk- inu. Í ritnefnd voru skipuð Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Kennaraháskóla Ís- lands, höfundur nýlegs rits um sögu 20. aldar, og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hún hefur nýlega lokið doktorsprófi í stjórnskip- unarrétti. Jafnframt hef ég falið dr. Þorsteini Magnússyni, stjórnmála- fræðingi og forstöðumanni á skrif- stofu Alþingis, að verða ritnefnd til aðstoðar af hálfu skrifstofu þings- ins en doktorsrit hans fjallaði um Alþingi. Forsætisnefnd fól ritstjóra og ritnefnd að skilgreina í upphafi starfs síns verklag og efnistök og leggja fram kostnaðar- og tíma- áætlun fyrir verkið. Tillögur og áætlanir nefndarinnar verða lagðar fyrir forsætisnefnd þannig að hún geti gert sér glögga grein fyrir um- fangi verksins áður en vinna við það hefst. Rit um sögu þingræðis Eftir Sólveigu Pétursdóttur ’Með hliðsjón af því aðþingræðisreglan er ekki síst stjórnskip- unarlegt og réttarsögu- legt viðfangsefni er það eðlilegt að fela lögfræð- ingi að hafa á hendi meginritun verksins.‘ Sólveig Pétursdóttir Höfundur er forseti Alþingis. Farooqabad hafi hafist í ágúst í sum- ar. Nú kosti hjálp- arstarfið nám 110 barna í skólanum og þar af séu 35 börn í heimavist. Allur kostnaður við nám þeirra og uppi- hald sé greiddur. Nú séu einnig uppi áætlanir um að stofnsetja annan skóla í norðvest- urhéraði Pakistans, sem hafi orðið illa úti í jarðskjálft- anum. Stöðugt séu að berast fregnir af eyðileggingunni þar og samkvæmt nýjustu upplýsingum hafi átta þúsund skólar í norðvesturhéraðinu skemmst eða eyðilagst í jarðskjálftanum. Stefnt sé að því að nýi skólinn hefji starf í borginni Pesh- awar í janúar næstkomandi og verði fyrir 75– 100 börn. Búið hafi verið að ákveða þetta áð- ur en jarðskjálftinn reið yfir en hann hafi auðvitað gert það að verkum að enn meiri ár- stæða sé til að standa við þær áætlanir. Maxwell segir að fátækt sé meginástæða þess að börn fái ekki tækifæri til að mennta sig. Margar fjölskyldur séu svo fátækar að þær geti ekki sent börn sín í skóla. Ekki sé skólaskylda í landinu og skólagjöld víða við lýði, auk þess sem gerð sé krafa til skólabún- inga sem kosti peninga og svo auðvitað bæk- urnar. Börnin þurfi einnig oft og iðulega að fara að vinna mjög ung til að hjálpa til við framfærslu fjölskyldunnar. Fjölskylda hans þekki þetta af eigin reynslu því faðir hans hafi brotist til mennta úr sárri fátækt. Hann hafi verið sá eini í sinni fjölskyldu sem hafi gert það og hefði ekki verið það fært nema með hjálp góðra manna. Faðir hans hafi síðan lagt metnað sinn í að börn hans gengju menntaveginn sem þau hafi og gert. Mennt- unin sé besti kostur fólks til að brjótast úr viðjum fátæktar og þegar faðir hans hafi komist á eftirlaun fyrir sex til sjö árum hafi þau gefið honum hús til að búa í á elliárunum. Hann hafi hins vegar breytt húsinu í barna- skóla fyrir börnin í nágrenninu sem ekki eigi kost á menntun. Hann hafi þannig viljað end- urgreiða að einhverju leyti þá þakkarskuld sem hann hafi staðið í við þá sem studdu hann til náms og það sé fyrsti vísirinn að skólastarfinu sem ABC hjálparstarfið styðji nú. „Það eru svo mörg börn sem enn þurfa hjálp til að komast í skóla og við höfum ekki aðstöðu til að sinna þörfum þeirra,“ segir Maxwell ennfremur, en vegna jarðskjálftanna hafa ABC barnaþorp opnað söfnunarreikning fyrir uppbyggingu skólastarfs í landinu. Hann er númer 515-14-280000, kt. 690688-1589 og þeir sem vilja styðja við bakið á barnaþorp- unum geta lagt inn á hann. Á mánuði kostar það 1.950 kr. að standa undir kostnaði vegna náms, matar og læknishjálpar fyrir eitt barn, en 3.250 kr. sé barnið í heimavist, en þá er einnig um að ræða húsnæði og fullt fæði. Að auki þarf einnig að útvega fjármagn til bygg- ingar skólahúsnæðis og tækja og aðstöðu til kennslunnar, en hægt er að kynna sér starf- semina og barnaþorpin á heimasíðu samtak- anna ABC.is „Við þurfum eins mikla hjálp og mögulegt er til þess að geta hrint í framkvæmd fyr- irætlununum varðandi nýja skólann. Þörfin var mikil fyrir náttúruhamfarirnar en hún er enn brýnni nú. Það eru svo mörg börn sem þarfnast hjálpar og besta leiðin til þess að skapa framtíð fyrir þau er að veita þeim tækifæri til að mennta sig. Hugsanir mínar eru stöðugt bundnar aðstæðum þessara barna í Pakistan sem ekki eiga kost á skólagöngu. Ég er svo lánsamur að hafa átt menntaða for- eldra sem gátu sent mig í skóla og það hvatti mig til þess að leggja fyrir mig lang- skólanám,“ sagði Maxwell ennfremur. Getum skapað tækifæri Hann sagði að menntunin hefði gerbreytt að- stæðum sínum og opnað honum sýn inn í ver- aldir sem honum hefðu áður verið huldar, auk þess sem þær hefðu bætt aðstæður hans fjár- hagslega og skapað honum möguleika á að komast betur af en ella hefði verið. „Milljónir barna í Pakistan gætu gert það sama og staðið sig betur ef þau einungis fengju tækifæri til þess að ganga í skóla. Að- stæður fátækra fjölskyldna í Pakistan ræna þessi saklausu börn tækifærum til að mennta sig. Við erum í aðstöðu til þess að veita þeim tækifæri til þess að brjótast út úr þessum vítahring fátæktar og ólæsis. Fjölskylda mín hefur verið í þessari aðstöðu og hún þekkir áhrifamátt menntunar af eigin raun. Þess vegna reynum við að gera allt sem við getum til þess að skapa börnum í Pakistan mögu- leika á skólagöngu og við erum mjög þakklát ABC barnaþorpum fyrir að láta sig málefni barna í Pakistan varða og Íslendingum fyrir gjafmildi þeirra,“ sagði Maxwell að lokum. Þórunn Helgadóttir, sem situr í stjórn ABC barnaþorpa, í hópi nemenda í Farooqabad í sumar. Hún er ekki stór þessi skólastofa í skólanum, enda átti hún að vera stofan í húsi föður Maxwells. raði Pakistans sem varð illa úti en samkvæmt fréttum eyðilögðust 8.000 skólar í jarðskjálftanum hjá fórnarlömbum hamfaranna“ Maxwell Ditta hjalmar@mbl.is hæfni þeirra og starfskrafta. Konur hafa verið í meirihluta háskólanema hér á landi frá 1984 og 64% þeirra sem luku háskólaprófi úr grunnnámi á árunum 1998–2003, 57% þeirra sem fengu meistaragráðu og 47% þeirra sem luku doktorsprófi. Konur eru um helmingur vinnuafls í land- inu og ljóst að fyrirtækin fara á mis við þekkingu þeirra og krafta ef kon- ur veljast ekki til stjórnunarstarfa. Þá bendir kanadísk rannsókn til þess að auknar kröfur til stjórnar- manna valdi því að karlar í stjórn- arsætum séu ekki jafnfúsir til að taka að sér stjórnarsetu og áður. Einblíni fyrirtækin á að fylla stjórn- arherbergin körlum sé hætt við að minni kröfur verði gerðar til hæfni og reynslu stjórnarmanna, meðan kraftar hæfra og reyndra kvenna séu ekki nýttir. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að ákveðið hefði verið að starfa áfram að þessu verkefni með Viðskiptaráði og vonandi viðskiptalífinu einnig. „Við höfum starfað náið með Háskól- anum í Reykjavík og fleiri háskólar, sem hafa áhuga á að starfa með okk- ur, hafa gefið sig fram. Eins má geta þess að Jafnréttisstofa hefur lögboð- ið hlutverk á sviði jafnréttismála, þannig að rétt er að hafa samráð við hana,“ sagði Valgerður á kynning- arfundi skýrslunnar. Nefndina skipuðu Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og var hann nefndarformaður, Jónína Bjartmarz, alþingismaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræð- ingur, Hansína B. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur, og Benedikt Árnason, skrifstofustjóri. ut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja kynnt Morgunblaðið/Árni Sæberg num var kynnt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. skýrsluhöfundur og doktorsnemi, Valgerður viðskiptaráðherra, og Þór Sigfússon, formað- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.  /  &    1  % & $%?$/5-! .>+2=)  $$ $%              #- / %F 5%  ir í því skyni að efla fyrirtækin og atvinnulífið stjórnum. Aðgerðirnar eru: rir umræðu og þekkingaröflun. sta með upplýsingum um fjölda og hlutfall a, að víkka leitarskilyrði og sjóndeildarhring r fyrirtækja. il að setja konur á dagskrá. ifastöðum til að gera málið að sínu. til úrbóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.