Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR 20 árum voru íþróttir fyrir aldraða að komast á dagskrá. Aukin hreyfing og efling líkamans, sál- arlega nauðsynlegri en meðul. Því var það gleðilegt að um þær mundir var stofnað félag með því góða nafni Félag áhugafólks um íþróttir aldraða (FÁÍA) og með því frábæra kjörorði „Aldrei of seint“ sem benti fólki á leið til hreyfingar. Meðal þekktustu manna voru Guð- rún Nielsen íþróttakennari, Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi rík- isins, o.fl. Fyrir tilstilli Helenu Halldórsdóttur, forstöðumanns í fé- lagsstarfi aldraðra á vegum Reykja- víkurborgar, hafði Soffía Stef- ánsdóttir íþróttakennari kennslu á tveimur stöðum, Lönguhlíð og Norð- urbrún, en þar bjuggu eldri borgarar. Þetta var árið 1972. Síðan þróaðist slíkt starf víðar og er nú kennd leik- fimi á 16 stöðum í Reykjavík og víða um land. Félagið hefur rekið mikið og öflugt starf fyrir aldraða, sem allt hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. Námskeið með þátttöku erlendra kennara hefur aukið fjölbreytni og orðið mikill hvati til aukins starfs. Námskeið fyrir kennara og leiðbein- endur hafa verið haldin annað hvert haust með allt að hundrað þátttak- endum. Haldin hafa verið mót með keppni í boccia og pútti árlega og ver- ið vel sótt. Ferðir og námskeið stjórn- armanna eru fjölmargar, milli 45 og 50, bæði til kennslu og uppörvunar í starfi, sem ómetanlegt er, ekki síst fyrir minnstu byggðarlögin. Á ösku- dag er svo haldin íþróttahátíð, þar sem mörg hundruð aldraðir (ungir í anda) sýna listir sínar og skemmta sér saman. Síðustu ár hefur átt sér stað mikið og gott samstarf við Ung- mennafélagi Íslands (UMFÍ) og starfið eflst til muna. Í stjórn félags- ins nú eru Guðrún Nielsen formaður, Hjörtur Þórarinsson varaformaður, Ernst Backman gjaldkeri, Ólöf Þór- arinsdóttir ritari, en meðstjórnendur Soffía Stefánsdóttir, Júlíus Arn- arsson og Hörður Óskarsson. Í tilefni félagsins verður haldið upp á það með samkomu í nýju félagsheimli eldri borgara „Ásgarði“ að Stang- arhyl 4, Reykjavík, laugardaginn 15 október, kl. 14. Boðið verður upp á hressingu. Dagskrá er fjölbreytt: Ólafur Þór Gunnarsson læknir mun ræða um mikilvægi hreyfingar, Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur talar um svefnþörf og svefntruflanir aldraðra og Björn Guðbjörnsson læknir talar um beinþynningu. Allt þetta efni sem snertir góða heilsu og í anda kjör- orðsins. „Aldrei of seint“ . Allir velkomnir. PÁLL GÍSLASON, læknir. Íþróttir aldraðra Frá Páli Gíslasyni: – AMMA, ég róla, segir dótturdótt- irin og lítur upp til mín með til- hlökkun í augunum. – Nei, væna mína þú mátt ekki róla þarna. – Amma, ég róla, endurtekur hún og lítur upp á mig spurnaraugum. – Nei, elskan mín, þetta er leik- skóli þú mátt ekki róla þarna. – Amma, ég líka með, heldur sú stutta áfram ákveðin og togar í mig í átt að girðingunni sem umkringir leikskólann. Hlátraköll og ærsl ber- ast frá krökkunum í rólunum. – Elsku vina mín, þú ert á biðlista og færð ekki róla þarna núna. Sú stutta er nú farin að hágráta og skilur ekkert í því að mega ekki róla. – Litla krúsin mín, ég krýp niður fyrir framan hana, þú kemst örugg- lega bráðum inn á leikskóla. Á með- an verður þú bara að vera hjá ömmu öryrkja og nota rennibrautina við húsið mitt. Mamma verður að mæta í Háskólann, manstu hún hætti við að fara í fóstrunámið af því það er svo illa borgað. Enda komast hvort sem er ekki fleiri nemendur þar inn og pabbi er úti á sjó að veiða fisk. Ég vildi að það væri gæsluvöllur hérna held ég áfram, þá gætirðu leikið þér með krökkum. Gæsluvöllur, hugsa ég með mér, hvað var ég að glopra þessu út úr mér. Þeir starfa ekki lengur. Ég rýf mig frá þessu eintali og reyni að vera glaðleg. – Stóra frænka kemur til okkar á eftir, hún ætlar líka að vera hjá ömmu. Hún getur ekki verið alla daga í sínum leikskóla því það vant- ar fólk til að vinna þar. Mamma hennar getur ekki tekið frí frá vinnunni því hún er að undirbúa að- alfund hjá bankanum og pabbi henn- ar er í skólanum. Hún starir á mig opineyg í gegn- um tárin alveg hissa yfir þessari löngu ræðu. Ég varpaði öndinni létt- ar. Hún var allavega hætt að gráta. Ég tek litla lófann í minn og held heim. Ég forðast að ganga fram hjá einkagörðum sem hafa rólur svo ég missi ekki barnið frá mér. Sú litla er svo spræk að hlaupa en ég svo stirð af gigt. Er þetta Reykjavík í dag? KRISTJANA U. VALDIMARSDÓTTIR, Kirkjustétt 15, Reykjavík. Er þetta Reykjavík í dag? Frá Kristjönu Unni Valdimarsdóttur: Þessari hnátu finnst gaman að róla. – Róluvellir borgarinnar standa þó ekki enn öllum börnum til boða. FYRIR nokkru var í fréttum sagt frá þrengslum á Sólvangi, öldrunarheim- ili í Hafnarfirði. Ég þurfti ekki fréttir í sjónvarpi til að vita af þrengslunum. Þau hafa verið þar lengi. En hvers vegna? Er það vegna þess að þeir ráðherrar sem með mál þessi fara og hafa farið „íhuga bara að skipa nefnd til að skoða málin“, eins og núverandi heilbrigðisráðherra hefur komist að orði. Framsókn hefur farið með mál- efni heilbrigðismála í 10 ár. Eru of fá- ir framsóknarmenn í Hafnarfirði til þess, að það borgi sig að hlúa að öldr- uðum Hafnfirðingum? Nýr fjármálaráðherra er tekinn við störfum, innfæddur Hafn- firðingur. Hann sér vonandi sóma sinn í því að gera eitthvað í þessum málum – ekki bara „að íhuga að skipa nefnd og skoða málið“. Það er búið að gera það of lengi. Daglega er í fréttum talað um skort á hjúkrunarrýmum, jafnvel að ekki sé hægt að nýta þau rúm sem fyrir hendi eru vegna skorts á hjúkr- unarfólki. Ekki má hækka launin þar. Hvað á að gera? Engir peningar þrátt fyrir góðærið? Ekkert hægt að byggja? Hvar er öll velsældin, sem ég heyrði um í fyrri viku hjá lands- herrunum? Bara skattalækkanir og mest fyrir þá ríku? Jú, það voru líka til 120 milljónir fyrir víkingaheim í Reykjanesbæ! Annar Hafnarfjarð- arráðherrann faðmar allan heiminn á baksíðu Morgunblaðsins um helgina vegna þessa og hinn ráðherrann okk- ar nýskipaður fjármálaráðherra skrifaði undir gjafabréfið. Var ekki hægt að leita til Björgólfs eða Gísla Marteins? Sá síðarnefndi hefur lýst því yfir, að svona hluti eigi að fjármagna með frjálsum fram- lögum. Ég held að ráðherrarnir okkar mættu sko líta við á Sólvangi og sjá þrengslin þar með eigin augum. Þeir mættu líka sjá með raunsæisaugum, hversu vel er hlúð að þeim sem dvelja þar, þrátt fyrir þrengslin. Og ekki sakaði að þeir kynntu sér líka, hversu vel hefur verið farið með þá peninga sem til rekstursins hafa fengist, fjár- framlög sem samt hafa sífellt verið skorin niður. Mega Hafnfirðingar ekki vænta einhvers árangurs í mál- efnum Sólvangs fyrir tilstilli þessara ráðherra okkar? Þetta er spurning sem brennur á vörum margra Hafn- firðinga. Hafnfirðingar horfa til ráð- herranna Árna M. Mathiesen og Þor- gerðar Katrínar og bíða eftir svari. ÁSTHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Tjarnarbraut 13, Hafnarfirði. „Íhugar að skipa nefnd til að skoða málið“ Frá Ásthildi Ólafsdóttur: ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 62. þáttur Það er alkunna að ýms-um orðatiltækjum ogföstum orðasam-böndum getur slegið saman, einkum ef merking þeirra er svipuð, og þannig breytist búningurinn. Sem dæmi má taka orðatiltækið binda/ríða (reka) endahnútinn á e-ð ‘ljúka við e-ð; leggja síðustu hönd á e-ð’. Enginn vafi er á því að upphafleg mynd þess er binda/ríða endahnútinn á e-ð en endahnútur var sérstakur hnút- ur sem riðinn eða bundinn var á enda bands eða reipis til að hindra að það rektist upp. Af- brigðið með reka er trúlega myndað með hliðsjón af reka smiðshöggið á e-ð og það er býsna gamalt í íslensku. Sem dæmi má nefna að Jónas Hall- grímsson notar það. Umsjón- armanni þykir því einsýnt að það sé gott og gilt, t.d.: Hann rak endahnútinn á 3-0 sigur með fallegu marki (Útv 13.8.05). Það er mikill munur á atviks- orðunum niðri (kyrrstaða ‘hvar’) og niður (hreyfing ‘hvert’) og kemur hann fram í ýmsum orðasamböndum. Í flestum til- vikum er munurinn skýr og málnotkun í föstum skorðum en svo er þó ekki alltaf. Umsjón- armaður hefur veitt því athygli að í nútímamáli er oft ranglega farið með orðasambandið ná sér niðri á e-m ‘hefna sín á e-m’, t.d.: Það er eins og þessi rann- sókn og málatilbúnaður hafi all- ur miðað að því að ná sér niður á okkur ... og sverta mannorð okkar út í eitt (Frbl 13.8.05). – Bein merking orðasambandsins ná sér niðri er ‘kenna botns’ en merkingarþróunina má hugsa sér svo: ‘til botns’ > ‘til fulls’ > ‘hefna sín (til fulls)’. Orða- sambandið ná sér niður er kunnugt úr nútímamáli og er auðvitað allt annarrar merking- ar (‘róast, jafna sig (eftir að hafa verið hátt uppi)’ sem og orðasambandið ná sér niður á e-ð ‘komast að niðurstöðu, sam- komulagi um e-ð’. Afturbeyging í íslensku er tvenns konar: miðmyndarend- ingin -st vísar ávallt til nefni- falls en afturbeygða fornafnið sig/sér/sín vísar til aukafalls. Auðvelt er að ganga úr skugga um þetta með því að umorða dæmi, t.d.: Hún segist vera þreytt [hún segir það; hún (sjálf) er þreytt] og Hún segir að sig langi til að ... [hún segir það; hana (sjálfa) langar til að ...], sbr. einnig: Hún segist hlakka til og Hún segir að sér finnist gaman [hún segir það; henni finnst gaman]. Útlend- ingar sem læra íslensku verða að læra slíkar ‘reglur’ en Ís- lendingar drekka þær í sig með móðurmjólkinni, málkennd þeirra bregst þeim nánast aldr- ei hvað þetta varðar. Umsjón- armann rak því í rogastans er hann sá eftirfarandi dæmi: [Listamaðurinn] segist ítrekað hafa verið hafnað (‘segir að sér hafi ítrekað verið hafnað’) (Frbl 13.7.05). Hér er trúlega um að ræða mistök sem ekki er mark á takandi. Eiður Guðnason sendi um- sjónarmanni eftirfarandi dæmi: Peningar eru að fara til Íraks og þar eru þeir að kaupa vopn og skotfæri sem notuð eru gegn íröskum lögreglumönnum og bandarískum hermönnum (Mbl. 23.6.05). Þetta þykir Eiði ekki fagurt og lái honum hver sem vill. Hann spyr: Hvernig skyldu peningarnir fara? Gangandi? Fljúgandi? – Hér má glöggt sjá ofnotkun orðasambandsins vera að + nafnháttur (peningarnir eru að fara; peningarnir eru að kaupa) auk þess sem það verður að teljast óvenjulegt að per- sónugera peninga með þessum hætti, væntanlega kaupa þeir hvorki eitt né neitt. Annað dæmi frá Eiði: búið er að boða til mikillar hátíðar á Þingvöllum og hefst dagskráin formlega klukkan eitt þegar gengið verð- ur við undirleik lúðraþyts og kvennasöng (DV 19.6.05). Umsjón- armaður tekur undir það með Eiði að orða- sambandið undirleikur lúðraþyts fær engan veginn staðist. Enskra áhrifa á ís- lensku gætir í sívaxandi mæli. Aðeins tvö dæmi af þeim toga skulu til- greind þótt af nógu sé að taka: Það fer ... að verða ansi þunn línan á milli þess sem KEA er að gera núna og þess að stíga skrefið til fulls og bera hrein- lega fé á menn [e. thin line] (Blaðið 18.7.05) og Ellefu mán- uðum eftir skilnaðinn frá Jóakim ... [e. divorce from] (Frbl 12.8.05). Orðasambandið fá leiða á e-u er gamalt í íslensku og er það kunnugt í ýmsum afbrigðum, t.d.: hafa leiða á e-u og vera kominn með leiða á e-u. Í nú- tímamáli er það alloft afbakað, t.d.: Ég er kominn með leið á meðalmennsku (Frbl. 26.8. 05) og segist ekki kominn með leið á því að ... (Frbl 15.5.05). Vant er að sjá hvernig þetta nýmæli er hugsað, trúlega er um að ræða ranga ritmynd, myndaða á grundvelli framburðar [fá leiða á > fá leið’ á]. Úr handraðanum Nafnorðið orrahríð (kvk.) merkir upphaflega ‘ákafur bar- dagi’ en í nútímamáli vísar það til ‘harðrar eða snarprar deilu, mikilla átaka’, t.d.: Formaður flokksins ... kom mér ekki til varnar í þessari orrahríð (Mbl. 4.2.05) og Gengu margir sárir frá borði eftir þá orrahríð (Frbl. 18.8.05). Upphafleg merking er skýrð í Haralds sögu Sigurðarsonar en þar seg- ir (texti Hauksbókar): Eysteinn orri sækir að konungi og Val- þjófi. Svo var sá bardagi harður að jafnan er orrahríð við brugð- ið síðan í Englandi þá er mann- raunir verða. Það er mikill munur á at- viksorðunum niðri (kyrr- staða ‘hvar’) og niður (hreyfing ‘hvert’) og kemur hann fram í ýmsum orðasam- böndum. jonf@hi.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.