Morgunblaðið - 15.10.2005, Page 34

Morgunblaðið - 15.10.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „ÞVERSKURÐUR af íslensku samfélagi, fólk úr öllum stéttum þess“, þannig lýsti framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson landsfundi flokksins sem nú stendur yfir í Laugardals- höllinni. Þar verður m.a. kosin ný forysta; formaður, varaformaður og miðstjórn. Ungt fólk og stjórnmálaþátttaka Í norrænni rannsókn sem birt var í júlí á síðasta ári kom fram að ungt fólk á Norð- urlöndum (Ísland var ekki með í rannsókn- inni) hefði lítinn áhuga á að taka þátt í stjórn- málastarfi og hefði litla trú á að geta haft þar áhrif. Flestir ætluðu að láta nægja að kjósa í kosningum. Þessar rannsóknir eru sam- hljóða rannsóknum í flestum Evr- ópulöndum og Banda- ríkjunum, þátttaka í starfi stjórn- málaflokka dregst saman, en ekki stjórn- málaáhugi. Fólk telur sig geta haft áhrif með öðrum hætti í einsmálshreyfingum, hagsmunasamtökum eða í gegnum fjölmiðla. Og sam- keppni um tíma ungs fólks er meiri en nokkru sinni, því er stjórn- málaflokkum hér sem annars staðar nokkur vandi á höndum. Stjórnmálastarf og lýðræði Starf í stjórnmálaflokkum er þrátt fyrir aðra möguleika til áhrifa, lykilþáttur í okkar lýðræðiskerfi og miklu varðar að vel sé að því staðið. Ég hef af eigin raun kynnst þeim mikla krafti sem býr í Sjálfstæð- isflokknum og sem birtist öllum þessa dagana á landsfundinum þar sem tekist er á um stefnu flokksins í öllum grundvallarmálum. Í stjórnmálastarfi setur fólk sig inn í mál, skipuleggur starf, fær fólk til liðs, leiðir mál lykta, velur milli einstaklinga, lærir að taka sigri jafnt sem ósigri, allt reynsla sem gagnast fólki annars staðar líka. Ungt fólk í kjöri til miðstjórnar Í dag kl. 13.00 rennur út fram- boðsfrestur til miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins. Þegar hafa heyrst nokkur nöfn ungra sjálfstæð- ismanna sem munu bjóða sig fram. Þeirra á meðal eru kraftmiklir ung- liðar þau Aron Ólafsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og 1. varamaður í stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, Unnur Brá Konráðsdóttir lög- fræðingur, Skafti Örn Ólafsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, kennsluráðgjafi menntamálaráðherra. Ég hvet landsfund- arfulltrúa til að kynna sér það unga fólk sem þarna býður sig fram og veita því stuðning í kjöri til miðstjórnar. Þar mun þá koma saman reynsla og þekking þeirra sem eldri eru og kraftur og áhugi hinna sem eru að hasla sér völl á þessum vettvangi. Það mun vekja athygli ungs fólks sem fylgist með stjórnmálum, ef ungt fólk nær kjöri í mið- stjórn Sjálfstæð- isflokksins. Smyrill; nýr vettvangur ungra sjálfstæðismanna Í september sl. voru stofnuð sam- tök ungra sjálfstæðismanna í fram- haldsskólum. Þau byggja á félögum sem stofnuð hafa verið í framhalds- skólunum sjálfum. Fyrsta slíka fé- lagið, sem mér a.m.k. er kunnugt um og sem leiddi til stofnunar fleiri félaga og loks áðurnefndra sam- taka, er Smyrill, félag ungra sjálf- stæðismanna í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Einn forystumanna þess og frumkvöðull er áðurnefndur Ar- on Ólafsson sem nú býður sig fram í miðstjórn eins og áður sagði. Frumkvæði þeirra Smyrilsmanna er vonandi upphaf að útvíkkun starfs ungra sjálfstæðismanna inn í framhaldsskólana þar sem þúsundir ungmenna stunda nám. Þar er jarð- vegur til að styrkja stöðu Sjálfstæð- isflokksins meðal ungra kjósenda, en í síðustu alþingiskosningum kusu hlutfallslega færri ungir kjósendur flokkinn, en að meðaltali. Í aldurs- hópnum 18–24 ára kusu aðeins 28,4% Sjálfstæðisflokkinn. Miðstjórn sé „þverskurður“ samfélagsins Þegar landsfundarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins kjósa í miðstjórn á morgun, sunnudag, er mikilvægt að þeir virði samsetningu flokksins og samsetningu landsfundarins eins og framkvæmdastjóri flokksins lýsti henni. Sem dæmi um vægi ungs fólks í samfélaginu má nefna þá staðreynd, að t.d. í Reykjavík einni búa ríflega fjörutíu þúsund ein- staklingar sem eru 25 ára eða yngri. Og um fjórtán þúsund þeirra eru á aldrinum 18–25 ára og munu kjósa í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Ungt fólk til áhrifa í mið- stjórn Sjálfstæð- isflokksins Bolli Thoroddsen fjallar um ungt fólk í stjórnmálum ’Ég skora álandsfundarfull- trúa að styðja ungt fólk í mið- stjórnar- kjöri …‘ Höfundur er formaður Heimdallar, 2. varaformaður SUS – Sambands ungra sjálfstæðismanna og gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Reykjavík ALLIR gera mistök. Við getum brugðist við á tvennan hátt þegar við gerum mistök; við getum hætt því sem við erum að gera og farið í sjálfsvorkunn eða við getum haldið áfram að reyna og reynt að læra af því sem við gerðum rangt í fyrri skiptin. Mistök eru besta leiðin til að læra. Íþróttamenn þekkja það vel. Ef þeir gera mistök getur það haft alvarlegar afleiðingar. Og dýrkeypt mistök eru oft besta kennslu- aðferðin. Okkur langar ekki til að gera mistök vegna þess að þau eru sársaukafull. En flest stórvirki mannkynssögunnar eru árangur endalausra mistaka og þrotlausrar vinnu. „No pain, no gain“. Við höldum oft að árangur fólks sé heppni. Það er yfirleitt rangt. Fólk nær árangri með vinnu. Listaverk eru til dæmis miklu meiri árangur vinnu heldur en hæfileika. Picasso gat málað tvo hálfhringi á tvö blöð, skeytt blöðunum saman, í fullkom- inn hring. Þarna var ekki listrænn hæfileiki hans á ferð heldur ár- angur endalausra æf- inga og mistaka. Ég hef alla mína reynslu af mistökum. Ég þekki fáa sem hafa klúðrað eins miklu og ég. Ég var kominn á þann stað þar sem mér fannst líf mitt vera ein stór mistök. Mér fannst mér hafa mistekist allt. Mig langaði til að gef- ast upp og hætta en ég ákvað í staðinn að skoða mistökin mín og reyna að læra af þeim. Það var í fyrsta skipti sem ég horfðist í augu við mistökin mín. Það var vont. Ég miðla af mistökum mínum í þeirri von að aðrir þurfi ekki að end- urtaka þau. Minn styrkur er veik- leiki minn. Ég skoða allt sem ég hef gert rangt og viðurkenni það og segi frá því, svo aðrir geti lært af því. Stundum finnst mér allt vera svo erfitt hjá mér. Ég hef til dæmis alltaf átt ónýta bíla. En þá finnst mér gott að minna mig á að mistökin eru kennsluaðferðir til aukins þroska. Þau eru ábending um að það sé ekki allt í lagi og hvatning til að horfast í augu við það sem maður er að gera. Ég hef komist að því að ég hef verið ábyrgðarlaus í bílakaupum. Ég er að reyna að hætta að æðrast þótt mér takist ekki allt í fyrsta skipti því ég veit að enginn verður óbarinn bisk- up. Lærðu af mistökum þínum Jón Gnarr skrifar um Geðorð nr. 4. ’Mistök eru besta leiðintil að læra.‘ Jón Gnarr Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður. Á HEIMILI systur minnar hangir svart-hvít ljósmynd sem flestir gestir staldra við. Hún er af föður mínum og systur sem þá var fimm ára gömul. Ljósmyndin birtist í Þjóðviljanum og var tekin á vinnustað föður míns, sem var prentsmiðja blaðsins. Margt við myndina vekur for- vitni barna og þarf að útskýra, eins og það hvaða tæki maðurinn og barnið sitja við, en þetta er afar stór vél, svokölluð setjaravél, en þetta var fyrir daga tölvutækninnar. Þetta tæki tilheyrir nú minningunni. Börn hneykslast á því að svo stóra vél hafi þurft til að prenta blað eða bók og þau hnussa jafnvel yfir heimsku fortíðarinnar. Þessar minningar þarf að vernda því okk- ur sem munum „gamla tímann“ þykir vænt um hann. Besta vörnin er sú að spyrja börnin hvernig þau haldi að framtíðin verði og hvort það geti verið að einhvern tíma verði tæknin í dag úrelt og þyki jafnvel púkaleg. Börn sam- þykkja þetta undantekningarlaust af meðfæddri rökvísi. Tilefni myndatökunnar er líka fortíðarminning og kannski dálítið púkaleg í hugum sumra. Myndin var tekin 24. október 1975 á Kvennafrídeginum, en þá vorum við móðir mín á Lækjartorgi ásamt um 25 þúsundum annarra kvenna. Litla systir mín var í umsjá föður míns sem tók hana með sér í vinnuna. Annars hefði hún verið á leikskóla, en aðeins vegna þess að foreldrar hennar voru fráskildir, og aðeins í fjóra tíma á dag. Ein af röksemdunum fyrir því að konur tóku sér frí þennan dag var einmitt þessi: „Vegna þess að til eru menn með ákvörð- unarvald um stofnun dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna.“ Þess vegna voru þau ekki byggð – nema þá sem gustukaverk þrátt fyrir að um helmingur giftra kvenna væri kominn út á vinnu- markaðinn. Ábendingin frá Kvennafrídeginum og barátta kvenna hefur leitt til gjörbyltingar á þessu sviði. Hin mikla samstaða íslenskra kvenna 24. október 1975 vakti at- hygli heimsbyggðarinnar, en ekki síður okkar sjálfra. Gleðin og sam- kenndin sem sveif yfir Lækj- artorgi og um allt land þennan dag gleymist engum sem það lifði. Eftir á að hyggja er furðulegt að þetta skyldi takast svona vel. Undirbúningstíminn var knappur og rennt í blindan sjó með þátt- töku. Skipuleggjendur voru á nál- um fram á síðustu stundu og áttu sannarlega ekki von á svo al- mennri þátttöku. En fundirnir um allt land sýndu alvöru málsins í hugum íslenskra kvenna. Kvennasögusafn Íslands geymir öll gögn um þennan merkisdag í sögu þjóðarinnar. Á heimasíðu safnsins hefur verið safnað fróð- leik um fundinn á Lækjartorgi og er þar m.a. að finna allar ræð- urnar sem fluttar voru og söng- textarnir sem 25.000 konur tóku undir hárri raustu (www.kona.bok.hi.is). Sumar kröf- ur frá Kvennafrídeginum eru úr- eltar – sem betur fer. Þær standa eins og gamla setjaravélin sem minnisvarði um horfna tíma. Aðr- ar kröfur eiga fullt erindi. Tæknin kann að breytast, en það þarf enn að prenta bækur. Kröfur um jafn- rétti breytast, en þeim þarf enn að halda á lofti. Þess vegna hvet ég allar íslenskar konur til að leggja niður störf kl. 14:08 24. október nk. og þær sem þess eiga kost að taka þátt í því að gera daginn eft- irminnilegan. Áfram stelpur – hvað svo? Eftir Auði Styrkársdóttur ’Kröfur um jafnréttibreytast, en þeim þarf enn að halda á lofti. ‘ Auður Styrkársdóttir Höfundur er forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Kvennafrídagurinn DRÁTTARVEXTIR sem Seðla- bankinn ákveður eru 20,5% á sama tíma og þeir eru 9–9,5% á hinum Norðurlöndunum eða meira en helmingi lægri. Svigrúm Seðla- bankans í lögum hér er miklu meira en á hinum Norðurlönd- unum til að hækka dráttarvexti. Nokkrir þingmenn Samfylking- arinnar hafa lagt fram frumvarp sem leitt gæti til 2% lækkunar á dráttarvöxtum og vöxtum af yf- irdráttarlánum. Okurvextir vegna vanskila og yfirdráttarlána hafa oft sett skuldug heimili og fyrirtæki í óleysanlegan vítahring sem iðulega hefur endað með gjaldþroti. Svigrúm Seðlabanka á að þrengja Dráttarvextir sem Seðlabanki ákveður er í dag 20,5% og hæstu yfirdráttarvextir eru 19,2%. Dráttarvextir eru nú sam- ansettir af stýrivöxt- um og vanefndaálagi sem Seðlabankinn ákveður og gefa lög honum svigrúm til að ákveða vanefndaálag á bilinu 7–15%. Frá árinu 2001 hafa drátt- arvextir hæst farið í 12,60% og aldrei verið lægri en 11% eins og þeir eru nú. Í Dan- mörku er ekki heimilt að fara með van- efndaálagið hærra en í 7% og í Svíþjóð 8%, enda eru dráttarvextir þar meira en helm- ingi lægri en hér á landi. Á Alþingi hef ég lagt fram frumvarp ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar sem stuðla á að verulegri lækkun dráttarvaxta með því að þrengja það svigrúm sem Seðlabankinn hefur til að ákveða vanefndaálag. Auk þess er breytt ákvæðum laga um vexti og verð- tryggingu þannig að yfirdrátt- arvextir gætu einnig lækkað verulega. Tvö prósent lækkun vaxta á yfirdráttarlánum hefur í för með sér um 2½ milljarða lækk- un vaxta á yfirdrátt- arlánum einstaklinga og fyrirtækja eins og þau eru nú. Gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja Gífurlega háir dráttarvextir hafa iðuleg leitt til gjaldþrota hjá einstaklingum og smærri fyrirtækjum, sem ekki geta samið um hóflega dráttarvexti eins og stærri fyrirtæki og fjár- sterkir aðilar geta nú. Með lægri vöxtum, til að stemma stigu við of- urvöxtum á skuldug heimili og fyr- irtæki, er stuðlað að því að ein- staklingar og fyrirtæki geti komið sér út úr tímabundnum eða lang- varandi fjárhagsvanda. Iðulega er það þannig að þeir sem komnir eru í mikla fjárhagserfiðleika geta ekk- ert greitt niður af höfuðstól skulda og einungis geta með striti og erf- iði greitt niður dráttarvexti, en hlutfall dráttarvaxta af höfuðstól lána er oft gríðarlega hátt. Eðli- legt er að bönkunum verði settar ákveðnar skorður í töku drátt- arvaxta og vaxta af yfirdráttarl- ánum, en um leið er tryggt í frum- varpi þingmanna Samfylkingar- innar að nægjanlegur hvati sé þó til skilvísi. Lækkum vanskilavexti Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um vexti ’Okurvextir vegna van-skila og yfirdráttarlána hafa oft sett skuldug heimili og fyrirtæki í óleysanlegan víta- hring …‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.