Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI AÐALFUNDUR Þjóðrækn- isfélags Íslendinga verður hald- inn í Þjóðmenningarhúsinu mið- vikudaginn 19. október nk. Hann er opinn öllum félagsmönnum og hefst kl. 16 í Tónlistarstofu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf. Að loknum aðalfundi verður menningardagskrá í að- alsal Þjóðmenningarhússins og hefst hún kl. 17. Magnús Ólafson frá Norður-Dakota verður heið- ursgestur. Auk Magnúsar eru væntanlegir nokkrir gestir frá vesturheimi. m.a. Richhard Hol- and og Björk Eiríksdóttir frá Norður-Dakota, Stefan J. Stef- anson, heiðursfélagi ÞFÍ, Ernest Stefanson og Claire Gillis frá Gimli, Manitoba, Evelyn Thor- valdson og bræðurnir Kris, Eric og Tom Stefanson frá Winnipeg, og Walther Sopher, Gordon Reykdal og Hugh Denham frá Edmonton. Nokkrir erlendu gest- anna flytja ávarp og auk þess verður sýnt úr kvikmynd um hestaferðina „Leiðin til Gimli“ eftir Svein Sveinsson, kvikmynda- gerðarmann. Aðalfundur ÞFÍ Íminningarriti íslenskra her-manna er skrá um meira en3.500 norður-ameríska her-menn af íslenskum uppruna, sem tóku þátt í fyrri og seinni heims- styrjöldinni, meira en 1.300 í þeirri fyrri og 2.240 í þeirri seinni. Þar á meðal eru feðgarnir Gísli (Gillis) Jó- hannesson og William Gillis Roy (Bill) Johanneson. Þeir tóku ekki að- eins þátt hvor í sínu stríðinu heldur hittu líka verðandi lífsförunauta sína meðan á baráttunni stóð og kvæntust í Englandi. „Við höfum verið gift í 60 ár,“ segir Phyllis, kona Bills, og hann bætir við: „Síðan í apríl sem leið.“ Nákvæmt skal það vera og Bill er stálminnugur á dagsetningar. „Ég gekk í kanadíska herinn 30. ágúst 1940 og ég var kominn til Englands í lok febrúar 1941. Ég hafði bæki- stöðvar á Englandi til 25. ágúst 1945 og fór þá frá Southampton aftur til Kanada. Það skiptust á skin og skúr- ir á þessum tíma en lengst af var ég í flughernum með aðsetur á suður- strönd Englands.“ Almennt þekkja Íslendingar ekki þátttöku í stríði af eigin raun og Bill vill ekki ræða dökku hliðarnar. „Yf- irleitt muna menn bara góðu stund- irnar og hugsa ekki um annað. Mér leið vel á Englandi og ég ferðaðist mikið um landið. Sennilega ferðaðist ég meira en flestir Englendingar ferðast um eigið land og datt í lukku- pottinn 22. júlí 1944. Þá fór ég á dansleik í Brighton, sá Phyllis í fyrsta sinn og mannaði mig upp í að bjóða henni upp í dans. Ekki varð aftur snúið og við giftum okkur 26. apríl 1945.“ Aldrei fjarverandi Foreldrar Bills voru Gísli Jóhann- esson og Florence Lloyd. Gísli fædd- ist á Íslandi 1892 og stundaði meðal annars fiskveiðar í Manitoba en hann breytti nafni sínu í Gillis eftir að hann kom vestur. Hann gekk í kan- adíska herinn 1915 og tók þátt í orr- ustum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Frakklandi en kvæntist enskri konu á Englandi meðan á stríðinu stóð. Bill fæddist í Winnipeg í Kanada 26. júlí 1920, flutti með foreldrum sínum til Winnipegosis tveimur árum síðar og þaðan ári síðar til Red Deer Point. Sumarið 1927 flutti fjöl- skyldan aftur til Winnipegosis vegna þess að Bill þurfti að hefja skóla- göngu. „Winnipegosis var mjög ís- lenskur bær á þessum tíma og ég man sérstaklega eftir eldri, íslensk- um hjónum, sem bjuggu rétt hjá okk- ur,“ segir hann. „Við heimsóttum þau oft og ég man sérstaklega eftir því hvað konan bjó til gott skyr, sem hún bar fram með bláberjum, sykri og miklum rjóma. Pabbi bjó til mjög góðan íslenskan mat, eins og til dæmis mysuost, kæfu og lifrarpylsu, og því fórum við ekki á mis við góð- gætið sem Ísland hafði upp á að bjóða. Hins vegar vorum við ekki í neinu sambandi við Ísland. Þar sem mamma var ensk var eingöngu töluð enska á heimilinu og pabbi kenndi okkur aldrei íslensku en hann talaði íslensku, þegar eldra fólk, sem kunni ekki ensku, bar að garði.“ Síðan 1958 hafa Bill og Phyllis bú- ið í Drayton Valley, sem er um 135 km fyrir suðvestan Edmonton. „Þeg- ar við fluttum þangað voru íbúarnir samtals 2.885 en nú eru þeir um 7.000,“ segir Bill. „Það var ekki eftir neinu að bíða,“ rifjar Bill upp varðandi flutninginn til Alberta, en hjónin höfðu þá búið í Winnipegosis síðan haustið 1946. „Winnipegosis var ekki lengur mið- stöð fiskveiða við vatnið og þar sem ég vildi ná lengra var ekki um annað að ræða en halda vestur á bóginn. Ég hóf störf sem gjaldkeri hjá bænum 1. september 1946 og sinnti starfinu til föstudagsins 13. janúar 1958. Við fluttum til Drayton Valley um þá helgi og þar byrjaði ég í nýju starfi hjá bænum mánudaginn 16. janúar. Ég missti aldrei dag úr vinnu.“ Skyndileg fjölgun Þegar afi Bills missti konu sína flutti hann til vesturheims og tveim- ur árum síðar fékk hann til sín fimm barnanna, þar á meðal föður Bills, en yngsta systirin varð eftir. „Amma dó sex vikum eftir að hún átti Guð- mundínu og skömmu síðar eða 1899 fór afi til Kanada. Ólafía, Guðrún, Guðný, Jóhannes og Gísli fóru á eftir honum 1901 en Guðmundína var of ung og var sett í fóstur. Við komum fyrst til Íslands 1995 og náðum að hitta Guðmundínu áður en hún dó. Við vissum ekkert um hana eða ann- að skyldfólk á Íslandi fyrr en fyrir nokkrum árum en höfum nú heim- sótt það í þrígang, 1995, 2001 og nú 2005. Við erum þegar farin að ræða um næstu ferð og vonandi getum við þá flogið beint frá Kanada til Íslands með Icelandair. Ég er sannfærður um að reglulegt flug milli Íslands og Kanada borgar sig og það er vissu- legra betra fyrir farþegana en að þurfa að fara í gegnum Bandaríkin eða Bretland eða meginland Evrópu. Það er gott að fljúga með Icelandair og við erum sérstaklega ánægð með hvað rýmið í vélunum er gott.“ Það er margt sem heillar Bill og Phyllis á Íslandi. „Hér er allt öðru- vísi en við eigum að venjast og sér- staklega kunnum við vel að meta gestrisnina og laugarnar,“ segir Bill. „Í mínum huga er Ísland mjög fram- farasinnað og efnað land og ég hef oft spurt mig þeirrar spurningar hvers vegna forfeður mínir yfirgáfu þetta land og fóru til Kanada. Ég geri mér fulla grein fyrir því að að- stæður voru allt öðru vísi fyrir 100 árum en þær eru nú en engu að síður velti ég þessu oft fyrir mér.“ Fyrir fjórum árum ferðuðust Bill og Phyllis um landið og komu meðal annars við á Vesturfarasetrinu á Hofsósi, þar sem ættir hans voru raktar aftur til 641. „Skyldfólkinu fjölgar með hverri ferð,“ segir hann og samsinnir konu sinni þegar hún segir að hér vildu þau búa. „Við segj- um alltaf að ef við værum yngri myndum við flytja hingað,“ segir hún og hann bætir við: „Andrúmsloftið og framkoma fólks hér fellur okkur vel í geð. Allir virðast vera svo blátt áfram. Svo er fegurðin svo mikil og sjórinn togar í mann. Það er sama hvar maður er, alls staðar er stutt til sjávar. Jarðhitinn er líka svo sýni- legur og honum fylgir mikil hlýja, jafnt á heimilum sem í laugum og annars staðar. Vetnisvæðingin er einnig forvitnileg, þó olíufyrirtækin taki ekki þátt í henni meðan ekki er um gróðalind að ræða. Við sjáum mengun alls staðar en vetnisvæð- ingin getur minnkað hana til muna. Við ökum mikið, ekki síst vegna heimsókna til barna okkar og fjöl- skyldna þeirra, og notum þar af leið- andi mikið bensín en ég myndi glað- ur skipta yfir í vetni ef sá möguleiki væri fyrir hendi.“ Samhent fjölskylda Hjónin eignuðust fimm börn, þrjá syni og tvær dætur, en elsti sonurinn dó af slysförum 1992. Dæturnar búa líka í Alberta, önnur í Edmonton og hin í Red Deer. Annar bróðir þeirra býr í Calgary og hinn í Bresku Kól- umbíu. Barnabörnin eru sex og barnabarnabörnin 11. Bill segir að það sé ánægjulegt að sjá hvað börn þeirra hafi staðið sig vel og hvað þau leggi mikla rækt við að halda fjölskyldunni saman. „Við búum ekki beint í sama hverfi en not- um hvert tækifæri sem gefst til þess að koma saman,“ segir hann. „Við stöndum saman í gegnum sætt og súrt og höldum ekki hópinn aðeins til þess að halda upp á ákveðin tímamót eins og afmæli, jól, áramót og páska heldur til þess að styrkja okkur sem fjölskyldu.“ Fyrir skömmu voru Bill og Phyllis Johanneson í sinni þriðju heimsókn á Íslandi en faðir hans fæddist hér á landi fyrir 113 árum. Steinþór Guðbjartsson tók þau tali á Seltjarnarnesi. Feðgarnir duttu í lukkupottinn í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni Morgunblaðið/Steinþór Phyllis og Bill Johanneson, sitjandi fyrir miðri mynd, með ættingjum og vinum í fjölskylduboði á Seltjarnarnesi. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór Phyllis og William Gillis Roy (Bill) Johanneson una sér vel á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.