Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 23 MINNSTAÐUR Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 www.skor.is Teg. 163568 Litur: Svartur St. 36-42 Verð 10.500 Teg. 163525 Litur: Svartur, rauður og beige St. 36-42 Verð 9.900 Teg. 163676 Litir: Svartur og brúnn St. 36-42 Verð 9.950 Teg. 163514 Litur: Rauður og svartur St. 36-42 Verð 13.995 Teg. 163314 Litur: Svartur og brúnn Stærðir: 36-42 Verð 13.995 Teg: 163770 Litur: Svartur Stærðir: 36-42 Verð 14.990 LANDIÐ Stokkeyri | Mikið var um dýrðir í tónleikasal Lista- og menning- arverstöðvarinnar Hólmarastar á Stokkseyri 12. október sl. Þá voru 112 ár frá fæðingu tónskáldsins Páls Ísólfssonar á Stokkseyri og var hald- ið upp á afmæli Páls í fimmta sinn á þessum stað. Á hátíðartónleikum komu fram söngkonan Hlín Péturs- dóttir frá Stokkseyri og píanóleikari var Hrefna Eggertsdóttir. Þær fluttu sönglög Páls Ísólfssonar og fleiri tónskálda, sem og aríur og var þeim vel fagnað eftir frábæra tón- leika. Þetta voru fyrstu tónleikar Hlínar á Stokkseyri, eftir að hún kom heim frá námi í Þýskalandi. Að tónleikunum loknum undirrit- aði Björgvin Tómasson orgelsmiður samning um smíði fyrsta orgelsins í orgelverkstæði sínu í Hólmarast- arhúsinu á Stokkseyri, sem mun fara í Grindavíkurkirkju. Aðrir sem rit- uðu undir samninginn voru sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sókn- arprestur í Grindavík, Björn Har- aldsson, varaformaður sókn- arnefndar, og Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri í Árborg. Þegar Björg- vin lýkur smíðinni hefur hann smíð- að orgelin í allar kirkjurnar við suð- urströndina; í Stokkseyrar, Eyrarbakka-, Þorlákshafnar- og Grindavíkurkirkju. Aðeins orgelið í Strandarkirkju er ekki verk hans, en það orgel smíðaði meistari hans í Þýskalandi. Að undirritun lokinni skoðuðu gestir orgelverkstæðið, sem er í fyrrum pökkunar- og móttökusal á jarðhæð hússins. Björgvin var áð- ur með verkstæði að Blikastöðum í Mosfellsbæ, en hann hefur nú einnig flust búferlum á Stokkseyri og hefur fest kaup á húsinu Björgvin, þar sem hann býr nú. Dr. Páll Ísólfsson, tónskáld og dómorganisti, fæddist í Sím- onarhúsum á Stokkseyri 12. október 1893. Hann sleit þar barnsskónum og varð snemma fyrir miklum áhrif- um af tónlist, enda var faðir hans organisti og mikið músíklíf á Eyrum á uppvaxtarárum Páls. Páll Ísólfsson var fyrsti formaður organistafélags- ins og einn besti organisti í Evrópu á sinni tíð og undirritunin með þessu tengd minningu hans. Orgelsmíði hafin í fæðing- arbæ Páls Ísólfssonar Morgunblaðið/Jóhann Óli Samið Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík, Björn Haraldsson, varaformaður sóknarnefndar, Björgvin Tómasson orgelsmiður og Einar Njálsson bæjarstjóri undirrita samning um smíði orgelsins. Morgunblaðið/Jóhann Óli Frá vígslu orgelverkstæðisins Séra Jóna Kristín ritar nafn sitt í „gestabók“ verkstæðisins, bassa- pípu úr fornu pípuorgeli. Samningur und- irritaður á af- mæli tónskáldsins ÁRBORG Hekluhlíðar | Skóglendi mótar mold og læknar skaðleg áhrif gjósku á jarðveg og lífríki á ýmsan hátt. Tækist að rækta upp skóga á eyddum svæð- um í nágrenni Heklu yrði mikið unnið til þess að hindra frekari landeyðingu og styðja við land- græðslu á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem kynnt var á málþingi um hugmyndir um Hekluskóga, sem samráðsnefnd um Hekluskóga stóð fyrir á miðvikudag. Skýrslan var unnin fyrir samráðsnefndina, en þar eru tekn- ar saman aðstæður á svæðinu kringum Heklu, m.a. hvað varðar landeyðingu og möguleika á skógrækt auk þess sem viðraðir eru helstu kostir skógræktar hvað varðar gróðurvernd og heftingu gjóskufoks. Á málþinginu fluttu m.a. erindi Árni Hjartarson jarðfræðingur sem skýrði frá áhrifum gjósku frá Heklu, Sveinn Sigurjónsson bóndi og landeigandi, sem kynnti hagsmuni landeigenda og skýrði frá skóg- og jarðvegseyðingu í grennd við eldfjallið. Þá sögðu Ása L. Aradóttir náttúrufræðingur og Hreinn Óskarsson skógarvörður frá hugmyndum um Hekluskóga og hvernig mögulegt væri að koma þeim í framkvæmd. Þá voru pallborðs- umræður eftir erindi frummælenda þar sem fjallað var um verkefnið út frá ýmsum sjón- arhornum, m.a. í samhengi við alþjóðleg umhverf- ismál og sveitarstjórnarmál. Hugmyndir um Hekluskóga má rekja til Úlfs Óskarssonar, sem setti þær fram fyrir nokkrum árum. Ganga þær í grundvallaratriðum út á að endurheimta náttúruskóga sem vörn gegn áhrif- um gjóskuskóga. Megintilgangur Hekluskóga væri að verja landið fyrir áföllum vegna öskufalls með því að endurheimta náttúrulegan birkiskóg á samfelldum svæðum. Skógar skýla gróðurþekjunni Til forna var svæðið kringum Heklu að mestu þakið skógi. Þeir skógar virðast, að sögn fræði- manna, hafa beðið furðu lítinn skaða af eldgosum í Heklu og má sem dæmi nefna að skógurinn í Þjórsárdal lifði af gosið mikla árið 1104, sem lagði dalinn í auðn. Í skýrslu samstarfsnefndarinnar segir m.a. að skógur, kjarr og mellönd séu einu gróðurlendin sem þola gjóskufall að einhverju ráði. Vaxtarbrum hjá trjám og runnum séu of- arlega á plöntunum og því hefti gjóska síður vöxt þeirra en annars gróðurs. Þá mynda skógur og kjarrgróður skjól og draga úr hættu á að gjóska og sandur fjúki af stað og rjúfi gróðurþekju. Eftir að skógar í nágrenni Heklu hurfu hófst hins vegar sú mikla landeyðing sem þar hefur orð- ið. Því kom upp sú hugmynd að endurheimta birkiskóga og kjarr á svæðinu til að vernda hér- uðin í nágrenni Heklu gegn áföllum vegna gjósku- falls. Lífsskilyrði tegunda batna Að sögn samráðsnefndarinnar er ætlunin þó ekki að gróðursetja í allt svæðið, enda yrði það mjög kostnaðarsamt. Heldur er ætlunin að gróð- ursetja lundi af víði og birki á víð og dreif um svæðið, þaðan sem fræ af þeim geta síðan dreifst og numið stærri svæði. Á stórum svæðum þarf þó að byrja á því að hefta jarðvegsrof og búa í haginn fyrir landnám birkis og víðis. Aðgerðir munu þó fyrst og fremst miða að því að örva náttúrulega gróðurframvindu fremur en að um samfellda ræktun sé að ræða. Birkiskógar sem enn halda velli í nágrenni Heklu bera að sögn skýrsluhöfunda vitni um þau víðáttumiklu skóglendi og frjósömu vistkerfi sem þar voru áður fyrr. Með því að koma upp birki- skógum og víðikjarri á svæðinu er að sögn Sam- ráðsnefndarinnar ekki aðeins verið að varna því að gjóska frá Heklu valdi skaða á byggðum og náttúru, heldur er einnig verið að endurheimta hluta þeirra vistkerfa sem þar hafa glatast. Hekluskógar gætu mögulega náð yfir allt að því 100.000 hektara, sem samsvarar um 1% af flat- armáli Íslands. Hér er því um að ræða möguleika á að tvöfalda skóglendi Íslands, þar sem skógar ná nú aðeins yfir u.þ.b. 1% landsins. Þannig gæti þetta orðið langstærsta skóglendi landsins. Ennfremur segir í kafla um alþjóðlegar skuld- bindingar að með endurheimt birkiskóga og víði- kjarrs verði fjölþætt starfsemi vistkerfa smám saman endurreist, frjósemi jarðvegs aukist og landið endurheimti hæfni til að miðla vatni; eig- inleika sem örfoka land hefur glatað. Lífsskilyrði batni þannig fyrir margar tegundir til að nema land á ný og því megi búast við því að líffræðileg fjölbreytni verði endurreist á stórum svæðum inn- an Hekluskóga. Ljósmynd/Sigurður Bogi Áhugasamir fundargestir Ekki var annað að sjá en að fundargestir værur áhugasamir um verkefnið. Gæti tvöfaldað skóglendi Íslands Fjölmennt málþing um möguleika og markmið Skógræktar umhverfis Heklu Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.