Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 53 Í KVÖLD kl. 21 verður haldin lagakeppni á Gauki á Stöng sem umboðsskrifstofan Gigg.is stendur fyrir. Þeir listamenn og hljómsveitir sem staðfest hafa þátttöku sína í keppninni eru: Hraun, Touch, Rrr, Refill, Þorvaldur Geirsson, LoveBalls, Andrúm, Salka & Lilja, Um- svif, Sweet Sins, Tríkot, Hug- arÁstand, Isold og Kónguló- arbandið. Áhorfendur hafa 50% vægi í kosningu kvöldsins en dómarar keppninnar eru Michael Poll- ock, Óli Rúnar í Atomstöðinni og Davíð Sigurðarson umboðs- maður. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, hljómsveitin Sigur Rós gefur tíu tíma í hljóðveri þeirra, Sundlauginni, þar sem vinningshafinn getur tekið lag- ið upp. Davíð Sigurðarson hjá Gigg.- is segir að hugmyndin hafi kviknað í september þegar svo virtist sem engin forkeppni yrði haldin hér á landi fyrir Evróvisjón. „Ég hafði samband við RÚV og viðraði þessa hug- mynd við þá. Viku eftir að ég var búinn að útvega tónleika- stað, rakst ég á fréttatilkynn- ingu í blöðunum þar sem RÚV og BaseCamp auglýsa for- keppnina.“ Davíð segist samt ánægður með að forkeppni verði yfirleitt haldin, enda sé það mikilvægt fyrir tónlistina í landinu. „Við ákváðum samt að halda okkar striki og efna til þessarar keppni engu að síður. Vinn- ingslagið verður þá bara sent inn í forkeppni RÚV og ætti að standa nokkuð vel að vígi þegar það hefur verið tekið upp og hljóðblandað hjá þeim Sigur Rósar-strákum.“ Tónlist | For- keppni fyrir for- keppni Evróvisjón Sigur Rós gefur verðlaun Hraun er ein þeirra sveita sem etja kappi í lagakeppninni. þremur hljómsveitum til að koma lagabunk- unum út. Tónlist Pósthússins í Tuva er mjög sérstök og er í raun ómögu- legt að tína til ein- hverjar samlíkingar. Einhvers konar skrýtilegt nýbylgj- urokk með þjóðlaga- kryddi. Ofan á það bætast furðulegir textar og enn furðu- legri rödd Hlyns, sem fettir sig og brettir að eigin hentugleik. Þessir þættir hafa gefið af sér mjög svo áhugaverða tónlist, í raun eitt það besta sem undirritaður hefur heyrt lengi úr heima- bruggsgeiranum. Undirgrund er besta og heilsteyptasta verk Pósthússins til þessa. Í gegnum fjórar plötur hefur sveitin hægt og bítandi eflst að styrk, LÆKNIRINN Hlynur Þorsteinsson heldur hér ótrauður áfram á sinni kræklóttu leið um popplendur. Dugir ekkert minna en sautján laga plata en skáldabrunnur Hlyns virðist óþrjótandi og neyðist hann til að halda úti lagasmíðar eru orðnar ákveðnari og öruggari, líkt og Hlynur Þorsteinsson, leiðtogi sveit- arinnar, sé farinn að kunna lagið á þessari einstöku skepnu sem hann hefur skapað. Menn leyfa sér að skreyta lögin meira en áð- ur, kaflar í lögum eru orðnir fleiri og ýmislegu vel til fundnu skrúði er haganlega bætt ofan á þegar við á. Hljóðfæraleikur er orðinn betri og allt gengur frábærlega upp hér. „Gráttu bara“ er besta lag Hlyns til þessa og þar fer bandið hreinlega á flug. Öflugur rokkari, bor- inn upp af hvassri og stingandi melódíu. Til- þrifin eru fleiri; „Ráð undir rifi hverju“ er t.d. ekki síðra og svo eru hér lög eins og „Biðin“ og „Bara bisniss“ þar sem laglínur fara ófor- varandis í hinar og þessar áttir. Sérstaklega er síðara lagið mergjað, með þungri undiröldu og minnir eilítið á sýrurokk það sem stundað var á sjöunda áratugnum. Galsagrín má þá finna einnig, líkt og í „Sirkus í bænum“ og „Vel lesinn og víðsýnn“ en pólitíkin er heldur aldrei langt undan að venju. Þannig er sósíal- isminn settur undir smásjána í „Á Kúbunni“ þar sem „hæverskur últra vinstri sósíalisti“ gerir upp ýmis mál. Svona er platan skemmti- lega fjölbreytt en býr þó yfir sterkum heild- arsvip, bæði vegna hins einstaka lagastíls og svo þessari auknu fagmennsku og þéttleika sem í sveitina er hlaupin. Þá ber að geta sérstaklega frágangs plötu- umslags sem er til fyrirmyndar og bæklingur er sömuleiðis veglegur þar sem finna má alla texta. Sama má segja um fyrri útgáfur Póst- hússins svo og plötur Sigurbogans, sem er önnur sveit sem Hlynur leiðir. Nú er bara að bíða eftir tilkynningu um næsta pakka frá Pósthúsinu, sem ætti að fara að berast fljótlega miðað við það sem á undan er gengið. Skafið, meitlað og mokað TÓNLIST Íslenskar plötur Undirgrund er fjórða plata Pósthússins í Tuva. Sveitina skipa Gunnar Einar Steingrímsson (slag- verk, jarðlúður (didgeridoo), söngur, gítar), Hjörtur Guðnason (wasserfiedel, hjartans hörpu strengir), Hlynur Þorsteinsson (söngur og önnur hljóðfæri). Jóhann I. Stefánsson spilar á trompet í nokkrum lögum. Lög og textar eru eftir Hlyn utan að Gunnar á eitt lag og meðfylgjandi texta. Hlynur og Gunnar Krist- ján Steinarsson upptökustýrðu og hljóðblönduðu. Hlynur Þorsteinsson (HÞ) gefur út. Pósthúsið í Tuva – Undirgrund  Arnar Eggert Thoroddsen Háskólabíói sunnudaginn 16. október Hljómleikar hefjast kl. 20.00 Miðaverð kr. 6.900 - 5.900 - 4.900 Ath. Aðeins selt í sæti (númerað) Miðasala á Esso: Ártúnshöfða og Geirsgötu Háskólabíó eftir kl. 14:00 Einnig: www.midi.is & kynnir Söngvara YES 2005 ÍS LA N D S P R E N T O wn er O f A L on ely He ar t He ar t O f T he S un ris e I ll F ind M y W ay Ho me S ta te O f I nd ep en de nc e A nd Y ou A nd I W on de ro us S to rie s S ta rs hip T ro op er A wa ke n I ve S ee n A ll Go od P eo ple R ou nd ab ou t Annað kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.