Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 43
11 í sal Álftanesskóla í umsjón Kristjönu og Ásgeirs Páls. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. BESSASTAÐAKIRKJA: Kirkjudagur safn- aðarins. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen prédikar. Álftaneskórinn syngur undir stjórn organistans, Bjarts Loga Guðnasonar. Barnakórar Álftanesskóla syngja. Stjórnendur Valgeir Skagfjörð og Kristbjörg Kari Sólmundardóttir. Nem- endur úr tónlistarskólanum leika. Sr. Frið- rik J. Hjartar og sr. Birgir Ásgeirsson þjóna. Eftir guðsþjónustuna verður kirkju- kaffi. Kvenfélagið selur kaffi til styrktar Líknarsjóði Álftaness í hátíðarsal íþrótta- hússins. Þar verður einnig flutt tónlist. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11. HJALLAKIRKJA í Ölfusi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta sunnudaginn 16 október kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Dag- marar Kunakovu. Meðhjálpari Kristjana Gísladóttir . Sunnudagaskóli sunnudag- inn 16. okt. kl. 11 í umsjá Ástríðar Helgu, Natalíu Chow, Kristjönu Gísladóttur, Arn- ars Inga Tryggvasonar og sóknarprests. Kirkjutrúðurinn mætir í fyrsta skiptið. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli sunnudaginn 16. okt. kl. 11 fer fram í Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík). Ekið frá Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 10.45. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Laufey Gísladóttir, umsjón- armaður sunnudagaskólans, Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Sara Valbergsdóttir, Sirrý Karlsdóttir, Víðir Guðmundsson og Krist- jana Kjartansdóttir. Guðsþjónusta í Kirkju- lundi kl. 14 árd. Verkalok, nýtt upphaf eða endalok? Prestur sr. Ólafur Oddur Jóns- son. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Org- anisti Hákon Leifsson. Meðhjálpari Arn- hildur H. Arnbjörnsdóttir. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar eftir messu. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðsþjón- usta í Borgarneskirkju kl 11.15. Messa í Borgarneskirkju kl 14. Séra Brynjólfur Gíslason predikar og þjónar fyrir altari. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. Sóknarprestur. HRÍSEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta verður fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 11 f.h. Heimilið – vettvangur trúaruppeldis. Mikill söngur – léttir söngv- ar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Innsetning sr. Óskars Hafsteins Óskarssonar og sr. Sólveigar Höllu Kristjánsdóttur. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Kaffiveitingar í safnaðarheimili eftir messu. GLERÁRKIRKJA: Barnastarf og guðsþjón- usta kl 11. Sr. Arnaldur Bárðarson og Pét- ur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Unglingakór Glerárkirkju leiðir söng. Stjórnandi er Ásta Magnúsdóttir. Org- anisti Hjörtur Steinbergsson. Unglingar á landsmóti æskulýðsfélaga eru þátttak- endur í helgihaldi. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Hjálpræðissamkoma kl. 17. Majórarnir Anne Marie og Harold stjórna og tala. LAUFÁSPRESTAKALL: Laufásskirkja: Í tengslum við starfsdag að hausti í Gamla bænum í Laufási laugardaginn 15. októ- ber verður barnasamvera í kirkjunni kl. 13.30. Grenivíkurkirkja: Kyrrðarstund mánudagskvöldið 17. okt. kl. 20. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Í tengslum við starfsdag að hausti í Gamla bænum í Laufási laugardaginn 15. okt. verður barnasamvera í Laufásskirkju og hefst hún kl. 13.30. Börn úr Ljósavatns- prestakalli eru sérstaklega hvött til að koma. SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta kl. 14. Kristín Björnsdóttir leikur á orgel og stjórnar söng. Fjölmenn- um til kirkju. Sóknarprestur. GRAFARKIRKJA í Skaftártungu: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 21. Athugið vel tímasetninguna. Prestur er séra Haraldur M. Kristjánsson. Organisti er Brian R. Har- oldsson. Fjölmennum til kirkju. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 11. Skírn. Organisti Nína María Morávek. Munið kirkjuskóla barnanna í safn- aðarheimili Oddasóknar á Hellu alla laug- ardagsmorgna kl. 11. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þess að koma. Barnasamkoma kl. 11.15. Léttur hádegisverður á eftir. Tíðagjörð þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Kirkjuskóli í Fé- lagsmiðstöðinni þriðjudaga kl. 14. Pabba- og mömmumorgunn miðvikudaga kl. 11. Miðvikudag 19. okt. kl. 20: Tólf sporin hafin. Sr. Gunnar Björnsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Gunnar Björnsson messar í leyfi sóknarprests. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Foreldramorgnar á þriðjudagsmorgnum kl. 10.00–11.30 í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Hjúkrunarheimilið Ás: Guðsþjónusta kl. 15. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 43 KIRKJUSTARF Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju ÞAÐ er orðin föst hefð í Hafn- arfjarðarkirkju að halda fjöl- skylduhátíð einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Eru þær fjölsóttar enda koma þar saman börn og full- orðnir úr öllum þáttum safn- aðarstarfsins. Fjölskylduhátíð októbermánaðar er haldin á morgun, sunnudaginn 16. október. Hefst hátíðin klukkan 11 með fjölskylduguðsþjónustu þar sem báðir sunnudagaskólar safn- aðarins sameinast, en sunnudaga- skólastrætisvagninn ekur frá Hval- eyrarskóla kl. 10.50. Hljómsveitin Gleðigjafar leiðir söng og leikur undir, en hún er skipuð leiðtogum barnastarfsins. Að þessu sinni verða þrjú börn borin til skírnar, barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur og leikbrúð- urnar kátu koma í heimsókn. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson og hann ætlar að segja glærusögu. Eftir fjölskylduguðsþjónustuna er boðið upp á hressingu og nammi í safnaðarheimilinu. Strætisvagn- inn ekur aftur upp í Hvaleyr- arskóla kl. 12.10. Dægurlagamessa í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kemur, 16. október nk. kl. 20.00, fer fram dægurlagamessa í Hafnarfjarð- arkirkju. Dægurlagamessur í Hafn- arfjarðarkirkju hafa skipað sér sess í bæjarlífinu sem fastur liður í hauststarfi kirkjunnar. Messurnar eru hefðbundnar en í stað sálma eru leikin dægurlög, innlend og erlend, sem hafa trúar- lega skírskotun í texta eða þykja hæfa tilefninu af öðrum ástæðum. Fjarðarbandið hefur séð um tón- listarflutning frá upphafi og hafa ýmsir söngvarar og hljóðfæraleik- arar glatt kirkjugesti undanfarin ár, undir stjórn Hjartar Howser pí- anóleikara. Séra Gunnþór Þ. Inga- son sóknarprestur hefur átt það til að grípa í munnhörpuna með hópn- um en hann átti upphaflega hug- myndina að þessum messum og mun þjóna í dægurlagamessunni ásamt sr. Þórhalli Heimissyni. Að þessu sinni mun Fjarð- arbandið verða skipað Andreu Gylfadóttur söngkonu, Birgi Bald- urssyni trommuleikara, Hafsteini Valgarðssyni, bassaleikara og Sig- urði Perez saxófónleikara auk Hjartar Howser. Dægurlagamessurnar hafa mælst mjög vel fyrir og verið fjöl- sóttar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Kvöldguðsþjónusta með Þorvaldi í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 16. októ- ber kl. 20 verður guðsþjónusta í Seljakirkju. Sr. Bolli Pétur Bolla- son predikar. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson leiðir al- mennan söng ásamt kór Selja- kirkju. Organisti er Jón Bjarnason. Verið velkomin og njótið góðrar kvöldstundar. Kórsöngur við messu í Dómkirkjunni Á SUNNUDAGINN gefst kirkju- gestum kostur á að hlýða á Kamm- erkór Dómkirkjunnar syngja við messu í Dómkirkjunni kl. 11. Kammerkórinn er skipaður tíu söngvurum sem syngja að jafnaði við útfarir og aðrar athafnir og hefur vakið athygli fyrir vandaðan tónlistarflutning. Sr. Hjálmar Jóns- son predikar og Marteinn H. Frið- riksson leikur á orgel. Dómkórinn, sem að staðaldri syngur við messur í kirkjunni, heldur tónleika í Langholtskirkju á laugardaginn kl. 17 og flytur þar Sálumessu eftir J. Brahms. Kirkjudagur Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 16. októ- ber, er kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Dagurinn hefst með barnaguðsþjónustu kl. 11 sem er góð stund fyrir alla fjölskylduna og er kirkjan alltaf þétt setin á sunnu- dagsmorgnum. Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 13 þar sem hljómsveit kirkjunnar leiðir tónlist og söng ásamt kirkjukórnum. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo hin glæsilega kaffisala kven- félagsins í safnaðarheimilinu en allur ágóði af kaffisölunni fer til að styrkja kirkjustarfið. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefur fært kirkjunni stórar gjafir í gegn- um tíðina og stutt safnaðarstarfið á allan hátt. Það er von okkar sem störfum í kirkjunni að safnaðarfólk og vinir kirkjunnar fjölmenni á morgun. Tónlistarguðsþjón- usta í Árbæjarkirkju ÞRIÐJA sunnudag hvers mánaðar er boðið til tónlistarguðsþjónustu í Árbæjarkirkju. Sunnudaginn 16. október kl. 11 koma Þóra Soffía Guðmundsdóttir er leikur á horn og Ester Szklenár á saxófón. Þær stöllur munu flytja okkur tónverk í samstarfi við org- anista okkar í kirkjunni. Kirkju- kórinn leiðir safnaðarsöng. Tónlistarguðsþjónustur eru ætl- aðar til þess að kirkjugestir geti komið og átt ljúfa stund við marg- víslegan tónlistarflutning í sam- hljóman við útleggingu orðsins. Fyrir altari þjónar sr. Þór Hauks- son. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu. Þangað mæta meðal annarra Rebbi refur og fleiri góðir gestir. Kaffi, ávaxta- safi og meðlæti á eftir. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sunnudags- morguninn 16. október kl. 11. Hvernig líður börnunum okkar Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudag, mun Benedikt Jóhannsson sálfræðingur kynna niðurstöður rannsóknar um líðan reykvískra barna og hverju líðanin tengist í lífi þeirra varðandi heimilishagi, skóla og félaga. Er- indið er þáttur í framlagi Hall- grímskirkju til átaksins „Verndum bernskuna“ og liður í áherslu þeirri sem Þjóðkirkjan leggur á fjölskylduna á þessu starfsári. Kl. 11 er guðsþjónusta í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar og barnastarf í umsjá Magneu Sverr- isdóttur djákna. Biðjum gegn böli KÍNVERSKT máltæki segir „Bæn- ir breyta ekki raunveruleikanum. Nei, bænir breyta mönnum og menn breyta raunveruleikanum“ Í ljósi þessarar hugsunar verður kyrrðar- og bænastund í Fríkirkj- unni að Fríkirkjuvegi 5, fimmtu- dagskvöldið 20. október kl. 20–21. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborg- arprestur leiðir stundina og flytur hugleiðingu. Einnig verður vitn- isburður foreldris og í lok stund- arinnar verður beðið gegn því böli sem vímuefnaneysla er. Gospelkór Reykjavíkur mun fylla stundina af lofgjörð með Óskar Einarsson kór- stjóra í fararbroddi. Þau sem vilja geta komið með kerti og tendrað ljós fyrir utan kirkjuna. Þessi stund er tileinkuð öllum þeim sem þjást vegna vímu- efnaneyslu og einnig þeim sem hafa misst ástvini sína vegna neyslu eða sem hafa fallið fyrir eig- in hendi. Það eru allir velkomnir. Vímulaus æska – Foreldrahús. Kópavogskirkja – þakkargjörð Þakkargjörðarguðsþjónusta verð- ur sunnudaginn 16. október kl. 14. Í henni verður lögð áhersla á þakk- argjörðina, – á það að við munum eftir að þakka allt það dýrmæta og góða sem við njótum og höfum not- ið. Í guðsþjónustunni verður „ömm- unum“ þakkað sérstaklega og þær heiðraðar. Þær hafa, árum saman, glatt og yljað Kópavogsbúum og fleirum með söng sínum. Sóknarprestur séra Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Þóru Vigdísar Guðmundsdóttur organista og Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kór- stjóra. Kaffisopi eftir guðsþjón- ustu. Hjóna- og para- námskeið í Laugarneskirkju OKKUR langar að vekja athygli á sérstöku hjóna- og paranámskeiði sem haldið verður ísafnaðarheimili Laugarneskirkju á morgun, sunnu- dag, milli kl. 15-18. Þar munu hjón- in Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, og Valdís Ösp Ívarsdóttir, fíkni- og fjölskylduráð- gjafi, halda námskeið og kynningu á sérstöku vinnukerfi sem hannað er til þess að gera góð sambönd betri. Stofnaðir verða parahópar sem hittast í heimahúsum og vinnaeftir ákveðnu verkefnakerfi sem var bú- ið til fyrir 25 árum í Minesotafylki af tveimur fagaaðilum. Þar erupör æfð í hlustun og samtali um helstu viðfangsefniheimilis og samlífs. Hér er ekki á ferðinni ’krísuvinna’ heldur aðferðir til að dýpka og auka gæði í samskiptum sem þegar eru heilbrigð. Aðgangur að þessu kynning- arnámskeiði er ókeypis og þau sem langar að nýta sér þetta vinnukerfi fá leiðsögn um framhaldið,en hin fara heim reynslunni ríkari og með margar góðar hugmyndir og umræðuefni í farteskinu. Barnaleikrit í Fríkirkjunni STOP leikhópurinn mun sýna Kamillu og þjófinn í barnaguðs- þjónustunni kl. 14. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir sér um stundina ásamt leikhópnum. Við gefum andabrauð að lokinni stundinni. Allir hjart- anlega velkomnir. „Konur eru konum bestar“ NÁMSKEIÐ fyrir konur í sjálfs- styrkingu verður haldið í safn- aðarheimili Garðasóknar, Kirkju- hvoli, mánudagana 17. og 24. október, kl. 20:00 til 23:00 og hefur yfirskriftina: “Konur eru konum bestar“. Námskeið þetta er haldið í samráði við Leikmannaskóla Þjóð- kirkjunnar. Það er sr. Petrína Mjöll Jóhannsdóttir sem mun hafa umsjón með námskeiðinu. Þetta námskeið, “Konur eru konum best- ar hefur notið fádæma vinsælda undanfarin ár og er styrking- arnámskeið fyrir konur á öllum aldri. Konurnar taka þátt í umræðum og vinna ýmis verkefni, ýmist einar eða í hópum. Námskeiðið er ætlað konum á öllum aldri. Námskeiðs- gjald er kr. 1000. Gögn og hressing eru innifalin í verðinu bæði kvöld- in. Garðasókn greiðir niður kosnað af námskeiðinu. Skráning fer fram í síma: 565-6380 og 895-0169. Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjarðarkirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.