Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU á morgun Hinir mörgu tónar Magnúsar Þórs EINAR K. Guðfinnsson, sjávarút- vegsráðherra, segist ekki vera tilbúinn til þess að færa línuívilnunina út, það er að beitningavélabátar og bátar sem beita með trekt úti á sjó, geti líka fengið línuívilnun. Hann segir einnig að byggðakvóti sé nauðsynlegt úr- ræði, sem við get- um ekki horfið frá. Þetta kom fram á aðalfundi Lands- sambands smá- bátaeigenda í gær. Þar sagði ráðherrann enn fremur: „Það eru tvö mál, sem sérstaklega hafa verið rædd í samhengi við fisk- veiðistjórnarkerfið og spurningar hafa komið upp nú upp á síðkastið. Menn hafa í fyrsta lagi spurt: Hvaða augum lítur þú á línuívilnun? Svar mitt er ein- falt og skýrt: Ég er stuðningsmaður línuívilnunar og ég monta mig af því að hafa verið fyrsti þingmaðurinn til þess að nefna þessa hugmynd á nafn í þing- ræðu á Alþingi. Ég tel að þetta fyr- irkomulag hafi reynst vel og orðið mjög til hagsbóta fyrir byggðirnar í landinu. Kvótaafsláttur, ef við getum kallað það svo, sem útgerðir fengu í gegn um línuívilnun, nam tæpum 5 þúsund tonnum á síðasta fiskveiðiári. Það er því óumdeilt að línuívilnunin skapar þessum útgerðarflokki báta forskot. Hún hefur ýmsa kosti fram yfir byggðakvóta, þó ég telji ekki að hún geti leyst hann af hólmi, vegna sérstöðu byggðakvótans. Hún hefur og komið mjög til góða í ýmsum byggðarlögum, sem hafa orðið undir í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þá er það athyglisvert að línuívilnunin hefur dreifst meira um landið heldur en margir spáðu. Samkvæmt yfirliti sem Fiskistofa tók saman fyrir mig nutu 149 löndunar- og heimahafnir línu- ívilnunarinnar. Þetta er ágætt að benda á því margir héldu því fram að þetta væri eingöngu vestfirskt sér- hagsmunapot – tölurnar sýna annað. Línuívilnunin er þess vegna almenn aðgerð og kemur víða að notum, sem betur fer. Ekki hleypa öðrum að Menn hafa spurt mig hvort ég væri til í að stækka línuívilnunina og gefa fleiri veiðiaðferðum kost á að nýta sér hana. Ég skal svara hreinskilnislega – Nei ég er ekki tilbúinn til þess. Ég tel að það eigi ekki að hleypa inn öðrum bátagerðum, vegna þess að við þurfum að hafa einhverja aðgangstakmörkun að þessu sóknartengda fyrirkomulagi. Reynsla okkar af því að opna inn í slík kerfi með einhverskonar einstefnu- loka hefur verið mjög vond. Línutvöföldunin gamla sprakk í höndunum á okkur vegna þess að við höfðum ekki pólitískt þrek til að tak- marka að henni aðganginn. Ég ætla mér ekki það hlutskipti sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, að standa yfir höfuðsvörðunum línu- ívilnunarinnar. Ég vil varðveita hana og þess vegna vil ég ekkert gera, sem gæti orðið til þess að raska henni eða eyðileggja. Okkur er það öllum ljóst að veiði- máttur línunnar er gífurlega mikill og ef að við opnum inn í hana stærri og afkastameiri flota, eins og til dæmis vélabátana, þá gæti það orðið fyrsta skrefið að tortímingu hennar. Þess vegna er þessi afstaða mín til- komin. Einfaldlega vegna þess að ég vil verja línuívilnunina, ekki vegna þess að ég vilji ekki veg hennar mik- inn. Annað atriði hefur verið rætt við mig og það er spurningin um byggða- kvótann. Byggðakvóti er auðvitað í sjálfu sér ákaflega vandmeðfarin að- ferð og hún hefur ekki verið í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Byggða- kvóti er hins vegar að mínu mati nauðsynlegt úrræði, sem við getum ekki horfið frá. Ég hef ekki komið auga á annað fyrirkomulag til þess að ná því sama markmiði og stefnt er að með byggðakvótum. Byggðakvótar eru hugsaðir fyrir þau byggðarlög, sem hafa misst frá sér miklar afla- heimildir og standa af þeim sökum veikum fótum. Byggðakvóti er einnig notaður til að bregðast við þegar það gerist, sem ég hef stundum kallað, að náttúran tekur burtu veiðiréttinn. Það er þegar breytingar í náttúrufari leiða til þess að veiði í einstökum teg- undum hverfi. Þetta hefur bæði átt við innfjarðarveiði í skel og rækju. Ég held hins vegar að við eigum að beita byggðakvótanum af varkárni. Hann á ekki að vera mjög almennt úrræði, heldur skilgreint og afmark- að. Þannig hefur það líka verið hugs- að og framkvæmt og ég mótmæli því þegar menn tala um að slík takmörk- uð og afmörkuð úrræði skekki sam- keppnisstöðu eða veiki aðra, sem fyr- ir eru í útgerðinni. Það er ekki svo. Vel má hins vegar hugsa sér að skoða ýmsar hliðar hans. Á til dæmis að vera fortakslaus skylda um löndun og vinnslu í heimahöfn, á að taka byggðakvótann af mönnum sem leigja frá sér heimildir? Þetta eru spurningar sem ég bið ykkur að hug- leiða með mér. Við hljótum að hafa af því sameiginlega hagsmuni að við þessa stjórnvaldsaðgerð, þ.e að um byggðakvótann sé sem mest sátt og að við framkvæmum hana með sem mesta réttlætisvitund að augnamiði,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Línuívilnun ekki vest- firskt sérhagsmunapot Sjávarútvegs- ráðherra vill ekki hleypa fleiri báta- gerðum inn í línuívilnunina Einar Kristinn Guðfinnsson „VIÐ fullyrðum að besta hráefnið sem neytandinn getur fengið, kem- ur frá smábátaútgerðinni, sé rétt að málum staðið. Við fullyrðum að smábátaútgerðin er í sterkari tengslum við strandbyggðirnar en útgerð stærri skipa og skapar tengsl sjósóknar og byggðar sem annars dofna og jafnvel rofna að lokum,“ sagði Arthur Bogason, formaður Landssambands smáa- bátaeigenda, á aðalfundi þess í gær. „Síðast en ekki síst höfum við fullyrt að afkoma þessarar útgerð- ar geti verið betri en annarra, og því verðugt verkefni, ekki síst þessar stundirnar fyrir hagfræð- inga samtímans að reikna hvort það sé útgerð smábátanna eða ann- arra sem lifað gæti af til langframa sterkt gengi krónu og gríðarhátt olíuverð. Smábátaút- gerðin hefur innbyggðan sveigj- anleika til að glíma við þessar erf- iðu kringumstæður sem aðrar útgerðir hafa síður. Vissulega reynir á þolrif allra í sjávarútveg- inum við núríkjandi kring- umstæður, en smábátaeigendur hafa áður séð hann svartan og þraukað af. Það er ekkert að breytast,“ sagði Arthur. Kjarasamningar nauðsynlegir Arthur ræddi síðan þær breyt- ingar sem orðið hafa á smábáta- flotanum og leiða til þess að nauð- synlegt verði að gera heildarkjarasamninga fyrir sjó- menn á smábátum. „Annað er það mál sem við verð- um að taka til alvarlegrar umræðu innan okkar raða. Breytingin sem orðin er á hluta smábátaflotans gerir að verkum að nú mun stöð- ugt þyngjast krafan um að gerðir verði heildarkjarasamningar fyrir ráðnar áhafnir á smábátum. Það er mitt álit að núverandi þróun og ástand sé dæmt til að líða undir lok. Frekar en að vera þvingaðir til hlutanna eigum við að sýna frum- kvæði í málinu,“ sagði Arthur. Hann hvatti síðan sjávarútvegs- ráðherra til að taka til við að út- færa línuívilnunina, „þessa ágætu aðferð til að verðlauna notkun um- hverfisvæns veiðarfæris, með sann- gjarnari hætti en nú er. Þessi aðferðafræði, þ.e. að hygla ákveðnu veiðarfæri getur verið stórsnjallt verkfæri í höndum ráða- manna til að auka virði sjáv- arfangs. Þannig vil ég beina þeirri hugmynd til sjávarútvegsráðherra, að taka upp ívilnun varðandi upp- sjávarveiðar, þar sem þeim er hyglað sem veiða til manneldis. Mig satt best að segja undrar hvers vegna stórútgerðin hefur ekki reynt að sjá björtu hliðarnar á þessum málum og farið fram á slíka „manneldisívilnun“. En þeir liggja svo fast á grátmúrnum að sólin nær aldrei að þurrka tára- flauminn,“ sagði Arthur Bogason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundir Það var margt um manninn á 21. aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda, en sambandið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Besta hráefnið kemur frá smábátaútgerðinni FRÉTTIR BRESKU dagblöðin hafa haldið áfram að birta gagnrýni um sýningu Vesturports-leikhópsins á Vojtsek í Barbican Centre í London. Michael Coveney, gagnrýnandi Independent, segist hafa orðið skelf- ingu lostinn á sýningunni – „vegna þeirrar tilfinningar að örlög Vojt- seks séu svo óþörf en um leið svo skiljanleg“. Gagnrýnandinn hrósar leikendum fyrir að ná fram kynferð- islegri spennu milli persónanna, sem sé nýjung fyrir leikritun Büchners. Hann lýkur grein sinni með ósk um að fá að sjá leikritið sviðsett á ein- faldan hátt, þótt hann geti ekki álas- að Gísla Erni Garðarssyni fyrir að gefa hugmyndafluginu lausan taum- inn. Charles Spencer, gagnrýnandi The Telegraph, hrósar Vesturporti fyrir frábærlega hugmyndaríka sýn- ingu en kveðst ekki alveg viss um að þetta sé Vojtsek. „Gallinn við þessa sýningu – og þið heyrið mig ekki oft bera upp slíka kvörtun – er að hún er of skemmtileg. Sýning Gísla Arnar Garðarssonar er svo stórfengleg, með fimleikum og flugballett, og fal- legum atriðum þar sem leikararnir synda í risastóru fiskabúri og njóta ásta í bullandi vatni, að reiðin, dep- urðin og skelfingin úr upprunalega verkinu hverfa manni sjónum.“ Sam Marlowe, gagnrýnandi The Times, lýsir sýningunni svo: „Fag- urfræði poppsins fær jafnvel morð til að líta vel út; forfæring og dauði Maríu, sem er klædd eins og Mjall- hvít úr teiknimynd Disneys, fer fram í vatni með sláandi ballettlíkri feg- urð. Sýningin öll hefur á sér gljáa og grunnfærna skammtímahugsun tón- listarmyndbandsins – en hefur þrátt fyrir það umtalsverð, en ekki flókin, áhrif. Á köflum er sýningin einstak- lega skrýtin, en einnig á stundum, dásamleg.“ Segja sýningu Vesturports vera of skemmtilega Breskir gagnrýnendur um Vojtsek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.