Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR Allt fyrir mömmu og litla krílið Ljósmóðir við í hádeginu til skrafs og ráðagerða Útsöluslá: Bolir, buxur, kjólar, pils, kr. 2.000/2.500 Skólavörðustíg 41, sími 551 2136 – www.thumalina.is MARÍA Kristín Gylfadóttir, 34 ára stjórnmálafræðingur, býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. María starfar sem verkefnisstjóri á Landsskrifstofu Leonardó starfsmennta- áætlunar ESB. María hefur tek- ið virkan þátt í félagsstarfi og er núverandi formaður Heim- ilis og skóla – landssamtaka foreldra. Hún var formaður foreldraráðs Áslandsskóla í 3 ár og fulltrúi foreldra í fræðsluráði Hafnarfjarðar frá 2003–2005. María hefur gegnt trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, m.a. með setu í stjórn Stefnis og í stjórn fulltrúaráðsins. Hún er fulltrúi Sjálfstæðisflokks í lýðræð- is- og jafnréttisnefnd og varamað- ur í fræðsluráði. María leggur ríka áherslu á að styrkja enn frekar fjölskyldubæ- inn Hafnarfjörð. Hún vill hlúa enn betur að menntastofnunum í Hafn- arfirði, starfsfólki jafnt sem nem- endum, þannig að Hafnarfjörður geti skipað sér í forystu í mennta- málum landsins. Einnig að bæta aðgengi að leikskólum og skoða dagvistunarúrræði fyrir börn frá 9–24 mánaða og sjá virkari tengsl skóla-, íþrótta- og tómstunda- starfs. Þannig vill María tryggja fram- lag til hvers barns á aldrinum 6–16 ára og koma til móts við barn- marga þannig að öll börn fái að njóta íþrótta, tómstunda eða list- náms. María vill líka að ráðist verði í markvissa uppbyggingu miðbæjar með þjónustu, atvinnu, menningar- og listalíf í huga. María Kristín býður sig fram í 2. sæti GÚSTAF Níelsson, útvarpsmaður, á Útvarpi Sögu, sækist eftir 8. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna, vegna borgarstjórnar- kosninga næsta vor. Í tilkynningu frá Gústafi segir að hann hafi í ald- arfjórðung tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins og setið í stjórnum Heim- dallar og Sambands ungra sjálfstæð- ismanna um árabil, auk setu í flokks- ráði um hríð og Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Á árunum 1991–93 gegndi Gústaf starfi framkvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðismanna. Gústaf leggur áherslu á velferðar- þjónustu við þá, sem á þurfa að halda, eins og aldraða, sjúka og skólabörn. Hann vill auka lóðafram- boð fyrir atvinnufyrirtæki og ungt fjölskyldufólk og vill úrlausnir í sam- göngu- og umferðarmálum. Einnig að eldri borgarar, sem búa í skuld- lausum eða skuldlitlum íbúðum sín- um eftir langt ævistarf, þurfi ekki að búa við síhækkandi fasteignaskatta. Gústaf Níels- son sækist eftir 8. sæti HLÝINDI undanfarinna ára hafa valdið því að á Herðubreið hafa ver- ið að koma undan snjó tjaldleifar sem eignaðar eru danska landmæl- ingamanninum A.F. Hansen, sem þar dvaldi við landmælingar síðla sumars árið 1955. Skálaverðir í Herðubreiðarlindum sóttu þessar leifar í sumar og afhentu þær Landmælingum Íslands til varð- veislu. „Hér er um einstakan fund að ræða, sem er hluti af sögu land- mælinga á Íslandi,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmæl- inga Íslands, í samtali við Morg- unblaðið. Aðspurður segir Magnús leif- arnar samanstanda af nokkuð heil- legu tjaldi Hansens, járnteinum sem notaðir voru til að setja niður mið og niðursuðudósum. „Raunar er ein dósin óopnuð, en við höfum ekki lagt í að opna hana,“ segir Magnús og tekur fram að aldrei sé nema að vita nema í dósinni leynist niðursoðnar grænar Ora-baunir. Að sögn Magnúsar er fundurinn ein- stakur m.a. sökum þess að venjan var að tjaldbúðir mælingamanna væru fjarlægðar að mælingum loknum, en í tilviki Hansens og þeirra leiðangursmanna sem sóttu hann á fjallið hafi veður verið svo vont að þeir hafi nánast þurft að flýja niður af Herðubreið og aðeins náð að grípa með sér mæl- ingatækin. Beið í hálfan mánuð eftir nægilega góðu skyggni Að sögn Magnúsar fannst nýver- ið handskrifuð dagbók Hansens í skjalasafni Landmælinga Íslands þar sem hann fjallar um veru sína hérlendis við landmælingar. „Þessi fundur, þ.e. tjaldið og dagbókin, er dæmi um það hversu oft gat verið erfitt hér áður fyrr en mæla land- ið,“ segir Magnús og bendir í því samhengi á að Hansen hafi þurft að dvelja við nokkuð erfiðar aðstæður á tindi Herðubreiðar í næstum tvær vikur eða frá 24. ágúst til 5. sept- ember. Að sögn Magnúsar skýrist þessi langi tími af því að Hansen þurfti að bíða eftir bjartviðri og góðu skyggni til þess að geta séð til hinna mælistaðanna sem hann þurfti að miða á, en um var að ræða svonefndar þríhyrningamælingar. „Þannig að það var mikið fyrir þessu haft á árum áður fyrir tíma GPS-tækninnar,“ segir Magnús, en í dagbók Hansens kemur fram að veður hafi verið með eindæmum vont þá daga sem hann dvaldi á fjallinu, allt að 10 vindstig og 4 gráða frost. Leiðangur Hansens á Herðubreið var hluti af umfangsmiklu landmæl- ingaverkefni sem fram fór sumarið 1955 og fólst í því að endurmæla og styrkja mælinganetið af Íslandi sem fyrir var. Þeir sem stóðu að verk- efninu voru landmælingastofnun Dana (Geodætisk Institut), korta- gerðarstofnun bandaríska varn- armálaráðuneytisins (Army Map Service) og Vegamálaskrifstofan. Alls tóku 69 leiðangursmenn þátt í mælingaverkefninu, bæði Íslend- ingar, Danir og Bandaríkjamenn. Aðspurður segir Magnús stefnt að því að gera tjaldleifarnar sem og brot úr dagbók Hansens aðgengi- legt almenningi í Byggðasafninu á Akranesi, en þar eru Landmæl- ingar Íslands nú þegar með sýn- ingu á sögu kortagerðar á Íslandi. „Enda er þetta tilvalin leið til þess að gefa fólki innsýn í þau vinnu- brögð sem viðhöfð voru við mæl- ingar fyrir ekki nema fimmtíu ár- um,“ segir Magnús, en þess má að lokum geta að Landmælingar Ís- lands fagna einmitt hálfrar aldar af- mæli sínu í upphafi næsta árs. Til merkis um hve mikið var haft fyrir mælingum áður fyrr Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Frá búðum leiðangursmanna fyrir hálfri öld. Meðal þess sem fannst í fyrrum tjaldbúðum A. F. Hansens voru ryðgaðar niðursuðudósir. Raunar var ein dósanna óopnuð. Tjald Hansens kom undan snjó í sumar á tindi Herðubreiðar og komu skálaverðir í Herðubreiðarlindum því til byggða. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.