Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 27

Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 27 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Í HÓTELI einu í Austurríki hefur það ekki reynst gest- unum nóg að drekka bjór held- ur jukust vinsældirnar þegar boðið var upp á bjórbað. Á vef Aftenposten kemur fram að brugghúsið Starkenberger eigi nú hótel í Týról og þar bjóðist gestum að baða sig í 40 gráða heitum bjór í sjö pottum. Hver pottur inniheldur 25 þúsund lítra af bjór og er fyrir fjóra í einu. Ölbaðið ku vera fullt af vítamínum, m.a. fyrir húð og hár. Bjórbað er orðið vinsælt í Austurríki eftir að bjórrann- sóknarmaður datt ofan í bjór- ker í bjórverksmiðju og komst ekki úr því fyrr en eftir nokkr- ar klukkustundir. Eftir sturtu uppgötvaði hann að húðin var sléttari og heilbrigðari en áður. Samkvæmt vef Aftenposten kostar um 1.200 norskar krón- ur að leigja bjórpott til einka- nota, þ.e. um 12 þúsund ís- lenskar krónur. Morgunblaðið/Kristinn Bjórbað  AUSTURRÍKI NOKKUÐ hefur ver- ið um að fólk viti ekki að það þurfi tölvulesanleg vegabréf til þess að komast til Bandaríkj- anna og hafi því ekki komist lengra en að innrit- unarborði í Leifsstöð. Vill samgöngu- ráðuneytið og Útlendingastofnun koma því á framfæri að Íslendingar á leið til Bandaríkjanna verði að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá banda- ríska sendiráðinu. Samkvæmt upplýsingum frá sam- gönguráðuneytinu hefur það gerst nokkrum sinnum undanfarið að fólk hafi verið gert afturreka úr Keflavík þar sem það skorti rétt vegabréf eða vegabréfsáritun. Það hafi gerst sein- ast í gær þegar eldri hjón gátu ekki ritað sig inn í flug vegna þessa. Flugfélaginu sem seldi þeim miðana hefði láðst að láta þau vita af þessum breytingum. Útlendingastofnun hefur fengið töluvert af kvörtunum frá fólki sem hefur ekki getað ritað sig inn í flug en ekki er vitað til þess að nokkur hafi lent í þessu við komu sína til Bandaríkjanna. Hinn 26. júní síðastliðinn til- kynntu bandarísk stjórnvöld að eng- ar undanþágur yrðu veittar frá þessu. Fyrir þann tíma var unnt fyr- ir íslenska ríkisborgara að fá eina undaþágu hvað þetta varðar við komu til Banda- ríkjanna. Í dag er farþegum vísað til síns heima geti þeir ekki fram- vísað tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá bandaríska sendiráðinu.  BANDARÍKIN | Þarf tölvulesanleg vegabréf Í NOREGI var nýlega kynnt til sög- unnar vefslóðin www.skifaktor.no sem á að þjóna Norðmönnum, Svíum og Dönum þeim sem áhuga hafa á ódýrum skíðaferðum. Hægt er að leita eftir skíðaferðum til ýmissa staða á Ítalíu, í Frakk- landi, Austurríki og á Spáni og frá nokkrum stöðum í Svíþjóð og Nor- egi og Danmörku. Ferðirnar eru með ýmsum ferðaskrifstofum og lággjaldaflugfélögum. Einnig er hægt að fá upplýsingar um hina ýmsu skíðastaði. Morgunblaðið/Emilía Skíðaferðir  NETIÐ www.skifaktor.no Sumir Íslendingar þurfa að snúa við í Leifsstöð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.