Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljóst er að mörgvandamál steðja aðog ógna vegstæði Siglufjarðarvegar um Al- menninga og er framtíðar- útlit ekki bjart. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu sem Náttúrustofa Norð- urlands vestra gerði fyrir Vegagerðina um sig á Siglufjarðarvegi um Al- menninga, sem hrellt hef- ur vegfarendur á þessum slóðum um tíðina. Rann- sóknin beindist að svæð- inu frá Hraunum í Fljót- um og á 6 km kafla norður að svonefndu Kóngsnefi. Á svæð- inu voru kortlögð þrjú stór berg- hlaup sem vegurinn til Siglufjarð- ar liggur um og segir í skýrslunni að hlutar þeirra séu á umtals- verðri hreyfingu í dag. Skýrslan var unnin 2003 og 2004 en að sögn Hreins Haraldssonar, jarðfræð- ings og framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni, verður hún kynnt á rannsóknaþingi í byrjun nóvem- ber, auk viðbótarrannsókna frá því í sumar. Skýrsluhöfundar eru Þorsteinn Sæmundsson og Helgi Páll Jóns- son á Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki og Halldór G. Pétursson og Höskuldur Búi Jónsson á Akureyrarsetri Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Sem fyrr segir voru kortlögð þrjú berghlaup, sem talið er að hafi fallið í sjó fram á sögulegum tíma, en megináhersla rannsókn- arinnar beindist að nyrsta hlaup- inu, svonefndu Tjarnardalaberg- hlaupi. „Á því svæði stendur vegstæðið nokkuð tæpt og þar eru sjáanleg mikil ummerki um nýleg- ar hreyfingar,“ segir m.a. í skýrsl- unni en önnur berghlaup, sem kortlögð voru, nefnast Þúfnavalla- berghlaup og Hraunaberghlaup. Í skýrslunni segir að í frambrúnum þessara hlaupa sé berggrunnur- inn ekki sýnilegur og ekkert verji því lausu jarðlögin fyrir ágangi öldurótsins. Þarna grafi því undan lausu jarðlögunum og frambrún berghlaupanna sé brött og óstöð- ug. Síðan segir um Tjarnardala- berghlaupið: „Miðað við þær sprungur sem sjást í frambrún- inni, sem vegurinn liggur um, er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en þarna geti fallið stórar fyllur. Talið er að sú hætta aukist eftir því sem að hlíðin verður brattari og meira grefur undan henni. Vegna þess hve bratt er þarna og vegurinn liggur tæpt getur minni- háttar sig á þessu svæði verið varasamt allri umferð, jafnvel þó að það nemi ekki nema nokkrum tugum cm. Þarna geta bæði litlar og stórar sighreyfingar því auð- veldlega eyðilagt núverandi veg og vegstæði.“ Hreyfingar á öðrum svæðum Siglufjarðarvegar eru sagðar hættuminni og ólíklegt að veg- stæði geti horfið í einu vetfangi líkt og nyrst í Tjarnardölum. Þó er varað sérstaklega við myndun jarðfalla við siggengið rétt sunnan við Kóngsnef. Lokaorð skýrslu- höfunda eru þau að setja þurfi upp fleiri og betri mælitæki og sjálf- virka veðurstöð, helst úrkomu- stöð. Þá sé einnig ljóst að innan skamms þurfi að huga að nýju vegstæði fyrir veginn milli Kóngs- nefs og Skriðnavíkur. Jarðsigið á Siglufjarðarvegi hefur verið þekkt vandamál um langan tíma og árlega þarf Vega- gerðin að verja töluverðum fjár- munum í endurbætur á þessum kafla þar sem sigið er mest. Í skýrslunni er vitnað í rekstrar- stjóra Vegagerðarinnar á Sauðár- króki sem segir að laga þurfi veg- inn á 15–20 stöðum á hverju ári vegna sigs. Sá yfirmaður hjá Vegagerðinni sem einna mest hefur komið ná- lægt þessum vegarspotta er Hreinn Haraldsson framkvæmda- stjóri en hans fyrsta verkefni hjá Vegagerðinni sem nýútskrifaðs jarðfræðings upp úr 1980 var að fara norður í Almenninga að skoða jarðsigið. Síðan hafa fjöl- margar mælingar og rannsóknir farið fram en sigið haldið áfram. Spurður hvað Vegagerðin ætli að gera við vegstæðið í dag, segir Hreinn að frekari rannsóknir þurfi að fara fram áður en ákvarð- anir verði teknar um stórfelldar framkvæmdir. Ekki sé heldur ein- falt að ráðast í þær þar sem allt svæðið sé á hreyfingu. Hreinn bendir á að fræðimenn hafi ekki verið sammála um hvað sé að ger- ast í Almenningum og deilt sé um hve snöggt jarðfall geti orðið. „Allar aðgerðir þarna verða dýrar og við viljum því rannsaka þetta svæði eins vel og hægt er,“ segir Hreinn. Sofa rólegir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, segir Siglfirðinga vissulega hafa áhyggjur af jarð- siginu um Almenninga, einkum því að stöðunum hafi fjölgað sem eru á hreyfingu. Bæjarbúar sofi þó rólegir. Siglufjarðarvegur til vesturs og þaðan suður þurfi að vera eins öruggur og hægt er en bæjarbúar bindi einnig vonir við greiðari samgöngur með Héðins- fjarðargöngum og tengingu við Eyjafjörð. Runólfur segir enga formlega umræðu hafa farið fram í bæjarstjórn um skýrslu Nátt- úrustofunnar en hann fengið óformlega kynningu á henni á fundi með Vegagerðinni. Fréttaskýring | Skýrsla um jarðsig Siglufjarðarvegar um Almenninga Framtíðin ekki björt Frekari rannsóknir, sem Vegagerðin kynnir á næstunni, fóru fram í sumar                                                  !    Kort af mestu sigsvæðum um Almenninga. Tugir atburða skráðir á síðustu hundrað árum  Samkvæmt skýrslu Nátt- úrustofu Norðurlands vestra eru skráðar heimildir um tugi tilvika um jarðsig á þjóðveginum um Al- menninga frá árinu 1916, síðast sumarið 2004. Fregnir af jarðsigi voru tíðar á síðasta fjórðungi ný- liðinnar aldar og í júní árið 1999 féll aurskriða úr Kóngsnefi, 60 metra breið og fjögurra metra þykk. Vegurinn var allur á hreyfingu og sigdældir og sprungur komu í hann víða. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.