Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 28
„KÓRINN syngur næstum allan tímann, er að í rúman klukkutíma. Það er nýtt fyrir okk- ur að flytja svona stórt verk, en það er óg- urlega gaman,“ segir stjórnandi Dómkórsins, Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, en verkið stóra sem um ræðir er sálumessa eftir Johannes Brahms, sem kórinn flytur í upp- hafi Tónlistardaga Dómkirkjunnar á tón- leikum í Langholtskirkju í dag kl. 17. Mar- teinn segir æfingar á verkinu hafa hafist strax upp úr síðustu áramótum og að þurft hafi að stækka kórinn upp í 75 manns, þar sem rómantískt kórverk á borð við sálumess- una þarfnist stærri og meiri hljóms. Marteinn segir að Brahms hafi verið lengi að semja sálumessuna. „Þetta er ekki hefð- bundinn sálumessutexti, heldur fann hann texta í biblíunni um tilgang lífsins sem höfðu merkingu fyrir hann sjálfan.“ Sálumessan var samin fyrir kór og hljóm- sveit en Dómkórinn syngur verkið með tveimur píanóleikurum. „Þegar hann var bú- inn að semja verkið fannst útgefandanum of dýrt að prenta það. Brahms gerði því útgáfu með tveimur píanóleikurum í stað hljóm- sveitar, fyrir kór í London, í þeirri von að verkið yrði flutt oftar. Það er mikil stígandi í verkinu og söng- urinn er stundum svo dramatískur að maður fær auðveldlega gæsahúð. Verkið snertir mann djúpt.“ Það er ekki ný frétt að margir dái Brahms. Aðspurður segir Marteinn það vera margt í tónlist þessa þýska meistara rómantíkurinnar sem geri það að verkum að hún virðist hitta marga í hjartastað. „Hann semur óskaplega fallegar laglínur, stórar og langar. Hljóma- notkunin hans er líka sérstök og hann notar styrkleikabreytingar á mjög áhrifamikinn hátt. Í sálumessunni er mikil sorg og kyrrð, en samt einnig stórkostlegur kraftur. Þetta finnur maður ekki eins vel hjá öðrum tón- skáldum.“ Marteinn segir að hann hafi fengið bestu píanóleikara sem völ er á til að leika með kórnum, þau Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur og Péter Máté. Sama segir hann um einsöngvarana. „Þau sem komu fyrst upp í huga minn eru Hulda Björk Garðarsdóttir og Kristinn Sigmundsson, og þau munu syngja með okkur. Það er varla hægt að fá betra fólk í þetta verk.“ Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í 24. sinn. Hefð hefur skapast fyrir því að pantað sé nýtt verk til flutnings á há- tíðinni og í ár er það kórverk eftir Harald V. Sveinbjörnsson sem tónskáldið kallar Mem- ento mei. Verkið verður frumflutt á loka- tónleikum Tónlistardaganna 13. nóvember. „Haraldur hefur nýlokið framhaldsnámi í Sví- þjóð, en áður en hann fór í nám var hann orð- inn þekktur fyrir það hve fallega hann semur fyrir kóra. Nýja verkið er mjög skemmti- legt.“ Guðný Einarsdóttir er ungur organisti sem heldur einleikstónleika í Dómkirkjunni laug- ardaginn 22. október. „Guðný er að ljúka framhaldsnámi í Kaupmannahöfn og er óvenjuglæsilegur orgelleikari.“ Barna- og unglingakór Dómkirkjunnar verður með tónleika sunnudaginn 23. októ- ber, en stjórnandi er Kristín Valsdóttir. Í há- tíðarmessu 30. október, á afmælisdegi kirkj- unnar, verður flutt Missa cum populo eftir Petr Eben. „Þetta er mjög skemmtilegt verk og kirkjugestir þurfa að syngja með okkur í því, þannig samdi Eben það.“ Í tilefni af tvítugsafmæli orgels kirkjunnar verða orgeltónleikar 6. nóvember, þar sem ís- lenskir orgelleikarar leika. „Orgelið í Dóm- kirkjunni er með þeim fyrstu af nýrri kynslóð orgela á Íslandi – hér höfðu ekki verið smíð- uð orgel í langan tíma. Organistarnir koma og spila hver um sig stutt verk til að fagna þessu.“ Tónlist | Þýsk sálumessa og nýtt kórverk á Tónlistardögum Dómkirkjunnar Sorg og kyrrð en stórkostlegur kraftur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Dómkórinn. Stækka þurfti kórinn upp í 75 manns vegna flutnings Sálumessunnar. Jóhannes Brahms: Var lengi að semja verkið. SALKA Valka eftir Halldór Lax- ness í leikgerð Hrafnhildar Haga- lín Guðmundsdóttur verður frum- sýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Ilmur Kristjánsdóttir leikur Sölku Völku og Halldóra Geir- harðsdóttir móður hennar Sig- urlínu. Sveinn Geirsson leikur Arnald og Ellert A. Ingimund- arson Steinþór. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Halla Vil- hjálmsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Marta Nordal og Theodór Júlíusson. Tónlist er eftir Óskar og Ómar Guðjónssyni, lýsingu gerir Kári Gíslason og Stefanía Adolfsdóttir búninga. Leikmynd er eftir Jón Axel Björnsson og hreyfingar sem- ur Lára Stefánsdóttir. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman. „Salka Valka er ein af mögn- uðustu persónum Halldórs Lax- ness og eins og svo margar þeirra hefur hún fengið á sig goðsagna- kenndan blæ. Allir þekkja hana – líka þeir sem ekki hafa lesið bók- ina. Hún á sér sjálfstætt líf utan við sína eigin sögu, flakkar á milli manna í nýjum og nýjum bún- ingum og stingur sér af og til nið- ur í nýjum leikgerðum. Ein stærsta spurningin sem liggur til grundvallar þessari leik- gerð er sú hvernig lítil stelpa nær að lifa af við jafn ömurlegar að- stæður og Salka býr við í þorpinu Óseyri við Axlarfjörð og verða að þeirri miklu persónu og kvenhetju sem hún verður,“ segir í kynningu. Miðvikudaginn 19. október verð- ur haldin styrktarsýning. Leikarar og annað starfsfólk hússins gefur vinnu sína og aðgangseyrir rennur til MND félagsins, sem er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Leiklist | Salka Valka frumsýnd í Borgarleikhúsinu Persóna sem allir þekkja Morgunblaðið/ÞÖK Ilmur Kristjánsdóttir í titilhlutverkinu í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Sölku Völku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.