Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 14
MARÍA, krónprinsessa Dana, fór í gær heim af Ríkissjúkrahúsinu í Kaup-
mannahöfn með soninn sem hún ól um helgina. Þau María og Friðrik krón-
prins leyfðu ljósmyndurum að taka myndir af syni þeirra á tröppum
sjúkrahússins. Prinsinn ungi svaf vært meðan á þessu stóð.
María og Friðrik vildu ekki svara því hvaða nafn prinsinum yrði gefið.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vilja 60% Dana að hann verði skírður
Kristján. Í sömu könnun sögðust 85,9% aðspurðra telja að hann yrði kon-
ungur Danmerkur þegar fram liðu stundir.
AP
Nýfæddur
Danaprins
Goma. AP. | Ung górilla á vernd-
arsvæði í Kongó hefur komið vís-
indamönnum á óvart með því að
brjóta pálmahnetur milli tveggja
steina til að fá sér pálmaolíu. Er
þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn
verða vitni að því að górilla beiti
þessari tækni og þeir segja þetta
sýna að þeir eigi margt ólært um
hvað górillur geti gert. Þeir velta
því einnig fyrir sér hvaða þýðingu
þetta hefur fyrir þróunarkenn-
inguna.
Talið hefur verið að aðeins menn
og simpansar noti steina og spýtur
sem verkfæri til að leysa af hendi
verkefni á borð við það að brjóta
hnetur. Seint í september urðu þó
starfsmenn verndarsvæðis fyrir gór-
illur í austurhluta Kongó, sem hét
áður Zaire, varir við að tveggja og
hálfs árs gömul kvengórilla, Itebero,
braut pálmahnetur með aðferð sem
vísindamennirnir kalla „hamars- og
steðjatæknina“.
„Þetta er óvænt uppgötvun í ljósi
þess sem við vitum um verkfær-
anotkun górilla,“ sagði Patrick
Mehlman, fremdardýrafræðingur á
verndarsvæði Dian Fossey-
górillusjóðsins í Kongó.
Mehlman sagði þetta benda til
þess að menn og simpansar væru
ekki þeir einu sem hefðu lært að
nota tiltölulega flókin verkfæri og
að notkun verkfæra kynni að hafa
hafist fyrr í þróunarkeðjunni, meðal
forfeðra manna og mannapa.
„Þetta þýðir að górillur hafa meiri
skilning á umhverfi sínu en við töld-
um,“ sagði Gottfried Hohmann, sér-
fræðingur í fremdardýrum við Max
Planck-stofnunina í Leipzig.
„Ótrúlega leikin“
Itebero hefur lifað á verndarsvæð-
inu í eitt ár, eða frá því að hún var
tekin af veiðiþjófum sem reyndu að
selja hana. Mehlman sagði að Itebero
hafi byrjað að brjóta hneturnar af
sjálfsdáðum og hafi ekki lært aðferð-
ina af mönnum á þeim tíma sem hún
hefur verið á verndarsvæðinu.
„Itebero er ótrúlega leikin í því að
brjóta hnetur,“ sagði Alecia Lilly,
fremdardýrafræðingur sem starfar í
Rúanda en fór á verndarsvæðið til að
fylgjast með górillunni.
Vísindamenn skýrðu frá því fyrr á
árinu að þeir hefðu séð górillur í
regnskógi nota einföld verkfæri, til
að mynda spýtur til að kanna dýpt
tjarnar. Vísindamenn hafa hins vegar
ekki orðið varir við að górillur noti
flóknari verkfæri úti í villtri nátt-
úrunni.
Thomas Breuer, vísindamaður sem
hefur rannsakað górillur í nátt-
úrunni, sagði að erfitt væri að bera
saman atferli þeirra og flóknara at-
ferli górillu sem væri í tengslum við
menn. „Þetta sýnir þó greinilega að
górillur geta notað flókin verkfæri
jafnvel þótt þær geri það ekki – eða
sjaldan. Mjög oft eru það sérstakar
þarfir sem kalla fram notkun verk-
færa og svo virðist sem górillur hafi
litla þörf fyrir verkfæri í nátt-
úrunni.“
Górilla vekur undrun
með því að nota verkfæri
AP
Górillan Itebero brýtur hnetur með „hamars- og steðjatækninni“.
’Þetta þýðir að górillur hafa meiri
skilning á umhverfi
sínu en við töldum.‘
14 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ENN hefur um hálf milljón manna á
jarðskjálftasvæðunum í Suður-Asíu
enga aðstoð fengið. Fara því mjög
vaxandi áhyggjur af því að kuldi og
vosbúð muni kosta mikinn fjölda
manna lífið auk þeirra meiðsla sem
viðkomandi kunna að hafa orðið fyrir
þegar hamfarirnar riðu yfir 8. þessa
mánaðar.
James Morris, framkvæmdastjóri
Matvælahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, skýrði frá þessu í gær. Kvað
hann hjálparstofnanir hafa megnað
að koma hundruðum þúsunda manna
til aðstoðar. Á hinn bóginn væri tím-
inn óðum að renna út fyrir þá á að
giska hálfu milljón íbúa sem ógerlegt
hefði reynst að koma til hjálpar.
„Tíminn sem við höfum styttist óð-
fluga,“ sagði Morris er hann gerði
grein fyrir ástandinu á hamfara-
svæðunum.
Risavaxið verkefni
Morris kvað þetta eitt erfiðasta
verkefni sem alþjóðlegt hjálparlið
hefði staðið frammi fyrir en auk
kulda og vosbúðar gerir landslag á
þessum slóðum hjálparsveitum afar
erfitt fyrir. Afskekkt smáþorp er að
finna jafnt í fjalllendi sem djúpum
dölum. Ræðir þar alls um ein 15.000
lítil þorp en svæðið sem landskjálft-
inn náði til er stærra en það sem varð
fyrir flóðbylgjunni ógurlegu er reið
yfir strandbyggðir við Indlandshaf í
fyrra. Ógerlegt hefur reynst að ná til
íbúa í mörg hundruð þorpum.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að
rúmlega þrjár milljónir manna hafi
misst heimili sín í landskjálftanum
sem reið yfir Suður-Asíu fyrir 11
dögum. Staðfest hefur verið að rúm-
lega 40.000 manns hafi farist í nátt-
úruhamförunum. Embættismenn
segja að allt að 54.000 manns kunni
að hafa týnt lífi. Vitað er að um 80.000
manns slösuðust.
Vill opna landamærin
Um 30.000 tjöldum hefur verið
komið til fórnarlamba jarðskjálftans
og vinna þyrluflugmenn frá Pakistan
og Bandaríkjunum einkum að því.
Sameinuðu þjóðirnar áforma að
senda um 150.000 tjöld til viðbótar til
Pakistans og Kasmír-héraðs sem er
tvískipt og lýtur stjórn Indverja og
Pakistana.
Efasemdir eru á hinn bóginn uppi
um að til séu nægilega mörg nothæf
vetrartjöld í heiminum til að unnt sé
að tryggja öllum fórnarlömbum nátt-
úruhamfaranna skjól. Þannig munu
vetrartjöld ekki lengur vera fáanleg í
Pakistan sem raunar er það ríki
heims sem framleiðir mest af slíkum
búnaði.
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, lagði í gær til að slakað yrði á eft-
irliti á vopnahléslínunni sem skiptir
Kasmír í tvennt. Kvaðst hann vilja
heimila frjálsa umferð íbúa héraðsins
yfir landamærin til að auðvelda
hjálparstarf og gera fólki kleift að
grennslast fyrir um örlög ættingja
sinna. Þá mætti með þessu auka sam-
starf stjórnmálamanna. Mikil spenna
vegna skiptingar Kasmír hefur
löngum einkennt öll samskipti Ind-
lands og Pakistans og þótti þetta
frumkvæði forsetans því mikilvægt
og tíðindum sæta.
Indverjar tóku yfirlýsingu Mus-
harrafs fagnandi og kváðu hana í
samræmi við þá stefnu þeirra að
greitt yrði fyrir því að íbúar geti
ferðast yfir „eftirlitslínuna“ sem
skiptir Kasmír á milli ríkjanna. Þess
væri nú beðið að Pakistanar gerðu
grein fyrir því hvernig forsetinn vildi
hrinda frumkvæði sínu í framkvæmd.
Hálf milljón án aðstoðar
Kuldi og vosbúð kann að draga
mikinn fjölda fólks til dauða á jarð-
skjálftasvæðinu í Suður-Asíu
ALEXANDER Jakovlev, einn
helsti hugmyndafræðingur
þeirra umskipta sem áttu sér
stað í Sov-
étríkjunum
á níunda
áratug lið-
innar aldar,
er látinn.
Hann var 81
árs að aldri.
Talsmenn
stofnunar
sem Jakov-
lev rak
greindu frá
þessu í gær. Hann mun hafa
gefið upp öndina á heimili sínu
í Moskvu. Í fréttum rúss-
neskra fjölmiðla sagði að hann
hefði lengi átt við veikindi að
stríða.
Jakovlev var einn helsti
hugmyndafræðingur þeirra
breytinga sem Míkhaíl S.
Gorbatsjov innleiddi er hann
var kjörinn leiðtogi Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna árið
1985. Hin nýja stefna Gorbat-
sjovs var löngum kennd við
„glasnost“ og „perestrojku“
sem vísaði annars vegar til
lýðræðislegrar umræðu í sam-
félaginu og uppgjörs við hið
liðna og hins vegar efnahags-
umbóta án þess þó að ætlunin
væri sú að hverfa öldungis frá
hinu miðstýrða hagkerfi
kommúnismans. Hugmyndin
var fremur sú að „endurbæta
sósíalismann“ enda gerði
Gorbatsjov sér ljóst að hag-
kerfi Sovétríkjanna var að
hruni komið.
Stefna Gorbatsjovs kallaði
fram miklar breytingar í sam-
skiptum Sovétríkjanna og lýð-
ræðisríkjanna í vestri. Margir
telja og að hún hafi flýtt mjög
fyrir því að veldi kommúnista í
Mið- og Austur-Evrópu leyst-
ist upp og Sovétríkin liðuðust í
sundur.
Jakovlev tók sæti í Stjórn-
málanefnd Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna um það leyti
sem Gorbatsjov hófst til valda.
Varð hann þá einn helsti tals-
maður umbóta í forustusveit-
inni auk þess hann lagði
þunga áherslu á að upplýsa
bæri glæpi þá sem framdir
hefðu verið í nafni kommún-
ismans í Sovétríkjunum.
Jakovlev
látinn
Alexander
Jakovlev