Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mikið var mér brugðið þegar hann Raffi hringdi og sagði mér að Binni hefði fundið þig látinn og tárin streymdu niður því að við vorum svo ofsalega góðir vinir og höfum alla tíð verið. Við sem töluðum saman í símanum kvöld- ið áður og vorum við að ræða um hve- nær hún Helga yrði kistulögð og fleira tengt hennar andláti en aldrei gat okkur Tryggva grunað að þetta HJÁLMTÝR GUÐMUNDUR HJÁLMTÝSSON ✝ Hjálmtýr Guð-mundur Hjálm- týsson fæddist í Reykjavík 10. maí 1945. Hann lést á heimili sínu hinn 4 október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 14. október. yrði okkar síðasta sam- tal. Fyrir 14 árum síðan varðst þú hluti af mínu lífi þegar við Tryggvi byrjuðum saman og bjuggum við fyrst um sinn með þér í Iðufell- inu þar sem við þrjú átt- um saman margar gleðistundir. Þú hafðir svo gaman af að ferðast með okkur í fyrrasumar í húsbílnum þínum sem var þitt líf og yndi og varstu mikill bílakarl sem ég gat ætíð leitað til ef bíllinn bil- aði, þá bara hlóstu í símanum þegar ég hringdi, sagði svona að ég væri bara að hringja til að kjafta, þú vissir alveg að nú væri ég, hún tengdadóttir þín, enn og aftur í einhverjum vand- ræðum og alltaf varstu fljótur að koma á staðinn og bjarga mér úr þessum vandræðum. Ó, hvað við sökn- um þín öll svo hræðilega mikið og eina huggun okkar er að þú ert með henni Helgu systur þinni og að þið passið hvort annað eins og þið hafið gert í öll þessi ár. Okkur Tryggva þótti svo gaman að koma til ykkar og alltaf var hlegið svo mikið þegar Helga var að skammast í þér og þú stundum þóttist ekkert skilja hana þegar hún var að skammast og þá bara hló hún að þér vegna þess að orðin voru óþörf, að minnsta kosti eftir að hún fékk þessa heilablæðingu en gat hún nú samt sagt öllum til syndanna með því að segja já og nei. Við höfum látlaust ver- ið í því að rifja upp minningarnar um þig frá andláti þínu og Tryggvi hefur mikið talað um hve kærleiksríkur þú hefðir verið, þú skildir hann svo vel. Alltaf fórstu til hans og tókst utan um hann og þurrkaðir tárin ef hann var sár og leit hann mikið upp til þín sem hefur aldrei hætt enda voruð þið mjög nánir og hann var svo mikið með þér í þessum bílum og viðgerðum sem þér þótti afskaplega gaman að fá einhvern til aðstoða þig og geta rætt við um enda eruð þið afskaplega líkir báðir, svona lokaðir og hlédrægir, enda gát- um við grínast með það að það væri vegna þess að þið væruð báðir í nauts- merkinu. En þú varst tekinn frá okk- ur alltof snemma eins og afa- stelpurnar þínar, þær Sylvía, Aníta, Rakel og Kara, segja en var ekki nóg fyrir englana að taka Helgu frá okkur, þurftu þeir líka að fá afa? Við sögðum þeim að þau væru núna að passa okk- ur öll af því að Guð hafði elska þau svo mikið. Ykkar er sárt saknað enda voru þær algjörar afastelpur og héldu þær að Helga væri amma þeirra. Þú varst nú einu sinni hlæjandi að útskýra fyrir þeim að þetta væri nú systir hans afa en ekki alveg amma þeirra, Helgu fannst það nú ekki mikið mál, hún gæti alveg verið það. Við munum nú líka eftir því hversu stoltur þú varst af öllum þínum barnabörnum og börn- um enda varstu svo ríkur eins og þú sagðir svo oft, alltaf jafnstoltur þegar þú fréttir frá Tryggva hvort kynið það hefði verið, svo varstu nýbúinn að fá afastrákinn sem var skírður í höfuðið á þér og talaðir um að venja hann þá við bílaviðgerðirnar. Við munum ávallt geyma minninguna um þig í hjörtum okkar, elsku fósturpabbi, tengdó og afi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Tryggvi, Tanya, Sylvía, Aníta, Rakel og Kara Rós. Kærar kveðjur og þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNDÓRU JÓHANNSDÓTTUR, Hólavegi 10, Siglufirði, og sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar. Arnar Herbertsson og fjölskylda. Þökkum af alúð öllum þeim, sem minnst hafa föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, KRISTJÁNS ST. FJELDSTED, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Land- spítala Landakoti og heimahjúkrunar Karitasar. Sveinn Fjeldsted, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sturla Fjeldsted, Kristín Þórðardóttir, Stefán Fjeldsted, Helga Gísladóttir, Sverrir Fjeldsted, Christina Fjeldsted, Rúnar Fjeldsted, Björk Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Suðurmýri 8, Seltjarnarnesi. Björn Dagbjartsson, Jóhannes Karlsson, Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Bragadóttir, Sigurður Böðvarsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, KATRÍNAR JÚLÍUSDÓTTIUR frá Siglufirði, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík. Júlíus Matthíasson, Maríanna Haraldsdóttir, Valgeir Matthíasson, Hörður Matthíasson, Ásdís Matthíasdóttir, Egill Gr. Thorarensen, Ingibjörg Símonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA BREIÐFJÖRÐ HELGASONAR fyrrv. lyfjaafgreiðslumanns á Blönduósi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi. Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Helgi Helgason, Karl Helgason, Sigurborg Bragadóttir, Helga María Guðmundsdóttir, Hjalti Rafn Guðmundsson, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðrún Ingibjörg Karlsdóttir, Sigrún Nanna Karlsdóttir og fjölskyldur. Sighvatur Birgir Emilsson, vinur og bekkjarfélagi úr Kennaraskólanum, er látinn og útför hans hefur farið fram í Noregi. Hlýj- ar hugsanir og kveðjur streymdu til hans yfir hafið, skreyttar góðum minningum og þökk fyrir það sem hann var og stóð fyrir. SIGHVATUR BIRGIR EMILSSON ✝ Sighvatur Birg-ir Emilsson var fæddur í Hafnar- firði 29. júní 1933. Hann andaðist á heimili sínu í Franklinveien 13 í Larvik í Noregi að- faranótt laugar- dagsins 1. okt. síð- astliðinn og var útför hans gerð í Larvik í Noregi 11. október. Við vorum 29 bekkj- arsystkinin í Kennara- skólanum í bekkjar- félaginu Neista, þegar við kvöddum skólann vorið 1954. Full lífs- gleði og orku horfðum við fram á veginn með tilhlökkun, tilbúin að takast á við þau við- fangsefni sem biðu okkar í framtíðinni. Þetta var stór og sam- hentur hópur góðra vina með sterka sam- kennd. Okkur fannst óendanlega langur tími bíða okkar og verkefnin ótelj- andi. En tíminn er bæði skammtaður og ótrúlega fljótur að líða. Það höfum við bekkjarsystkinin og Neistafélag- arnir fengið að reyna. Sighvatur Birgir var 14. bekkjarfélaginn sem kvatt hefur þessa jarðvist. Við erum 15 sem eftir lifum.Svona er gangur lífsins og honum verðum við að una. Sighvatur Birgir kom hljóðlega með kímnisglampa í augum inn í fyr- irferðarmikinn bekkinn. Þar voru fyrir einstaklingar hugsjónaríkir og háværir, orðhvatir eldhugar sem lá mikið á og ætluðu að frelsa heiminn. Þetta var fólk, sem gerði miklar kröfur til bekkjarfélaga sinna. Og enda þótt Sighvatur Birgir gengi hljóðlega um gáttir og ganga og léti fara lítið fyrir sér, var hann fljótt bú- inn að vinna sér vináttu og virðingu bekkjarsystkina sinna og traustan sess á athafnavelli bekkjarins. Þar voru mannkostir hans og manngildi að verki. Birgir, eins og við kölluðum hann í daglegu tali, var einstaklega ljúfur og hlýr félagi og vinur. Hugur hans var opinn og hjartað á réttum stað. Glettinn var hann og góðlyndur, lip- ur með penna og ágætlega hagmælt- ur, hugsjónamaður sem vildi leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Þetta voru allt eðliskostir sem bekk- urinn mat mikils. Birgir var því fljótlega kominn til starfa í félagslífi skólans og hafði meðal annars ritstjórn Örvarodds á hendi, en það var skólablaðið okkar. Hann var á sínum stað í bekkjar- myndinni, ómissandi hluti hennar, hljóðláti hlekkurinn með neftóbaks- dósirnar sínar, dálítið öðruvísi en all- ir hinir. Sighvatur Birgir Emilsson var hugsjónaríkur maður, sem ástundaði réttlæti og barðist gegn ranglæti, enda jafnaðarmaður að lífssýn með kærleikann að leiðarljósi. Og hann var ávallt trúr þessum lífsgildum sín- um. Samt varð kennslan ekki ævi- starf hans. Honum lét ekki vel að kenna, kannski of mildur og mjúkur fyrir fyrirferðarmikla og uppreisnar- gjarna nemendur. Og hann var nógu mikill maður til að sjá þetta og við- urkenna og leita á nýjar slóðir, þar sem hann nyti sín betur. Hann fór aftur í Kennaraskólann og lauk það- an stúdentsprófi og síðan í Háskól- ann og lauk þar prófi úr guðfræði- deild vorið 1976. Prestsþjónustan varð svo ævistarf hans að stærstum hluta, fyrst hér á landi og síðar í Noregi. Þar fann hann sig heima á akri kærleikans og einlægrar trúarvissu, enn sem fyrr hljóðlátur, hjartahlýr, með glaðlyndi og góðvild í farteskinu. Og þrátt fyrir starfssvið í fjarlægu landi, héldu tengslin við bekkjarfélagana með bréfaskriftum og einstaka samveru- stundum, þegar hann kom í heim- sókn hingað heim. Hinn 30. júní 1983 kvæntist Sig- hvatur Birgir eftirlifandi konu sinni, Önnu Einarsdóttur Skaaten, þá org- anista, nú starfsmanni norsku kirkj- unnar. Hún reyndist honum góður og ómetanlegur lífsförunautur, gleði hans og gæfa. Við, eftirlifandi bekkjarsystkini Sighvatar Birgis úr Kennaraskólan- um, kveðjum hann nú með virðingu og þökk, jafnframt því sem við send- um Önnu eiginkonu hans innilegar samúðarkveðjur, svo og öllum öðrum vinum hans og vandamönnum. Guð blessi Sighvat Birgi Emilsson og minningarnar um hann. F. h. Bekkjarfélagsins Neista, Hörður Zóphaníasson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta SIGURÐUR BJÖRN INGÓLFSSON ✝ Sigurður BjörnIngólfsson fæddist á Akranesi 8. febrúar 1950. Hann lést á líknar- deild LSH í Kópa- vogi 1. október síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 6. október. þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Bróðir og mágkona Kristján Árni og Kristjana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.