Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGKONAN Jarþrúður Karls-
dóttir kallar sig Jöru. Hún hefur
undanfarin misseri unnið að sólóferli
sínum eftir að hafa sungið með
hljómsveitum á borð við Singapore
Sling og Bang Gang ásamt fleirum.
Afraksturinn gefur að líta á Airwav-
es-tónlistarhátíðinni í kvöld á Nasa.
Jara segir erfitt að lýsa tónlist
sinni en helst megi skilgreina hana
sem rafmagnaða popptónlist. Jara
syngur sjálf auk þess að spila á gítar
og hljómborð. Hún hefur jafnframt
sett saman hljómsveit sér til full-
tingis.
„Já, þær Bíbí og Sigrún spila und-
ir með mér. Auk þess leikur hann
Hallvarður með mér í einu lagi og
svo er ég með tvær bakradd-
arsöngkonur í tveimur lögum,“ segir
Jara.
Nú er í bígerð fyrsta plata Jöru en
hún segir óvíst hvenær hún komi út.
„Ég er að taka upp þessa dagana
og er komin vel á veg,“ segir hún.
Að sögn Jöru er líklegt að hún
muni halda fleiri tónleika í kjölfar
tónleikanna í kvöld.
„Það hefur ekkert verið ákveðið
ennþá en fyrst við erum búin að æfa
saman hljómsveit held ég að við
reynum að spila sem mest í framtíð-
inni,“ sagði Jara að lokum.
Tónlist | Jara spil-
ar á Iceland
Airwaves
Fyrsta plat-
an í bígerð
Jara kemur fram á Iceland Airwav-
es í kvöld ásamt hljómsveit sinni.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Tónleikar Jöru eru á Nasa í kvöld
klukkan 21.
HLJÓMSVEITIN Depeche Mode
hefur verið að í aldarfjórðung og
gengið í gegnum talsverðar breyt-
ingar á þeim tíma, þótt hún hafi
starfað í sama andblæ meira og
minna. Eins og vill vera kunna
aðdáendur hljómsveitarinnar því
betur við hana sem hún breytist
minna og sumir hafa því verið
óánægðir með tilraunir á síðustu
plötum.
Eftir að hafa átt erfiða tíma um
hríð, meðal annars vegna óreglu
meðlima, hefur Depeche Mode sótt
í sig veðrið og liðsmenn hennar, þar
á meðal söngvarinn David Gahan,
segja að hún hafi ekki verið betri í
langan tíma. Ekki hefur það þó sést
á plötum sveitarinnar þar til nú að
hún gefur loks út plötu, Playing the
Angel, sem jafnast á við það besta
sem hún hefur gert árum saman, ef
marka má gagnrýnendur – besta
plata Depeche Mode síðan Violator
kom út 1990, segja margir, en
Violator er einmitt talin ein helsta
plata hljómsveitarinnar.
David Gahan gaf færi á sér til
spjalls í Lundúnum fyrir nokkru til
að kynna Playing the Angel. Hann
lítur mjög vel út og greinilegt að
hann er búinn að ná sér vel upp úr
óreglunni, kurteis og tillitssamur og
gríðarlega ræðinn, kjaftar á honum
hver tuska.
Úr allt annarri átt
Það vakti nokkra athygli þegar
hljómsveitin valdi að vinna með Ben
Hiller að nýrri skífu, en Hiller hef-
ur meðal annars unnið með svo
ólíkum listamönnum sem U2,
Sophy-Ellis Baxter, Erasure og
Doves. David Gahan segir að það
hafi einmitt verið skemmtilegast við
að vinna með Hiller að hann þekkti
lítið til hljómsveitarinnar og þeir
nánast ekkert til hans. „Hann kom
úr allt annarri átt, sem var
skemmtilegt, ólík öðrum sem við
höfum unnið með gegnum árin,“
segir Gahan og bætir við að Hiller
hafi verið skemmtilega strangur og
ákveðinn í hljóðverinu, hafi rekið þá
áfram og ekki leyft þeim að komast
upp með neitt múður. „Hann hafði
auðvitað heyrt einhver lög með
okkur en aldrei hlustað á heila De-
peche Mode-plötu,“ segir Gahan.
Gahan segir að Hiller hafi rekið
þá svo vel áfram að eftir fimm vikur
voru þeir komnir með átta lög. „Við
fundum það vel að það var eitthvað
spennandi í vændum, það var
hljómur í lögunum sem okkur
fannst ferskur og nýstárlegur – það
má eiginlega segja að við höfum
ekki skemmt okkur eins vel við
upptökur síðan Violator var tekin
upp fyrir fimmtán árum,“ segir
Gahan, og vill skrifa það að miklu
leyti á Hiller – hann hafi skapað
rétta andrúmsloftið. „Ég hef áður
unnið með svona upptökustjóra af
gamla skólanum, vinnusömum og
ákveðnum, þegar ég gerði Monsters
með Ken Thomas, og kann því vel.“
Áhrif frá Sigur Rós
Á Playing the Angel notar Gahan
röddina víða eins og hvert annað
hljóðfæri og í ljósi þess að hann
vann sólóskífu sína með Ken Thom-
as, sem unnið hefur með Sigur Rós,
er ekki úr vegi að spyrja hann
hvort hér sé um að ræða áhrif frá
Sigur Rós.
„Ég hef reyndar alltaf litið á
röddina í mér sem hljóðfæri, en það
er rétt að söngur minn í lagasmíð-
um mínum og líka í söngnum á plöt-
unni er undir áhrifum frá Sigur Rós
og það hvernig ég sem lögin er
undir sterkum áhrifum frá Sigur
Rós.“
Í gegnum árin hefur Martin Gore
samið lög Depeche Mode og vekur
því eðlilega nokkra athygli að Gah-
an á þrjú lög á plötunni nýju. „Ég
hef alltaf átt auðvelt með að syngja
textana hans Martins, enda er hann
að fjalla um lífið í óteljandi birting-
armyndum þess. Mig hefur þó lengi
langað til að leggja meira af mörk-
um en ekki haft kjark til þess fyrr
en nú. Lögunum okkar svipar sam-
an um margt, enda erum við að
fjalla um álíka hluti, um lífið og
samskipti milli manna og það
hvernig við erum báðir ekkert of
sáttir við lífið; mér hefur ekki liðið
of vel í eigin skinni.“
Fram og aftur blindgötuna
Depeche Mode var á hápunkti
ferils síns 1990 þegar Violator kom
út, platan seldist mjög vel og lög af
henni urðu vinsæl. Næsta plata,
Songs of Faith & Devotion, sem
kom út 1993, gekk líka vel, fór beint
í efstu sæti sölulista, en á sama
tíma var hljómsveitin líka að detta í
sundur – eins og Gahan rekur sög-
una leið mönnum eins og þeir væru
komnir í blindgötu, að það sem þeir
væru að gera hefði engan tilgang.
„Mér leið eins og ég væri fastur í
litlum kassa og sá kassi var sífellt
að minnka, mig skorti alla lífsfyll-
ingu og fyrir vikið leitaði ég í áfengi
og eiturlyf til að deyfa þessar til-
finningar, til að reyna að gefa lífinu
eitthvert inntak.“ Gahan segir það
sitt mat að álíka tilfinningar hafi
bærst með Alan Wilder, sem hætti í
sveitinni 1995 eftir að hafa verið í
henni í fjórtán ár. „Hann lagði hart
að sér í að gera Violator, var mjög
ráðandi í upptökum á þeirri plötu
og líka á Songs of Faith & Devot-
ion, en eftir það held ég að honum
hafi fundist eins og nú yrði ekki
lengra komist með Depeche Mode,
hljómsveitin hefði ekki meira að
gefa honum eða hann henni.“
Þótt David Gahan sé léttur í tali
og það geisli af honum barnsleg
einlægni er margt það sem De-
peche Mode hefur gefið út með því
myrkasta sem í boði er í poppheim-
inum; textarnir alla jafna þunglynd-
islegir, jafnvel niðurdrepandi, tón-
listin mollleg og söngurinn
þrunginn sorg og trega. Aðspurður
hvort eitthvert eitt stef sé ríkjandi
á plötunni nýju svarar Gahan með
bros á vör: „Sársauki og þjáningar,
platan snýst um það eitt, sársauka
og þjáningar, með mishröðum takti
eins og reyndar allt það sem De-
peche Mode hefur gefið út hingað
til,“ segir hann og hlær við. „Nei,
réttara er kannski að segja sárs-
auki og þjáningar og von. Það er
um að gera að þjást sem mest en
hafa þó í huga að þegar myrkrið er
sem svartast er birtan ekki langt
undan.“
Depeche Mode sendi í gær frá sér plötu sem sögð er besta plata hennar í fimmtán ár. Peter
Bishop ræddi við David Gahan, söngvara sveitarinnar.
Sársauki og þjáningar og von
Nýjustu plötu Depeche Mode, Playing the Angel, er nú líkt við bestu plötu
sveitarinnar Violator.
’Ég hafði mitt hlutverk,að túlka lög og hreyfa
mig á sviði, vera leikari,
en það var mér ekki
nóg …‘
Upplifðu stórkostlegustu
endurkomu allra tíma.
Óskarsverðlaunahafarnir Russell
Crowe og Renée Zellweger fara á
kostum í sterkustu mynd ársins.
Mynd eftir Ron Howard
(“A Beautiful Mind”).
TOPPMYNDIN Í USA
2 VIKUR Í RÖÐ
Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd
ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster.
Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd.
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
TOPPMYNDIN Í USA
2 VIKUR Í RÖÐ
Spenntu beltin og undirbúðu þig
undir háspennumynd ársins með
Óskarsverðlaunahafanum
Jodie Foster.
Flight Plan kl. 5.50 - 8 - 10.15 b.i. 12 ára
Cinderella Man kl. 5.30 - 8.30 - 10.10 b.i. 14 ára
Must Love Dogs kl. 8
Charlie and the... kl. 8
Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 - 10
Gargandi snilld kl 5.15
Drabet 10.15
KÓRINN
íslensk heimildarmynd
Sýnd kl. 6
Næst síðasta sýning
Það er gaman að vera í kór!
Vinsælasta
myndin í
USA og á
BRETLANDI
Í dag.
V.J.V. TOPP5.IS
ROGER EBERT Kvikmyndir.com
H.J. / MBL
M.M.J. / Kvikmyndir.com
M.M.J. / Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
Roger Ebert
HEIMFRUMSÝND
Á FÖSTUDAG