Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 29
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HERÐUBREIÐ hlaut á sínum tíma
nokkuð afgerandi kosningu sem
þjóðarfjall Íslendinga. Staðsetning
fjallsins er þannig að örfáir hafa það
fyrir augum dags daglega. Flestir,
sem séð hafa það með eigin augum
munu hafa átt þess kost á ferð um
hringveginn milli Mývatnssveitar og
Jökuldals. Reyndar hefur tími sá
sem ferðamaðurinn nýtur útsýnis til
fjallsins styst að miklum mun við til-
komu hinnar svonefndu Háreks-
staðaleiðar. Aðdáendur þess geta þó
lagt leið sína um Möðrudal og notið
hins rómaða útsýnis þaðan.
Ég tel fullvíst að fáir viti að sýn
gefst til fjallsins – að vísu í litlum
mæli – frá heldur ólíklegum stað á
hringveginum. Það er vestan til á
Fljótsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu.
Á litlum kafla, áður en náð er upp á
hæsta hluta heiðarinnar, má greina
hæsta topp Herðubreiðar koma upp
fyrir syðsta hluta Bláfjalls í Mý-
vatnssveit, sem er fyrirferðarmikið
við sjóndeildarhring í suðri. Þessi
hluti Bláfjalls nefnist Bláfjallshalar
og er um 300 metrum lægri en meg-
infjallið. Það ræður úrslitum um sýn-
ina til Herðubreiðar. Skyggni og
skýjafar þarf að sjálfsögðu að vera
hagstætt og það skiptir einungis sek-
úndum sem sýnin varir, horft úr bíl á
90 km. hraða.
Eins konar þjóðsaga að lokum sem
tengist þessu fyrirbæri. Langt fram
eftir nýliðinni öld var uppi í Suður-
Þingeyjarsýslu maður að nafni Jónas
Jónsson. Hann kenndi sig við fæðing-
arstað sinn, Haganes í Mývatnssveit,
og gekk í munni manna undir nafn-
inu Jónas Hagan. Áratugum saman
ók hann vörubíl í þjónustu Kaup-
félags Þingeyinga og hefur áreið-
anlega oftar en tölu verði á komið ek-
ið yfir Fljótsheiði. Honum hefur
einnig verið farið á sama hátt og
meirihluta Suður-Þingeyinga á fyrri
hluta 20. aldar að hafa óbilandi trú og
traust á Jónasi Jónssyni frá Hriflu,
en bærinn sá er á láglendinu vestan
Skjálfandafljóts og Fljótsheiðar.
Sagan segir að Jónas Hagan hafi
kveðið upp úr um, að vestan til á
Fljótsheiði væri helgur staður, þar
sem samtímis sæist til Herðubreiðar
og Hriflu.
GUÐMUNDUR GUNNARSSON,
lífeyrisþegi á Akureyri.
Sýn til þjóðarfjallsins
Frá Guðmundi Gunnarssyni:
Morgunblaðið/RAX
Í MORGUNBLAÐINU hinn 12.
október sl., er ákaflega óviðfelldin
heilsíðuauglýsing. Þar er umhverfis-
ráðherra og ýmsum þingmönnum
þakkað að afnema veiðibann á rjúpu!
Og í hádeginu var marglesin aug-
lýsing frá innflytjanda nokkrum:
Veiðimenn, sparið ykkur sporin,
fjórhjól fyrirliggjandi á góðu verði!
Mér finnst þessar auglýsingar
vera ákaflega vanhugsaðar og bera
þeim sem auglýsa ekki mikinn sið-
ferðisþroska. Gróðafíknin og græðg-
in eru skelfileg fyrirbæri, kannski
jafnalvarleg í samfélaginu okkar og
sjúkdómar á borð við krabbamein.
Landið okkar er í ákaflegu slæmu
ástandi. Víða er verið að eyðileggja
ótrúlega fagrar perlur gjörsamlega
að þarflausu. Utanvegaakstur er því
miður að aukast mjög.
Mætti biðja þá sem hafa hag af
siðlausu rjúpnadrápi að líta sér nær.
Við þurfum að huga betur að öllum
þeim slæmu afleiðingum sem þessar
stjórnlausu veiðar kunna að hafa á
náttúru landsins.
Af hverju að stuðla að meiri fækk-
un rjúpu en nú þegar er?
GUÐJÓN JENSSON,
Arnartanga 43, Mosfellsbæ.
Siðlausar auglýsingar
Frá Guðjóni Jenssyni:
AÐ MÉR var vikið í grein sem
Páll Heimisson, laga- og þýskunem-
andi, reit í Morgun-
blaðið þriðjudaginn 4.
október sl.
Palla lá mikið á
hjarta. Hann tvíhenti
pennastöngina og hóf
strax að berja á útliti
blaðsins sérlega vond-
ur út í leturgerð fyrir-
sagnanna sem hann
átti bágt með að
skilja. Þar sem mann-
kynið djöflast gjarnan
á því sem það seint
fattar, furðaði ég mig
ekki í hringi yfir þess-
ari gagnrýni, auk þess
sem ég kættist yfir
því að hafa fullnægt
einu af mörgum tak-
mörkum útgáfunnar;
að skapa opna um-
ræðu og gagnrýna
hugsun.
En við erum stödd í
undarlegum kafla Ís-
landssögunnar, ef
skrautskrift þykir til-
efni til gagnrýni. Hún
hefur verið brúkuð í
titlum og inngangstextum handrita,
bóka og tímarita frá því land
byggðist. Það er því af sömu
ástæðu og Guðbrandur Þorláksson
lét bæði gullslá, flúra og skraut-
skrifa biblíuna sína, sem ég læt
færa Stúdentablaðið í þennan bún-
ing af óbilandi ást og virðingu fyrir
öllu því sem í því stendur og í þeirri
bljúgu von að fólk staldri við og
hugsi um það sem fyrir augu ber.
Að letrinu loknu spennti Palli
boga sinn og miðaði hátt út í bláinn.
Hann beindi að því marki að Stúd-
entablaðið væri málgagn Vinstri-
grænna þar sem hann þóttist sjá
glóra í tengsl milli efnistaka blaðs-
ins og stefnu græna flokksins. Um-
mæli þessi ættu að vera öllum þeim
er blaðið hafa lesið óskiljanleg, en
aðeins í því tilfelli að Palli telji
stefnu Vinstri-grænna og heilbrigða
skynsemi nokkurn veginn sama
hlutinn get ég skilið hugrenningar
hans.
En Palli spennti boga sinn of
hart, með þeim afleiðingum að
strengurinn slitnaði og örin féll
ekki lengra en í fótinn á honum.
Hann haltraði á þeirri staðreynd að
formaður Stúdentaráðs hafi setið í
stjórn Ungliðahreyfingar Vinstri-
grænna. Þegar formaðurinn tjáði
honum að það væri með engu stefna
Stúdentaráðs að skipta sér af
stefnu Stúdentablaðsins varð Palli
fokvondur og viðskotaillur. Ég finn
enga aðra skýringu á viðbrögðum
Palla, en að takmörkuð hugkví hans
rúmi ekki hugtakið ,,frjáls fjöl-
miðlun“. Hér er því útskýring: Eins
og menntamálaráðherra á ekki að
hafa bein áhrif á það sem birtist í
miðlum Ríkisútvarpsins, líkt og Jón
Ásgeir Jóhannesson á ekki skipta
sér af skrifum Fréttablaðsins eða
DV, á formaður Stúdentaráðs ekki
að hafa áhrif á það sem skrifað er í
Stúdentablaðið þá væri það ekki í
aðstöðu til að veita hagsmunum
stúdenta nokkuð aðhald.
Stúdentablaðið mun ekki feta í
fótspor ráðstjórnarríkjanna sálugu
enda búum við í frjálsu lýðræðisríki
sem hafnar þeirri stalínísku hug-
myndafræði að formenn og for-
ingjar eigi að ráða því hvað birtist í
fjölmiðlum. Palla er hér með bent á
að kanna hvernig fór fyrir Pravda
og Sovétríkjunum, sjálfum sér til
lærdóms og sálarþroska.
Skrif mín um Palestínu fóru líka
fyrir brjóstið á Palla þar sem ekk-
ert væri gert til að ,,bera málstað
Ísraelsmanna fyrir lesendur“. Örð-
ugt að bera kennsl á rétt hernema í
hernumdu landi, hvað þá hermanna
í herlausu landi. Þrátt fyrir það var
gerð tilraun til þess og því skrökvar
Palli. Í blaðinu birtist opnu viðtal
við kanadíska kvikmyndagerðar-
konu sem heitir Elle Flanders. Í
fyrsta lagi er hún gyðingur. Í öðru
lagi hefur hún búið í Ísrael í meira
en 15 ár. Í þriðja lagi
bjó hún í æsku með
ömmu sinni og afa sem
tóku þátt í stofnun Ísr-
aelsríkis og umgengust
daglega valdamestu
stjórnmálamenn lands-
ins. Í fjórða lagi var
hún á leið til Íslands til
að halda fyrirlestur um
samskipti þjóðanna við
Miðjarðarhafsbotn,
sem sérfræðingur á
vegum UNIFEM og
kynna nýlega heimild-
armynd sína sem tekin
var í Palestínu og Ísr-
ael! Ég veit ekki hvaða
manneskja í veröldinni
ætti að geta gefið betri
sýn á málstað ísraelsku
þjóðarinnar en einmitt
hún. Þess utan var birt
grein eftir Uri Avnery,
ísraelskan stjórnmála-
mann og stofnanda ísr-
aelsku friðarsamtak-
anna Gush Shalom.
Skrif mín voru byggð á
skýrslum Sameinuðu
þjóðanna, úrskurðum alþjóðlegra
dómstóla, opinberum yfirlýsingum,
viðtölum við sérfræðinga og stjórn-
málamenn, ferðalögum í sjúkrabíl-
um, heimsóknum í flóttamannabúð-
ir, kynnisferðum í sjúkrahús,
háskóla og híbýli opinberra mann-
réttindasamtaka og síðast en ekki
síst ferðalögum um Ísrael! Ég
þekki fáa íslenska blaðamenn sem
sýna viðfangsefni sínu eins mikla
virðingu og nærgætni.
Í Stúdentablaðinu var einnig
fjallað um alræðislegar aðgerðir
lögreglu gagnvart mótmælendum
við Kárahnjúka. Ef Palli efast um
sannleiksgildi þess sem þar kom
fram bendi ég honum á að kynna
sér málið persónulega, t.d. með því
að skoða upptökur Ómars Ragn-
arssonar, fréttamanns, af því þegar
friðsamir mótmælendur voru eltir
af ómerktum bíl um götur Reykja-
víkur.
Eftir að hafa lesið rógburð Palla
leið mér eins ég væri staddur í
spænskum rannsóknarrétti kaþ-
ólsku kirkjunnar á miðöldum og
ráðlegg honum hér með eindregið
að draga höfuð sitt hið snarasta úr
þeim sandhaug sem hann hefur
stungið því í. Ég árétti hér með að
öllum stúdentum Háskóla Íslands
er frjálst að koma skoðunum sínum
á framfæri í Stúdentablaðinu svo
lengi sem viðkomandi er staddur á
plánetunni Jörð.
Hún snýst samt, Palli!
Hún snýst
samt, Páll
Magnús Björn Ólafsson fjallar
um skrif Stúdentablaðsins og
svarar Páli Heimissyni
Magnús Björn Ólafsson
’…öllum stúd-entum Háskóla
Íslands er
frjálst að koma
skoðunum sín-
um á framfæri í
Stúdenta-
blaðinu…‘
Höfundur er ritstjóri
Stúdentablaðsins og nemandi
í heimspeki og stjórnmálafræði.
WWW.NOWFOODS.COM
Góð heilsa gulli betri
hitakútar
úr ryðfríu stáli
30 ára reynsla á
þúsundum heimila
● 30/50/100/120/200 eða 300 lítra
● Blöndunar- og öryggisloki fylgir
● Hagstætt verð
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
Frábær
ending!
!"#$ % & & '#"! () * & #+ , * & #+ , ! - & #+ . /) #+&0 )"" 0""
#+ 1
$ % 2 +"
" ,++
!"#$ % ! + " /"# + +
'#"" ' +" 1
3 " ,+ & &
# $ %
* & #+ ( " 1) #+&0 (& & +
// " (& $
+ & #+ + + 1 +
"/ '# )