Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir
að það væri vond niðurstaða sem allir myndu
skaðast á ef það yrði niðurstaða launanefndar
aðila vinnumarkaðarins að segja upp launalið
gildandi kjarasamninga, en ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar áttu fund með Alþýðusambandi
Íslands og fulltrúum landssambanda í gær.
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam-
bands Íslands, segir að á fundi með ríkisstjórn-
inni í gær hafi ASÍ lagt ríka áherslu á að fá af-
dráttarlaus svör varðandi þau efnisatriði sem
væru uppi á borðum mjög fljótlega.
„Það blasir auðvitað við að ef það á að vera
einhver von til þess að ná þessu saman fyrir 15.
nóvember verður ríkisstjórnin að koma mynd-
arlega að málinu. Auðvitað reynir ekki síður á
aðalviðsemjandann, sem er auðvitað Samtök at-
vinnulífsins. Það þarf hvort tveggja að koma til
ef það á að nást samkomulag um að brúa þetta
bil sem er orðið á milli þess sem við töldum okk-
ur vera að semja um og svo raunveruleikans í
dag,“ sagði Grétar.
Kaupmáttaraukning og skattahækkanir
Halldór sagði að fundurinn hefði verið hald-
inn að ósk Alþýðusambandsins. „Við fórum yfir
þessa stöðu og það liggur ljóst fyrir og er óum-
deilt að verðlagshækkanir eru meiri en gert var
ráð fyrir í þeim samningum sem gerðir voru
2004. Það eru hins vegar önnur atriði sem skipta
að mínu mati miklu máli. Kaupmáttaraukningin
hefur verið mikil og þar hjálpa til þær skatta-
lækkanir sem voru ákveðnar eftir samningana,“
sagði Halldór.
Hann sagði að fram hefðu komið óskir varð-
andi nokkur atriði sem vörðuðu samskipti rík-
isvaldsins við aðila vinnumarkaðarins. Það lyti
að hlutum eins og starfsmannaleigum, atvinnu-
leysisbótum, fræðslumálum og lífeyrissjóðum,
einkum að því er varðaði örorkumál. Ákveðið
hefði verið að vinna frekar í þeim málum og sjá
hvort hægt væri að skýra línurnar í þessum efn-
um, en allt væru þetta atriði sem hefðu verið í
umræðu milli aðila. Framhald yrði á þessum
samskiptum en annar fundur ekki tímasettur að
svo komnu.
Forsætisráðherra segir alla myndu skaðast á uppsögn á launalið samninga
ASÍ vill afdráttarlaus svör
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Vond niðurstaða | 11
„ÉG er sannfærður um það að sýningin
hafi mikið forvarnargildi, sé afskaplega
uppfræðandi fyrir börnin, og kenni þeim
hvaða leiðir eru færar fyrir þau til þess að
gera viðvart og leita eftir hjálp,“ sagði
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna-
verndarstofu, eftir brúðuleikhússýningu
Hallveigar Thorlacius og Helgu Arnalds,
Krakkarnir í hverfinu, í Breiðholtsskóla á
mánudag. Sýningin er liður í verkefninu
Blátt áfram, sem stofnað var til af systr-
unum Sigríði og Svövu Björnsdætrum, en
er unnið á vegum Ungmennafélags Ís-
lands. Markmið verkefnisins er að efla for-
varnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börn-
um á Íslandi. Í brúðuleiknum kynnast
áhorfendur börnum sem orðið hafa fyrir
slíku ofbeldi og ungir áhorfendur fá tæki-
færi til að spyrja spurninga sem tengjast
efninu.
Sýninguna sóttu tíu ára krakkar í Breið-
holtsskóla, kennarar og skólastjórnendur,
en einnig ýmsir helstu forsjármenn slíkra
mála í samfélaginu, þar á meðal ráð-
herrar, landlæknir, umboðsmaður barna
og fleiri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði meðal annars
að gott væri að samfélagið allt væri að
vakna til meðvitundar um ofbeldi gegn
börnum. | 41
Morgunblaðið/Golli
Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds með
Krakkana í hverfinu.
Samfélagið
að vakna
til vitundar
Brúðuleikhús eflir forvarnir
gegn ofbeldi á börnum
MIKIÐ hefur verið um fiðrildi
á ferli að undanförnu og hefur
Náttúrufræðistofnun fengið
margar ábendingar þar að lút-
andi. Veðrið, þ.e.a.s. hlýindin
undanfarna daga og ráðandi
aust- og suðaustlægar vind-
áttir, ræður þarna mestu um,
að sögn Erlings Ólafssonar,
dýrafræðings.
Erling sagði að annars veg-
ar væri geysilega mikið af
haustfeta þessa dagana, en þar
væri um að ræða tiltölulega lít-
il drapplit fiðrildi, sem gjarnan
sætu á húsveggjum á kvöldin.
„Þetta er mesti skaðvald-
urinn í görðunum hjá okkur
þessi lirfa hans á vorin eða
fyrripart sumars. Hann étur
öll lauf og hann flýgur á þess-
um tíma,“ sagði Erling.
Hann sagði að haustfetinn
hefði haft hægt um sig í síð-
ustu viku í kuldakastinu, en
væri mjög áberandi nú eftir að
hlýnað hefði. „Annar þáttur í
þessu er að um helgina kom
geysimikið af útlenskum fiðr-
ildum til landsins með þessum
hlýja loftmassa sem kom hér
yfir,“ sagði Erling.
Einnig fuglar
Hann sagði að þar væri um
nokkrar tegundir að ræða, en
upplýsingar í þessum efnum
væru smám saman að koma
inn og heildarmyndin lægi ekki
enn fyrir. Einnig hefði komið
mikið af fuglum með þessum
vindáttum.
Aðspurður hvort hann vissi
til þess að sjaldgæf fiðrildi
hefðu borist hingað að þessu
sinni sagðist Erling ekki vita
til þess enn sem komið væri.
Þarna væri um að ræða al-
gengar flækingstegundir, til
dæmis svonefndar yglur.
Erling sagði einnig að veð-
urskilyrði undanfarið væru að
mörgu leyti dæmigerð fyrir
komu þessara tegunda. Hann
væri samt sem áður dálítið
hissa hversu mikið hefði verið
um þetta í ljósi þess hve mikil
úrkoman hefði verið.
Yglur og
haustfetar
á ferðinni
VEIÐAR á beitukóngi eru nú í fullum gangi á
Breiðafirði. Þrír bátar stunda veiðarnar og rær hver
þeirra með 3.000 gildrur. Vikulegur afli er um 10 til
12 tonn og er hann unninn í Grundarfirði. Beitu-
kóngurinn fer á markaði í Japan og Kóreu og segir
verkandinn og útgerðarmaðurinn, Ásgeir Valdi-
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
marsson, að verðið sé í lagi en gengisskráningin
ekki. Kuðungurinn er veiddur í gildrur sem eru
gerðar úr plastfötum og í þeim er sérstakt agn í
majonesdósum. Á myndinni sést Jóhann Valdimar
Kjartansson draga beitukóngsgildru um borð í bátn-
um Garpi SH á Breiðafirði. | B2
Veiðar á beitukóngi í fullum gangi
ÞORGERÐUR Katrín Gunnars-
dóttir, menntamálaráðherra og
nýkjörinn varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir í viðtali í
Morgunblaðinu í dag að hún telji
niðurstöðu fjölmiðlanefndar um
25% hámark á eignarhlut eins
eða tengdra aðila á fjölmiðlum
vera of hátt. „Mér finnst 25% allt
of hátt. Ég hef ekkert breytt
þeirri skoðun minni en þetta er
sú niðurstaða sem nefndin komst
að og við áttum okkar fulltrúa
þar,“ segir Þorgerður. Hún
kveðst ekki vilja nefna ákveðið
hlutfall sem sé æskilegt í þessum
efnum. Það sé nokkuð sem þurfi
að ræða.
Þorgerður Katrín segir jafn-
framt að það hafi fyrst og fremst
verið Samfylkingin sem barðist
fyrir því að hafa þetta svona hátt.
„Við verðum að skoða niðurstöð-
una í ljósi þess umróts sem ríkti.
Það var mikil áhersla lögð á að
ná ákveðinni sátt,“ segir hún.
Þorgerður segir í viðtalinu að
sjálfstæðismenn hafi gert mjög
margt til þess að aðstoða við að
ná fram sátt í fjölmiðlamálinu.
„Við höfum gert mjög margt til
þess að koma til móts við það að
reyna að ná þessari sáttargjörð.
Það verður erfitt að breyta nið-
urstöðunni frá því sem stendur í
fjölmiðlaskýrslunni en ég held að
það sé alveg ljóst að landsfund-
urinn er búinn að gefa okkur
ákveðna línu um að löggjöfin
verði skýr og hafi það markmið
að það verði dreifð eignaraðild að
fjölmiðlum,“ segir Þorgerður.
Þá leggur Þorgerður áherslu á
að enginn tali lengur um að ekki
beri að setja fjölmiðlalög. „Ég
mun sérstaklega fylgjast með því
hvað stjórnarandstöðuflokkarnir
koma til með að gera í þessu
máli.“
25% eignarhlutfall í
fjölmiðlum allt of hátt
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að mikil áhersla
hafi verið lögð á að ná sátt í fjölmiðlamálinu
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Einkarekstur getur styrkt | 24
ÞRJÁR rjúpnaskyttur sem höfðu verið á
skyttiríi nálægt Skjaldbreið villtust af leið
um sexleytið í gærkvöldi og þurfti að kalla
til björgunarsveitir til að leita að þeim.
Leiðir mannanna höfðu skilið en þeir
fundust þó allir, sá síðasti eftir að hafa verið
týndur í um þrjá tíma. Hinir tveir fundust
um sjöleytið.
Reynt var að ná símasambandi við menn-
ina og var notast við NMT-síma annarrar
rjúpnaskyttu, Ævars Guðmundssonar, sem
hafði sjálfur verið á skyttiríi við Skjaldbreið
í gærkvöldi. Náði Ævar sambandi við
mennina og sagðist hann einnig hafa skotið
upp neyðarblysum og þannig leiðbeint
mönnunum til sín.
Mennirnir voru vel búnir og varð ekki
meint af. Alls tóku um 30 björgunarsveit-
armenn þátt í leitinni.
Rjúpnaskytt-
ur villtust
Morgunblaðið/Sverrir