Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vessgú, þingið óskar eftir hefðbundnu uppeldi, því kóngur á hann að verða. Hinn 24. októbernæstkomandiverða 30 ár liðin frá Kvennafrídeginum svokallaða. Kvennaráð- stefna sem haldin var í júní 1975 í Reykjavík skoraði á konur að taka sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október það sama ár til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns og hversu lítils það væri met- ið, en 18. desember 1972 lýstu Sameinuðu þjóðirn- ar því yfir að árið 1975 skyldi helgað málefnum kvenna undir kjörorðunum: JAFN- RÉTTI – FRAMÞRÓUN – FRIÐUR. Framkvæmdanefnd Kvennafrí- dagsins var skipuð og í upphafi var ákveðið að tala ekki um verk- fall heldur kvennafrí. Nefndin skipulagði opið hús allan daginn á sex stöðum í miðbæ Reykjavíkur þar sem konurnar gátu hist og rætt málin. Samkomur voru haldnar á meira en tuttugu stöð- um utan Reykjavíkur. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum því talið er að um 90% kvenna um allt land hafi lagt niður vinnu og lam- aðist atvinnulífið meira og minna. Margir feður urðu að taka börn með sér í vinnu eða vera heima. Fundurinn á Lækjartorgi varð fjölmennasti útifundur sem hald- inn hafði verið á Íslandi og líklega einn sá fjölmennasti til dagsins í dag. Dagskráin, sem stóð í tvo tíma síðdegis, var fjölbreytt. Flutt voru ávörp, hvatningarorð og kvennakrónika og sunginn fjölda- söngur. Þegar fundinum lauk var áberandi hversu víða mátti sjá karlmenn með börn í kerrum, vögnum og á handlegg sér. Breytt hlutverk skóla Inga Þórunn Halldórsdóttir, skólastjóri Borgaskóla í Grafar- vogi, segir að engar ráðstafanir hafi verið gerðar þar á bæ varð- andi endurvakningu Kvennafrí- dagsins næstkomandi mánudag því nær allir kennarar skólans hafi lokið kennslu kl. 14.08. Mikil vinna væri þó eftir fyrir kennara við úrvinnslu og undirbúning. Ekkert hefði komið frá mennta- sviði Reykjavíkurborgar til skóla- stjóra en hún sagði mjög erfitt fyrir starfsfólk skólastofnana að ganga út því skólar séu orðnir mun meiri þjónustustofnanir en var fyrir 30 árum og skólinn vilji reyna að þjónusta börnin og heim- ilin eins vel og hægt er. Inga var viðstödd útifundinn fyrir 30 árum og segir að jafnvel þótt hún vilji endurtaka leikinn sé samfélagið orðið allt annað og hlutverk skólanna hafi breyst mikið. Ekki veiti þó af að endur- vekja Kvennafrídaginn því okkur hafi miðað áfram en alls ekki í launum. Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfsmannamála hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, segir mikla dreifstýringu ríkja á vinnustaðn- um og því sé undir yfirmönnum á hverri deild komið hvernig brugð- ist verði við á Kvennafrídaginn en hún segist ekki eiga von á að starfsmenn gangi út ef sinna þurfi sjúklingum. Sjálf var Erna að vinna á gjörgæsludeild Landspít- alans á Kvennafrídaginn 1975. Rifjar hún upp að tiltölulega fáir sjúklingar hafi verið á deildinni og því gátu nokkrir starfsmenn tekið þátt með kalltækið í vasanum. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðs- stjóri Menntasviðs Reykjavíkur- borgar, segir að ályktun hafi bor- ist frá leikskólastjórum í Reykjavík varðandi Kvennafrí- daginn á mánudaginn. Hún segist eiga von á því að konur sem vinni á Menntasviði Reykjavíkurborgar muni taka þátt í þeirri dagskrá sem fram muni fara. Borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem konur meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar eru hvattar til að taka þátt eftir því sem aðstæður leyfa. Munu taka frí Unnur Jónsdóttir, leikskóla- stjóri á leikskólanum Mýri, segist hafa orðið mjög glöð þegar hún frétti af því að endurvekja ætti Kvennafrídaginn, svo glöð að hún ákvað að taka málið upp á starfs- mannafundi leikskólans og ákveð- ið hafi verið að loka leikskólanum. Ákvörðunina kynnti hún á for- eldrafundi og sú krafa gerð að for- eldrar sæktu börnin, en Mýri er að hluta til einkarekinn leikskóli. Foreldra hvatti hún til að taka þátt í dagskránni með starfsfólki leikskólans. Segir hún foreldra hafa tekið einstaklega vel undir þessa kröfu og að enginn hafi kvartað. Unnur segir að í haust hafi ver- ið mikil umræða um manneklu leikskólanna og því sé vel tilheyr- andi að leikskólakennarar taki þátt í deginum, manneklan sé til komin vegna lágra launa starfs- manna leikskólanna. Kvennafrídagurinn er Unni í fersku minni og segir hún þetta einn mesta stemmningsdag í hennar lífi. Segist hún hafa mætt mikilli mótstöðu frá rekstraraðil- um þess leikskóla sem hún vann á. Unnur segist ekki búast við slíkri mótstöðu frá vinnuveitendum í dag. Fréttaskýring | Áfram stelpur enn á ný 30 ár liðin frá Kvennafrídegi Hinn 24. október 1975 sýndu íslenskar konur samstöðu og lögðu niður vinnu Frá Kvennafrídeginum 24. október 1975. Kvennafrídagur endurvak- inn næstomandi mánudag  Hvergi í heiminum mun at- vinnuþátttaka kvenna vera eins mikil og hér á landi. Mánudaginn næstkomandi, 24. október, verð- ur Kvennafrídagurinn endurvak- inn og hafa ýmsir hvatt konur til að leggja niður störf kl. 14.08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum þann daginn, ef litið er til þess að atvinnutekjur kvenna eru 64,15% af atvinnutekjum karla. Ganga hefst frá Skóla- vörðuholti kl. 14.08 og útifundur á Ingólfstorgi kl. 15. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra fór upp að virkjunarsvæð- inu við Kárahnjúka á mánudag til að kynna sér aðstæður af eigin raun eftir umræður undanfarinna vikna um tafir á framkvæmdum og óvissu þar. Einkum er um að ræða miklar tafir á borun aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar vegna vatnsaga og lausra berglaga. Hefur aðeins einn bor af þremur verið í gangi síðustu vikurnar. Þá hafði Landsvirkjun nokkrar áhyggjur af hugsanlegum töfum á verki sem Slippstöðin á Akureyri hafði með höndum sem undirverk- taki þýska fyrirtækisins DSD Stahl- bau GmbH en Slippstöðin varð ný- lega gjaldþrota. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar var ferðin farin að hans frumkvæði. Tekur hann fram að ferðin hafi bæði verið áhugaverð og skemmtileg. Segir hann að menn hafi við fram- kvæmdina lent í margvíslegri óvissu. „Þetta er stærsta framkvæmd sem um getur í sögu landsins og þarna er verið að vinna á mjög mörgum stöð- um í einu,“ segir Halldór. „Ég vildi vita hvað væri um að vera þarna en það hefur mikið verið talað um óvissu vegna þess vanda sem þarna hefur komið upp. En menn eru með margvíslegar ráðstafanir til að taka á því.“ „Þarna hafa menn staðið frammi fyrir mjög flóknum verkefnum en ég sé ekki betur en að menn séu að leysa þetta allt saman. Þrátt fyrir ákveðnar tafir eru menn enn bjart- sýnir á að standast þær tímaáætl- anir sem settar voru í upphafi.“ Halldór segir það hafa verið mjög eftirminnilegt að koma inn í stöðvar- húsið í Valþjófsstaðafjalli og einnig að sjá hversu Kárahnjúkastífla er orðin há. „Þetta eru feiknalega mikil mannvirki og auðvitað vekur það at- hygli manns að standa frammi fyrir þessari stóru framkvæmd,“ segir forsætisráðherra. Ljósmynd/Harald Alfreðsson Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á virkjunarsvæðinu ásamt starfsmönnum Impregilo og Landsvirkjunar. Bjartsýni þrátt fyrir tafir Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞRJÁR hópsýkingar af völdum mat- areitrana komu upp í september á mismunandi stöðum á landinu. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Far- sóttafrétta. Fyrsta matareitrunin kom upp um miðjan septembermánuð í lítilli veislu á Suðurnesjum, en þá veiktust sjö af átta veislugestum með upp- köstum u.þ.b. 1–1,5 klst. eftir neyslu matvælanna. Einkennin gengu fljótt yfir. Heilbrigðisfulltrúar á Suður- nesjum önnuðust rannsókn á upp- runa eitrunarinnar, en grunur vakn- aði um Bacillus cereus-mengun í remúlaðisósu. Næsta matareitrun kom upp á vinnustöðum á Suðvesturlandi, sem fengu mat sendan frá sama stóreld- húsinu og veiktust þar samtals 32 einstaklingar. Helstu einkenni voru niðurgangur sem hófst um 7–20 tím- um eftir neyslu matvæla sem líklegt er talið að hafi verið menguð. Ein- kennin gengu yfir í flestum tilfellum innan sólarhrings. Gerð var ítarleg rannsókn á neyslu matmæla þeirra sem sýktust og tekin voru sýni. Þriðja eitrunin kom upp á Austur- landi í skólaeldhúsi þar sem 11 ein- staklingar neyttu sama matar, af þeim veiktust sex mjög hastarlega en þrír fengu vægari einkenni. Ein- kennin komu nánast um leið og neyslu matvælanna lauk en gengu jafnframt mjög fljótt yfir. Helstu einkenni voru slæmir krampakennd- ir kviðverkir ásamt ógleði og í ein- staka tilfellum niðurgangur. Þrjú tilfelli matareitrunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.