Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 37
DAGBÓK
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Ráðstefna um kynjajafnrétti í fé-lagsvísindarannsóknum verður haldiní Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavíkföstudaginn 21. október frá klukkan
13.30 til 17 en markmið ráðstefnunnar er að
ræða hugsanlegar skekkjur í fjármögnun rann-
sókna á Íslandi og í Evrópu almennt, þ.e.
skekkjur sem tengjast kyni vísindamanna.
Eiríkur Smári Sigurðsson, deildarstjóri rann-
sóknar- og nýsköpunarsviðs Rannsókn-
armiðstöðvar Íslands, Rannís, segir það vera
ljóst að konur séu í talsverðum minnihluta í
æðstu metorðastigum vísinda og rannsókna.
„Þetta á líka við um félagsvísindi og hugvís-
indi, þar sem maður á þó síður von á því en í
t.d. verkfræði. Því hefur löngum verið haldið
fram að breytingar til meira jafnræðis séu óhjá-
kvæmilegar, en að þær taki tíma. Um þetta
efast margir og telja of mikla íhaldssemi í kerf-
inu hamla eðlilegri þróun,“ segir Eiríkur.
„Á ráðstefnunni verða fluttir þrír fyrirlestrar.
Barbara Bagilhole, prófessor við Háskólann í
Loughborough í Englandi, ríður á vaðið með
fyrirlestur um framabraut kvenna í fé-
lagsvísindum. Elisabetta Addis, prófessor í hag-
fræði við Háskólann á Sardiníu, fjallar síðan um
hugtakið vísindaleg gæði í ljósi kyngervis og að
lokum flytur Harriet Silius, prófessor við aka-
demíuna í Åbo í Finnlandi, erindi um fé-
lagsvísindi í ljósi kyngervis. Ráðstefnan nálgast
málið frá sjónarhóli stofnana sem fjármagna
rannsóknir úr samkeppnissjóðum. Til að fá
styrk þarf að senda inn umsókn, hún er metin
af jafningjum – þ.e. bestu fáanlegu sérfræð-
ingum sem hafa vit á sviðinu – og síðan er
styrkjum úthlutað á þessum grunni. Því hefur
verið haldið fram að þetta kerfi sé of íhaldssamt
í eðli sínu og að það hamli breytingum – m.a. til
aukins kynjajafnréttis. Nú er enginn að halda
því fram að taka beri konu fram yfir karl þegar
valið er milli umsækjenda. Málið er mun flókn-
ara. Sjóðir bjóða upp á mismunandi tegundir
styrkja og það er vitað að sumar tegundir henta
ákveðnum hópum betur en aðrar tegundir. Við
þurfum að huga betur að þessum þætti.“
Eiríkur segir að ef litið er til samkeppn-
issjóða sem styrkja rannsóknir í félagsvísindum
þá sé Ísland ekki illa sett miðað við mörg önnur
lönd.
„Okkar sjóðir eiga ekki við sömu vandamál að
stríða og sjóðir í mörgum öðrum löndum. Í
Þýskalandi, t.d., er mjög lítill hluti umsækjenda
um styrki til rannsókna í félagsvísindum konur
og það kemur á óvart hvað skekkjan er mikil á
Norðurlöndum almennt.
Ástandið hér er þó mun skárra. Þetta er með-
al þess sem verður rætt á ráðstefnunni.“
Félagsvísindi | Ráðstefna um kynjajafnrétti í félagsvísindarannsóknum
Íhaldssamt kerfi er til trafala
Dr. Eiríkur Smári
Sigurðarson er fæddur
í Reykjavík hinn 6.
nóvember árið 1968.
Hann lauk stúdents-
prófi frá Versl-
unarskóla Íslands og
doktorsnámi í heim-
speki frá Háskólanum í
Cambridge árið 2002.
Eiríkur er deildarstjóri
hjá Rannís, rann-
sóknar- og nýsköpunarsviði Rannsókn-
armiðstöðvar Íslands. Auk þess er Eiríkur
stundakennari við Háskóla Íslands og
Menntaskólann í Reykjavík.
60 ára afmæli. Í dag, 19. október,er sextug Steinunn Pálsdóttir,
Valhúsabraut 33, Seltjarnarnesi. Hún
og eiginmaður hennar taka á móti
gestum í Félagsheimili Seltjarnarness
klukkan 18 á afmælisdaginn.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Punktur is
Margt er til boða gálaust glys,
og greindin er notuð ranghverfis
.is .is .is
Von er að margur geri gys
að grátlegu staglinu á „punktur.is“
.is .is .is
Margir auglýsa merkileg dót
á mjög lágu verði í þokkabót
.is .is .is
Sumir bregðast við samstundis
og selja vöruna ókeypis
.is .is .is
Menn þurfa að annast matarkaup
meira en að hafa bara í staup
.is .is .is
Eflaust fara þeir mikils á mis
sem muna ekki að kaupa „Skyr.is“
.is .is .is
Þú færð hér boli þrjá fyrir tvo
þannig á það að vera, sko,
.is .is .is
Eftir það verslarðu alltaf hér
og aðra teymirðu hingað með þér
.is .is .is
Allir keppa við Bónus og Baug
og bráðlega stefnir í alvöruspaug
.is .is .is
Svo heldur það áfram hérlendis
hallæris staglið á „punktur is“
.is .is .is
Leifur Eiríksson,
fyrrverandi kennari.
Músalína er týnd
MÚSALÍNA er rúmlega 15 ára gelt
grábröndótt læða með stórt rautt
leð-
urhjarta
um háls-
inn, heim-
ilismerk-
ingu og
stórt VÍS
end-
urskins-
merki.
Hún hefur
aldrei
horfið en
hvarf um
helgina frá heimili sínu í Lyngbergi í
Hafnafirði. Hún er „eldri borgari“
og orðin tannlaus í neðri góm. Henn-
ar er sárt saknað. Þeir sem geta gef-
ið einhverjar upplýsingar eru vin-
samlega beðnir um að hafa samband
við Elísabetu , Lyngbergi 19b, eða í
síma : 551 3282 og 899 3382. Fund-
arlaun.
Kisa í óskilum
ÞESSI
kisa er í
óskilum í
Straum-
sölum í
Kópa-
vogi.
Upplýs-
ingar í
síma
552 4413
eða
698 3477.
Hlutavelta | Þessi duglega stúlka,
Soffía Sóley Helgadóttir, hélt tombólu
og safnaði kr. 10.000 kr. til styrktar
Rauða krossi Íslands, söfnun til bág-
staddra í Pakistan.
Morgunblaðið/Golli
Evrópubikarinn.
Norður
♠ÁD53
♥Á A/NS
♦ÁK743
♣G108
Vestur Austur
♠102 ♠K864
♥KDG97 ♥3
♦D85 ♦10962
♣952 ♣D763
Suður
♠G97
♥1086542
♦G
♣ÁK4
Vestur Norður Austur Suður
Lauria Duboin Versace Bocchi
-- -- Pass Pass
1 hjarta Dobl Pass 1 grand
Pass 3 grönd Allir pass
Keppnin um hinn svokallaða Evr-
ópubikar fór fram í Brussel í síðustu
viku og unnu Ítalir eftir úrslitaleik
við danska sveit. Í sigurliðinu
spiluðu Lauria/Versace, Fantoni/
Nunes og Sementa/Angelini, en
danska liðið var skipað Schaltz-
hjónunum Peter og Dorthe, syninum
Martin, Mathias Bruun, Sören
Christiansen og lánsmanninum frá
Svíþjóð, Peter Fredin.
Tólf lið hófu keppni – tíu efstu
þjóðirnar á EM í Málmey í fyrra,
ásamt gestgjöfunum frá Belgíu og
fyrrverandi sigurvegurum Ítala.
Fyrst var liðunum skipt í tvo 6
sveita riðla, en síðan spiluðu tvær
efstu úr báðum riðlum til úrslita.
Báðar ítölsku sveitirnar komust
áfram og mættust í undanúrslitum,
en í hinum undanúrslitaleiknum
lagði Schaltz-fjölskyldan sveit Zorlu
frá Tyrklandi.
Spilið að ofan er frá undanúrslita-
leik ítölsku sveitanna og þar eigast
við tvö af sterkustu pörum heims,
Lauria/Versace og Bocchi/Duboin.
Þessir menn spila venjulega saman í
liði, en hér voru þeir mótherjar.
Lorenzo Lauria vakti létt á einu
hjarta í þriðju hendi, en síðan varð
Norberto Bocchi sagnhafi í þremur
gröndum. Útspilið var hjartakóngur
og Bocchi fór vel af stað: hann spil-
aði spaða á gosann, spaða á ás (tían
féll) og enn spaða.
Versace tók á spaðakóng og skipti
yfir í smáan tígul – gosi, drottning
og kóngur.
Bocchi tók fríslaginn á spaða og
svo tígulás. Lauria hafði hent hjarta
og tígli í spaðana tvo og Bocchi taldi
líklegt að vestur hefði byrjað með
skiptinguna 2-5-3-3. Sem var rétt
reiknað.
Ef vestur átti drottninguna í laufi,
væri hægt að neyða hann til að gefa
níunda slaginn á hjarta með því að
spila ÁK og þriðja laufinu. Bocchi
valdi þá leið, en var óheppinn, því
Versace í austur lenti inni á lauf-
drottningu og átti síðustu slagina á
lauf og tígul – einn niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5
Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4
8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 O-O 10. O-O-O
a6 11. Rb3 Bb4 12. Bd3 b5 13. Hhf1
Rb6 14. a3 Be7 15. Rd4 Dc7 16.
Rxc6 Dxc6 17. Bd4 Rc4 18. De2 Hb8
19. Bxh7+ Kxh7 20. Dh5+ Kg8 21.
Hd3 f5 22. Hh3 Bc5 23. Hff3 Bxd4
24. Hfg3 Hb7 25. Dh7+ Kf7 26.
Dxg7+ Ke8
Staðan kom upp í heimsmeist-
arakeppni FIDE sem lauk fyrir
skömmu í San Luis í Argentínu. Vis-
wanathan Anand (2788), hvítt, hafði
fórnað tveim mönnum fyrir sókn
gegn Alexander Morozevich (2707).
Fórnirnar leiddu ekki til þess að
svartur yrði mát og voru nú síðustu
forvöð fyrir hvítan að tryggja sér
jafntefli í stöðunni og það gerði hann
með að fórna drottningunni 27.
Dxf8+! og jafntefli var samið þar
sem eftir 27... Kxf8 28. Hh8+ Kf7
29. Hh7+ væri þráskák óumflýj-
anleg.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
ÞÓRHALLUR Heimisson mun
kynna nýútkomna bók sína Hin
mörgu andlit trúarbragðanna, sem
Bókaútgáfan Salka gefur út, á
fimmtudaginn kl.
20 á Súfistanum.
Um er að ræða
fyrsta rit sinnar
tegundar á íslensku
sem veitir grein-
argóðar upplýs-
ingar og vitneskju
um mismunandi
trúarbrögð og lífssýn í fjölhyggju-
samfélagi nútímans. Í fyrri hluta
bókarinnar fjallar höfundur um
hin hefðbundnu trúarkerfi með
áherslu á stöðu mála í samtím-
anum; kristni, íslam, gyðingdóm,
búddisma og hindúisma en í síðari
hlutanum snýr hann sér að ný-
trúarhreyfingum og öðrum trúar-
hugmyndum við upphaf nýrrar
aldar. Undir lokin er sérstakur
kafli um trúfélög á Íslandi og
ýmsa nýja strauma í guðfræði og
andlegri leit. Auk þess er kafli um
samsæriskenningar og leynihreyf-
ingar, sbr. þær sem Da Vinci lyk-
illinn er byggður á.
Bókarkynning Þórhalls
MARTIN Regal heldur fyrirlestur
um Hollywood-söngleiki í stofu 301 í
Árnagarði á morgun, fimmtudag, kl.
12.15 á vegum Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur. Þar rýnir hann í
þær aðferðir sem kvikmyndaver í
Hollywood hafa notað meðvitað til
þess að kalla fram ákveðin viðbrögð
áhorfenda.
„Eitt sérkenni söngleika sem
framleiddir hafa verið af MGM,
Warner Brothers, Paramount, RKO
og smærri kvikmyndaverum í Holly-
wood er að þeir vísa hver í annan,
eru hver öðrum háðir og endurvinna
þekkt þemu. Verstu söngleikirnir
eru sjálfhverfir og hver öðrum líkir,
sem mörgum finnst ákaflega erfitt
að sætta sig við. En þeir bestu bjóða
upp á eitthvað nýtt og áhorfendum
finnst þeir hin besta skemmtun og
jafnvel spennandi,“ segir í kynningu.
Meðal spurninganna sem Martin
Regal mun reyna að svara í fyr-
irlestri sínum eru: Hvaða fagurfræði
býr að baki Hollywood-söngleikjum?
Er hægt að búa til aðdáendur úr efa-
semdarmönnum? Eru söngleikir
meðal ómerkilegustu tegunda sviðs-
listar?
Stutt brot úr nokkrum söng-
leikjum frá árunum 1920-1980 verða
sýnd.
Fyrirlesturinn er á ensku og er
öllum opinn.
Martin Regal
Söngleikir:
Hví hötum
við þá bæði
og elskum?
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
10. flokkur, 18. október 2005
Kr. 1.000.000,-
873 G
1104 B
1209 F
2106 G
4821 H
8230 G
17150 E
28873 B
30147 B
46753 B