Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMRÆÐUR UM GRUNDVALLARATRIÐI Ummæli forystumanna stjórnar-andstöðunnar um tværlandsfundarályktanir Sjálfstæð- isflokksins frá síðustu helgi, annars veg- ar um fjölmiðlamál og hins vegar um stjórnarskrá, benda til að þeir vilji forð- ast að ræða grundvallaratriðin í þessum málum. Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna virðast fastir ofan í pólitískum skotgröfum stundarhagsmuna og ófáan- legir til að rökstyðja afstöðu sína til þess- ara mikilvægu mála með sannfærandi hætti. Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðjón Arnar Kristjánsson eru öll andvíg því að af- nema þau ákvæði stjórnarskrárinnar, að forseti Íslands geti skotið lögum, sem Al- þingi hefur samþykkt, til þjóðaratkvæða- greiðslu. En þau eru hins vegar líka öll hlynnt því að kveða í stjórnarskrá á um rétt almennings til að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hvaða rökrétta sam- hengi er á milli þessara tveggja skoðana? Þeir, sem á annað borð hafa verið hlynntir því að forseti Íslands hafi það vald að geta synjað lögum staðfestingar og vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu, geta ekki hafa verið þeirrar skoðunar að sá réttur væri persónulegur réttur for- setans, sem hann notaði eftir eigin höfði eða því sem stuðningsmenn hans eða vin- ir teldu rétt. Þeir hljóta að hafa litið svo á að forsetinn færi með þennan rétt fyrir hönd þjóðarinnar. Og ef rétturinn er færður í hendur þjóðarinnar sjálfrar, hvaða þörf er þá á því að einn maður eigi að hafa hann líka? Til þess að hann geti beitt honum að eigin geðþótta? Þetta þarf að vera hægt að ræða, alveg burtséð frá því hver er forseti Íslands eða hvernig málskotsrétturinn hefur ver- ið notaður hingað til. Það þarf að hugsa til framtíðar, en ekki láta pólitískar deil- ur fortíðar ráða afstöðunni til þessara mála. Sama á auðvitað við í fjölmiðlamálinu. Sjálfstæðismenn vilja löggjöf, sem kem- ur í veg fyrir að fyrirtækjasamsteypur beiti fjölmiðlum sínum til að hafa áhrif á fréttir og skoðanamyndun. Það er ljóst að niðurstaða þverpólitísku fjölmiðla- nefndarinnar, sem nú liggur fyrir, dugir ekki til slíks. Steingrímur J. Sigfússon virðist ekki fráhverfur því að setja eign- arhaldi fjölmiðla stífari skorður og segist tilbúinn að „skoða skynsamlegar leik- reglur í þessum efnum“. Bæði Guðjón Arnar Kristjánsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðast hins vegar ekki inni á því að ganga lengra en fjölmiðlanefndin gerði. Þau þurfa að rökstyðja þá afstöðu sína. Af hverju ætti Ísland, eitt vestrænna lýð- ræðisríkja, að líða það að umsvifamiklar fyrirtækjasamsteypur geti eignazt meirihluta allra einkarekinna fjölmiðla í landinu? Í þessu efni skiptir ekki máli hvað fyrirtækjasamsteypan heitir eða hver á hana. Það á ekki heldur að skipta máli hvort hún hefur misnotað fjölmiðla sína eða ekki eða að hverjum hún beinir spjótum sínum. Það er möguleikinn á misnotkun, sem nánast allar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa sett lög til að fyrir- byggja. Eiga núverandi forystumenn stjórnar- andstöðunnar það víst að viðskipta- og fjölmiðlastórveldin verði alltaf vinir þeirra? Á hvað munt þú helst leggja áherslu sem varaformaður flokksins? „Það er ljóst að það verður að halda áfram að efla innra starfið. Það hefur ýmislegt verið gert á síð- ustu árum, meðal annars undir stjórn Geirs H. Haarde, núverandi formanns, og þá er starfs- fólkið í Valhöll margt og gott. En ég held að við þurfum engu að síður að fara mjög vel yfir innra starfið og reyna að virkja sem flesta meðlimi Sjálfstæðisflokksins. Þetta er stærsti og öfl- ugasti flokkur landsins og við höfum haft mjög öflugt innra starf, en það þarf að styrkja það bet- ur. Maður skynjar það þegar maður fer um land- ið, jafnt hér á suðvesturhorninu sem annars stað- ar, hversu öflugur flokkurinn er. Hins vegar er einnig ljóst að við þurfum að efla tengslin enn betur og nýta okkur betur þau tæki og tól sem eru til staðar.“ Tengslin verði alls staðar efld Spurð um hvernig hún sjái fyrir sér að þetta verði gert segir Þorgerður Katrín að hún sjái fyrir sér að nýta megi miðstjórn flokksins betur, en þetta hafi Geir einnig bent á. „Ég hef líka hugsað mér að tengja til dæmis formenn kjör- dæmisráðanna betur inn í starfið,“ segir hún og bætir við að hún vilji að tengslin verði alls staðar efld og horft verði á landið sem eina heild. Nú benti Kristján Þór Júlíusson, mótfram- bjóðandi þinn, á það í ræðu sinni á landsfund- inum að gera ætti flokksskrifstofum um allt land kleift að hafa opið allt árið um kring. Hvað finnst þér um þessa hugmynd? „Þetta er hlutur sem ég tel nauðsynlegt að við förum yfir með formönnum kjördæmisráðanna og lykilmönnum heima í héraði, bæði hér í Reykjavík og í landsbyggðarkjördæmunum. Ég veit að skrifstofan í Valhöll er mjög öflug. Hún hefur verið að víkka út verksvið sitt en ég held að þetta sé atriði sem við verðum að skoða betur.“ Kristján gagnrýndi jafnframt flokksstarfið og sagði að þar mætti skynja „pólitískan doða“. Hver eru þín viðbrögð við þessu? „Ég get ekki tekið undir það,“ segir Þorgerð- ur. „Það þarf aftur á móti að skerpa á starfinu. Ég hef heldur ekkert farið leynt með að það þarf að skerpa á miðlun upplýsinga. Bæði varðandi hin almennu málefni sem við ræðum frá degi til dags og líka um stór mál líkt og fjölmiðla- og kvótamál,“ segir Þorgerður Katrín. „Við þurfum að vera duglegri að miðla upplýsingum til okkar flokksfólks,“ segir hún. Verði land jafnra tækifæra Um önnur helstu baráttumál sín segir Þorgerður Katrín að hún telji mikilvægt að Sjálfstæð- isflokkurinn leggi áfram áherslu á það á næstu árum að fylgja eftir stefnu sinni, áherslu á frelsi einstaklinga en jafnframt jöfn tækifæri. Mikil- vægt sé fyrir flokkinn að halda ótrauður áfram þrátt fyrir „andbyr sem við höfum á stundum mætt vegna ýmissa framfaramála,“ segir hún og nefnir sölu Símans, aðra einkavæðingu ríkisfyr- irtækja og samkeppni í háskólamálum. Þorgerð- ur segir fjölmörg dæmi um að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi rutt brautina. „Í dag vilja allir vera með okkur á þessari braut sem er ánægjulegt, en við þurfum að halda áfram og innleiða frekar hugmyndir um einkarekstur í velferðarkerfinu því það getur styrkt kerfið rétt eins og það hefur gert, til dæmis í mennta- og heilbrigðiskerfinu og auðveldað okkur þannig að ná markmiðum okk- ar. Minn rauði þráður er sá að þetta verði land jafnra tækifæra þannig að fólk geti staðið frammi fyrir tækifærum á jöfnum grundvelli án þess þó að það verði kastað rýrð á hæfileika ein- staklinganna sem slíkra.“ Vildi sjá fleiri konur í forystu- sveit flokksins á landsvísu Telur þú það skipta máli fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að hlutur kvenna í forystu hans hefur aukist með kjöri þínu í varaformannssætið og fjölgun kvenna í miðstjórn flokksins? „Já, ég held að þetta skipti máli. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er á öllum aldri, af báðum kynjum og býr um allt land. Ég leyni því ekki að ég hef saknað þess að það væru fleiri fulltrúar kvenna í forystusveit flokksins, þá sérstaklega á landsvísu. Við höfum á mörgum stöðum í sveit- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaform Einkareks styrkt velf „Við þurfum að tryggja tilveru sjálfstæðu skólanna Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra og nýr varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, ætlar að vinna að því að efla innra starf flokksins og virkja sem flesta félaga hans. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við Þorgerði Katrínu. KJÖR ERLENDRA KVENNA Hvernig taka Íslendingar á móti út-lendingum, sem hér setjast að? Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um kjör erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði og er niðurstaðan sú að ekki sé tekið vel á móti mörgum þeirra. Oft reynist fólki, sem flyst hingað, erfitt hvað það er háð atvinnu- rekendum. Tatjana Latinovic, formað- ur Samtaka kvenna af erlendum upp- runa, segir fólk ekki komast inn í landið nema að hafa fengið vinnu og atvinnurekandi eigi að sjá um að út- vega atvinnu- og dvalarleyfi. „Leyfin eru nánast í eigu atvinnurekendanna og ef fólk missir vinnuna á það í raun að missa dvalarleyfið líka,“ segir hún. Þessi regla setur útlendinga á ís- lenskum vinnumarkaði í erfiða stöðu. Hvernig getur einstaklingur leitað réttar síns gagnvart þeim, sem hefur framtíð hans í hendi sér? Amal Tamimi, varaformaður Sam- taka kvenna af erlendum uppruna, lýs- ir því hvernig hún hafi verið látin vinna frá hálfsjö á morgnana til 11 á kvöldin án þess að hún hafi áttað sig á að yfirvinna væri val. Hún telur að ástandið á vinnumarkaði hér hafi versnað frá því að hún kom hingað fyr- ir tíu árum og meira sé um lög og regl- ur, sem geri fólki erfitt fyrir. Margrét Steinarsdóttir, lögmaður Alþjóðahússins, segir að hér séu um tíu þúsund erlendir ríkisborgarar og um helmingur þeirra sé konur, sem oft þekki ekki rétt sinn eða þori ekki að sækja hann. Segist hún hafa orðið þess áskynja í samtölum sínum við er- lendar konur að oft séu þær einangr- aðar og afskiptar á vinnustöðum sín- um. Erlendar konur á íslenskum vinnu- markaði eru oft í láglaunastörfum, en þær gegna mikilvægu hlutverki og bentu viðmælendur blaðsins á að það myndi hafa mikil áhrif ef þær legðu niður störf á kvennafrídaginn. Full ástæða er til að endurskoða lög og reglur um útlendinga til að tryggja réttindi þeirra á íslenskum vinnu- markaði, en það þarf einnig að ganga eftir því að farið sé eftir þeim lögum og reglum, sem þegar gilda. Lagasetn- ing ein og sér dugar ekki alltaf til að knýja fram tiltekin markmið. Jafnrétt- islög leiða ekki til jafnréttis í reynd á einni nóttu og það sama á við um lög um atvinnuréttindi útlendinga. Ef þau veita ekki skjól eru þau til lítils. Það þarf að upplýsa útlendinga á ís- lenskum vinnumarkaði um réttindi þeirra og skyldur. Yfirvöld þurfa að taka sér tak í fullorðinsfræðslu fyrir útlendinga. Skúli Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri starfsgreinasambands- ins, segir að tungumálaörðugleikar séu helsta vandamálið. „Fullorðins- fræðsla á Íslandi er í klessu,“ segir hann. Það er hlutverk bæði atvinnu- rekenda og stéttarfélaga, sem þurfa að afla sér trausts umbjóðenda sinna þannig að þeir leiti óhikað til þeirra. Einnig verður að gera atvinnurekend- um grein fyrir skyldum þeirra gagn- vart erlendu starfsfólki. Það er ótækt að útlendingar í vinnu á Íslandi séu í þeirri stöðu að þeir þori ekki að leita réttar síns og jafnvel sé svindlað á þeim án þess að þeir fái rönd við reist. Það býr mikið í því fólki, sem hefur ákveðið að setjast hér að, og það á að leggja allt kapp á að leyfa því að blómstra og njóta sín að verðleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.