Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er 19. október árið 2035. Ég vippa mér í bleika kápu og arka niður Laugaveginn. Á mislægu gatnamót- unum við Lækjartorg er umferð- arteppa. Ég skunda hjá og sveifla mér inn á Alþingi, svara nokkrum spurningum blaðamanns hjá fjöl- miðla- og tónlistarsamsteypunni 356 fiðlum og vind mér í ræðustól. Haustþing 2035 hefur verið líf- legt. Ég lít yfir ráðherrahópinn og velti fyrir mér af hverju í ósköp- unum ég og hinar konurnar sex í ríkisstjórninni séum enn kallaðar ráðherrar? Kvenmenn í stjórninni eru jafnmargir og karlmenn, samt erum við öll herrar. Er ég frú ráð- herra? Sem forsætisráðherra ákveð ég að setja þetta í nefnd. Ég gæti reyndar líka haldið al- þjóðlega samkeppni um málið. Í mötuneytinu í þinginu eru líf- legar umræður, sem endranær. Í dag er í hádegismatinn steiktur koli með kúskús, sesamfræjum og sojasósu. „Hva, bara þjóðlegur matur á borðum?“ segir 12. þing- maður Frjálslynda Sjálfstæð- isflokksins kampakátur. Það er búið að leggja kjördæmakerfið niður. Ísland er eitt kjördæmi. „Ja, þetta hefði nú ekki kallast þjóðlegt hérna um aldamótin,“ segir þrettándi þingmaður flokks- ins. „Ætli þjóðlegur réttur þá hefði ekki verið soðin ýsa með kartöflum? Eða slátur. Ég skildi annars aldrei af hverju Manneld- isráð gekk á milli bols og höfuðs á þeim rammíslenska mat sviðum, slátri, lundaböggum og bringu- kollum.“ – Ja, var það ekki vegna þess að það var svo mikil fita í þessu og þetta álitið svo óhollt? – Jú, þjóðin var náttúrlega komin með alltof hátt kólesteról. Fimmti þingmaður Grænu fylk- ingarinnar blandar sér í samræð- urnar. „Var þetta ekki á svipuðum tíma og íslenska kvennalandsliðið vann Evrópumeistaratitilinn í fót- bolta?“ Hinir jánka. „Já, og leik- skólar urðu gjaldfrjálsir,“ segja þeir. Við setjumst með matarbakk- ana og ræðum dagskrána á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hún er að hefjast. Stórstjörnur flykkjast til landsins og hótel borgarinnar eru full af blaðamönnum. Hátíðin er árlegur viðburður og Reykjavík orðin að Cannes norðursins. Kvikmynda- leikarar keppast um að fá að koma til Íslands, eða Píslands eins og flestir útlendingar kalla það. Landið er orðið þekkt sem boðberi friðar. Ég næli mér í soja- sósuna og rifja upp hvernig ís- lensk stjórnvöld lögðu höfuðið í bleyti á sínum tíma og veltu fyrir sér hvernig þau gætu helst haft áhrif á alþjóðavettvangi. Nið- urstaðan var að Ísland beitti sér í friðarviðræðum í gleymdum átök- um heimsins og stigi af krafti fram í baráttunni gegn fátækt. Með því gæti það haft umtalsvert meiri áhrif en með því að einblína á sæti í Öryggisráðinu. Því var ákveðið á vorþingi það herrans ár árið 2006 að eyða heldur fénu sem framboðið og setan hefðu kostað, tímanum og orkunni, í að enda á diplómatískan hátt átökin í Norð- ur-Úganda og koma herstjórninni í Myanmar, áður Búrma, frá völd- um. Það tókst eftir að Íslendingar mynduðu fylkingu margra þjóða um málið. Þetta vakti heims- athygli og Íslendingum hljóp kapp í kinn. Þeir ákváðu að nú skyldi berklum útrýmt í heim- inum. Hvaða grín var það að árið 2012 væri fólk enn að látast úr berklum þegar lyf gegn þeim voru löngu fundin? Berklabaráttunni lauk með sigri og næstu árin heilluðust aðr- ar þjóðir af markvissu starfi Ís- lendinga í átt að betri heimi. Þær fylgdu fordæmi þeirra. Ísland varð Písland og ferðamennska þangað stórjókst. Það vildu allir koma til hinnar velmegandi þjóð- ar í norðri sem lagði sig í líma við að bæta lífskjör jarðarbúa. Ferða- málaráðuneytið tilkynnti 14% aukningu erlendra ferðamanna eftir að sögulegur samningur um bann við vopnasölu var undirrit- aður í Höfða. Milljónir manna um allan heim fylgdust með þjóð- arleiðtogum segja óheftu vopna- flæði stríð á hendur. Ég hrekk upp úr hugsunum mínum yfir fiskinum á Alþingi við það að gemsinn hringir. Hann er á stærð við eldspýtnastokk, sem hægt er að taka í sundur og breyta bæði í fartölvu og sjón- varp. Sonur minn er á línunni. „Mamma, ég á að skrifa heim- ildaritgerð í sögu um eitthvað Ipod. Var það ekki raunveruleika- sjónvarpsþáttur um aldamótin eða eitthvað álíka?“ spyr hann óðamála. Þróunarmálaráðherra heyrir óminn af orðum sonarins. „Nei, Ipod var vinsælt tæki sem var notað til að hlusta á tónlist,“ segir hún og spyr hugsandi hvort það hafi ekki eitthvað verið skylt Atkins-æðinu. „Nei, var Atkins ekki fyrsta konan til að verða kanslari Þýska- lands?“ spyr fyrsti þingmaður Ungmennasamtakanna- þverpólitískrar hreyfingar. Hinir fara að hlæja. Ungdómurinn í dag er svo illa upplýstur. Við vorum ekki svona, var það? „Þótt þú munir það kannski ekki skal ég segja þér að kona hafði aldrei verið æðsti ráðamað- ur í Bandaríkjunum þangað til ár- ið 2008. Og einu sinni var við lýði á Íslandi svokallað kvótakerfi og ekkert tónlistarhús við höfnina. Eitt sinn var líka til nokkuð sem hét launamunur kynjanna. Það breyttist með kvennafrídeginum 24. október 2005 þegar íslenskir jafnréttissinnar sýndu stórkost- lega samstöðu og stuðning. Það var góður dagur,“ segir elsti þing- maðurinn við borðið. Klukkan hringir. Hádegishléið er liðið. Þingmenn hópast upp til að greiða atkvæði um tillögu mína um að styrkja varnargarðana í kringum Tónlistarhúsið í kjölfar hækkandi sjávarstöðu. Písland árið 2035 Þótt þú munir það kannski ekki skal ég segja þér að kona hafði aldrei verið æðsti ráðamaður í Bandaríkjunum þangað til árið 2008. Og einu sinni var ekkert tónlistarhús við höfnina. VIÐHORF Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurv@mbl.is ÞEGAR ákveðið var að boða til fyrstu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Mexíkó sumarið 1975 var ljóst að upplýs- ingar skorti um stöðu kvenna í heiminum. Kallað var eftir skýrslum frá aðild- arríkjum SÞ sem varð til þess að í fyrsta sinn varð til heildarmynd af kjörum kvenna allt frá Nepal til Noregs. Myndin var ekki fögur. Konur reyndust eiga 1% skráðra eigna í heiminum, þær unnu 2⁄3 hluta allra vinnustunda en báru aðeins 10% tekna heimsins úr být- um. Það var því ljóst að aðgerða var þörf en jafnframt ítarlegra rann- sókna á orsökum og afleiðingum þess kynjamisréttis sem við blasti. Árið 1975 voru kvennarannsóknir, eins og þær hétu þá, komnar á skrið á Vesturlöndum. Þær rannsóknir og kenningar sem kynntar höfðu verið mótuðu umræðuna innan Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda kvennaráð- stefnunnar. Skýrslur og umræður á ráðstefnunni vöktu líka athygli á málefnum sem þurfti að skoða nánar og færðu fræðimönnum ný verkefni. Þannig hófst gagnkvæmt samspil milli kvennahreyfinga, stjórnvalda og fræða sem hafa verið í frjóu sam- bandi æ síðan þótt deila megi um af- raksturinn. Það er áhugavert að skoða hvernig ný og ný málefni hafa komið til sögu þau 30 ár sem liðin eru frá fyrstu kvennaráðstefnunni og hve mikil- vægar kynjarannsóknir hafa verið í sköpun nýrrar þekkingar. Í Mexíkó var áherslan fyrst og fremst á mik- ilvægi menntunar sem tækis til að bæta stöðu kvenna. Á næstu ráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn 1980 var femínísk gagnrýni svartra kvenna og lesbía farin að segja til sín. Nú átti að leggja áherslu á margbreytilega reynslu kvenna í stað þess að taka mið af hvítum, úti- vinnandi, giftum milli- stéttarkonum sem sagðar voru einoka sviðið. Umræður um of- beldi gegn konum voru að komast á dagskrá og í fyrsta sinn beindust sjónir heimsins að lim- lestingum á kynfærum kvenna. Rannsóknir og kenningar um vald karla yfir konum, gagnrýni svartra femínista og nýjar skýrslur beindu sjónum að valdakerfum, tregðu og afar bágbornum hlut kvenna í valda- stofnunum. Á þriðju kvennaráðstefnunni sem haldin var í Nairobi í Kenýa var of- beldi gegn konum orðið aðalmálið og má segja að það hafi verið það æ síð- an. Miklar rannsóknir höfðu verið gerðar á kynbundnu ofbeldi og ljóst var orðið að það var heimsvandi sem varð að bregðast við. Tíu árum síðar var boðað til fjórðu kvennaráðstefnu SÞ, að þessu sinni í Peking í Kína. Mikið vatn var til sjáv- ar runnið. Berlínarmúrinn var fallinn og heimurinn hafði horft upp á hrylli- legar styrjaldir m.a. í Bosníu og Rú- anda þar sem nauðgunum var mark- visst beitt sem stríðsvopni. Alnæmi var orðinn heimsvandi og því voru það staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum, kynheilbrigði og aukin völd kvenna sem einkenndu umræðuna. Nýr málaflokkur var kominn til sögu, staða stúlkubarna. Loksins var sjón- um beint að einu mesta „tabúi“ allra tíma, kynferðislegri misnotkun á börnum. Þegar hér var komið sögu höfðu femínistar bent á nauðsyn þess að koma umræðunni um stöðu kynjanna af jaðri samfélagsumræð- unnar og vísindanna inn að miðjunni, inn í straumkastið. Bent var á að ekki ætti að einskorða rannsóknir við kon- ur, heldur þyrfti einnig að skoða samspil kynjanna og karlmennsk- una. Nú tíu árum síðar er hlutverk karla í jafnréttisumræðunni loks að komast inn fyrir dyr Sameinuðu þjóðanna eftir áralangar rannsóknir á þeim myndum sem karlmennskan tekur á sig. Málaflokkar eins og man- sal, vændi og áhrif alþjóðavæðingar á stöðu kvenna hafa öðlast aukið vægi og kalla á miklar úttektir. Af framansögðu má ljóst vera að kynjarannsóknir eru lykill að bættri stöðu kvenna og breyttri karlamenn- ingu. Jafnréttismál eru sérsvið sem kalla á þekkingu, reynslu og stöð- ugar rannsóknir. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka mið af þessu, kalla til sérfræðinga í mun ríkara mæli en nú er gert og styðja kynjarannsóknir myndarlega. Samspil kynjarannsókna og kvennabaráttu Eftir Kristínu Ástgeirsdóttur ’… kynjarannsóknireru lykill að bættri stöðu kvenna og breyttri karlamenn- ingu.‘ Kristín Ástgeirsdóttir Höfundur er sagnfræðingur Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, Háskóla Íslands. Kvennafrídagurinn DÓMSMÁLARÁÐHERRA boð- aði sl. vor verulegar breytingar á for- sjármálum hér á landi. Hefur hann ákveðið að beita sér fyrir því að sam- eiginleg forsjá verði lögfest sem meginregla við skilnað eða sambúðarslit for- eldra. Félag ábyrgra feðra fagnar heilshug- ar þessari yfirlýsingu ráðherra. Félagið telur nauðsynlegt að breyta viðhorfum samfélags- ins, stjórnsýslunnar og löggjafans til um- gengnismála ekki síður en til forsjármála. FÁF telur að stefna skuli að því að umönn- un foreldra sé sem jöfnust eftir skilnað. Orðið „umgengni“ er arfur frá þeim tíma þegar sjálfsagt var talið að ann- að foreldrið, móðirin, annaðist barnið og hitt foreldrið, faðirinn, umgengist það með heimsóknum. Það er krafa nýrra tíma að litið sé á uppeldis- hlutverkið sem sameiginlegt verkefni beggja foreldra og því sé ekki um „umgengni“ að ræða eftir skilnað eða sambúðarslit heldur áframhaldandi sameiginlega umönnun foreldranna. Nauðsynlegt er að skilgreina öðru- vísi en nú er í lögum hlutverk umönn- unar. Löggjafinn setur fram ákveðna skilgreiningu á umgengni og réttar- stöðu umgengnisforeldris. Ég vil nefna hér nokkur atriði sem FÁF tel- ur nauðsynlegt að breyta: Skilgreining á umgengni – við setningu barnalaga 2003 taldi lög- gjafinn ekki ástæðu til að skilgreina lágmarksumgengni þar eð það væru of mikil afskipti af einkalífi fólks. Hins vegar eru í lögunum nákvæm- lega skilgreindar aðferðir til að reikna út meðlagsauka hins forsjár- lausa svo og aðferðir og úrræði við innheimtu meðlags og meðlagsauka. Löggjafinn telur að á aðfangadag eigi barn t.d. að vera hjá forsjárfor- eldri sínu vegna þess að barnið eigi þá að vera heima hjá sér. Með þess- ari yfirlýsingu er samband barns við forsjárlaust foreldri sett miklu lægra en samband þess við forsjárforeldri. Umönn- un viðheldur og býr sí- fellt til fjölskyldusam- band barns og foreldris þótt foreldrar séu skild- ir að skiptum. Friðhelgi fjölskyldulífsins er vernduð í 8. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu. Í frumvarpi sem lagt hefur verið fyr- ir þing Pennsylvaníu- fylkis í Bandaríkjunum er nákvæmlega skil- greint hvenær barn skuli flytja milli heimila sinna, hvaða daga, klukkan hvað og hvernig for- eldrar skuli standa að þessum tilfær- ingum. Á sama hátt er skilgreint hvaða dagar teljast hátíðis- eða frí- dagar sem beri að skipta milli for- eldranna. Nauðsynlegt er að líta svo á að þegar foreldrarnir búa ekki á sama stað þá búi barnið á báðum stöðum og flytjist á milli þeirra og heimilin séu fullkomlega jafnrétthá. Hér á landi er lögheimilið rétt heimili en hitt heimilið réttlaust – barnið er talið búa á öðru heimilinu en heim- sækja hitt. Skattameðferð meðlagsgreiðenda – forsjárforeldri hefur réttarstöðu einstæðs foreldris, er talið framfær- andi, fær allar bætur hins opinbera og aðgang að styrkjum og bótum í fé- lagslega kerfinu. Forsjárlausa for- eldrið hefur réttarstöðu einhleyps (barnlauss) manns, er ekki talinn framfærandi, og hefur engan aðgang að bótum eða aðstoð hins opinbera vegna uppeldis- og framfærslu- skyldna sinna. Meðlag er skv. barna- lögum framfærsla sem forsjárlausa foreldrið innir af hendi. Upplýsingagjöf til forsjárlausra – þar er forsjárforeldrinu veitt algert vald yfir því hvaða upplýsingar eru gefnar hvernig og hvenær. Skil- greina þarf þessa þætti og ganga út frá því að báðir foreldrar eigi rétt á upplýsingum um barn sitt. Ráðgjöf til feðra – hjá sýslumönn- um, lögfræðingum og félagsráð- gjöfum, er feðrum ráðlagt að storka ekki valdi móðurinnar því þeir muni tapa stríði sem muni einungis kosta þá erfiðleika og fjárútlát. Tímalengd málsmeðferðar – skv. nýlegri rannsókn tekur umgengnis- mál að meðaltali 9 mánuði hjá sýslu- mönnum og upp í 2–3 ár. Meðlagsmál taka sjaldan meira en 2–3 mánuði. Umgengnistálmun er brot á friðhelgi fjölskyldulífsins og því mannrétt- indabrot. Þessi langi afgreiðslutími kerfisins er stuðningur við mannrétt- indabrot. Fjölskyldudómstóll – taki við verk- efnum sýslumanna, dómstóla og dómsmálaráðuneytis. Fjölskyldu- dómstóllinn sinni forsjár-, umönn- unar- og meðlagsmálum. Við hann starfi sérfræðingar í málefnum barna og fjölskyldna í lögfræði, sálfræði og félagsráðgjöf. Úrskurðum verði hægt að áfrýja til æðra dómstigs. Slíkar breytingar eru nauðsyn- legar til að verja mannréttindi barna og forsjárlausra foreldra á Íslandi. Foreldrajafnrétti er leið til launa- jafnréttis. Jöfn umönnun á nýrri öld Garðar Baldvinsson fjallar um forsjármál ’Forsjárlausa foreldriðhefur réttarstöðu ein- hleyps (barnlauss) manns, er ekki talinn framfærandi.‘ Garðar Baldvinsson Höfundur er formaður Félags ábyrgra feðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.