Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 33 Atvinnuauglýsingar Gullsmiðja Óla Gullsmiðja Óla, Smáralind, óskar eftir starfs- fólki. Um er að ræða framtíðarstarf frá kl. 11-15 aðra vikuna og 15-19 hina vikuna. Einnig þarf viðkomandi að geta bætt við sig vinnu fyrir jól og páska. Eingöngu reyklausir, eldri en 35 ára og með reynslu af afgreiðslustörfum koma til greina. Aðeins er hægt að sækja um skrif- lega og senda umsóknir til augldeildar Mbl., merktar: „G.Ó. — 17800.“ Umsóknarfrestur er til 23. október. Rauðhellu 1 - 221 Hafnarfjörður - Sími 580 1600 - Fax 580 1601 Veffang gtverk@simnet.is - gtverk.is Sjúkraflutningamenn Okkur vantar strax sjúkraflutningamenn með full réttindi til starfa á Kárahnjúkum. Boðið er upp á góð laun og gott starfsumhverfi. Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar um starfsferil (CV) á netfang: gtverk@simnet.is eða fáið nánari upplýsingar í síma 580 1600 milli kl. 13 og 15. Starfsfólk óskast Salatbarinn, Faxafeni 9, óskar eftir að ráða starfsmann, 25 ára og eldri, í fullt starf. Upplýsingar eru veittar á staðnum í dag á milli kl. 14 og 16. Salatbarinn ehf., Faxafeni 9, sími 588 0222. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Lögfræðingafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 26. október á Grand Hóteli Reykjavík og hefst kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Athugið að tillaga til breytinga á lögum félags- ins liggur fyrir. Nánari upplýsingar eru á heima- síðu félagsins: www.logfraedingafelag.is Að loknum aðalfundi, klukkan 20:30, verður almennur félagsfundur, þar sem Páll Hreinsson deildarstjóri og prófessor við lagadeild HÍ mun fjalla um: „Doktorsritgerð og doktorsnám“ Maður þarf ekki að vera brjálaður til þess að skrifa doktorsritgerð — en það getur hins vegar hjálpað. Stjórn Lögfræðingafélags Íslands. Nauðungarsala Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp við íþróttamannvirki í Versölum 3, Kópavogi, miðvikudaginn 26. október 2005 kl. 11:00: Byggingarkrani, skráningarnr. AB-0283. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 18. október 2005. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. Tilkynningar Eskfirðingar/Reyðfirðingar í Reykjavík og nágrenni Eldri borgarar, munið vetrarkaffið sunnudaginn 23. okt. kl. 15.00 í félagsheimili eldri borg- ara, Gullsmára 13, Kópavogi. Kaffikonurnar. Ýmislegt Lykiltæki lýðræðis: Tölvan Upplýsingar fara oft sem erfðasyndin, brjótast fram, jafnvel úr opinberum skúmaskotum. Svo nægir tölva og alnetstenging til að upplýsa Fjöldann og setja óréttmætri þögn skorður. Afrakstur tölvunotkunar: Refsidómar yfir fjölda, (338), ítalskra mafíósa? Svipting úreltrar frið- helgi þjóðarleiðtoga, (Pinochetdómurinn)? Alþjóðlegur sakamáladómstóll? Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Félagslíf  Njörður 6005101919 I Hv.  HELGAFELL 6005101919 VI  GLITNIR 6005101919 III I.O.O.F. 9  18610197½  H.K. I.O.O.F. 7  18610197½  I.O.O.F.1818610198Kk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is Friðrik Þórðarson er fæddur og uppal- inn í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi hélt hann til Óslóar til náms í klassískum fræðum og almennum málvísindum, einkum málsögu. Ár- ið 1963 lauk hann prófi í latínu sem aðalfagi með grísku og ind- versk mál sem aukafög. Samtíma honum við nám þar var m.a. Hreinn heitinn Benediktsson, og hélst góður kunningsskapur með þeim síðan. Næstu ár vann hann á háskóla- bókasafninu í Ósló og kenndi jafn- framt grísku og latínu undir próf í forspjallsvísindum. Meðal nem- enda hans var Gro Harlem Brundtland „og stóð hún sig all- vel“. Um eins árs skeið var hann lekt- or í klassískum málum við Björg- vinjarháskóla, en kom aftur að Óslóarháskóla 1965 og starfaði við þá stofnun æ síðan, fyrst sem lekt- or, síðan sem dósent og hlaut að lokum prófessorsnafnbót. Þótt stöðulýsing hans væru hin klassísku mál gríska og latína, beindist hugur hans snemma að írönskum og indverskum málum, og það er á þessu sviði sem rann- sóknir hans hafa aflað honum orðstírs á heimsmælikvarða. Höf- uðviðfangsefni hans varð osset- íska, íranskt mál sem talað er beggja vegna Kákasusfjallgarðs, í Georgíu og Norður-Ossetíska lýð- veldinu í Rússneska sambandsrík- inu. Friðrik dvaldi eitt ár í Georgíu FRIÐRIK ÞÓRÐARSON ✝ Friðrik Þórðar-son fæddist í Reykjavík 7. mars 1928. Hann lést á heimili sínu í Ósló 2. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Vestre krematrium, gamle kapell í Ósló 11. október. 1968–1969 til vett- vangsrannsókna á os- setísku, en lærði jafnframt georgísku og lagði stund á aðr- ar kákasískar tung- ur, en þetta svæði er þekkt fyrir mikinn grúa sundurleitra og óskyldra tungumála. Þar tóku menn ást- fóstri við hann, og veisluglaðir Georgíu- menn efndu síðan vart til meiri háttar hátíðahalda án þess að Friðriki væri boðið. Þannig kynntist hann vel annálaðri gest- risni Kákasusbúa sem gerir harðar kröfur til maga, lifrar og melting- ar. Í Gori, fæðingarbæ Jósefs Stal- íns, komst hann í heldur óþægileg kynni við Dzjúgasvili-ættina. Ekki lét Friðrik við tungumálin ein sitja. Hann gaumgæfði einnig menningarsögu þessara þjóða, einkum Osseta og trúarsiði. T.d. liggur eftir hann afar fróðleg út- tekt á hrossblótum Osseta fyrr á tímum. Ossetar eru síðustu leifar íranskra ættflokka, Skýþa, Sar- mata og Alana, sem fyrir og eftir Krists burð réðu víðáttumiklum ríkjum á sléttum Suður-Rússlands og Mið-Asíu. Friðrik var vinsæll og mikilhæf- ur kennari. Hann las fyrir sögu- lega latneska málfræði og klass- íska texta jafnt sem miðaldalatínu. Sama máli gegndi um grísku- kennslu hans, hún spannaði allt frá mýkensku til nýgrískra mállýskna, enda dvaldist hann 1958–1959 í Grikklandi til að nema nýgrísku og aftur um skeið árið 1964. Auk þess lágu orlofsferðir hans og konu hans gjarna til hinna grísku eyja. Eins og fyrr er getið, beindust fræðastörf Friðriks meir að írönskum málum en klassískum, enda gerðist hann aðstoðarkennari við skor indóíranskra mála, og á árunum 1972–1980 las hann fyrir avestísku, fornpersnesku, partísku og ossetísku. Síðan efndi hann ein- att til námshópa þar sem georgíska og önnur suðurkákasísk mál voru á dagskrá. Hann var lengi stjórnandi skor- ar klassískra mála (1978–1983), formaður í Norska málfræðifélag- inu 1972–1973 og í ritnefnd Norsk tidsskrift for sprogvidenskap 1973–1977. Í eitt ár var hann for- seti í Heimssambandi kákas- usfræðinga og stóð sem slíkur fyr- ir heimsþingi samtakanna í Ósló 1986. Sjötugur að aldri varð hann að láta formlega af störfum, en hélt eigi að síður áfram að kenna og taka þátt í rannsóknum og les- hringum. Eftir hann liggja margar greinar í tímaritinu Encyclopaedia Iranica. Á Íslandi mun Friðrik einna kunnastur fyrir þýðingar sínar úr grísku, einkum „Dafnis og Klói“. Heiðarlegri og hreinlyndari mann en Friðrik Þórðarson hef ég varla þekkt. Ég hygg honum hafi verið gjörsamlega um megn að tala sér um hug Sannleikurinn hafði alltaf forgang, jafnvel þótt hann gæti verið óþægilegur. Hann var látlaus í framgöngu, og tranaði sér ekki fram. En í góðu tómi í kunningjahópi var hann bæði hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar. Samræðu- snilli hans prýddu kjarngott og myndríkt málfar, meitluð frásagn- argáfa og ótrúlegt minni. Þeirrar skemmtunar er gott að minnast, og margan merkan fróðleik á ég slíkum stundum að þakka. Frá- sagnir hans af Reykjavík uppvaxt- arára hans, fólki og mannlífi voru ljóslifandi, og kímnigáfa hans naut sín vel í athugasemdum hans um menn og málefni. En ýmsir hlutu þar harðan dóm, og er ástæða til að ætla að svo hafi ekki verið að ósekju. Nám sitt í Ósló fjármagnaði hann m.a. með sumarvinnu við lög- gæslu á Keflavíkurflugvelli. Mig grunar að á þeim tíma hafi mótast hjá honum sú gagnrýna afstaða gagnvart Bandaríkjunum sem hon- um var eiginleg allar götur síðan. En um þá lífsreynslu ræddi hann aldrei svo ég heyrði til. Hann hef- ur ugglaust litið á það sem hann varð vitni að þar sem starfslegt trúnaðarmál. Friðrik var enginn trúmaður, en kristilegar dyggðir rækti hann flestum betur. Hann var alltaf boð- inn og búinn til að hjálpa bág- stöddum. Sem dæmi má nefna að eftir jarðskjálftann ægilega sem lagði írönsku borgina Bam í rúst gaf hann 50.000 norskar krónur til hjálparstarfsemi, og 5000 krónur mánaðarlega til þeirra sem um sárt áttu að binda eftir hryðju- verkin í Beslam. Vinafólk í Tbilisi átti örðugt með að kosta nám dótt- ur sinnar, og þar hljóp Friðrik undir bagga, svo að eitthvað sé nefnt. Þessa vitneskju hef ég frá ekkju hans. Sjálfur nefndi hann aldrei gjafmildi sína einu orði. Það var m.ö.o. eins gott að mað- urinn var ekki neyslufrekur og bruðlsamur. Ástundun fræðanna var honum ástríða og nógsamleg lífsnautn, en jafnframt dýmætur ábyrgðarhluti, og virðing hans fyr- ir þeim var einlæg og ósérdræg. Mér er kunnugt um að margir af nemendum Friðriks eiga ósíngj- arnri hjálpsemi hans mikið að þakka. Aldrei man ég heldur eftir því að ég hafi farið bónleiður af hans fundi ef hann gat aðstoðað. Þegar fræðilegar spurningar voru annars vegar, var aldrei komið að tómum kofunum hjá honum. Þótt sérsvið hans kunni að virðast þröngt, var þekking hans í málvís- indum ótrúlega víðtæk; traust og kreddulaus. Á 77 ára afmæli Friðriks sl. vor gáfu nemendur og samstarfsmenn hans út veglegt afmælisrit, Hapt- achahaptaitis („Sjötíuogsjö“ á avestísku), sjá nánar um það á vef- slóð http://www.novus.no/php/ mal1.php?isbn=82-7099-403-0 Síð- ustu áratugi vorum við Friðrik ná- grannar í Østerås í Bærum, útborg Óslóar. Það var siður okkar á laugardögum að hittast yfir kaffibolla í næsta þjónustuveri. Það var oft hápunktur vikunnar, hlegið dátt og hent að mörgu gam- an í bland við fræðilegar rökræð- ur, minningar og grundun um gát- ur tilverunnar. Hin síðari ár átti Friðrik erfitt um gang eftir sjúkdóm. Vorið 2002 fékk hann heilablóðfall, varð nokk- uð lamaður og málhaltur af. Bar hann mikinn kvíðboga fyrir því að geta ekki kennt um haustið. Hann þjálfaði sig úr lömuninni af mark- vissri einbeitni sem vakti undrun og aðdáun lækna og hjúkrunar- fólks. Um haustið kenndi hann eins og ekkert hefði í skorist. Laugardaginn 1. október hitti ég hann síðast, fræðandi og skemmti- legan að vanda. Hann hafði bara áhyggjur af tölvubasli vegna fræðilegrar greinar sem honum lá á að koma frá sér. Tólf tímum síðar var hann allur. Laugardagarnir á Østerås verða ekki þeir sömu hér eftir. Ég votta eftirlifandi konu hans, Kirsten Abrahamsen, og öðrum aðstandendum innilega hluttekn- ingu. Helgi Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.