Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ENGINN SLEPPUR LIFANDI Sýnd kl. 4 ísl.tal Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45 og 10.15  S.V. / MBL Sýnd kl. 4 í þrívídd Sýnd kl. 6 B.i. 14 ára Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Topp5.is  S.V. / MBL Sýnd kl. 3.40 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.40 B.i. 14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! kl. 4, 6, 8 og 10 Topp5.is Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára  S.V. / MBL Sýnd kl. 5.45 B.i. 14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Tom Stall lifði fullkomnu lífi... þangað til hann varð að hetju. Miða sala opn ar kl. 17.15 Sími 551 9000 OG FRÁ FRAM- LEIÐENDUM Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. .30 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd.  VJV Topp5.is Kóngurinn og Fífl ið, XFM Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd. Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára HEIMFRUMSÝND Á FÖSTUDAG ENGINN SLEPPUR LIFANDIHEIMFRUMSÝND Á FÖSTUDAG Nasa 19.30 Cynic Guru 20.15 Mr. Silla 21.00 Jara 21.45 Cotton + Einn 22.30 Funk Harmony Park 23.15 Hermigervill 23.00 Annie Pravda 21.00 Helgi Mullet Crew 21.00 MC Nonni 22.45 Panoramix 23.40 Ozy 00.20 The Zuckakis Mondeyano Project Gaukur á Stöng 19.30 Dogdaze 20.15 NilFisk 21.00 Búdrýgindi 21.45 Dimma 22.30 Dikta 23.15 I Adapt 00.00 Days of our lives Grand Rokk 20.00 Vaginas 20.40 Benny Crespo’s Gang 21.20 The Foghorns 22.00 Vax 22.40 Benni Hemm Hemm 23.20 Jakobínarína 00.00 Coral Nánari upplýsingar er að finna á www.icelandairwaves.com Dag- skráin í kvöld TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves hefst í kvöld eins og svo oft hefur komið fram en nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða á veisluna sem stendur fram á sunnudag. Þegar hafa allir miðar sem í boði voru í Bandaríkjunum og Bretlandi verið seldir en hér á landi eru enn um 400 miðar eftir. Þess bera að geta að ekki er selt inn á einstaka tónleika hátíðarinnar en und- antekningin frá reglunni er sérkvöld Kronik á Gauknum á fimmtudagskvöldið, Breakbeat.is á fimmtudagskvöldið á Pravda sem og önnur tón- leika- og klúbbakvöld sem fram fara á Pravda. Mínus ekki með Tilkynning barst nýlega frá hljómsveitinni Mínus þar sem segir að henni sé því miður ekki fært að spila í Listasafni Reykjavíkur á föstu- daginn. „Það þýðir hinsvegar ekki að hljóm- sveitin sé útúr dópuð einhverstaðar með bux- urnar á hælunum heldur vinnur Mínus nú hörðum höndum að gerð sinnar fjórðu breiðskífu sem koma á út snemma árs 2006,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Mínus hyggst ekki iðka tónleikahald af neinu tagi þar til þeirri vinnu er lokið en vill koma á framfæri þökkum til að- standenda Iceland airwaves hátíðarinnar og aðdáenda sinna sem beðið hafa spenntir eftir því að heyra nýtt efni frá sveitinni. Voicst hleypur í skarðið Í stað Mínus kemur hin hollenska Voicst. Hljómsveitin hefur undanfarið leikið með Jul- iette & The Licks á tónleikaferðalagi og þykir þrusu band en Voicst hefur einnig stutt sveitir á borð við Nada Surf og President of the United States á hjómleikaferðum þeirra um heiminn. Voicst gaf út fyrir skemmstu sína fyrstu breiðskíu, 11-11, sem tekin var upp í stúdíói James Iah fyrrum Smashing Pumpkins meðlimsins. Platan kom út á eigin útgáfu Voicst, Duurtlang Records, en mun á næstu misserum koma út víðar í Evópu og Norður-Ameríku hjá Play It Again Sam. Miðasala á Iceland Airwaves fer fram í versl- unum Skífunnar (Laugavegi, Kringlu og Smára- lind) og á Midi.is. Miðaverð er 5.700 krónur auk 250 króna miðagjalds og tryggir miðinn eða Airwaves armbandið aðgang að öllum tónleika- stöðum hátíðarinnar, svo lengi sem húsrúm leyf- ir. Tónlist | Fáir miðar eftir á Airwaves-hátíðina Mínus út – Voicst inn Hljómsveitin Voicst er hingað komin frá Hollandi. NORSKI söngfuglinn Annie tístir ekki hátt en hefur þó vakið mikla athygli fyrir plötuna Anniemal. Lagið „Heartbeat“ hljómar jafnt á Bylgjunni og á skemmtistaðnum Sirkus. Hún höfðar bæði til smá- krakka og klúbbakrakka, lögin hennar eru auðmelt og grípandi. „Mig langar að fá fólk til að dansa. Stundum gerist það og þá er ég ánægð. Ég mun krefjast þess að fólk dansi,“ segir Annie sem er spennt að koma í jómfrúarheim- sókn sína til Íslands. „Þegar platan mín kom út keyptu margar sjö ára stelpur hana en foreldrarnir keyptu hana líka. Ég veit ekki alveg hver er hinn dæmigerði Annie-aðdáandi og mér finnst það ágætt.“ Annie er nýkomin úr velheppn- uðu tónleikaferðalagi um Banda- ríkin. Hluta af ferðalaginu hitaði hún upp fyrir gömlu vinina frá Bergen, Röyksopp. „Þeir eru frá- bærir og við skemmtum okkur mjög vel,“ segir Annie sem er stödd á heimaslóðum í íbúð sinni í miðbæ Bergen. „Ég er bara með stórt rúm og stórt sjónvarp. Það er nóg til að gera mig ánægða.“ Bergen hefur einnig getið af sér Kings of Convenience og fleiri góða listamenn. Hún segir ástæðu þessa vera, að fólk eyði miklum tíma inn- andyra í rigningunni í Bergen. Senan er enn í fullum gangi í borginni og eru margir klúbbar að hefja göngu sína. Þar af er Annie að byrja með einn sjálf. Hún er einnig plötusnúður og sendi frá sér mixdisk í röðinni DJ Kicks í vik- unni. Hún mælir með raftvíeykinu Toy frá Bergen fyrir þá sem vilja kynna sér nýja tónlist frá borginni. „Það er mjög fjölbreytt tónlist sem kemur héðan frá Bergen. Allt frá dauðarokki yfir í teknó.“ Forvitni vaknar um hvort Annie eigi sér einhverjar sérstakar fyr- irmyndir í tónlistinni. „Ég er hrifin af mörgum mismunandi söng- konum. Ég er sérstaklega hrifin af Söruh Cracknell úr Saint Etienne. Ég er mikill aðdáandi Madonnu eins og hún var á níunda áratugn- um og líka Jamie Lee Curtis og Gwen Stefani. Þær eru allar mjög góðar. Ég veit að ég á aldrei eftir að geta sungið eins og Madonna eða Gwen Stefani. Ég geri þetta bara á minn hátt. Það er mjög gott að hafa fólk sem maður lítur upp til.“ Annie er þekkt fyrir að klæða sig uppá fyrir tónleika, mæta í kjól og háum hælum. „Mér finnst það mik- ilvægt. Ég er reyndar alltaf að flýta mér að klæða mig. Þegar ég er á sviði er ég mest í fötum frá tveimur norskum hönnuðum sem ég þekki.“ Næsta mál hjá Annie er að kynna DJ Kicks-safndiskinn, segir hún. „Í nóvember og desember ætla ég svo að fara í hljóðver. Inn- blásturinn er mikill þessa dagana.“ Tónlist | Annie spilar á Iceland Airwaves Er ánægð ef fólk dansar „Ég veit ekki alveg hver er hinn dæmigerði Annie-aðdáandi og mér finnst það ágætt,“ segir Annie með sönglandi Bergen-hreim. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Annie kemur fram á NASA á mið- nætti í kvöld. Leikarinn Sylvester Stallone eraftur á leiðinni í hlutverk sitt sem hnefaleikakappinn Rocky Bal- boa en myndin, sem er sú sjötta í röðinni, mun einfaldlega heita Rocky Balboa. Stallone hefur verið með myndina í maganum í mörg ár en handritið ku vera meira í ætt við fyrstu tvær myndirnar. Það varð til þess að stóru kvik- myndaverin gerðu samning við kappann. Sem kunnugt er öðlaðist Stallone heimsfrægð með fyrstu Rocky myndinni sem naut geysilegra vin- sælda. Stallone var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta frum- samda handritið og bestan leik árið 1976. Kvikmyndin vann hins vegar Óskarinn sem besta kvikmyndin, fyrir bestu leikstjórn (John G. Avild- sen) og fyrir bestu klippinguna. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.